Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir minn og fósturfaðir, JÖRGEN HOLM, Hafnargötu 20, Siglufirði, andaðist mánudaginn 7. júlí. Útförin auglýst síðar. Kristín Holm, Daníel Baldursson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Smárahlíð 12, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓAKIM HJARTARSON skipstjóri frá Hnífsdal, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafía G. Alfonsdóttir, Gréta Jóakimsdóttir, Helga S. Jóakimsdóttir, J. Gunnar Jóakimsson, Kristján G. Jóakimsson, Aðalbjörg Jóakimsdóttir Odd T. Marvel, Sigurður B. Þórðarson, Sólveig Þórhallsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIGNIR JÓHANNESSON, frá Fáskrúðsfirði, lést sunnudaginn 6. júlí á Landspítalanum. Jarðsungið verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 12. júlí kl. 15.30. Sigurveig Níelsdóttir, Kristinn Pálmar Vignisson, María Snarska, Jóhannes Guðmar Vignisson, Elsa Guðjónsdóttir, Petra Jóhanna Vignisdóttir, Árni Bergþór Kjartansson, Halldóra Særún Vignisdóttir, Heimir Hauksson, Sigurbjörn Bergur Vignisson, og barnabörn. t Vinur minn, ástkær fósturfaðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, GUÐMUNDUR GUNNAR ERLINGSSON frá Eyrarbakka, Gautlandi 13, Reykjavik verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 12. júlí kl. 15.00. Þorbjörg G. Bjarnadóttir, Guðmundur Erlingsson, Sigurrós Sigurhansdóttir, Fríða Einarsdóttir, Sigurður Georgsson og systkini hins látna. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA MAGNÚSDÓTTIR frá Vík f Mýrdal, síðast til heimilis í Bröndukvísl 19, Reykavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 11. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Víkurkirkjugarði. Kristin Eggertsdóttir, Óskar Magnússon, Eggert Skúlason, Anna Guðmundsdóttir, Anna Huld Óskarsdóttir, Magnús Óskarsson, Hafþór Eggertsson. BERGLJOT HÓLMFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR + Bergljót Hólm- fríður Ingólfs- dóttir fæddist á Seyðisfirði 24. júlí 1923. Hún lést á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 9. júlí. „Hún Begga frænka er dáin.“ Þessi orð hljóma í eyrum mér. Það er einkennilegt hvernig dauðinn kem- ur alltaf á óvart. Líka þegar í hlut á fólk sem komið er á áttræðisald- ur. Sérstaklega fólk sem hefur ver- ið tiltölulega heilsuhraust árum saman. Einsog Begga frænka. Á laugardagskvöldi sungum við sam- an og dönsuðum í brúðkaupsveislu sonar hennar, á mánudagsmorgni var hún öll. Blessunin hún Begga, móðursystir mín, síðust til að kveðja af systkinunum frá Vakurs- stöðum í Vopnafirði. Bergljót Hólmfríður fæddist sumarið 1923. Ári síðar brugðu foreldrar hennar búi með bömin fjögur og fluttu til Seyðisfjarðar. Begga lifði kreppu og stríðsár á Seyðisfirði. Eftir stríðið fór hún að heiman í vinnu, fyrst norður til Akureyrar og síðan suður. Árið 1952 giftist hún Ágústi Jóhannes- syni frá Vöðlavík í Reyðarfirði. Þau bjuggu í Keflavík og varð þriggja barna auðið. Begga var framan af heimavinnandi en fór að vinna úti er börnin komust á legg. Ágúst lést 1989. Þá fluttist Begga til Reykjavíkur og bjó við Eiðistorg 7 þar sem hún lést síðasta dag júní- mánaðar. Eru þetta helstu atriðin í lífs- hlaupi Bergljótar? Komast þau fyr- ir í svo stuttri málsgrein? Spyrja má, hver eru eiginlega aðalatriðin í lífi okkar? Hvað sem því líður er þessi stutta málsgrein bara rammi sem segir okkur ekkert um það hvernig manneskja Begga var. Einsog hvað hún hafði gaman af söng, kepptist við sem lítil stúlka og unglingur að syngja í öllum barnakórum Steins Stefánssonar og Jóns Þórarinssonar. Og uppá- haldslagið hennar þá var Við brunninn bakvið hliðið, öðru nafni Linditréð. Eða hvernig