Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 56
)6 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. [■.ETHEIT SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 15. útdráttur 4. flokki 1994 - 8. útdráttur 2. flokki 1995 - 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfa- fyrirtækjum. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 ÍJTSALA ■ \T rSALA ** /M . % öð untu^ v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. 4 fr uiJ Jit. k3- I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dagskrárblað í staðinn fyrir Fasteignablað JÓHANNA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri tillögu á framfæri að Fasteignablað Morgunblaðsins sem gefið er út einu sinni í viku, sé ekki sent út á land því að landsbyggðarfólk hafi ekkert_ með það blað að gera. I staðinn vill hún fá Dagskrárblað Morgun- blaðsins aftur, en það blað segir hún að sé mikið notað af landsbyggðarfólki. Tapað/fundið Stígvél tekið í misgripum ÉG HEITI Fannar Öm, 4ra ára, og fór í sund á Kirkjubæjarklaustri Iaug- ardaginn 5. júlí sl. Ég tók óvart eitt stígvél nr. 26 merkt: Ingibjörg Eva en mitt stígvél er nr. 28 merkt: F.Ö.A. Síminn hjá mér er 561-4452. Eyrnalokkar, gullhringur og gleraugu töpuðust KONA hafði samband við Velvakanda til að auglýsa eftir hlutum sem hún hefur tapað. Fyrir u.þ.b. ijórum árum náði hún í demants- eymalokka í viðgerð hjá gullsmið og tapaði þeim, líklega í miðbænum. Þeir voru í litlum poka frá gull- smiðnum. Síðastliðinn vetur tapaði konan safírhring. Um er að ræða nettan gullhring með fíngerðum bláum safírsteini. Ekki veit hún hvar hún tapaði gull- hringnum. Fyrir u.þ.b. þremur vikum tapaði hún svo gleraugunum sínum sem vora í Titan-spöngum. Geti einhver gefið uppl. um þessa hluti er sá vinsamlega beðinn að hringja í síma 562-1520, sem er vinnusími eða heim til konunnar í síma 555-4354. Svartur bakpoki tapaðist 17. júní SVARTUR Nike-bakpoki, og í honum svört Adidas mittisúlpa, töpuðust 17. júní í miðbænum. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 565-2518. Lyklar fundust TVEIR húslyklar, annar með rauðu plasti og hinn með gulum punkti, fundust á sunnudagskvöld í Neðra-Breiðholti. Uppl. í síma 587-0822 á kvöldin. Veski tapaðist SVART leðurseðlaveski, merkt: Ingi Hrafn, tapaðist við Lækjartorg þriðju- daginn 8. júlí. Veskið hefur mikið tilfínningagildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 562-1814. Dýrahald Hefur þú týnt kettinum þínum? VIÐ Kveldúlfsgötu í Borg- arfirði hefur verið á flakki a.m.k. síðan um páska í vor gulur högni með hvíta bringu og tær, ógeltur og ómerktur. Hann er áreið- anlega heimilisköttur, mjög spakur og vinalegur en er orðinn horaður og ræfilslegur. Ef einhver hefur tapað ketti og kann- ast við þessa lýsingu - eða vill taka hann að sér - má hringja í síma 437-1456 á Kveldúlfsgötu 9 eða í Kristínu í Engja- ási, sími 437-1200. BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson í SÝNINGARLEIK ítala og Hollendinga hugsaði Italinn Laurenzo Lauria sig um í drjúga stund áður en hann dró upp passmiða við flóram hjörtum suðurs. Þessi langa umhugsun reyndi nokkuð á þolinmæði áhorfenda, en þó enn meira á dómnefndar- menn, sem síðar þurftu að taka afstöðu til kæra Hol- lendinga vegna spilsins: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á10532 ¥ G10543 ♦ D10 ♦ G. Vestur Austur ♦ KD986 ♦ - ¥ K ¥ 97 ♦ G87 ♦ K9542 ♦ D1074 ♦ ÁK9652 Suður ♦ G74 ¥ ÁD862 ♦ Á63 ♦ 83 Vestur Norður Austur Suður Lauria Jansen Versace Westerhof - 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf 3 grönd 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 5 lauf Dobl Allir pass Opnun norðurs á tveimur tíglum sýndi hálitina og veik spil. Tvö grönd spurðu um skiptingu og þijú lauf sögðu frá 5-5. Nú vaknaði Versace til lífsins með þriggja granda sögn, sem augljóslega sýndi láglitina í þessari stöðu. Eftir að suður sagði síðan fjögur hjörtu, doblaði Versace í tvennum tilgangi: Annars vegar til að sýna betri sóknarspil en hann hafði lofað, og hins vegar til að kveikja á perunni hjá mak- ker að spila