Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingibjörg Björnsdóttir („Stella") var fædd í Reykjavík 22. ág- úst 1911. Hún lést i Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Guð- mundsson (1881- 1970) frá Hafragili í Skefilsstaða- hreppi í Skagafirði og Evlalía Ólafs- dóttir (1888-1974), fædd í Gíslabæ við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Systkini Ingibjargar eru: Sigur- björn, (1909-1957), Bryndís, (1914-1951), Ólöf, f. 1916, Frið- þjófur, f. 1920, og Þórunn (1924-1972). Ingibjörg gekk að eiga Lárus Harrý Eggertsson (f. 22.6. 1910, d. 7.4. 1991) hinn 26.12. 1942. Foreldar hans voru Eggert Lárusson Fjeldsted (1878-1958) f. á Berserkseyri og Ríkey Jónsdóttir (1876- 1955) frá Ögursveit. Ingibjörg og Lárus eignuðust sex börn: Björn Ríkarð (f. 7.11. 1942), „Sumarið er tíminn..“ syngur Bubbi og svo sannarlega var sumar- ið tíminn hennar tengdamóður minnar, hennar, sem fæddist á hey- önnum fyrir áttatíu og sex sumrum og hvarf frá okkur inn í sumarnótt- ina nú í byijun sólmánaðar. Enga manneskju hef ég þekkt sem heitar unni sumrinu og öllum þess tilbrigð- um. Þegar hún sagði okkur sögur úr uppvextinum á Njálsgötunni, þá var alltaf sumar og sól og allir úti- við í starfi eða leik. Og þegar hún, frá fimmtán ára aldri var ekki leng- ur barn, heldur útivinnandi stúlka, sem lagði sitt til heimilisins á Njáls- götu, þá undi hún við það veturinn langan að undirbúa ferðalagið sem hún ætlaði í hið næsta sumar og að riij'a upp og endurlifa ferðina frá sumrinu áður. Hæst bar í minningunni ferð um Borgarfjörð og Suðurland, sem hún fór ásamt vinkonu sinni, Sabínu Jó- hannsdóttur, (rigningar-)sumarið 1935. Þær stöllur fengu far til Borg- arness, þaðan gengu þær að Hreða- vatni og dvöldu þar í nokkra daga. Þaðan fengu þær bílfar að Hvítár- völlum, gengu þvínæst að Hvan- neyri, þaðan lá leið þeirra að Skelja- brekku, þar sem þær gistu. Næstu nótt á eftir gistu þær á Grund í Skorradal, þaðan lá leiðin að Vind- ási og síðan til Þingvalla. Frá Þing- völlum gengu þær að Laugarvatni, þær heimsóttu Gullfoss og Geysi og gengu niður með Hvítá að Brúar- hlöðum, þar var brú yfir ána. Göngu- ferðin endaði svo í Hrepphólum, þar gistu þær og fóru loks með rútu til Reykjavíkur næsta dag. Þessa ferða- sögu sagði hún okkur síðast rúmum sólarhring fyrir andlát sitt og svo skýr og lifandi var frásögnin, að við fundum ilm af grasi, sáum unga fólkið að leik við Hreðavatn og fund- um hvernig sullaði í gegnvotum leð- urskónum á göngunni. Að ógleymd- um regnboganum yfir Gullfossi. Svona leið æskan hennar Stellu, hún vann daginn langan í mjólkur- búð, lengst af á Týsgötu 8, hún hefði þó miklu fremur kosið að fá vinnu í handavinnubúð, innanum allt fallega pijóna- og útsaumsgam- ið sem í slíkum búðum fékkst. Heima á Njálsgötu var iíka nóg að gera fyrir elstu dótturina á heimilinu. Hún gekk að störfum með móður sinni, gætti yngri systkina og notaði tóm- stundirnar til lestrar og hannyrða, að ógleymdri spilamennskunni, sem varð henni svo örlagarík. Það var nefnilega í stríðsbyijun, að hún hitti ungan mann við spilaborðið. Láms Harry Eggertsson frá Klukkulandi í Dýrafirði hafði flutt til Reykjavíkur árið 1934. Á þessum ámm var hann sjómaður og nú var hann þarna sestur að spilum ásamt kunningjafólki sínu og þessari ungu Hafnarfirði, böm hans em Skarphéð- inn Orri, Ingibjörg Hrefna og Sigur- björn Jóhannes; Hrafnhildur (f. 18.8. 1944) , búsett í Lundi í Svíþjóð, bam henn- ar Karin Björg; Heimir (f. 7.10. 