Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 39
AÐSEINIPAR GREINAR
Tilraun til
skýringar
HINN 23. apríl
síðastliðinn bætir
Arni Björnsson við
keðju skrifa um
grein eftir mig sem
birtist í Lesbók
Morgunblaðsins 1.
mars _ síðastliðinn.
Beinir Árni til mín
nokkrum spurning-
um sem eiga skylt
við upphaf þessara
greinaskrifa. Áður
en ég geri tilraun til
þess að svara spurn-
ingum Árna vil ég
benda á tvennt. Ann-
ars vegar að ég var
ekki að „hrósa“ þátt-
unum Þjóð í hlekkjum hugarfarsins
í grein minni eins og Arni tekur
til orða. Ég lagði á engan hátt
gildismat á það hvort þættirnir
væru góðir eða slæmir. Það kemur
málflutningi mínum einfaldlega
ekki við. Og hins vegar að greinin
sem birtist í Lesbókinni er mun
styttri útgáfa af lengri grein sem
ég flutti sem fyrirlestur í Háskóla
íslands síðastliðið haust og kemur
út á bók síðar á þessu ári. Þar
má finna frekari útlistun á einstök-
um efnisþáttum sem imprað var á
í Lesbókargreininni.
Þó svo að spurningalistinn sem
Árni leggur fram sé í fimm númer-
uðum liðum bætir hann nokkru við
safnið undir lok greinarinnar. Það
yrði sjálfsagt nokkuð langt mál að
telja fram svör við þeim öllum og
mun ég því ekki gera tilraun til
þess. Þess í stað vil ég ræða þrennt
af spurningalista Árna og vona ég
að sú umræða leiði í ljós einhver
svör við spurningum hans.
Ein meginspumingin hjá Árna
snýr að því hvort hægt sé að tala
um eina sjálfsmynd þjóðar. Við
fyrstu hugsun hlýtur sú hugmynd
að orka tvímælis að ræða um
sjálfsmynd þjóðar þar sem hún
samanstendur af fjölda ólíkra ein-
staklinga. Þess skal hins vegar
getið að á sama tíma taka þessir
ólíku einstaklingar þátt í orðræðu-
kerfi, sem byggir á félagstengsl-
um, sem gerir grein fyrir þjóðinni
sem einni og óskiptri líkt og hún
hafi eina sjálfsmynd. Ágætt dæmi
um slíka drætti eru myndir sem
finna má í ættjarðarljóðum af hag-
sæld lands og þjóðar og margir
kannast við. Það er á þeim nótum
sem ég byggi mál mitt á og hvað
er betur til þess fallið að ræða um
sjálfsmynd en einmitt myndmiðla.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
grein sem ég kallaði „Fjallmyndin:
Sjónarhorn íslenskra landslagsljós-
mynda“. í greininni geri ég öðrum
þræði því skóna að íslenskar lands-
lagsljósmyndir hafi tekið yfir tákn-
rænt hlutverk Fjallkonunar og orð-
ið það tákn sem íslendingar halda
hvað mest fram við starf sitt að
greina sig frá öðrum. Hér gefst
ekki tóm til þess að rekja alla
málavöxtu en þessi tilgáta gefur
tilefni til þess að spyrja sig að því
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
hversu víðtæk sú hug-
mynd er á meðal íslend-
inga. Hér er um að ræða
eilíft aðferðafræðilegt
vandamál vísindanna
um alhæfingargildi
gagna og hefur Ami
ekki farið varhluta af
þeirri glímu s.s. í um-
fjöllun sinni um hugtak-
ið þjóðtrú. Niðurstöður
rannsókna af þessu tagi
hljóta að ráðast af þeim
gögnum sem tiltæk era
og ekki síst því mati sem
menn leggja á þau. í
grein minni fjalla ég um
heimildarmyndir sem
framleiddar hafa verið
hér á landi síðastliðna þijá ára-
tugi, um viðbrögð við þeim og við-
horf til þeirra. Þau gögn sýna fram
á ákveðið mynstur sem styðja við
íslenskar heimilda-
myndir, segir Sigurjón
Baldur Hafsteinsson,
hafa í gegnum tíðina
verið öflugt tæki í
viðleitni íslendinga
til viðgerða.
þá tilgátu sem ég set fram í grein-
inni.
