Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 20
I Melrakkí \ slétta fiKópasker Húsávík KELDUJ - í HVERFI Hnó&aklettar Dettifoss Ert þú á leið til DANMERKUR míYci íív%’n ill-v.ii Bílaleigubílar í Danmörku 20 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG DA itudaqur 2 kg af Kraft þvottaebii, 1/Z lítri af Kraft uppþvottlegi í kaupbæti á«itar vörum fráKEA 1 » Getum útvegað bíla, sumarhús, orlofsíbúðir og bændagistingu í júlí, ágúst og september. Leitið verðtilboða Umboðsmaður International Car Rental A/S á íslandi. Fylkir Ágústsson. Sími 456-3745, fax 456-3795 Oxar- Tjörnes fjöröur Við bjóðum auk þessa uppá eftirfarandi þjónustu: Orlofsíbúðir i orlofshverfum þar sem er fjölbreytt þjónusta, m.a. leiksvæði fyrir börn. Bændagistingu (Bed & Breakfast) eða ibúðir hjá bændum. Heimsókn í Kelduhverfi Bjóðum nýja bíla á frábæru verði, enda um að ræða toll- og skattfrjálsa. Allt innifalið í verði, ótakmarkaður akstur, tryggingar, skattar. Allt nema bensín. Til afgreiðslu á Kastrup-og Billundflugvöllum eða þar sem þér óskið. Lágmarkstími 1 vika. DanCenter býður sumarhús um alla Danmörku. Hús við allra hæfí, lítil og stór. Leigutími frá laugardegi til laugardags. Eldsumbrot og vatnagangur Morgunblaðið/Björn Blöndal. DETTIFOSS í Jökulsá. andi er aðeins hægt að fara jeppa- slóð. Hitt sprungukerfið gengur í gegnum Kröflueldstöðina og fer um Gjástykkið. Norðan við þjóðveginn rétt neðan við bæinn Hól eru óvenju djúpar gjár sem orðið hafa til við landrek. Þrjú vötn eru í Kelduhverfi, Vík- ingavatn, Lónslón, sjávarlón þar sem nú er fiskeldi, og svokallað Skjálfta- vatn sem myndaðist í jarðumbrotum er Krafla gaus árið 1976. í Skjálfta- vatninu er silungur en aðeins land- eigendur geta nýtt sér vatnið. Um Kelduhverfi rennúr ein besta silungsveiðiá landsins, Litlaá. Við vötnin, ána og víða á undirlendi sveit- arinnar, en þar er mikið af óröskuðu votlendi, er fjölskrúðugt fuglalíf. Má þar m.a. sjá ýmsa sjaldgæfa fugla eins og himbrima og flórgoða sem verpa á Víkingavatni. Mikið er um ýmsar andartegundir, sumar sjald- gæfar eins og grafönd, þá er mikill fjöldi af gæsum og álftum. í heiðinni eru mófuglar og ijúpur eru aigengar. I landi Skógræktar ríkisins rétt utan við þjóðgarðinn er níu holu golfvöllur í góðu skjóli. Hann er vel sóttur af heimamönnum sem halda þar mót í hverri viku yfir sumartím- ann. Vallargjöld og áhaldaleiga er í versluninni Ásbyrgi en þar fæst matvara, skyndiréttir og ýmsar aðrar nauðsynjar hvort sem það eru regn- föt eða sólarolía. Skúlagarður er myndarlegt félags- heimili sveitarinnar. Þar er hægt að fá gistingu og mat. Tvö sveitabýli bjóða einnig gistingu, Víkingavatn og Hóll og á því síðamefnda er hesta- leiga. Bærinn Undirveggur er leigður út, einkum fyrir stærri hópa. Hestar og selir í miðnætursól Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir. urdal, gista þar eina nótt og halda svo áfram að Dettifossi. Leiðin er merkt og liggur víðast með gljúfrunum. Sumir hópanna ganga alla leið að Mývatni en það tek- ur tvo daga til viðbótar. Auk þess eru merktar gönguleiðir í og kring- um Ásbyrgi, í Hljóða- klettum, Vesturdal og í Hólmatungum. Landverðir starfa í þjóðgarðinum yfir sum- armánuðina og hafí það hlutverk að veit; upplýsingar um þjóð- garðinn og fræða gesti meðal annars um nátt- úrufar og sögu svæðisins. Býðst gestum að fara í skipulagðar 1-4 tíma gönguferðir með landvörðum. Einnig er í boði sérstök dagskrá fyr- ir börn. Þannig er á hvetjum degi eitthvað um að vera til 11. ágúst. I þjóðgarðinum er mjög góð að- staða fyrir ferðamenn. Tjaldstæði eru í Ásbyrgi og Vesturdal. í Ásbyrgi er heitt og kalt vatn og hægt að fara þar í sturtu, þvo þvotta og þurrka. Svo eru þar rólur og sand- kassar fyrir börnin. Utan þjóðgarðsins er einnig marj athyglisvert að 'sjá. Ber fyrst ai nefna heiðina fyrir sunnan byggðinai Margir telja þetta eitt fegursta heið- arland hér á landi. Þar er að finna óvenju stórgerðar þúfur sem eiga sér ekki hliðstæður annars staðar á land- inu. Á heiðinni, nánar tiltekið í svo- kölluðu Gjástykki sem er svæði sunn- arlega í Hverfinu, er Kerlingarhóla- hraun. Er það eitt hellaauðugasta hraun á landinu og þar er að finna stærsta helli á norðurlandi. Að sögn Kára Þórarinssonar, bónda