Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 47
annt um velferð móður sinnar.
Synirnir hafa verið búsettir í Sví-
þjóð um árabil og hefur Begga
verið þar tíður gestur. Um tíma
bjuggu þær mæðgurnar saman á
Eiðistorginu og studdu hvor aðra
í blíðu og stríðu. Þegar Guðrún
flutti, var ekki nema nokkurra mín-
útna gangur á milli þeirra.
Og laugardagskvöldið 28. júní
var haldin brúðkaupsveisla elsta
sonarins. Þar var Begga mín í ess-
inu sínu og kvartaði helst yfir því
að það væri ekki sungið nógu mik-
ið að austan.
Nú er hún farin að hitta Gústa
sinn, hann afa, hana ömmu og
hana mömmu og allt hitt fólkið.
Ég er viss um að það hafa orðið
fagnaðarfundir og þær mæðgur
hafa sest niður og ráðið í drauma
sína og varla hefur pabbi verið
fjarri með orgelið. Þá hefur Begga
mín fengið að syngja um Hrísluna
og lækinn, Seyðisfjörð, það er svo
margt að minnast á ...
Fyrir hönd systkinanna frá
Tungu vil ég þakka Beggu frænku
okkar fyrir samfylgdina og biðja
börnum hennar, barnabörnum og
tengdafólki Guðs blessunar. Hitt-
umst heil.
Ingólfur Steinsson.
„Veistu það, Begga, að alltaf
þegar ég hugsa til þín, hugsa ég
um Bjólfinn um leið,“ sagði ég við
Bergljótu Ingólfsdóttur í allsér-
stæðu brúðkaupi sonar hennar og
sænskrar tengdadóttur 28. júní sl.
Bergljót hló þá og svaraði á þá
leið að hún hefði síðast farið til
Seyðisfjarðar á aldarafmæli bæjar-
ins 1995 og þá hefði hún fundið
að þangað kæmi hún ekki aftur.
Síðan ræddum við um ættingja
hennar sem þar hvíla. Fá okkar sem
í veislunni vorum grunaði hve
skammt væri milli harms og ham-
ingju. Að morgni mánudagsins 30.
júní var Bergljót öll.
Bergljót var Seyðfirðingur og ég
fann það snemma er ég kynntist
henni að uppruninn skipti hana
máli. Þegar ég heimsótti hana og
fjölskyldu hennar hnigu umræður
oft á tvo vegu: Rætt var um menn
og bækur og um Seyðisfjörð, þann
Seyðisfjörð sem hún mundi frá ár-
unum 1925-1950 og sérstæða sögu
bæjarins.
Bergljót var afar bókhneigð kona
og ég hygg að hún hefði kosið að
fara svipaða leið og bræður hennar
sem til náms fóru. En efni foreldra
hennar voru hins vegar ekki mikil
og þá fóru konur mun sjaldnar til
náms en karlar. Um 1950 lá leið
Bergljótar suður á land til ættingja
í Reykjavík þar sem hún giftist
Ágústi manni sínum. En í Keflavík
bjugguþaufrá 1952-1989 erÁgúst
lést. Frá 1990 bjó Bergljót í Reykja-
vík í nágrenni dóttur sinnar.
Fátækt kreppuáranna mótaði
lífsskoðanir Bergljótar án þess þó
að í þeim væru sárindi eða broddar
til annarra. Við fyrstu kynni virtist
Bergljót stundum heldur þung á
bárunni og fálát en við lengri kynni
kom í ljós að hún bjó yfír hárfínni
kímni og gleði á góðum stundum.
Tryggð hennar við aðra og samúð
með lítilmagnanum voru sterkustu
strengirnir í sinni hennar.
Þegar ég heimsótti Bergljótu og
fólk hennar fyrr á árum hlustuðum
við oft á tónlist, einkum íslenska.
Gullfallegt lag Gylfa Þ. Gíslasonar
við kvæði Tómasar: Ég leitaði
blárra blóma, var þá oft leikið.
Ljóðið er úr fyrstu bók Tómasar,
sem er full af fegurð, litum, blóma-
angan, ásamt mildum sumarþey
af Sundunum bláu.
