Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 "V MJf Myndirnar eru komnar upp í anddyri Morgunblaðshússins i Kringlunni I hefur verið sett upp sýning á Ijósmyndum frá ferð þeirra Björns, Einars og Hallgríms upp á tind Everest. Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og fatnaður, tjald og eldunarbúnaður. Á meðan á förinni stóð voru þeir félagar í beinu sambandi við Morgunblaðið í gegnum gervihnött sem gerði lesendum kleift að fylgjast með leiðangrinum í máli og myndum þær 10 vikur sem hann stóð yfir. MINNINGAR ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR + Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á Isafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 2. júlí. Tengdamóðir mín Ásgerður Bjarnadóttir er látin. Baráttan við sjúkdóminn var varla hafin þegar henni var lokið. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi sterka og hressa kona hafi verið ofurliði borin á svo skömmum tíma. Ásgerður var yndisleg kona, betri tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Hún og Steini tóku á móti mér opnum örmum og mér leið strax eins og einni af fjölskyldunni. Ekki leið heldur á löngu þar til Ásgerður vissi meira um kvennafótbolta en nokkur annar í fjölskyldunni. Þetta var mitt áhugamál og hún vildi fylgjast með. Það var mætt á völl- inn, fylgst með fréttum og rætt um fótbolta yfír kvöldmatnum. Ásgerð- ur kunni það að styðja við bakið á sínu fólki. Bera börnin hennar og Steina þess best vitni. Við tengda- og barnabörnin fengum einnig að njóta ríkulega af góðsemi og styrk þessarar einstöku konu og fyrir það vil ég þakka. Við Kobbi trúlofuðum okkur á sumardaginn fyrsta en þá var Ás- gerður á sjúkrahúsi og hafði fengið fréttimar af sjúkdómnum nokkrum dögum áður. Við ætluðum að hætta við en Ásgerður tók það ekki í mál. Við ákváðum því að halda okkur við fyrri ákvörðun og það var vel við hæfi að það var Ásgerður sem sá okkur fyrst með hringana, því án hennar værum við ekki saman í dag. Ég hef því svo ótalmargt að þakka tengdamóður minni, eins og ómæld- an stuðning, trúnað, þolinmæði, góðsemi og svo ekki síst manninn minn hann Jakob. Orð fá ekki lýst væntum- þykju minni og eftirsjá. Það sem kemst kannski næst því eru þessi orð: „Einstök" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem enp öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstök" lýsir fólki sem stjómast af rödd sins hjarta og hefur í huga hjörtu annnarra. „Einstök" á við þá sem em dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstök" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Femandez) Minningin um Ásgerði mun lifa meðal þeirra sem henni kynntust, því hún var gædd mörgum þeim eiginleikum sem við mannfólkið metum mest í fari hvers annars. Ásgerður var heiðarleg, hjartahlý, réttlát, trygg og góð kona. Hún snerti líf svo ótalmargra, þar á meðal mitt. Takk fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér Ásgerður Bjarna- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. LANCOME I FERÐALAGIÐ mnl fl Stór og glæsilcg taska fylgir þegar keypt er fyrir 4.000 kr.* eða meira. Fjöldi annarra glæsilegra tilboða. 'Filboðsdagar fimmtudag til laugardags. Álfheimum 74 Sími 5685170 SNVRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆSm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.