í Laufási sem gjörþekkir heiðina, þurfa menn að hafa leiðsögumann til að finna hellana því hvorki hellarnir né leiðin að þeim er merkt. Sagði hann að ef farið væri frá bænum Undirvegg í suður eftir heiðarveginum þá væri um tuttugu mínútna gangur að Kerl- ingarhóli. Einhveijir tugir eyðibýla eru á heiðinni og eru rústir þeirra greini- legar. Að sögn Kára eru þau frá ýmsum tímum, flest þó frá 18. öld. Golf og silungsveiði Tvö sprungukerfi liggja um Keldu- hverfi frá norðri til suðurs. Annað gengur norður frá Þeistareykjum, vestan til í sveitinni. Mikil umbrot voru þar rétt fyrir síðustu aldamót. Þar er að finna sérkennilega hraun- hóla er urðu til er hraun rann úr Þeistareykjabungu fyrir nokkrum þúsundum ára. Leiðin þangað er 3-4 kílómetrar frá bænum Sultum. Ak- Þingeyjarsýsl~u er staður sem vert er að heim- sækja vegna stórbrotins landslags, skemmti- legra gönguleiða og ijöl- breytts gróðurs og dýra- lífs. Hildur Einarsdótt- ir heimsótti Hverfið. nafn sitt. Þann 1. ágúst nk. klukkan 2, verða haldnir þar söngtónleikar sem eru hluti af sumartónleikum Norðurlands. Hólmatungurnar eru gróðri vaxin hlíð í gljúfri Jökulsár að vestan. Þar er fjöldi uppsprettulinda. Margir fossar eru í Jökulsánni og mynda þeir einstaka samstæðu fossa. Þetta eru fossarnir Selfoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss en þeirra mestur er Dettifoss. Gengið meðfram J ökulsárglj úfrum Jökulsárgljúfrin eru einstök og mikilfenglegt að sjá hvernig áin hef- ur mótað landið beggja vegna árinn- ar. Að sögn Sigþrúðar Stellu Jó- hannsdóttur þjóðgarðsvarðar ganga hópar iðulega úr Ásbyrgi yfir í Vest- UM ER að ræða sveitina inn af botni Öxaríjarð- ar, milli Tjörnesíjalla í vestri og Jökulsár á Fjöllum í austri. Hægt er að komast þangað frá Húsavík eftir þjóðvegi nr. 85 austur með ströndinni. Á sumrin er svo hægt að aka þjóðveg nr. 864 frá Grímsstöð- um á Fjöllum, norður í Kelduhverfi um Hóls- sand. Kelduhverfíð er skap- að af umbrotum elds og vatnagangi og er þjóð- garðurinn í Jökulsárg- ljúfrum þekktasta kennileiti sveitarinnar. Af helstu svæðum innan þjóðgarðs- ins má nefna hina sérkennilegu nátt- úrusmíð Ásbyrgi auk þes Hljóða- klettar eru fjölsóttir af ferðamönn- um. Þeir eru innviðir fornra eldstöðva og hefur Jökulsáin skolað lausa gos- efninu burtu. Þar er að finna sér- kennilegar bergmyndanir, stuðla- kletta og gapandi hella. Vegna lög- unar hellanna bergmálar ákaflega vel í klettunum og af því draga þeir Kelduhverfi í Norður- Með Baldri yfir Breiðafjörð Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Bijátislcek kl. 13-00 og 19-30 Ávallt viðkoma íFlatey FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi ______4562020 á Brjátislcek_ A BÆNUM Hóli er hesta- leiga og þar eru haldin reiðnámskeið auk þess sem boðið er upp á gistingu. Að sögn Rúnars Tryggvasonar, bónda þar á bæ, er boðið upp á bæði lengri og skemmri hestaferðir. Al- gengast er að farið sé í klukkutímaferðir. „Við bjóðum líka upp á fjögurra tíma miðnæturferð meðan nótt er björt. Lagt er af stað klukkan ellefu að kvöldi og komið aftur klukkan þrjú að nóttu. Við förum suður í Kerlingarhólahraun um birkivaxið svæði þannig að landslagið er fjölbreytt. I Kerlingarhólahrauni eru einir stærstu hellar á land- inu og þeir sem vilja geta farið ofan í einn stærsta hellinn sem er um sautján metra hár. Þegar við erum komin þetta hátt upp í land- ið sjáum við strandlengjuna til vesturs. Það er fallegt að sjá þegar sólin sest á hafflötinn og og rís aftur úr sæ skömmu Ódýr gisting á Akureyri Leigjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. Studio - íbúðirl Strandgötu 13, sími 461 2035 Morgunblaðið/Hildur Einarsdóttir RÚNAR Tryggvason bóndi á Hóli ásamt nemendum á reiðnámskeiði. síðar. í sumar er ætlunin að bjóða hestaferðir að Jökulsánni þar sem hún rennur til sjávar. Þar liggur selur í sandinum í tugatali og er gaman að fylgjast með honum. Einnig bjóðum við upp á dags- ferðir og tveggja daga ferðir um þjóðgarðinn eftir merktum reið- leiðurn." Rúnar sagði að ferðafólkinu væru útveguð reiðtygi og hjálm- ar, einnig leggðu þau mikið upp úr öryggi í sínum ferðum. Ef tólf eða fleiri væru í hóp, færu þrír leiðsögumenn með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.