í huga mínum lifa gamlar gleði-
stundir um vinkonu mína Bergljótu,
vafðar síungum sumarilmi af birki
og lyngi þess sama sumars sem
nú stendur sem hæst og Tómas
kvað um.
Bergljót!
Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt
og leggur hóglátt að hjarta þinu,
hvítasta blómið sitt.
Skúli Magnússon.
ÞÓRIR
ÞORGEIRSSON
+ Þórir Þorgeirsson fæddist á
Hlemmiskeiði á Skeiðum
14. júlí 1917. Hann lést á heim-
ili sínu á Reykjum á Laugar-
vatni 25. júní síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Skálholts-
kirkju 4. júlí.
Ég kveð með söknuði og trega
kæran vin og góðan frænda, Þóri
Þorgeirsson. Eg kynntist Þóri nokk-
uð á menntaskólaárum mínum en
þó ekki að ráði fyrr en 1990 er ég
varð oddviti. Hann ávarpaði mig iðu-
lega „sæll frændi" eða „sæll ungi
maður“. Þessi kveðjuorð yljuðu mér
og þótti mér upphefð að því. Ég
komst fljótt að því að Þórir naut
virðingar meðal sveitarstjórn-
armanna. Þórir var hógvær maður
og kurteis. Hann bafði sig ekki mik-
ið í frammi _en lagði ávallt góðum
málum lið. Á hann var hlustað á
fundum því orð hans höfðu vægi og
hann var laus við orðskrúð.
Oddvitastarfið er ekki alltaf
þakklátt og getur reynt verulega á
þá sem alltaf vilja gera eins vel og
þeir geta. Oft er á brattann að sækja
þegar taka þarf á erfiðum málum
sem engin lausn virðist á við fyrstu
sýn. Þá þarf kjark og þolinmæði til
að vinna úr málum. Þá eiginleika
hafði Þórir. Hann var samviskusam-
ur og nákvæmur embættismaður.
+ Ágúst Karl Guðmundsson
fæddist í Grindavík hinn 17.
júní 1953. Hann lést af slysför-
um 24. júní síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Grindavík-
urkirkju 2. júlí.
Kalli minn. Mig langar að kveðja
þig með fáeinum orðum, elsku
frændi minn.
Ég varð felmtri slegin við þá
fregn að þú værir dáinn. Hvernig
gat þetta verið rétt? Eina útskýring-
in sem ég fæ í hjarta mínu er sú
að feigum verður ekki forðað - að
þú skyldir vera staddur á þessari
stundu á þessum stað þegar slysið
varð er alveg ótrúleg tilviljun.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Eftir standa minningar um góðan
dreng. Þú varst svo heilsteyptur,
Þess vegna gengu erfið mál býsna
nærri honum. En hann var jákvæður
og átti auðvelt með að koma auga
á bjartar hliðar lífsins og gamansem-
in var oft skammt undan.
Nú síðustu árin höfum við Þórir
starfs okkar vegna oft verið saman
á fundum. Mjög oft sátum við þá
saman og þegar tími gafst frá fund-
arstörfum ræddum við landsins gagn
og nauðsynjar og slógum þá gjarnan
á létta strengi. Þórir var víða heima
og fús að miðla til þeirra ungu og
óreyndu.
Þórir tamdi sér heilbrigðan lífsstíl
og lífssýn. Hann var bindindismaður
á vín og tóbak. Þeirri stefnu hélt
hann ekki beint að neinum en með
hógværð sinni fékk hann unga sem
aldna til að hrífast með. Hann var
sannur ungmennafélagsmaður og
trúr hugsjóninni um ræktun lýðs og
lands.
Þórir var gæfumaður í einkalífi.
Hann giftist mannkostakonu, Esther
Matthildi Kristinsdóttur og eign-
uðust þau fimm mannvænleg börn.
Eiginkonu og fjölskyldu sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur. Það er
huggun harmi gegn að minning um
góðan mann lifir. Þóris verður
minnst með virðingu og þökk.
Vertu sæll, frændi, og hafðu heila
þökk fyrir allt. Þú hafðir mannbæt-
andi áhrif á mig eins og marga aðra.
Kjartan Ágústsson.
ávallt svo prúður og góður í alla staði.
