Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 41
dóttir tengdamóðir og vinur. í
hjarta mínu munt þú alltaf verða
einstök kona og vona ég að ein-
hvern tímann verði hægt að segja
um mig þó ekki nema brot af því
sem hægt er að segja um þig. Betri
fyrirmynd er vart að finna.
Elsku stórfjölskylda Giljalandi
33, eins og Ásgerður kallaði okkur.
Núna verðum við að gera það sem
hún bað, að standa saman og styðja
hvert annað.
Guð blessi minningu Ásgerðar
Bjarnadóttur.
Vanda.
Vináttan er eins og hlýr, sólríkur
dagur. Hún vekur og hvetur, gleður
og andar öryggi í athafnirnar. Ás-
gerður var yndislegur vinur. Nær-
vera hennar breytti andrúmsloftinu.
Þýður rómurinn, yfirvegaður og
róandi, fasið virðulegt og stundum
fann ég allt að því til lotningar í
nærveru hennar.
Ásgerður vann í Útvegsbankan-
um gamla og síðar í íslandsbanka.
Óneitanlega var upplitið ekki alltaf
djarft á undirrituðum við inngöngu
í musterið. Þá var gott að vita af
Ásgerði. Bankanum var stjórnað
af öðlingum og á þessum vettvangi
getur svo sannarlega eitt orð dimmu
í dagsljós breytt.
Kona á borð við Ásgerði hefur
mikil áhrif hvar sem hún er. Bara
persónuleiki hennar sá til þess. Hún
var líka fædd inn í stjórnmálabar-
áttu þjóðarinnar og náskyld því
fólki, sem hvað mest hefur brunnið
á í íslenskum stjórnmálum. Viðhorf
hennar í ýmsum málum báru þess
glögg merki. Aldrei rasaði hún að
afstöðu, orð hennar voru yfirveguð
og þegar hún mælti skoðun sína
af munni fram, var allt að því leik-
ræn tjáning í augnaráðinu, sem gaf
orðunum ennþá meira vægi.
Ýmislegt bar á góma í samræð-
um okkar Ásgerðar í gegnum tíð-
ina. Uppruninn og ísafjarðarárin
voru henni mikilvæg. Setti hún
stundum mælistiku útvegsbæjarins
á atburði líðandi stundar, menn og
málefni. Yndislegt var að eiga hana
að í flokksstarfi Alþýðuflokksins.
Gagnvart hinum voldugu Vestfirð-
ingum voru orð hennar lög. Góð-
gjörðirnar í kratakaffinu voru líka
einstakar. Þegar súkkulaðiterturn-
ar smullu alveg inn í andagift mál-
efnisins, þá tókst mér stundum að
gauka að henni sameiginlegum
uppruna okkar í fögrum Skaga-
fjarðardölum eða Mývatnssveit. Þá
horfði hún á mig með kankvísu
brosi og sagðist vona, að ég væri
ekki á „fittinu“ hjá henni daginn
eftir.
Andlát hennar kom sem reiðar-
slag. Fæstir vissu um veikindi henn-
ar og enginn ætlaði henni að kvarta,
þótt hún fyndi til.
Ég votta Þorsteini vini mínum,
börnunum, ættingjum og vinum öll-
um mína dýpstu samúð. Elskuleg
vinkona, frænka og félagi hvíli rótt
í náðarfaðmi drottins.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
$
SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifúnni 17, 108 Reykjavík.
„ ÖRYGGl J Sími 568 51 00.
3- dyra BALENO: 1.140.000,- kr.* %
4- dyra BALENO: 1.265.000,- kr.*
l-dyra BALENO 4WD: 1.480.000,- kr. |
\LENOWAGON2WD: 1.450.000,-kr.* |
BALENO WAGON 4WD: 1.580.000,- kr. f
1.265.000 kr.
Geturðu gert betri bílakaup?
RÚMGÓÐUR • LIPUR • STÍLHREINN
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11.
Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
Hönnuðir Suzuki nýttu alla nýjustu tækni
þegar þeir bjuggu til Baleno. Þeir lögðu áherslu
á þægindi á öryggi, vandaðan frágang og
fallegar línur en umfram allt á ánægjulegan,
hljóðlátan og fjárhagslega hagkvæman akstur.
Verðið á 4-dyra Baleno er enda einstaklega
hagstætt.
Fyrir aðeins 1.265.000 kr. fcerðu: Gott rými
fyrir fjóra farþega auk ökumanns, óvenju stóra
farangursgeymslu (3461) sem er opnanleg úr
ökumannssæti, auðveldan aðgang að öllum
stjórntækjum, sæti sem veita góðan bak-
stuðning, tvo öryggisloftpúða, 86 hestafla
16 ventla vél, vökvastýri og veltistýri. Svo
færðu líka: samlæsingar, rafdrifnar rúðuvindur,
rafstýrða útispegla, útvarp/segulband með 4
hátölurum, upphituð framsæti, styrktarbita í
hurðum og samlita stuðara.
Allt þetta í bíl sem þykir líka þægilegur í
akstri, viðbragsfljótur og lipur - og eyðir bara
7,6 1 á hverja 100 km. í bæjarakstri og ekki
nema 5,2 1 á hverja 100 km. við akstur á 90
km. hraða.
Baleno er fljótur að vinna hug þinn og hjarta.
Öruggur, lipur og traustur. Taktu nokkrar beygjur,
finndu þœgilegan gír.
Baleno - akstur eins og hann á að vera.
t
í*
f
• Sumartilboö meö öllu, mat, drykkog • Happdrætti, tveir heppnir gestir fara
gistingu, verð frá kr. 4.900 á mann. til Irlands í haust.
• Sælkerahlaðborð, 25 rétta, á sunnu- * Fyrsta flokks þjónusta.
dagskvöldum í júlí og ágúst, • Ný og uppgerð herbergi, að auki
verð kr. 1.800 á mann. svefnpokapláss.
• Verslunarmannahelgarpakki, matur, • Hvert sem tilefnið er þá mundu
músík og mikið fjör. Hótel Bifröst.
• Gisting frá 2.325 kr. á mann.
LelHA upplýslnga og pantanlr á HAtel Blfröst, Norðurárdal, Borgarfirðl, siml 435 0005, fax 435 0020.
alsla
Opið 11-22 virka daga. 11-20 um helgar.
Nýr leikur
Slot Car Boogie
Æðisgenginn kappakstur
Aðrir leikir:
Holmenkollen Ski Jump
Astro rússíbaninn
Pepsí Max russibaninn
Harrier þotuflug
1 ferð fyrir 400 kr.
ilboð
2 saman 700 kr.
3 saman 900 kr.
4 saman 1.000 kr.
.Hamingjustund" kl. 18-19:
Þú greiðir eina ferð
en færð tvær
Hópar: Leitið upplýsinga
í síma 568 6430
EuroA/ISA/Debetkort
r