Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 21 URVERINU Skipafélagið Föroyar vill þjónusta íslenzk skip „Getum alltaf boðið skipum ódýrari olíu“ Morgunblaðið/Halldór Bachman „ Síldartunnuflóð“ „VERÐMUNUR á olíu til fiski- skipa milli Færeyja og íslands hef- ur verið á bilinu 2,80 til rúmlega fjórar krónur á hvem lítra okkur í vil. Síðast þegar við könnuðum málið kostaði olían hér um 1,13 krónur færeyskar eða um 11,87 krónur íslenzkar. Þá var hún 4,20 . krónum íslenzkum dýrari á ís- landi. Það er því ljóst að við getum alltaf boðið lægra olíuverð en ís- lendingar, hvernig sem á því stend- ur,“ segir Árni Dam, starfsmaður Skipafélags Færeyja, í samtali við Morgunblaðið. Bjóða heildarlausnir Skipafélagið býður íslenzkum fiskiskipum upp á svokallaðar heildarlausnir, það er löndun, olíu og vistir og flutning afurða til umskipunarhafna í Evrópu og þaðan til Austurlanda eða til við- takenda á meginlandi Evrópu. Árni Dam segir að togarar geti sparað um eina milljón íslenzkra króna á því einu að kaupa olíuna í Færeyjum og segir dæmi þess að útgerð frystitogara hafi sparað 10 milljónir króna með því að landa í Færeyjum og taka „allan pakkann", heildarlausn, í stað þess að sækja sömu þjónustu til hafnar á íslandi. „Við erum fyllilega samkeppnis- færir á þessu sviði og ætlum okkur stærri hlut í þjónustunni við stóru fiskiskipin sem stunda veiðaj á Norður-Atlantshafi," segir Árni Dam. Efast um að verðið standist Verð á gasolíu til skipa á ís- landi er um 16,71 króna, sem er um 1,56 danskar krónur. Garðar Steindórsson hjá skipaþjónustu Olíufélagsins hf. segist efast um að það olíuverð sem gefið er upp í Færeyjum standist. Verð á olíu fari eftir magni í hvert skipti þeg- Segja togara geta sparað milljón á olíukaupum í Færeyjum ar olía er afgreidd eða á ársgrund- velli sé gerður samningur um það. „Okkar viðskiptasambönd í Færeyjum hafa ekki getað boðið okkur olíu á þessu verði. Við höf- um keypt olíu í Færeyjum fyrir íslensk loðnuskip sem þar hafa landað og yfirleitt hefur verðið verið á bilinu 1,30 til 1,40 dansk- ar krónur.“ Þrjú olíufélög í Færeyjum Garðar efast ennfremur um að það borgi sig fyrir íslensk skip að leita eftir þessari þjónustu í Fær- eyjum. Fjarlægðin geri það að verkum í flestum tilfellum að olíu- eyðsla og veiðitap skili ekki hag- ræðingu fyrir útgerðirnar. Hann segir erfitt að segja til um hvers vegna Færeyingar geti boðið lægra olíuverð. í Færeyjum séu þijú olíu- félög og tvö þeirra selji eigin fram- leiðslu og geti því væntanlega hag- að verðútreikningum eftir fram- boði og eftirspum. Olíuverð oft lægra en innkaupsverð Ingólfur Kristmundsson hjá skipaþjónustu Olís hf. segir mark- aðsverð til færeyskra skipa vera hærra í Færeyjum en sé verið að bjóða íslenskum skipum núna. „Færeyingar hafa alltaf verið með gott verð á olíu og það veldur okk- ur vissulega áhyggjum að við skul- um ekki geta boðið jafn gott verð. Við hins vegar teljum að þeir selji olíuna með nánast engri álagningu og stundum sé verðið lægra en innkaupsverðið. Við teljum okkur hafa góðar upplýsingar um inn- kaupsverð á olíu og talið okkur vera með góða samninga við þá sem við kaupum olíuna af. En ef það er tilfellið að þeir fái olíuna á betra innkaupsverði en við, þá er það alvarlegt mál,“ segir Ingólfur. Hafnargjöld ekki hærri á íslandi Samkvæmt samanburði Hafnar- sambands sveitarfélaga á Norður- löndum eru hafnargjöld í Færeyj- um og á Norðurlöndum í líkingu við það sem gengur og gerist hér á landi. Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar, segist því líta þannig á málið að hafnir í Norður-Atlantshafí séu almennt í samkeppni um að laða til sín viðskipti. „Við bjóðum sjálf- ir ekki þessa þjónustu sem verið er að auglýsa í Færeyjum. Hlut- verk Reykjavíkurhafnar er fyrst og fremst að skapa aðstöðu í höfn- um og bjóða gjöld sem eru sam- keppnisfær, þannig að fyrirtæki sem sjá um löndun og flutninga séu samkeppnisfær sömuleiðis," segir Hannes. Kostur sem verður skoðaður íslensk skip hafa til þessa lítið landað af afurðum í Færeyjum, einkum bræðslufiski í Fuglafirði. Jónas Haraldsson, hjá LÍU, telur að Færeyingar séu með þessu til- boði sínu einkum að sækjast eftir loðnu- og síldarskipum sem séu að veiðum á milli íslands og Fær- eyja. Hann segir vissulega mögu- leika á að íslenskar útgerðir skoði þennan kost í framtíðinni. „Ef þarna er hægt að spara útgerðarkostnað hljóta menn að líta til þess ef siglingin er ekki þeim mun lengri. Menn eru fljótir að reikna út hvað borgar sig og hvað ekki í útgerð sem og í öðrum atvinnugreinum,“ segir Jónas. ÞEIR ætla sér stóra hluti í síldar- söltuninni á Djúpavogi og eru þegar farnir að undirbúa átökin í haust. Um 12.000 síldartunnur eru til taks á planinu við Bú- landstind hf. og hefst söltunin í „ÞAÐ ER rólegt yfir veiðunum í augnablikinu og ekkert að finna,“ sagði Ægir Sveinsson, skipstjóri á loðnuskipinu Jóni Sigurðssyni GK í samtali við Morgunblaðið í gær. Loðnuveiðin datt niður í fyrrakvöld og hafði ekkert fundist þegar síðast fréttist í gær. Ægir sagði skipstjóra samt langt frá því að missa móðinn. „Við erum að leita núna um 60 mflur norðnorðaustur af Langanesi og flotinn mjög dreifur um stórt svæði. Það á eftir að leita á gríðar- legu hafsvæði hér vestur úr og ég er sannfærður um að við hittum á loðnuna þar. Þetta er aðeins klukku- tímaspursmál og það er enginn far- inn að örvænta ennþá,“ sagði Ægir. lok september. Að sögn Sigurðar Arnþórssonar, yfirverkstjóra, var saltaðí á milli 9 til 10 þúsund tunnur á Djúpavogi á vertíðinni fyrra og að sjálfsögðu sefnt að því að gera enn betur núna. Búið að landa 92.300 tonnum Afli islensku loðnuskipanna er nú orðinn um 83.700 tonn frá upp- hafi vertíðar þann 1. júlí sl. Þá hafa borist rúm 8.600 tonn til ís- lenskra verksmiðja af erlendum loðnuskipum. Nú hefur tæpum 10.000 tonnum af loðnu verið land- að hjá SR Mjöli á Seyðisfirði en hjá Krossnesi hf. á Akureyri tæp- um 9.700 tonnum. Hjá Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum, Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað og Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðs- firði er allsstaðar búið að landa rúmlega 8.000 tonnum af loðnu á vertíðinni. Minni loðnuveiði VW Golf CL '88, 3 d.t beinsk. ek. 107 þús. km. blár. Verð 390 þús. Toyota Corolla GL ‘90, 4 d., 5 g., ek. 92 þús. km. dökkblár. Verð 660 þús. Daihatsu Charade TS '92, 3 d., 5 g., ek. 62 þús. km. hvítur. Verð 520 þús. MMC Pajero SW '93 5 d., ssk., ek. 87 þús. km. silf- ur, spoiler. Verð 2.400 þús Toyota Corolla '96, 5 d., 5 g., ek. 33 þús. km. hvit- ur. Verð 1.180 þús. MMC Pajero ST '88, 3 d., 5 g., ek. 147 þús. drapp. Verð 700 þús. VW Golf '96, 5 d., 5 g., Nissan Sunny WAG '92, 5 MMC Galant HB '91, 5 d., ek. 45 þús. km. rauöur. d., 5 g., ek. 87 þús. km. 5 g., ek. 95 þús. km. arár, Verð 1.150 þús. blár. Verð 900 þús. álfelgur, sóllúga o.fl. Verð 1.050 þús. MMC Galant '93, 4 d., ssk., ek. 67 þús. km. hvít- ur, spoiler og CD. Verð 1.430 þús. Renault Megane 1,4 '97, 5 d., 5 g., ek. 20 þús. km. blár, álfelgur. Verð 1.370 þús. VW Polo '96, 5 d., 5 g., ek. 33 þús. km. dökkgrænn, álfelgur, spoiler, þjófavörn. Verð 1.080 þús. LAUGAVEGI 174 *SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 opið virka daga 9-18, laugardaga 12-16. m n ii 11 n i' MMC Lancer '93, 4 d., 5 g., ek. 67 þús. km. blár, sóllúga, spoiler, o.fl. Verð 1.030 þús. VW Golf GL '97, 3 d., beinsk. ek. 18 þús. km. hvítur. Verð 1.200 þús. Nissan Terrano '93, 4 d. ssk., ek. 74 Verð 2.090 iús. km. blár. >ús. BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R B f L A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.