- Ég man aldrei eftir að þú skiptir
skapi. Stutt var í brosið og þú varst
vinur allra. Endalaus lýsingarorð
hrannast upp í huga minn um þína
sterku eiginleika, en þú varst gædd-
ur einstaklega sterkum persónueig-
inleikum. Allt sem kom frá þér bar
vott um eðlislæga hlýju og glað-
værð, og það er ekki öllum gefið.
Þú og fjölskylda þín öll voruð svo
vel innrætt og samhent. Þess vegna
finnst mér svo óréttlátt að þú skyld-
ir vera tekinn frá öllu með þessu
skyndilega móti. En vegir Guðs eru
órannsakanlegir. Þú, Kalli minn,
hefur sameinast Ijósinu eilífa hjá
Guði almáttugum.
Ég faðmaði þig síðast fyrir fjórum
mánuðum þegar Vala frænka okkar
var jörðuð. Það voru upp á dag fjór-
ir mánuðir á milli andláts ykkar og
svo verður þú jarðsettur á afmælis-
degi Ingólfs pabba hennar sem einn-
ig er látinn. Margar dagsetningar
virðast tilviljunarkenndar í kringum
okkur í Karlsskálaættinni sem ekki
verða taldar upp hér.
Þú áttir einn albróður sem var
uppeldisbróðir minn. Bragi ólst upp
hjá okkur því móðir ykkar, Bára,
dó mánuði áður en þú varðst tveggja
ára, og Bragi bara vikugamall.
Pabbi ykkar var orðinn ekkjumaður
með tvo unga drengi svo úr varð
Fyrstu kynni mín af Þóri Þorgeirs-
syni, oddvita á Laugarvatni, voru í
kringum 1960 þegar ég var ungling-
spiltur þátttakandi í leikfimihóp sem
sýndi á landsmóti Ungmennafélags
íslands. Mér er Þórir minnisstæður
frá þeim árum. Okkur strákunum
fannst hann vel fullorðinn og karla-
legur, en það kom ekki að sök þegar
hann var að segja okkur til við æf-
ingarnar. Þá var hann léttur og
stæltur og miklu fimari en við sem
þóttumst vera að æfa. Ekki lét Þór-
ir stirðleika okkar strákanna á sig
fá heldur tvíefldist við að mynda
heilstæðan hóp úr þeim efniviði sem
hann fékk víðsvegar að úr héraðinu.
Það var síðan hluti af hveiju
landsmóti að sjá Þóri kvikan og
hnarreistan stjórna sýningarhópum
ungmenna. Árin liðu og næst lá leið
okkar Þóris saman þegar báðir voru
oddvitar fyrir sín sveitarfélög. Þar
hefur samstarf okkar varað í 15 ár
og aldrei borið skugga á.
Þórir var mjög farsæll sveitar-
stjórnarmaður og einstaklega góður
samstarfsmaður í sameiginlegum
verkefnum sveitarfélaga. Sveitarfé-
lögin sex í uppsveitum Árnessýslu
hafa náið samstarf í heilbrigðismál-
um með sameiginiegri heilsugæslu-
stöð í Laugarási. Jörðin Laugarás
var á sínum tíma keypt fyrir aðsetur
læknis og er starfandi nefnd oddvita
viðkomandi sveitarfélaga til að hafa
umsjón með þeirri eign. Einnig er
sameiginlegur byggingarfulltrúi fyr-
ir átta hreppa í uppsveitum Árnes-
sýslu. Þegar fundað var um þessi
sameiginlegu verkefni var Þórir til-
lögugóður og fundvís á leiðir til að
að Bragi ólst upp hjá mömmu og
pabba mínum. Pabbi þinn varð síðar
þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast
yndislega eiginkonu, Ninný, og þú
fleiri systkini og ólst þú upp á kær-
leiksríku og hlýju heimili.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga,
vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannski á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götuhomi.
(Tómas Guðmundss.)
Elskulegri Þórdísi, Báru, Krist-
ínu, Jennýju, foreldrum hans og
systkinum, svo og öllum vanda-
mönnum og vinum, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
eigum öll margar góðar minningar
um góðan dreng. Það verður aldrei
frá okkur tekið. Á hinu nýja tilveru-
stigi mun Ijós hans skína skærar
en nokkurn tíma fyrr og styrkja
okkur í sorg okkar.
