Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sýningá íslensku hand- verki í ANDDYRI Norræna hússins verður opnuð sýning á ull- arvinnu af ýmsum toga eftir handverkskonur á Suður- landi, sem tengjast ullar- vinnslu í Þingborg, föstudag- inn 11. júlí. Hildur Hákonardóttir hefur valið verkin á sýninguna og annast uppsetningu hennar. Einnig verða á sýningunni pijónuð verk eftir Guðrúnu Hálfdanardóttur frá Höfn í Hornafirði og sýna þau sveita- fólk við störf sín. í kynningu segir að ullar- vinnsla í Þingborg hafi undan- farin ár starfað ötullega að því að vekja upp áhuga á okkar sérstæðu, íslensku ull. í handverkshópnum eru um 30 konur sem unnu fyrstu árin undir stjóm Helgu Thor- oddsen, vefjarefnafræðings og handverksfrömuðar, að því að bæta meðferð ullarinnar og finna möguleika til að nota þetta hráefni á nýjan hátt, bæði til handspuna með nútí- malegum hjálpartækjum eins og rafknúnum kemibvélum og fljótvirkjum rokkum og eins til flókagerðar, sem víða ryður sér nú til rúms og býður upp á margs konar möguleika. Sömuleiðis er töluvert unnið úr hornum og beinum og fleiri dýraafurðum. Ullarvinnslan í Þingborg starfar í gömlu skólahúsi þétt við þjóðveginn í miðjum Flóanum austan við Selfoss. Þar er sölustaður á sumrin og rekið kembiverkstæði sem framleiðir lyppur til handsp- una árið um kring. Þar er einnig aðstaða til námskeiða. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 9-19, nema á sunnudögum kl. 12-19. Sýningunni lýkur 17. ágúst. LISTIR Þrír norskir í HAFNARBORG standa nú yfir sýningar á verkum þriggja norskra listamanna í tengslum við Víkinga- hátíðina í Hafnarfirði. Nanna Paalgard Pape, lektor í list- og handverksgreinum við kennara- deild Oslóarskóla sýnir trommur og er með henni í för hópur kvenna sem ásamt Nönnu munu beita trommunum við seið. Magni Jensen nam leirlist við Lista- og handverksskólan í Berg- en og sýnir nytjahluti sem hún brennir í viðarofni. Svein Thingnes var líka í Lista- og handverksskólanum í Bergen en að auki nam hann við listaaka- demíuna í Sofia. Þema þessarar sýningar Sveins er sár og saumur. Sýningarnar standa til 21. júlí og eru opnar alla daga nema Frumsýning hj á Ferðaleikhúsinu Brezkir leikhúsgestir gera sér ferð á sýninguna •• Hilmar Orn spilar í Hallgrímskirkju HÓPUR Breta, sem nefnir sig „Leikhúsgestina“ kemur til Is- lands að sjá frumsýningu Ferðaleikhússins í kvöld, fimmtudagskvöld. Að sögn Kristínar G. Magnús hjá Ferða- leikhúsinu hefur þessi hópur farið víða um heim og séð leik- sýningar á ensku, en hópurinn telur um 30 manns. Frumsýning ferðaleikhúss- ins verður í kvöld, fimmtu- dagskvöld, í Tjarnarbíói og hefst kl. 21. Sýningar verða síðan haldnar öll föstudags- og laugardagskvöld í sumar. Síðasta sýning verður 30. ágúst. í fréttatilkynningu segir, að ný uppfærsla á ýmsum atriðum sýningarinnar hafi verið gerð, megi þar nefna Ragnarök úr Völuspá, Eddukvæðum og Vættir og vofur á nýársnótt. Kristín G. Magnús og Marteinn A. Martensson ásamt þremur nýjum leikurum, Eddu Björk Þórðardóttur, Bergný Hannah og Helga Róbert Þórissyni fara með margvísleg leikhlutverk í sýningunni. Fjölmyndasýning milli atriða Á milli atriða er fjölmynda- sýning. Efni sýningarinnar skiptist í 17 atriði sem öll eru byggð á íslenskum þjóðsögum, víkingasögum og kynningu á land og þjóð. Sýningin er flutt á ensku. Utdráttur á þýsku og norsku er fáanlegur í miðaaf- greiðslu leikhússins. Þess má geta að nýtt hljóð- kerfi hefur nú verið sett upp í Tjarnarbíói. Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hall- grímskirkju í dag, fimmtudag, leik- ur Hilmar Örn Agnarsson dó- morganisti í Skálolti. Hilmar Örn leikur Meine Selle erhebt den Herrn eftir Johann Se- bastian Bach, sex tilbrigði við sálm- inn Da Jesu an dem Kreuze stund eftir Samuel Scheidt, Chaconne í e-moll eftir Buxtehude og tvo þætti úr Orgelsónötu op 65 nr. 3 eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. Hilmar Örn er fæddur í Reykja- vík árið 1960. Hann lærði við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistar- skólann og stundaði framhaldsnámi við Tónlistarháskólann í Hamborg. • BRESKUR auðkýfingur, sem hefur nú þegar fært Tate-lista- salnum í London yfir 700 milljón- ir ísl. kr. að gjöf, hefur heitið salnum 500 milljónum til viðbót- ar, svo og landareign sinni. Kaupsýslumaðurinn, Sir Edwin Manton, sem er 88 ára, er sljórn- arformaður tryggingafélags í New York en fæddur í Bret- Frá 1991 hefur Hilmar verið organ- isti í Skálholti og stjórnar m.a. Skálholtskórnum, Barnakór Bisk- upstungna og Skólakór Mennta- skólans að Laugarvatni. Laugardaginn 12. júlí leika hjón- in Gustavo Delgado Parra og Ofelia G. Castellanos frá Mexíkó. Þau munu m.a. leika sýnishorn af mexikóskri barokktónlist en í heimalandi sínu hafa þau lagt sér- staka rækt við flutning kirkjutón- listar fyrri alda og varðveislu gam- alla orgela. Þau leika einnig á tón- leikum tónleikaraðarinnar Sumar- kvölds við orgelið sunnudaginn 13. júlí kl. 20.30. Iandi. Hann gaf 700 milljónirnar árið 1992 í skjóli nafnleyndar, en hann er, eins og gjafmildi hans gefur glögglega til kynna, mikill listunnandi. Upplýst var um hver hefði gefið fjárhæðina árið 1994 þegar hann var aðlaður fyrir framlag sitt. Sir Edwin er sterkefnaður, eignir hans eru áætlaðar um 27 milljarðar ísl. kr. Stöðvaðu tímann næstu 10* með því að nota CELLULAR DEFENSE SHIELD KYNNINGAR í dag 10. júlí H Y G E A Austurstræti. Á morgun 11. júlí H Y G E A Laugavegi. 10% kynningar- afsláttur og fallegur kaupauki. Húð þín endurheimtir æskuljómann á ný - þökk sér stórkostlegri virkni. CELLULAR DEFENSE SHIELD - frá laprairie Morgunblaðið/Jim Smart BAROKK-KVARTETTINN Quadro Corydon. BAROKK-KVARTETTINN Qu- adro Corydon frá Hollandi held- ur tónleika í Þjóðminjasafni Is- Iands í kvöld kl. 20.30. Kvartett- inn skipa Rannveig Sif Sigurðar- dóttir messósópran, Gabriele Wahl blokkflautuleikari, Julie Maas barokksellóleikari og Be- atrice Sterna semballeikari. Á efnisskrá er ítölsk, ensk og þýsk tónlist frá sautjándu og átjándu öld, meðal annars eftir Marini, Frescobaldi, Scarlatti, Vivaldi, Purcell og Telemann. Quadro Corydon var stofnaður árið 1994 er stöllurnar, sem eru Quadro Corydon í Þjóðminja- safninu frá íslandi, Þýskalandi, Banda- ríkjunum og Italiu, voru við nám við Konunglega tónlistarliáskól- ann í Haag í Hollandi. Kvartett- inn kemur reglulega fram í Hol- landi og Þýskalandi og sumarið 1996 spilaðihann á tónlistarhátíð í Englandi. Á liðnu ári varð hann í fjórða sæti í alþjóðlegri keppni barokkhljómsveita í Hollandi. I næsta mánuði mun Quadro Corydon efna til tónleika á nor- rænni barokktónlistarhátíð í Nordmaling í Svíþjóð og verður þeim útvarpað og sjónvarpað beint um gjörvallt landið. I nóv- ember næstkomandi munu stöll- urnar haldn tónleika á Ítalíu og í mars 1998 verða þær á ferð í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.