þær sungu saman systurnar. Það var reyndar alveg sama hvert Vakursstaða- systkina var í heimsókn, alltaf var sungið jafnmikið við orgelið. Og svo sungu þær systur tvíraddað við uppvaskið. Það var svo mikið sung- ið við vinnuna í þá daga. Það var áður en fundin var upp deilan um kvennastörf og karlastörf. Eða stúlkan sem átján ára göm- ul lá í rúmi sínu í gamla Landsíma- húsinu og hlustaði á Dómkirkju- klukkuna slá á fimmtán mínútna fresti. Hún var þá í heimsókn hjá frænda og Pálínu. Frændi var Brynjólfur Eiríksson, öðru nafni Síma-Brynki, móðurbróðir hennar. Og Begga mín var alveg hætt að geta sofið fyrir heimþrá. Hún lá bara andvaka, hlustaði á klukkuna slá og hugsaði heim. Hún var þá Touum AÐ mn ad úá om 4I0TÍL ÍOK suNiuimiT • (úfí Upplýsingar í s: 551 1247 að heiman í fyrsta skipti. Begga mundi fyrst eftir sér í Járnhúsinu en íjölskyldan flutti oft fyrstu árin á mölinni. Loks fengu þau hús- næði í Gamla skóla og bjuggu þar uppi á lofti. Ekki var plássið mikið en í þá daga þurftu heldur ekki allir að hafa sérherbergi. Og gott var að hafa ör- uggt þak yfir höfuðið. Kannske fólst öryggið líka í nálægðinni, fólk- ið bjó svo þétt i þá daga. Það gaf hvert öðru öryggi, alltaf einhver heima, oftast margir. Þegar Begga mín kom austur vorið ’42 úr heimsókninni til frænda var annað sem hélt fyrir henni vöku en heimþráin. Handan við götuna frá Gamla skóla stóð nefnilega The American Red Cross, kallaður Rauðakrossskálinn. Þarna var dansað um hverja helgi og líka í Gamla bíói á fjörukambinum. Bárust þá dillandi tónar sveiflunnar úr saxofónum og trompetum setul- iðsins innum gluggana í Gamla skóla. Einu sinni spurði ég Beggu hvort afi hefði verið strangur. Þá hló hún og sagði: „Þegar Ingólfur Hrólfsson sagði nei, þá þýddi það nei.“ En stundum fékk hún samt að fara á ball með vinkonum sínum. Enda varla hægt að sofna snemma á laugardagskvöldum á Öldunni þau misserin. Begga vann í bakaríinu heima næstu árin en svo greip útþráin hana fyrir alvöru og hún réð sig í vinnu á Hótel Akureyri. Hún fór norður vorið ’45. En ekki var langt liðið á haust þegar heimþráin heij- aði aftur á frænku mína. Fyrren varði var hún komin af stað austur í mánaðarfrí, í fjallabíl Þorbjörns Arnoddssonar, þess fræga fjalla- garps. Þau voru tvo daga á leið- inni, gistu á Húsavík og alla leiðina hélt Begga mín þétt utanum bakk- elsið sem hún hafði keypt til að hafa með kaffinu þegar hún kæmi heim. Líklega hefur Ingólfi Hrólfssyni þótt það undarlegt að yngri dóttir- in skyldi komin í heimsókn um miðjan nóvember og það um svo langan veg. En varla hefur móður hennar brugðið mjög. Hún vissi alltaf hvenær von var á Beggu því þá dreymdi hana Jónínu móður sína. Guðrún Eiríksdóttir og dætur hennar voru miklar draumakonur. Á morgnana sátu þær og röktu drauma sína og réðu í merkingu þeirra. Einu sinni sagði Begga mér og hló mikið, að hún hefði sagt við mömmu sína: Mamma mín, það er gott að þú skulir vera svona mikið heima á daginn því þú ferðast svo mikið á nóttunni! En þrátt fyrir alla heimþrá varð útþráin að lokum yfirsterkari hjá henni frænku minni. Hún fór suður til vinnu og ílengdist þar. Þegar leið að lokum fimmta áratugarins hafði hún hitt mannsefni sitt, Ág- úst Jóhannesson frá Vöðlavík, traustan og góðan dreng. Þau giftu sig í maí 1952 og ári síðar fæddist þeim drengur er skírður var Jó- hannes. Þá voru þau sest að í Kefla- vík. Ég man Beggu frænku mína fyrst þegar liðið er nokkuð á sjötta áratuginn. Þá er hún í heimsókn í Tungu með fjölskylduna. Við Jó- hannes gátum leikið okkur heilmik- ið þó að mér þætti hann óttalegt smábarn enda var hann tveim árum yngri en ég. Best man ég hvað þær systur, Begga og mamma, gátu