1945) , Reykjavík, böm hans Ingibjörg Sif (bam: Daníel Már Aðalsteinsson) og Jónas Már; Eggert (f. 20.5. 1948), Reykjavík, böm hans Láms E. Foulger, Ríkey og Smári Aðalsteinn; Birgir (f. 12.11. 1951), Reykjavík, böra hans Geir Rúnar og Hrafnhild- ur; Sigurbjöm (f. 14.7. 1956), Reykjavík, barnlaus. Ingibjörg stundaði verslun- arstörf, vann lengst af í mjólk- urbúð, áður en hún giftist og helgaði sig húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Útför Ingibjargar fer fram í Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. stúlku, sem átti eftir að fylgja honum ævina á enda. Þau stokkuðu saman spilin sín og gengu í hjónaband ann- an dag jóla árið 1942, byijuðu bú- skap í tveim herbergjum á Klappar- stíg 11 og fluttu þaðan á Grettisgötu 71, fjórtán áram síðar og sex bömum ríkari. Það má nærri geta að oft hefur verið líf og fjör á heimilinu og ekki margar stundir aflögu hjá hús- móðurinni (þótt húsbóndinn gæfí út dagskipanir um hlýðni og háttatíma), en samt tókst henni að sinna áhuga- málum sínum, handavinnu, lestri og spilamennsku og jafnvel að komast í eitt og eitt ferðalag, sem hægt var að rifja upp og endurlifa í mörg ár á eftir. Fjölskylduferðir Njálsgötu- fólksins verða lengi í minnum hafð- ar, allt frá því ættfaðirinn, Björn Guðmundsson, ók um landið með fullan boddíbíl af kvenfólki og böm- um og fram á okkar tíma, þegar afkomendumir og þeirra fólk safnast saman í rútu og leggur land undir hjól. Ýmsar góðar sögur em til úr þessum ferðum og oftar en ekki em þær af Stellu og Harry. Árin nítján, sem fjölskyldan bjó á Grettisgötunni liðu býsna hratt. Bræðurnir fimm og „Hún“ uxu úr grasi og áður en varði voru þau öll flogin úr hreiðrinu og ný kynslóð hafði litið dagsins ljós. Og af því að hún Stella hafði nú eiginlega aldrei kunnað við sig þarna á Grettisgöt- unni, þá fannst henni kominn tími til að flytja sig um set. Eins og ævinlega, ef einhverju átti að breyta, þá þurfti að sannfæra húsbóndann um að breytinga væri þörf. Og eins og ævinlega, þegar loks hann tók við sér, þá gerðust hlutirnir í einum hvelli. Þau seldu, keyptu og fluttu vestur á Sólvallagötu, allt í sömu vikunni. Þá var nú mikið að gera, búslóðin flutt á mjólkurbíl, sem Heimir ók og svo sjö ferðir með full- an Land-Rover, bara úr geymslunni. Engu mátti nú henda, einhver gæti þurft að nota það. Á Sólvallagötunni áttu þau hjónin góða ævi, tvö ein í kotinu og fyrstu árin við þokkalega heilsu. Eins og Njálsgata 56 hafði áður verið nafli alheimsins, þá varð Sóló nú sam- komustaður fjölskyldunnar, þangað komu börnin og barnabörnin og ýmsir ættingjar aðrir og vinir. Þar var mikið spilað og oft mikið hlegið. Þar var það sem húsmóðirin lýsti yfír efnahagslegu sjálfstæði, þegar hún varð sextíu og sjö ára. Hún fékk greitt fé, sem hún átti ein og sjálf og gat ráðstafað að vild. Nú gat hún gefíð gjafirnar, sem hana hafði alltaf langað að gefa, því mesta gleði hennar var að gleðja aðra. Þau hjónin lögðust í ferðalög, bæði inn- anlands og utan. Við munum ánægjulega ferð um Vestfírði árið 1980. Þá heimsótti gamli maðurinn æskustöðvarnar í fyrsta sinn frá því hann fór að heiman og þar kastaði hann ellibelgnum, hljóp upp um fjöll og fírnindi og við sem reyndum að elta hann á hlaupunum höfðum ekki undan að fylgjast með, þegar hann benti á hvern stein, laut og þúfu í nágrenni Núps og Klukkulands og sagði deili á því öllu. Á ísafírði heim- sóttum við elstu systur hans, hana Ástu, sem bar okkur kaffí og með því í stássstofunni sinni. Þar sem við sátum til borðs, leit hún á bróð- ur sinn og sagði: „Harry barn, á hveiju siturðu?" Þá