Að endingu langar mig að gera
að umtalsefni það sem Arni telur
að sé „ekki allt fagurt" og finna
má í fréttum sjónvarps, útvarps
og dagblaða, og spyr hann hvort
það sé ekki eins til þess fallið að
skapa þjóðinni sjálfsmynd. Þessar
ófögru fréttir, og kalla má and-
hverfu mynda í þjóðlífinu, gegna
mikilvægu hlutverki við gerð
sjálfsmynda íslendinga, þar sem
þessi tvenndarpör nærast hvort á
öðru. Af þeim dæmum sem Ámi
tekur má glögglega sjá þetta þar
sem mikið af starfi íslendinga fer
einmitt í að leiðrétta það sem talið
er að hafi farið út af sporinuj land-
ið er að fjúka á haf burt - Islend-
ingar gera tilraun til að leiðrétta
það; sveitir fara í eyði - íslending-
ar gera tilraun til að leiðrétta það;
fiskistofnar eru að eyðast - íslend-
ingar gera tilraun til að leiðrétta
það; íslenskukunnáttu hrakar -
Islendingar gera tilraun til að leið-
rétta það. Og þannig mætti lengi
telja. Islenskar heimildamyndir
hafa í gegnum tíðina verið öflugt
tæki í þessari viðleitni íslendinga
til viðgerða, en sjaldan hafa þeir
reynt að gera tilraun til þess að
skilja þessa viðlejtni, hvers eðlis
hún er og hvaða tilgangi hún þjón-
ar. Grein mín í Lesbókinni er til-
raun til að leita svara við spurning-
um af þessu tagi.
Höfundur er mannfræðingur.
(Ek ;ki láta bíta eyrun af þér!)
Mitac 166
Intel 166 mhz örgjörvi
16 mb innra minni
15" stafrænn litaskjár
1700 mb harður diskur
16 hraða geisladrif
16 bita hljóðkort
25w hátalarar
Lyklaborð & mús
Windows '95 & bók
6 íslenskir nýjir leikir
Alfræðiorðabók á CD
Corel 4 teikniforrit
(116.990 kr)
BT. Tölvur
ÍPWi
Enska, ítalska, skoska,
franska og þýska deildin.
Frábær gervigreind sem
tryggir að ákvarðanir þínar
skila sér beint í leik liðsins.
Þú horfir á liðið í frábærri
SVGA grafík spila hvem
einasta leik.
Yfir 7500 leikmenn með yfir
29 tölur sem ákvarða styrk,
leikni, móral og form.
Byggðu upp hræðilegar
dýflissur, safnaðu gullforða,
hópaðu saman öllum
ógurlegustu skrýmslunum í
landinu og skemmtu þér svo
við að sigra þær hetjur sem
kunna að ágimast Qársjóði
þína. Keppinautamir eru
ófáir en þú getur sigrast á
þeim öllum ef þú heldur rétt
á spilunum.
Frábær leikur sem svíkur
engan.
Hefur þig einhvemtíma
dreymt um að keyra eins og
brjálaaðingur um götur
borgarinnar og virða lög,
reglur og jafnvel mannslífið
að vettugi.
Þá er Carmageddon leikur
fyrir þig. Einn umdeildasti
leikur síðustu ára er kominn
í verslun okkar. Spændu
niður á Grensásveg og
tryggðu þér eintak.
Hefurðu tíma ?
Ertu alveg viss ?
Ertu að fara í sumarfrí ?
Ég bara spyr því að Puzzle
Bobble er einn af þeim
leikjum sem þú getur
hreinlega ekki hætt að spila.
Leikurinn býður upp á 1 eða
2 manna leik og er fyrir alla
aldurshópa.
(3990.-) (3990.-) (3990.-) (2990.-)
Grensásvegi 3 - S : 5885900 - www.bttolvur.is
f
m
Sambandið
f ermjög
tt...
Þeir seldust allir upp en eru nú komnir aftur.
Vegna mikillar eftirspurnar verða þessir tveir símar áfram
í júlí á tilboðsverði - á meðan birgðir endast.
... með Siemens
símtækjum!
GSM-FARSÍMI
Einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og
meðfærilegur farsími. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi.
29,900 Wr. stgr.
ŒEQ3S
ÞRÁÐLAUST SÍMTÆKI
Sérlega skemmtilegt, létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá og
laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Svo þægilegur að
þú skilur ekki hvernig þú komst af án hans. DECT-staðall
19,900 kr. stgr.
Umboðsmenn um land allt.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Heimasíða: www.tv.is/sminor
Þ A Ð E R U ^
4» HREYSTI
VERSIANIR
Laugavegi 51 - Skeifunni 19 - Fosshálsi 1
S. 551-7717 - 568-1717 - 577-5858
Þar sem þú færð allt í útivistar- ogr sólarferðina