Ég færi kveðjur frá sonum mínum
James og Helga Þór, svo og
mömmu, pabba, systkinum mínum
og öllum okkar nánustu. Við biðjum
Guð að blessa ykkur öll og styrkja.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð.
Á leiðinu þínu er moldin hljóð
og hvíldin góð.
(Davíð Stefánsson.)
Hvíl þú í friði, elsku frændi. Frið-
ur sé með sálu þinni. Blessuð sé
minning þín.
Guðrún Pétursdóttir.
ÁGÚSTKARL
GUÐMUNDSSON
styrkja verkefnin sem unnið var að.
Þórir sat í stjórn heilsugæsiunnar í
Laugarási og lét sér mjög annt um
þá starfsemi. Naut hann þess að sjá
nýja byggingu rísa sem vígð var 21.
júní síðastliðinn. Heiisugæsluselið á
Laugarvatni var Þóri mikið hjartans-
mál að væri sem best búið og var
hans þáttur í uppbyggingu þess
ómældur.
Þórir sat í héraðsnefnd Árnesinga
frá stofnun hennar og reyndist góð-
ur liðsmaður þar sem annars staðar.
í héraðsnefnd var eitt stærsta mál
sem Þórir beitti sér fyrir að ganga
frá skiptum Laugardalshrepps, Ar-
nessýslu og ríkisins á eignum á
Laugarvatni og skerpa mörkin um
stjórnsýslu á staðnum. Var honum
mikill léttir þegar þau mál voru í
höfn.
Ég hef aðeins minnst á örfá atriði
um samstarf við Þóri sem upp í
hugann koma nú þegar hann er
kvaddur, en fyrst og fremst var
Þórir heilsteyptur persónuleiki sem
lagði metnað sinn í að vinna að fram-
gangi síns sveitarfélags og héraðsins
í heild.
Við samstarfsmenn í oddvitanefnd
Laugaráslæknishéraðs þökkum
samstarfið og vottum aðstandendum
dýpstu samúð okkar.
Loftur Þorsteinsson oddviti.
Minningar- og tœkifœriskort
Hjálparstofnunar kirkjunnar
fást í mörgum geröum.
Segðu bugþinn um leið
og þú lceturgott af þér leiða.
Síminn er 562 4400
HJÁLMRSTOFNUN
\Q£j KIRKJUNNAR
- mcí) þinni hjálp
ÞORBERGUR
SVEINSSON
+ Þorbergur Rúnar Sveinsson
fæddist í Skagafirði 11. júlí
1950. Hann lést á heimili sínu
í Reykjavík 12. júní síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Ás-
kirkju 27. júní.
Nú er hann Þorbergur Sveinsson
úr Skagafirði fallinn frá aðeins 46
ára gamall. Á sumrin fór hann með
veiðistöngina og fátt fannst honum
skemmtilegra en að renna fyrir lax
eða silung í fallegri á, á heimaslóð-
um sínum.
Elsku Beggi, þú varst sannur
vinur í raun. Þú vildir allt fyrir alla
gera og þú varst alltaf til staðar
þegar eitthvað bjátaði á hjá mér
og fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklát. Ég mun alltaf hugsa til
þín og ég mun sakna þín sárt. Nú
ert þú kominn heim og hvíl þú í
friði. Mig langar að láta fylgja með
ljóð sem þú hélst upp á eftir Jón
Thoroddsen:
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta.
Aðstandendum Þorbergs votta
ég mína dýpstu samúð.
Guðrún Lára Pálsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
EINAR VALTÝR BALDURSSON,
Hörðuvöllum 6,
Selfossi,
er lést miðvikudaginn 2. júlí, verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju föstudaginn 11. júlí
kl. 16.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Árnessýslu.
Ragnhildur Eiríksdóttir,
Gunndis Eva Einarsdóttir,
Helga Rún Einarsdóttir,
Gunndís Sigurðardóttir, Baldur Bjarnarson,
Hrund Baldursdóttir, Kristinn Marvinsson,
Björn Baldursson, Bryndís Sveinsdóttir,
Helga Helgadóttir, Kjartan Pálsson
og aðrir aðstandendur.