hló nú barna- bamið, sem með var í förinni. Einkadóttirin af heimilinu, „Hún“ Hrafnhildur býr í Svíþjóð og því þótti foreldrunum við hæfí að skreppa öðm hveiju og gá að því hvernig barnið hefði það. Það vom góðar og eftirminnilegar ferðir, sem lifa í máli og myndum. Einnig áttu þau ánægjulega daga á Löngumýri í Skagafirði, en þar dvöldu þau í orlofí ásamt fleiri góðum öldungum ættarinnar. Þau vom líka boðin og búin að gæta bús og katta, ef við Björn og krakkarnir vomm að heim- an, þótt gamli maðurinn hefði stund- um orð á því, að sig vantaði hund til að smala köttunum inn á kvöldin. Kettirnir áttu sæludaga á þessum tímum, fengu vestfirskan harðfísk og ýmislegt góðgæti. Það sannaðist á þeim sem öllum öðrum, það urðu allir að fá vel að borða hjá henni Stellu. Svona leið ævikvöldið þeirra Lár- usar og Ingibjargar, sem heima hjá sér hétu Harry og Stella, hægt í átt til sólarlags, þar til gamli maðurinn hafði skyndilega lokið ætlunarverki sínu. Hann hélt sonardóttur sinni undir skírn og kom upp nafni Ríkeyj- ar, móður sinnar og í lok skírnar- veislunnar hallaði hann sér til hliðar og yfirgaf þennan heim (eins og hann sagði stundum sjálfur; ekki var nú hávaðinn). Og eftir rúm sex ár í ekkjudómi, þá er hún Stella mín farin frá okkur. Hún lifði lífinu lif- andi, allt fram á síðasta dag, sífellt með hugann við ættingjana og vinina alla, vonaðist til að geta nú gert þeim eitthvað til ánægju, þegar þessi bati loksins kæmi. Og skildi ekkert í því hvað það gekk seint, eins og vel var um hana hugsað, á sjöundu hæð sjúkrahússins í Fossvogi. Nú er hann loksins kominn, batinn sem bíður okkar allra og þá er ekkert eftir nema að þakka fyrir rúmlega aldarfjórðungs samfylgd og allt það góða, sem ég hef af tengdamóður minni lært og þegið. Vil ég ljúka þessum orðum með ljóði Hertogans af Sánkti Kildu; Hjartavit: Hjartað á eitt hulið vit er hlúa kann í böl og strit. Ljúft er ástar eftirlit. Láttu’ ei ytra vondsku auðnast inn á við að ná sér vald, - að vébergi hjarta hamast hungurvöku vargahald. Ekki muntu erfiða úrlausn finna, ef á lífsbraut þú lætur bros bráðna fyrir illsku gos. Mjúkt láttu falla fótafar foldu á, - því ferðin er ægileg yfir feigðar mar. Hvort hikir, eða heims á kringlu hlakkir viða að flytja fót, - glöggt á að höggva hjartavitið grandvarlega í hamragijót. (Karl Einarsson Dunganon) Blessuð veri minning Ingibjargar Björnsdóttur og hún Guði falin. Edda. Ég kynntist tengdamóður minni fyrst síðla sumars 1987, er hún kom til okkar í Lundi til að sjá nýfædda dóttur okkar, þá yngsta barnabarn sitt. Þegar hún boðaði komu sína sagðist hún mundu dveljast hjá okk- ur fjórar til fimm vikur og ég verð að játa, að mér leist ekki meira en svo á þá hugmynd. Tengdamóðir á heimilinu í fjórar til fimm vikur! Ég vissi að hún kunni litla sem enga sænsku og sjálfur kunni ég litla sem enga íslensku. En svo kom hún. Hýr og eftir- væntingarfull og gladdist yfír flestu; yfír barnabarninu, yfír veðrinu í Svíþjóð, eplunum á tijánum og svo mætti lengi telja. Hlýja hennar og gleði smitaði út frá sér og sam- skiptaörðugleikarnir, sem ég hafði kviðið, urðu aldrei neinir. Við kom- um okkur upp einhvers konar orð- lausu eða orðfáu sambandi sem ein- kenndist af hlátri og ánægju. Eina ágreiningsefni okkar var, þegar far- ið var með litlu dótturina út í vagni í 30 stiga hita og mér þótti óþarft að dúða barnið í dúnsæng. Það gat hún ekki sætt sig við. Eftir þessa heimsókn var hún mér alltaf aufúsugestur og ég naut gest- risni hennar og umhyggju oftar en einu sinni á íslandi. Hún