út spaða, því varla gat austur átt ekta styrk til að taka fjögur hjörtu niður á kröftum eft- ir upprunalegt pass við tveimur tíglum. Mjög rökrétt, en hins vegar vafasamt í ljósi þess að það hafði tekið suður og vestur rúmar fimm mín- útur að segja fjögur hjörtu og pass, en þeir voru söm- um megin skerms. Versace gat því dregið þá ályktun að makker hefði haft um eitthvað að hugsa, en slíkt telst til óheimilla upplýs- inga, sem ekki má nýta sér. Gegn fimm laufum spil- aði norður út spaðaás, sem gaf Lauria færi á að henda niður tveimur hjörtum í borði í spaðahjónin. Spilið vannst því. Hollendingar kvöddu til keppnisstjóra og vildu bætur. Þeir sögðu dobl Versace ekki sjálf- sagða sögn og hefði honum borið að passa fjögur hjörtu. Keppnisstjóri breytti ekki skor og Hol- lendingar áfrýjuðu til dóm- nefndar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þótt dobl Versace væri sennilega besta sögnin, væri hún ekki sjálfsögð. Skor AV var því breytt í +50 fyrir að taka fjögur hjörtu einn niður. Hins vegar vora NS látnir sitja uppi með -550 fyrir fimm lauf. Astæðan var sú að Versace hafði varað við doblinu, en þó hafði norður ekki hirt um að spyrja um merkingu þess. Ef hann hefði gert það og fengið þær upplýsingar að doblið bæði um spaða út, myndi hann varla hafa látið sér detta í hug að koma út með spaðaás. NS báru því sjálfir ábyrgð á að fimm lauf unn- ust. Svo vildi til að fimm lauf unnust einnig dobluð á hinu borðinu með sama útspili, svo niðurstaðan varð sú að ítalir töpuðu 11 IMPum á spilinu, en spilið féll hjá Hollendingum! Brids er flókið spil. Ást er... þegar þiðgetið horft saman á sólina rísaaðmorgni og setjast að kvöldi. TM Reg U.S. Pat Ofl — atl nghtj resorvod (c) 1997 Los Angeles Times Synðicate Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur aldrei botnað í þeim lögmálum sem ráða umferðinni austur fyrir fjall. Þar er sjaldan hægt að aka án þess að lenda í bílalestum sem silast áfram á 60-80 km hraða, og stöðv- ast jafnvel skyndilega án nokkurr- ar sjáanlegrar ástæðu; stundum virðast ökumenn draga úr hraða við það eitt að mæta bíl! Víkveiji átti erindi til Þorláks- hafnar síðdegis á sunnudag og á leiðinni austur ók hann meðfram óslitinni bílaröð á leið í bæinn úr helgarferðinni. Sú röð fylgdi bíla- lestareglum af mikilli samvisku- semi, var á ójöfnum hraða og stundum virtust bílarnir standa kyrrir. XXX EGAR Vikverji ók til Reykja- víkur aftur nokkru síðar var bílaröðin enn jafn þétt og áður. Víkveija tókst að smeygja sér inn í lestina eftir nokkra bið við Þrengslavegamótin og fyrsta spöl- inn yfir Svínahraunið gekk allt eins og í sögu. En þegar komið var á móts við Sandskeið snar- hemlaði lestin af einhverjum ástæðum og stóð kyrr í nokkrar mínútur. Einhverjir ökumenn gripu þá til sinna ráða og óku framhjá lestinni á hægri vegar- kanti en öðrum leiddist biðin og snéru hreinlega við. Þegar bílalestin komst af stað aftur silaðist hún áfram með rykkj- um og skrykkjum þar til komið var að Lögbergi og þá gaf að líta óslitna bílalínuna í áttina að Rauðavatni. Víkveiji hugsaði með sér, að ástæðan fyrir þessum stoppum hlyti að vera umferðar- ljósin á Vesturlandsvegi sem hefðu áhrif á umferðina 10-15 kílómetra vegalengd. En þá brá svo við að bílaröðin fór á skrið og hélt 80 km hraða það sem eftir var í bæinn. Svo Víkveiji er enn jafn nær um hvaða náttúruöfl stjórna bílalest- um. xxx ANNAR vegur vakti furðu Vík- verja í vikunni. Þetta var Austurstrætið í Reykjavík sem hefur nýlega verið opnað á ný eftir andlitslyftingu. Sunnanmeg- in götunnar hafa verið afmörkuð nokkur bílastæði með litlum stólp- um, og þarf að smeygja bílunum inn á milli stólpanna til að komast í stæðin. Af einhveijum ástæðum virðast þessi stólpastæði hönnuð fyrir örbíla og Víkveiji, sem á venjulegan fólksbíl, átti í mestu vandræðum með að leggja þarna án þess að rekast á stólpa. Vík- veiji er greinilega ekki sá eini sem lent hefur í svipuðum vandræðum því við öll bílastæðin voru skakkir og skældir stólpar, sem hafði ver- ið ekið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.