Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT * Akvörðunin ber styrk Bandaríkja- manna vitni Þegar upp var staðið eftir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Madríd stóð tvennt eftir. Söguleg ákvörðun hafði verið tekin um að stækka bandalagið og áhrif Bandaríkjamanna í NATO eru óve- fengjanleg hvort sem hinum aðildarríkjunum líkar það betur eða verr. Karl Blöndal skrifar frá Madríd um gang mála á fundinum. Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, með leiðtogum þriggja ríkja sem var boðin aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Þeir eru, frá vinstri: Aleksander Kwasniewski forseti Póllands, Vaclav Havel forseti Tékklands, og Gyula Horn forsætisráðherra Ungverjalands. Eistar legðu slíka ofuráherslu á að- ild að Atlantshafsbandalaginu fyrst Æ KVöRÐUN leiðtoga Atl- antshafsbandalagsins (NATO) um að bjóða þremur fyrrverandi Var- sjárbandalagsríkjum, Póllandi, Tékklandi og Ungveija- landi, inngöngu í bandalagið markar tímamót í þróun mála eftir lok kalda stríðsins um leið og hún ber því vitni hvert veldi Bandaríkjamanna er um þessar mundir. Heija þessara þriggja ríkja bíður nú það verkefni að undirbúa samstarf við þá heri, sem þeim var áður ætlað að beijast við brytist út ófriður í Evrópu. Það er ekki síst mikilsvert að þessi mikla tilfærsla skuii eiga sér stað án þess að hleypt hafi verið af einu einasta skoti. I gær var síðan stigið eitt skref til viðbótar þegar undirritað var samstarfssamkomulag NATO og Úkraínu, sem á sínum tíma var hluti af Sovétríkjunum. Þetta verður mesta stækkun bandalagsins, sem hefur ekki tekið inn ný ríki frá því að Spánveijar fengu inngöngu fyrir 15 árum. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í gær að nú hefði verið stígið stórt skref við að „afmá þá ónáttúrulegu línu, sem Stalín dró þvert yfir Evrópu eftir heimsstyij- öldina síðari“. Hugmyndin um að stækka NATO til austurs hefði þótt fráleit fyrir áratug. Hún fæddist nokkurn veginn um sama leyti beggja vegna Atlants- hafs, í Bandaríkjunum og Þýska- landi, fyrir fjórum árum, en nokkur tími leið áður en ráðamenn fóru að taka hana alvarlega. Þegar líða tók að fundinum í Madríd var það hins vegar ekki spurningin hvort stækka ætti bandalagið, heldur hve mörgum ríkjum ætti að bjóða inngöngu, sem bar annað ofurliði í umræðunni inn- an NATO. Helsta andstaðan var í Rússlandi og var Atlantshafsbanda- laginu mjög í mun að styggja ekki Rússa. í því skyni var meðal annars gerður sérstakur samstarfssamning- ur milli Rússa og NATO, sem undir- ritaður var í París í maí. Snörp deila Deilan um þijú ríki eða fímm var mjög snörp og skiptist NATO milli norðurs og suðurs, en alls sóttu 12 ríki um aðild. Frakkar og ítalar fóru fyrir níu NATO-ríkjum, sem vildu að Rúmenum og Slóvenum yrði boð- in innganga auk Pólveija, Tékka og Ungveija. Bandaríkjamenn lögðust hins vegar algjörlega gegn því að ný aðildarríki yrðu fleiri en þrjú. Þeir nutu stuðnings Norðurlandanna og Breta. Hermt er að Clinton hafi talað Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á sitt band yfir bjórglasi eftir kvöldverð á mánudag, daginn fyrir leiðtogafundinn, sem Jose Mar- ia Aznar, forsætisráðherra Spánar, bauð til. Að sögn Hans van Mierlos, utanríkisráðherra Hollands, réðst deilan um fjölda aðildarríkja hins vegar ekki fyrr en Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, snerist á band með þeim, sem vildu þijú ríki. Eftir það hefðu aðildarríkin gefið eftir eitt af öðru. Chirac fékk því hins vegar fram- gengt að í þeim kafla lokaályktunar fundarins, sem fjallar um það að dyrnar standi opnar fyrir frekari stækkun, var minnst á Rúmeníu og Slóveníu. Norðurlandaþjóðirnar í NATO, Danir, íslendingar og Norð- menn, settu þá það skilyrði að þær tvær þjóðir yrðu ekki nefndar án þess að Eystrasaltsríkjanna yrði get- ið og sú varð niðurstaðan. Chirac hitnar í hamsi Hún fékkst hins vegar ekki átaka- laust. Svo virðist sem Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafi _ verið orðið heitt í hamsi. Á sjón- varpsskjám inni í biaða- mannamiðstöðinni mátti sjá hann benda fingri á Javier Sol- ana, framkvæmdastjóra NATO, og var hann. greinilega æstur. Síðar kom í ljós að