fór í síðustu utanlandsferð sína fyrir rúmu hálfu ári, er hún ásamt Ólöfu systur sinni dvaldist hjá okkur jólamánuðinn. Hún var þá þrotin að líkamlegum kröftum en hélt sinni andlegu reisn og gladdi okkur eins og svo oft áður. Mér varð þá, eins og raunar oft áður, hugsað til þess víkingablóðs, sem hlyti að renna í æðum hennar. Hún er öll, en við sem kynntumst henni eigum sjóð dýrmætra minn- inga að gleðjast yfír. Ég votta böm- um hennar og fjöldskyldum þeirra; Ólöfu systur hennar og öðmm vandamönnum einlæga samúð mína. Torbjörn Gustafson. Stundum er það svo að maður gerir sér ekki grein fyrir hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þannig er mér innanbijósts þegar tengdamóðir mín er öll. Kynni okkar voru stutt, aðeins um fimm ár. En hún mun verða mér minnisstæðari en margur. Því betur sem ég kynnt- ist henni því betur sá ég hennar miklu mannkosti. Rík kímnigáfan, brennandi áhugi á velferð og vegsemd annarra, vak- andi áhugi á þjóðmálum og svo mætti lengi telja. Veikindi hennar síðustu tólf vikumar færðu mig nær henni með heimsóknum á spítalann. Mér mun ætíð verða minnisstætt hversu æðmlaust og með mikilli reisn hún tók veikindum sínum. Það var helst að hún væri „háifræfílsleg". Daginn fyrir andlátið kvaddi hún okkur hjónin með útbreiddan faðminn og sagði: „Farið þið með friði“. Ég er fullviss að hún fer með friði og kveðja hennar mun alltaf standa mér ljósiifandi fyrir hugskotssjónum. Guðrún Guðmundsdóttir. Hún amma Sóló er dáin, sofnaði í rólegheitum inn í júnínóttina réttri viku eftir að hann Harry hennar hefði orðið áttatíu og sjö ára gam- all. Þrátt fyrir þónokkur veikindi liðna mánuði var engan bilbug á henni að fínna. Hún æfði sig þegar þrekið leyfði, hvíldi sig þess á milli. Spjallaði og hló þegar einhver kom og hélt áfram eftirliti með afkom- endum, öðrum ættingjum og vinum. Amma var sérlega jákvæð og bjartsýn manneskja. Hún hafði gam- an af fólki og fólk af henni. Fjörið á Sóló þegar börnin og afkomend- urnir hittust var með eindæmum, oftar en ekki var það „sú gamla“ sem stóð fyrir aðalbröndurunum og hlátrasköllunum sem fylgdu í kjöl- farið. Með tilsvörum sínum og handapati, sem oft minnti á blóð- heita Suður-Evrópubúa vakti hún ómælda kátínu viðstaddra. Ekki vor- um við barnabörnin há í loftinu þeg- ar við byijuðum að apa eftir henni taktana í vissu um hlátur og klapp á öxl. Hún var hannyrðakona mikil, bakari og kokkur, gat allt og kunni allt, eins og von var með konu af hennar kynslóð. Nýjungagjörn og forvitin vílaði hún það ekki fyrir sér að taka tæknina í eigin hendur, ör- bylgjuofninn notaði hún í matlagn- ingu en ekki bara í upphitun eins og margir gera. Úr honum voru töfr- aðir fram allavega réttir og bak- kelsi, sem brögðuðust eins og allt sem hún útbjó, ljómandi vel. Við spilaborðið var hún drottning sem sá um allavega björgunarað- gerðir ungum og óreyndum spilurum til handa, það var ótækt að láta krakkagreyin tapa í fyrstu spilum sínum, þau gætu allt eins misst áhugann strax. Hún vissi það sjálf að spilin gera manni ekki nema gott, og sannaði það fyrir einu og hálfu ári, þá tæplega áttatíu og fimm ára gömul að það er aldrei of seint að vera með. Með því að vinna hið svo- kallaða Njálsgötulauf, þar sem eru samankomnir íslandsmeistarar og heimsmeistarar auk fjölda annarra „meistara" skaut hún krökkunum ref fyrir rass og hélt kampakát heim með verðlaunin sem henni hlotnuð- ust fyrir vikið. Ekki var það verra í ár þegar Vigdís, mágkona hennar og spilafélagi til margra ára, tók af henni titilinn, rétt að