Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Drottningarhunang gleður, græðir og læknar Lýðveldi og mannréttindi LENGI hefur verið vitað að drottningar- hunang er ákaflega græðandi en nýlega barst mér í hendur grein úr læknatímariti. Þar var skýrt frá rann- sókn á áhrifum drottn- ingarhunangs á sár hjá sykursjúkum rottum. í ljós kom að drottning- arhunang flýtti mjög batanum og dró veru- lega úr sýkingarhættu. Flestir sykursýkisjúkl- ingar þekkja það vandamál að smásár myndast mjög auðveld- lega, sérstaklega á höndum og í andliti. Oft eru sárin lengi að gróa og hætta á sýkingu er meiri meðal sykursýkisjúklinga en annarra. Japönsku vísindamönn- unum sem unnu að þessari rann- sókn hefur tekist að sýna ótvírætt fram á að drottningarhunang er bæði græðandi og sýkladrepandi. Propolis og drottningarhunang styðja hvert annað í baráttunni gegn sýkingum og samverkandi áhrif þeirra á vírusa hafa verið rannsökuð. Þegar bæði efnin koma til dregur mun meira úr virkni vírus- anna en þegar þau eru notuð ein sér. Sama má segja um ýmis önnur heilsubætandi áhrif afurða bý- flugnabúsins, þegar þau koma sam- an í líkamanum verður árangurinn mun betri. Við sem notum drottningarhun- ang að staðaldri höfum lengi vitað um sýkladrepandi áhrif þess og hversu ftjótt sár okkar gróa. Segja má að hunangið græði ekki bara líkamann því hátt hlutfall vítamína af gerðinni B12 og B6 í því dregur úr kvíða og þunglyndi. Bjartsýni eykst um leið og fólk fer að taka drottningarhunang og margir tala um að dag nokkurn vakni þeir og geri sér grein fyrir að inn um gluggann berst fuglasöngur og falleg náttúra blasi við hvert sem litið er. Til mín hafa leitað margir menn sem eru mjög uppteknir í vinnu og þeirra störfum fylgir gjarnan álag og streita. Ég ráðlegg þeim öllum að reyna drottningarhungang og árangurinn er allur á einn veg. Þeim reynist auðveldara að takast á við daglegt stress. Þrekið eykst og verk sem áður uxu þeim í augum verða leikur einn. Undir þetta taka allflestir sem kynnst hafa drottning- arhunangi og lýsa ánægju sinni með hversu auðveldara verður að takast á við armæðu hversdagsins. Konur sem þjáðst hafa af fyrirtíðaspennu segja það ástand veru- lega breytast til batn- aðar og nýlega var mér sagt af 16 ára stúlku sem þjáðist af anorexia nervosa og illa hafði gengið að lækna. Móð- ir hennar frétti af drottningarhunangi og einstökum fæðubótar- eiginleikum þess. Henn tókst að tæla stúlkuna til að taka inn hunangið enda þarf að taka svo lítið magn af því að þannig var hægt að höfða til stúlkunnar. Eftir tveggja mánaða notkun brá svo við Börn nýta hunangið, segir Ragnar Þjóðólfsson, jafnvel betur en fullorðnir að hún tók að braggast. Svartsýni hennar minnkaði og í dag borðar hún eðlilega. Önnur japönsk rannsókn, þar sem var rannsökuð voru áhrif drottningarhunangs á krabba- meinsæxli gaf ekki síður jákvæða niðurstöðu. Hunangið dró úr vexti krabbameinsæxla af sarcoma- og erlich-gerð frá 45% og upp í 59,7% sem verður að teljast mjög góður árangur. Grein þessi heitir: Ham- landi áhrif drottningarhunangs á æxlamyndun og birtist í febrúar 1987 í Nippon Yakurigaku Zasshi- Folia Pharmacologica Japonica. Um drottningarhunang líkt og önnur fæðubótarefni gildir að ekki er sama hvernig efnið er unnið. Vegna þess að