Chirac hefði stöðvað útgáfu af yfirlýsingunni þar sem honum þótti sem þar væri ekki næg áhersla lögð á sérstöðu Rúmena og Slóvena þegar kæmi að annarri lotu stækkunar bandalagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hjó Solana á hnútinn og færði til setninguna þar sem Eystra- saltsríkjanna er getið. Þannig er Rúmeníu, Slóveníu og Eystrasalts- ríkjanna getið í kaflanum um hinar „opnu dyr“, en ekki í sömu andránni. „Einhver vandræði“ „Það voru einhver vandræði,“ sagði Chirac á blaðamannafundi eft- ir að lokayfirlýsingin hafði verið gefin út. Catherine Colonna, tals- maður hans, hafði hins vegar fyrr um daginn eftir honum að NATO mundi ekki standa til frambúðar ef misvægi væri í samskiptum Evrópu og Bandaríkjamanna hvort heldur sem' um væri að ræða hernaðarlegar eða pólitískar ákvarðanir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra taldi að betra hefði verið að nefna engin einstök ríki í kaflanum um opnu dyrnar, en fyrst farið hefði verið fram á að Rúmenía og Slóven- ía yrðu nefnd hefði einnig orðið að tilgreina ríki í norðri, það er Eystra- saltsríkin. í lokayfirlýsingunni sagði að leið- togar aðildarríkja NATO gerðu ráð fyrir því að þeim ríkjum, sem vildu axla ábyrgð og skyldur aðildar að banda- Iaginu, yrði boðin inn- ganga á næstu árum. „Bandalagið mun halda áfram að vera opið nýjum félögum, sem væru í stöðu til að breiða út grundvallaratriði sáttmálans um það og leggja sitt af mörkum til öryggis á Evró-Atlantshafssvæðinu,“ sagði í yfirlýsingu fundarins. „Við munum endurskoða ferlið á næsta fundi okk- ar árið 1999. Hvað varðar þá, sem vilja ganga í bandalagið, gerum við okkur grein fyrir því með athygli og tökum með í reikninginn þá já- kvæðu þróun í átt til lýðræðis og bætts réttarkerfis, sem átt hefur sér stað í nokkrum ríkjum Suðaustur- Evrópu, sérstaklega Rúmeníu og Slóveníu ... Um leið gerum við okkur grein fyrir þeim árangri, sem náðst hefur í átt að auknum stöðugleika og samstarfs í ríkjum á Eystrasalts- svæðinu, sem einnig vilja ganga í bandalagið. Þegar við lítum til fram- tíðar bandalagsins er ljóst að þróun í átt að þessum markmiðum verður mikilvæg til að ná allsheijartak- marki okkar um fijálsa, velmegandi og óskipta Evrópu, sem býr við frið.“ Áróður Rúmena og Slóvena Rúmenar og Slóvenar höfðu rekið mikinn áróður fyrir því að verða boðin innganga í NATO fyrir fund- inn hér í Madríd. Þegar leiðtoga- fundurinn hófst á mánudag stóð hópur ungmenna, sem söng, klapp- aði og veifaði borðum, sem á var letruð krafa um að Litháen yrði veitt aðild að NATO í fyrstu lotu. Janes Drnousek, forsætisráðherra Slóveníu, sagði eftir að lokayfirlýs- ing leiðtogafundarins hafði verið gefin út að hann ætti von á því að Slóvenum yrði boðin aðild innan eins eða tveggja ára. Það var annar tónn í Zoran Thaler utanríkisráðherra, sem sagði að Slóvenum hefði „ekki verið gefin nein gild skýring á því hvers vegna við erum ekki með“. Emil Constantinescu, forseti Rúmeníu, sagði á blaðamannafundi í gær að hann teidi ekki að Rúmen- ar hefðu getað gert meira til að kynna sinn málstað. Tíminn hefði einfaldlega verið of naumur. Á fund- inum hefðu fulltrúar ýmissa þjóða klifað á því að aðeins væru liðnir sjö mánuðir frá því að stjórn sín hefði tekið til valda, en Davíð Odds- son, forsætisráðherra Islands, hefði á fundi með sér í gær líkt því, sem á þeim tíma hefði gerst í Rúmeníu, við kraftaverk. Bandaríkjamenn hyggjast nú sýna Rúmenum og Slóvenum að hugur fylgi máli með yfirlýsingunni um að dyrnar að NATO standi opnar. Clint- on fer á morgun, föstudag, til Rúme- níu, og Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, heldur til Slóveníu. Clinton kvaðst í gær fara til Rúmeníu “til að sýna íbúum þess lands og annarra ríkja, sem eru að stíga fyrstu skrefin á lýðræðisbraut- inni, að dyrnar að þessu bandalagi og að samstarfinu við vestrið standa opnar, að við erum staðráðin í að hjálpa þeim að ganga um þær ef þau geta haldið sig á braut lýðræðis og umbóta". Lennart Meri, forseti Eistlands, lýsti yfir ánægju sinni á blaða- mannafundi í Madríd í gær. „Ég fagna þeirri ákvörðun að gefa skýrt merki um að dyrnar séu opnar,“ sagði Meri. „Eistlendingar eru þegar farnir