verða áttatíu og sex ára. Það vom margir nákomnir henni ömmu okkar. Börn, tengdaböm og bamabörn litu öll á hana sem náinn og góðan vin, enda ræktaði hún sam- bönd af kostgæfni, minnti á sig og elsku sína með heimsóknum, sím- tölum og stuttum bréfkomum, hvar sem við voram. Systkini hennar og ekki síst Olöf systir á Ásvallagötunni vom miklir vinir hennar líka. Sam- band þeirra systra var með eindæm- um náið og mikið. Báðar vom miklir gleðigjafar og vom aufúsugestir í allar uppákomur stórfjölskyldunnar, og það er Ólöf vissulega enn. Það er víst að hún verður grátin og syrgð en þó með bros á vör. Við eigum eftir að minnast hennar oft og hugsa til hennar, en allt verður það með þeirri jákvæðu hugsun sem hún kenndi okkur strax í bernsku, það þýðir lítið að fárast yfir hlutun- um, betra er að gera gott úr hveiju því sem á fjörur manns rekur. Amma lifði lífínu lifandi og það sama ættum við sem eftir stöndum að gera, henn- ar vegna og okkar sjálfra. Við send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra er að henni stóðu. Vertu kært kvödd, amma Sóló, sjáumst næst. Orri, Ingibjörg og Sigurbjörn. Elsku amma mín er dáin. Amma á Sól var þessi yndislega amma sem var svo gott að koma til og alltaf var stoppað góða stund því um margt var að ræða. Hún átti alltaf svo gott með kaffinu og það þótti mér nú gott. Venjulega sagðist hún ekkert eiga en eftir smá stund var hún búin að galdra fram sannkallað veisluborð. I eldhúskróknum hjá ömmu og afa lærði ég að spila og leggja kapal, þar voru alltaf spil við höndina og það var byijað að stokka áður en kaffinu lauk. Þau voru mik- ið bridsfólk og amma var mjög þolin- móður kennari við mig og Jónas í manna og vist, hennar hæfíleikar fengu sko ekki að njóta sín til fulls þegar hún spilaði við barnabörnin. Ef við vorum bara tvær þá spiluðum við oft rommí og ennþá ef ég spila það dettur mér í hug á meðan ég gef: ..og 11 handa henni“. Oft undraðist ég hvað hún var nýjungagjörn og óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni, og hún var mjög dugleg að nota öll húsráðin sem hún las í dönsku og norsku blöðunum. Þar fann hún líka ýmis ráð til heilsu- bótar fyrir sig og alla fjölskylduna. Það var alltaf stutt í gamansem- ina hjá ömmu og fram á síðasta dag gat hún spaugað með aðstæður sín- ar, sagði mér t.d. frá sérrýdrykkju þeirra herbergisfélaganna á spíta- lanum, konan sem aldrei drakk vín. Hún fékk mjög góða umönnun þess- ar síðustu vikur hennar þar enda var talað um hvað hún væri auðveld- ur sjúklingur og gott að gera henni til hæfis. Þær hefðu viljað hafa fleiri eins og hana en hún stefndi þó allt- af að því að komast heim. Auk spilamennskunnar voru aðal- áhugamál hennar söngur og ferða- lög. Eftir fjölskylduferðalögin sem voru farin fyrir nokkrum ámm fínnst mér alltaf tilheyra að syngja í rút- um, fjölskyldan á fleiri góða söngv- ara og þurfti aldrei neina undirleik- ara í ferðalögunum okkar. Amma söng alltaf mikið fyrir mig og núna síðasta árið lallaði hún alltaf fyrir litla kútinn minn, fyrsta langömmu- barnið. Og hann kunni sko vel að meta það, hljóðnaði alltaf og brosti út að eyrum, hún sagði öllum að hann væri sá eini sem kynni að meta sönginn hennar. Elsku amma, ég vildi óska að Daníel Már hefði fengið að kynnast þér betur, okkur þótti svo mikið vænt um þig. En við vitum að nú líður þér vel hjá afa og við munum ylja okkur við ljúfu minningarnar um allar góðu stundirnar okkar. Ingibjörg Sif. INGIBJORG BJÖRNSDÓTTIR i í i ( ( ( ( ( ( i i i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.