býflugnadrottningin fæðist ekki fullmótuð heldur er hún búin til með því að lirfan er látin nærast eingöngu á drottningarhun- angi er mjög erfitt að framleiða nægilegt magn af drottningarhun- angi. Venjulega skipta býflugna- bændur um drottningar einu sinni á ári. Til að framieiða megi nægi- legt drottningarhunang er venjan sú að sérstakt bú er búið til og þernur úr mörgum búum látnar fæða lirfurnar þar á drottningar- hunangi. Svona verður að fara að til að ekki ruglist innbyggð viska hvers býflugnabús sem kennir því að framleiða ekki of margar drottn- ingar. Það einkennir flestar vöruteg- undir að því meira sem vandað er til framleiðslu þeirra því dýrari verður hún fullunnin. Því miður þekkist að drottningarhunang sé svo blandað venjulegu hunangi eða svo útþynnt að áhrifin af inntöku verði lítil sem engin. Hlutfall drottn- ingarhunangs í blöndunni verður að vera að minnsta kosti 1 á móti 7 til að árangur náist. Menn ættu að gæta vel að innihaldslýsingum þegar vara er keypt því sú sem er veikari verður alltaf dýrari í inn- kaupum þegar upp er staðið. Miklu skiptir að býflugnabúin séu langt frá mengun þeirri er jafnan fylgir mannabyggð og að blómin sem flugurnar sækja safa sinn í séu ekki menguð skordýraeitri. Jarð- vegurinn verður að vera góður því efnin sem skortir í jarðveginn skila sér að sjálfsögðu ekki í jurtina. Á hásléttum Arizona í Bandaríkjunum er að finna fijóan jarðveg, fjariægð frá mengun og veðurfar er hentar einstaklega vel til býflugna- og blómaræktar. Af því er dregið heit- ið „high desert“ eða hásléttueyði- mörk. Oft er ég spurður hvernig afurð- ir býflugnabúsins séu notaðar. Flestir sem taka inn drottningar- hunang byija á örfáum dropum í teskeið en auka síðan skammtinn smátt og smátt í eina teskeið. í flestum tilfellum nægir svo lítill skammtur en þeir sem stríða við einhver heilsufarsvandamál bæta gjarnan við. Hunangið er tekið að morgni á fastandi maga en ekki má drekka heitt ofan í hunangið. B-vítamínin eru viðkvæm fyrir hita og dregur hann allverulega úr áhrifamætti þeirra. Hunangið verð- ur að geyma á köldum stað, helst í kæliskáp, til að tryggja að ekki tapist úr því næringarefni. Drottningarhunang er sjálfsagt að gefa börnum og það gagnast þeim ekki síður en fullorðnum og ýmislegt bendir jafnvel til að börnin nýti hunangið enn betur en þeir sem eldri eru. I Danmörku hefur það lengi verið þekkt og margar mæður kvillasamra barna telja sig ekki geta verið án þess. Höfundur er áhugamaður um náttúru- og sjálfslækningar. Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI ís- lendinga 17. júní minnast flestir þeirrar baráttu sem háð var til að öðlast fullt frelsi þjóðinni til handa. Meginbaráttan hófst um miðja síðustu öld, og stóð í um 100 ár. Þetta minnir á annað mál sem íslendingar hafa tekist á um sl. 100 ár, en það er krafan um jafnan at- kvæðisrétt óháð bú- setu í landinu. Allar götur síðan fyrsti ráð- herra landsins, Hann- es Hafstein, lagði fram frumvarp á Al- þingi 1905 sem gerði ráð fyrir hlutfalls- kosningum eftir íbúa- fjölda í kjördæmum, hafa verið átök um kjördæmamálið og vægi atkvæða eftir búsetu. Al- þingi hefur síðan þá, gert margar tilraunir til að ná fram jöfnuði, en ekki tekist. Sumir stjórnmála- flokkar eiga í raun áhrif sín og stöðu í íslensku