að líta fram á veg- inn til ársins 1999 þegar næsti leiðtogafundur Atl- antshafsbandalagsins verður haldinn." Meri sagði að leiðtogar Eystrasaltsríkjanna hefðu í gær átt fund með forustumönnum Póllands, Tékklands og Ungveijalands og hefðu síðarnefndu ríkin heitið þeim fyrrnefndu stuðningi í þeirri viðleitni að fá aðild að NATO. Hefur einhver séð líkið Meri sagði að samskipti Eista við Rússa færu batnandi um þessar mundir og hann sæi enga ástæðu til að óttast þá eins og sakir stæðu. Þegar hann var spurður hvers vegna kommúnisminn væri liðinn undir lok var svarið stutt: „Allir segja að kom- múnisminn sé dauður en ég vitna í Agöthu Christie: Hefur einhver séð líkið?“ Þau ríki, sem ekki var boðin inn- ganga á fundinum í Madríd, verða að láta sér nægja friðarsamstarfið innan NATO þar til að næstu lotu , kemur. Þá er ljóst að ekki er hægt að túlka orðalagið í lokayfirlýsing- f unni sem loforð um aðild óháð þróun | í þeim ríkjum, sem nefnd eru í kafl- anum um opnu dyrnar. Pólveijar, Tékkar og Ungveijar eru hins vegar komnir inn fyrir gættina, þótt eftir eigi að semja um aðild þeirra. Reyndar er undirbún- ingur þeirra undir þátttöku í hernað- arsamstarfi NATO þegar hafinn. „Við erum þegar farnir að vinna , með ríkjunum þremur," sagði Ge- ' orge Joulwan, yfirmaður herafla I NATO í Evrópu (SACEUR), sem | situr nú sinn síðasta leiðtogafund bandalagsins. „Viðræður við þá eru þegar hafnar." Joulwan kvaðst ekki vænta þess að stækkunin myndi valda NÁTO vandræðum. „Bandalagið hefur ver- ið stækkað áður og við réðum við það,“ sagði Joulwan. „Það er alveg Ijóst að hernaðarlega er hægt að , laga sig að stækkuninni og það verð- ►' ur gert. Hernaðararmur NATO er | sveigjanlegur." | Her Pólveija er stærstur ríkjanna þriggja. í honum eru um 250 þúsund hermenn, en 70 þúsund í þeim tékkn- eska annars vegar og ungverska hins vegar. Ungveijar hafa lengi búið sig undir þann dag, sem þeim yrði boðin aðild, og eru komnir lengst ríkjanna þriggja í að búa her sinn undir samstarf við NATO. Það mun ekki fást ókeypis að I tækni- og vígvæða heri ríkjanna ^ þriggja þannig að þeir geti tekið w þátt í aðgerðum á vegum NATO. " Það er hins vegar öldungis þvíst hver kostnaðurinn mun verða. Ýms- ar tölur hafa verið nefndar. Sú lægsta kemur frá bandarísku stjórn- inni, sem telur að kostnaður vegna ríkjanna þriggja muni verða um 35 miíljarðar dollara á 13 árum. Fjár- lagaskrifstofa Bandaríkjaþings telur , að kostnaðurinn verði 61 milljarður f dollara og Rand-stofnuninni, sem er | í Bandaríkjunum, reiknast til að ^ hann verði 42 milljarðar dollara. " Borga Frakkar ekki? Erfitt er að sjá hvernig umræðan um það hveijir eigi að borga brúsann mun þróast. Haft var eftir Chirac Frakklandsforseta í gær að hann hefði gefið í skyn að Frakkar hygð- ust ekki borga eyri fyrir stækkun NATO. Væntanlegu aðildarríkin | ættu að standa straum af kostnaðin- | um. L Clinton var í ljósi orða Chiracs " spurður hvers vegna Bandaríkja- menn ættu þá að láta nokkra millj- arða dollara af hendi rakna vegna stækkunarinnar á næstu árum. Clin- ton svaraði því til að hann teldi að kostnaðurinn af stækkuninni hefði verið stórlega ofmetinn og hann teldi einnig að viðkomandi þjóðir ættu að sjá um megnið af kostnaðinum. Formleg innganga 1999 Búist er við að viðræðurnar um í aðild taki um sex mánuði. Að því loknu kemur í hlut þinga aðildarríkj- anna að staðfesta ákvörðunina um að stækka NATO. Gert er ráð fyrir að ríkin þijú gangi opinberlega í NATO árið 1999, á 50 ára afmæli bandalagsins. í Bandaríkjunum hafa undanfarið heyrst raddir | á þingi um að hrapað | hafi verið að ákvörðuninni ^ um stækkun og meðal W raka Bills Clintons Bandaríkjafor- seta fyrir því að ekki mætti fjölga aðildarríkjum um meira en þrjú var að hann þyrfti að knýja ákvörðunina í gegnum öldungadeild Bandaríkja- þings þar sem þyrfti 2/3 hluta meiri- hluta til að hún næði fram að ganga. Deila Spánverja og Breta Fundurinn í Madríd snerist ekki p aðeijis um stækkunina og opnu dyrn- ^ ar. í upphafi fundarins á þriðjudag B lýsti Aznar yfir því að Spánveijar Solana sagð- ur höggva á hnútinn Óvíst hver kostnaðurinn mun verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.