skrafað og hlegið og hlegið og skrafað, stundum í hálfum hljóðum. Þá fann maður lykt af leyndarmál- um og reyndi stundum að læðast nær en var óðar bandað frá með þeim orðum að þetta væri ekki fyrir börn. Svo elduðu þær matinn saman og gengu frá og amma gamla hjálpaði til og líkast til Ið- unn. Ég gleymi ekki hvernig ég gat setið og starað á þær, ekki vegna þess að ég hefði ekki séð konur vinna í eldhúsi, heldur vegna þess hvað þær sungu mikið. Það var stundum einsog verið væri að setja upp söngleik í þessum tveim herbergjum, eldhúsinu og borðstof- unni. Og stundum tóku karlmenn- irnir undir. Ég sat einsog dáleiddur og hlustaði. Svo var Begga frænka farin einn góðan veðurdag með allt sitt hafurtask, komin til Keflavíkur og líkast til búin að nema hana ömmu mína á brott. Það var ósköp tóm- legt heima fyrst á eftir og ég sá þau ekki aftur fyrren eftir nokkur ár. Þá hafði bæst við annar strák- ur, Hrólfur. Voru þeir nú tveir nógu gamlir til að leika við þótt stundum þætti mér þeir óttalegir tittir. Það er alveg merkilegt hvað 2-3 ár eru langur tími á þessum hluta ævinnar. Heimsóknir Keflavíkurfrænda voru nokkuð reglubundnar á þess- um árum. Næst þegar ég man eft- ir Beggu var hún komin með litla Guðrúnu. Þarsem ég hét eftir afa mínum og þessi litla stúlka eftir ömmu þótti mér hún alltaf soldið sérstök. Ekki gat ég þó leikið við hana enda var hún einsog og lítil dúkka. Og fyrren varði var sú vik- an liðin og þau komin aftur til Keflavíkur sem var alveg óskaplega langt í burtu í þá daga. Nógu langt var nú uppá hérað. Eftir að mamma dó sá ég Beggu mína lítið í ein tíu ár. Amma var hjá henni til dauðadags, 1970. Þeg- ar líða tók á áttunda áratuginn fóru leiðir okkar frænku að liggja saman aftur. Þá var ég kominn í hljómsveit, farinn að syngja rót- tæka söngva og Gústa vantaði ein- mitt slíka söngvara á árshátíð Austfirðingafélagsins í Keflavík. Þá helgina gisti ég hjá þeim og það var alveg óskaplega gaman, bæði á árshátíðinni og líka heima í Háa- leitinu. Það var nóg að gera hjá þeim hjónum á þessum árum. Ág- úst var hafnarstjóri og saman ráku þau Hafnarbúðina frá 1971 þarsem Begga vann. Sá staður var um tíma á allra vörum en ekki var það nú af þeirra völdum og ekki held ég að þeim hafi þótt það þægileg aug- lýsing, enda seldu þau Hafnarbúð- ina árið 1979. Eftir að Gústi dó flutti frænka mín til Reykjavíkur. Þá fór ég að heimsækja hana nokkuð reglulega. Alltaf var hún jafnglöð að sjá mig, faðmaði mig að sér og hellti uppá kaffi sem við drukkum við eldhús- borðið, maulandi kleinur og annað bakkelsi. Það var á þessum árum sem mér fannst ég raunverulega kynnast Beggu. Hún sagði mér sögur úr lífi sínu og aldrei leið löng stund áður en við vorum komin austur. Þótt hún lifði meira en helming ævinnar hér syðra var hún alltaf Seyðfirðingur í hjarta sínu. Hún sagði mér frá lífinu í Gamla skóla, afa og ömmu, Dúu gömlu, bræðrum sinum og systur, frænd- um og frænkum og pabba sem kom ungur inná það heimili. Smám sam- an fór ég að skilja betur þennan þétta hring sem hafði haldið utan- um hana og gefið henni svo gott vegarnesti útí lífið. Og heimþrána sem hún hafði fyrstu árin eftir að hún fór að heiman. Fiörðurinn, byggðarlagið og fólkið sem smám saman var að týna tölunni. Allt hafði þetta svo mikla þýðingu fyrir hana frænku mína og ég skildi hana svo vel því ég var svona líka. Svo hlógum við að þessu öllu, „bölv- uð della," sagði Begga og við feng- um okkur meira kaffi og þögðum saman. Begga var búin að eignast þijú barnabörn sem hún hafði miklar mætur á en Gústi lifði aðeins að sjá það fyrsta, hana Dúu litlu. Og börnin hennar þijú létu sér mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.