þjóðlífi undir því kerfi sem við búum við með öllu því ranglæti, sem því fylgir. I þeim efnum hefur Framsóknar- flokkurinn haft sérstöðu. Kosningar 1995 Við síðustu Alþingiskosningar voru um 192 þúsund manns á kjör- skrá. Samanlagt í Reykjavík og Reykjanesi voru um 126 þúsund eða um 66% kjósenda. Þessi tvö kjördæmi fengu kjörna 31 þing- mann eða um 49%. Þetta þýðir að kjósendur annara kjördæma, sem hafa aðeins 1/3 kjósenda á kjörskrá, kjósa meirihluta alþing- ismanna, eða 32 að tölu. Þegar litið er til einstakra kjördæma kemur í Ijós að misréttið er enn skelfiiegra. Vægi einstakra at- kvæða í Reykjavík og Reykjanesi er 0,3 móti 1,0 á Vestíjörðum og 0,9 í Norðulandskjördæmi vestra. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að það þarf næstum því þrjá og hálfan Reykvíking til að vega upp á móti einum Vestfirðingi. Með hverju árinu sem líður versnar þetta hlutfall fyrir kjósendur í Reykjavík og á Reykjanesi og Alþingi aðhefst ekkert í málinu. Að höggva á hnútinn Lengst af hafa þeir sem réttlætt hafa ranglætið notað þau rök og vísað til þess, að þeir, sem búa ijarri höfuðborginni, séu verr sett- ir en borgarbúar við hagsmuna- gæslu gagnvart stjórnvöldum. Þá hafa bágar samgöngur og lélegt fjarskiptasamband verið notuð í sama tilgangi. Þetta á ekki lengur við í umræðunni, því allir viður- kenna þær ótrúlegu breytingar sem hafa orðið í þessum efnum á síðustu tveimur áratugum. Þessi rök taka mið af allt öðru þjóðfé- lagi en því sem við nú búum við. En hvernig og hveijir eiga að höggva á hnútinn? I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins þann 24. maí sl. þar sem meðal annars er fjallað um þjóðar- atkvæðagreiðslu í ýmsum málum, segir m.a: „Nefna má dæmi um mál, sem til umræðu eru nú og hafa sum hver verið um langt ára- bil, sem fulltrúalýðræðinu virðist ókleift að ráða við. Krafan um jafn- an atkvæðisrétt hvar sem menn búa á landinu hefur lengi verið uppi en sjaldan jafn hávær og nú. Stjórnmálaflokkarnir virðast ófær- ir um að höggva á þann hnút og tryggja fólki hvar sem það býr sama atkvæðisrétt vegna þess, að hagsmunasamtök byggðanna eru of sterk. Sumir flokkanna eiga raunar áhrif sín og stöðu í íslenzku samfélagi undir óbreyttu kerfi með því ranglæti, sem því fylgir. Þjóð- aratkvæðagreiðsla gæti höggvið á þennan hnút. Hver sem úrslitin yrðu, hlytu allir lands- menn að una þeim.“ Borgarstjórn Eftir tæpa 11 mán- uði verður kosið til Borgarstjómar. Reykjavíkurborg er mikið afl ef borgin á annað borð vill beita sér fyrir borgarbúa í hagsmunamálum þeirra. Þó það mál sem hér hefur verið gert að umtalsefni heyri engan veginn undir borgaryfirvöld þá er það löngu orðið tíma- bært að Borgarstjórn láti til sín taka í þessu máli. Hvers vegna? Vegna þess að borgaryfir- völd eiga að hafa þann metnað fyrir hönd umbjóðenda sinna, sem eru kjósendur í Reykjavík, að þeir Krafan um jafnan at- kvæðisrétt, segir Júlíus Hafstein, hefur sjaldan verið jafn hávær og nú. verði ekki öllu lengur annars flokks borgarar í þessu landi. Fyrir kosn- ingarnar næsta vor ættu frambjóð- endur til borgarstjórnar og reyndar líka frambjóðendur til sveitar- stjórna í Reykjaneskjördæmi, að vekja rækilega athygli á þessu hróplega óréttlæti, þó það væri ekki til annars en að minna háttv- irta alþingismenn á að þá verða aðeins 10 mánuðirtil næstu alþing- iskosninga. Þetta er verðugt bar- áttumál. Stefna stjórnmálflokka Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur áréttað algeran stuðning við það grundvallarsjónarmið að kosn- ingaréttur landsmanna skuli verða jafn, en það er Alþýðuflokkurinn. Sá böggull fylgir skammrifi að þetta vill Alþýðuflokkurinn gera með þvi að landið verði eitt kjör- dæmi. Á þeirri skipan mála eru all- margir gallar sem veikja málstað- inn. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan barist á móti þvi að rétta hlut þéttbýlisins við kjörborðið þó einstakir áhrifamenn þar á bæ hafi tekið undir það sjónarmið á allra siðustu árum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ályktað á þremur síðustu landsfundum sínum að jafna skuli kosningaréttinn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á sama tíma verið hið sterka afl í ríkis- stjórn íslands, en því miður, lítið sem ekkert aðhafst í þessu mikla mannréttindamáli. Það ranglæti og ójöfnuður sem ríkir í vægi at- kvæða eftir því hvar íslendingar búa í Iandinu er orðið svo hrópandi að Alþingi getur ekki legur setið þegjandi hjá. Treysti Alþingi sér afturámóti ekki til að taka á mál- inu, er rétt að benda á það sjónar- mið sem fram kemur í Morgun- blaðinu þann 24. maí sl. að efna til þjóðaratkvæðagreisðlu um mál- ið, þ.e. að leyfa fólkinu_ í landinu að taka ákvörðunina. Urslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu allir landsmenn að una, alþingismenn líka. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. ELSTI gesturinn á þjóðhátíðinni var Steinunn Finnbogadóttir frá Reykjavík en hún var í heimsókn hjá dóttur sinni Gerði Thorberg sem er þarna á bak við móður sína. Við hlið hennar er Guðrún Árnadóttir, á bak við má sjá Karl Guðmundsson og Mörtu Kristjánsson. Þjóðhátíð í Flórída Ein með öllu frá „bæjarins bestu“ ÞEGAR Íslendingar koma saman erlendis til þess að fagna þjóðhátíð eða af öðru tilefni vita þeir fátt betra en að fá „eina með öllu“. Þess vegna leitast íslendingafélög- in eftir því að útvega þennan góm- sæta rétt og jafnvel annað sem löndum finnst ómissandi: prins póló, lakkrís og harðfisk! Nýlega héldu íslendingar í Mið- Flórída upp á þjóðhátíðina með öll- um þessum krásum og glóðuðum hamborgurum að auki. Þeir komu saman í Lori Wilson garðinum sem staðsettur er á strönd Atlantshafs- ins hjá bænum Coca Beach. Hátt í hundrað manns tóku þátt í sam- komunni, sem hófst í hífandi roki og rigningu en er leið á daginn létti til og sólin skein á samkomugest- ina. Hægur vandi var að kæla sig í sjónum, því garðurinn er á strönd- inni. Farið var í ýmsa Ieiki eins og reiptog, pokahlaup, blak o.fl. Þeir sem hlutskarpastir voru fengu verð- laun fyrir góða frammistöðu. Samkomugestir voru á ýmsum aldri eða frá níu mánaða upp í níu- tíu ára og skemmtu allir sér hið besta. Formaður Islendingafélagsins í Mið-Flórída, Leifs Eirikssonar er Guðleifur Kristinsson_ og með hon- um í aðalstjórn eru Árni Árnason, Guðmundur Thorsteinsson og Elín og Jóe Livingston. Félagið gefur út fréttabréfið Landann sem kemur út a.m.k. íjórum sinnum á ári. Félagar í Leifi Eiríkssyni eru hátt á annað hundrað talsins. Ragnar Þjóðólfsson Júlíus Hafstein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.