Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Víkingahátíð í Hafnarfirði Víkingar lágu í valnum BARIST var til siðasta manns á vígvelli vikinga í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIKINGAIIATIÐ hófst í gær á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. For- seti íslands opnaði hátíðina form- lega klukkan 16 og að því loknu fengu gestir sýnishorn af dag- skrá hátíðarinnar næstu fimm daga. Gengið var að vígvelli þar sem víkingar börðust til síðasta manns og sýndu mikla leikni og tilþrif. Áhorfendur klöppuðu þeim lof í lofa og voru ánægðir þrátt fyrir rigningu sem hófst tímanlega að íslenskum sið. Því næst afhenti sigurvegari orrust- unnar forseta Islands, Ólafi Ragnari Grímssyni, glæsilegt víkingasverð og glímukappar stigu fram og sýndu íslenska glímu. Hestar og leikhópar voru á svæðinu og rímur voru kveðn- ar. Á svæðinu er búið að slá upp vikingatjöldum þar sem ýmis varningur er seldur. Kjötskrokk- ar voru grillaðir á opnum eldi og gátu hátíðargestir hvort sem er gætt sér á kjötinu eða þurrk- uðum þorskhausum. Nútímaiegri veitingar voru einnig á boðstól- Stöð 2 telur morgiinsjón- varp ekki vænlegan kost MORGUNSJÓNVARP hefur verið á teikniborði Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 undanfarið. Stöð 2 hefur þó lagt allar hugmyndir um morgun- sjónvarp til hliðar. RÚV hyggst á hinn bóginn hefja útsendingar á morgunsjónvarpi næsta haust. Morgunþáttur Ríkisútvarpsins verður unninn hjá Saga Film og verða útsendingar alla virka daga milli kl. 7 og 9 á morgnana. Að sögn Sigurðar Valgeirssonar, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, er morgunþátturinn hugsaður sem magasínþáttur og sendur út að mestu leyti í beinni útsendingu. í þættinum verður fjallað um ýmis dægurmál, fréttir verða sagðar á kortersfresti, fylgst verður með veðri Engar markaðskannanir verið gerðar hjá auglýsendum eða áhorfendum og færð og sagðar íþ róttafrétti r. „Við skoðuðum möguleikann á morgunsjónvarpi fyrir fimm árum og gerðum þá allítarlegar áætlanir um hvernig það myndi líta út og hvað það myndi kosta," sagði Páll Baldvin Baldvinsson, framkvæmda- stjóri dagskrársviðs Stöðvar 2. „Síð- an þá höfum við svo skoðað þennan möguleika reglulega en alltaf ýtt honum út af borðinu aftur.“ Páll Baldvin sagði að Jón Þór Hannesson, framkvæmdastjóri Saga Film, hefði haft samband við Stöð 2 fyrir ári og lýst yfir áhuga á sam- starfi um morgunþátt. „Við töldum hins vegar þá og teljum enn, að ekki væri ástæða fyrir okkur að fara út í svona dagskrárgerð." Mun ódýrari en Dagsljós Sigurður Valgeirsson var ekki til- búinn að gefa upp kostnaðinn við gerð morgunþáttanna. Til saman- burðar má geta þess að hver Dags- ljósþáttur kostar um hálfa milljón en að sögn Sigurðar verða morgun- um og minjagripir af ýmsu tagi boðnir til sölu. Á Víkingahátíð sem haldin var fyrir tveimur árum og stóð í þrjá daga komu um 13 þúsund manns en í ár er búist við allt að 20 þúsund manns. Um sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir, þar af rúmlega 300 víkingar sem munu halda til á Víðistaðatúni. þættirnir ódýrari og íburðarminni. Páll Baldvin Baldvinsson, hjá Stöð 2 sagði að miðað við þær markaðs- kannanir sem gerðar hafi verið af Stöð 2 hefði það verið mat manna að morgunsjónvarp yrði ekki arð- vænlegt, enda þátturinn dýr og aug- lýsingamarkaðurinn fyrir morgun- sjónvarp vanþróaður. Ríkissjónvarpið hefur ekki látið gera neinar markaðskannanir hvorki meðal auglýsenda né áhorfenda. Sig- urður Valgeirsson kvaðst þó bjart- sýnn á að morgunsjónvarpið ætti eftir að falla landsmönnum vel í geð. „Ég hef talsvert mikla trú á morgunsjónvarpi og að svona þáttur eigi eftir að standa undir sér þegar til lengri tima er litið." Flugfélag íslands og íslandsflug Tilboðs- fargjöldin fram- lengd LÆKKUÐ fargjöld Flugfélags íslands og íslandsflugs munu standa nokkuð áfram. Flugfé- lag íslands ákvað í gær að framlengja tilboð sitt til loka ágústmánaðar og hjá íslands- flugi standa ódýru fargjöldin til boða út september. íslandsflug tilkynnti við upphaf áætlunarflugs síns, 1. júlí, að fargjöld yrðu fyrst um sinn kr. 6.900 báðar leiðir frá Reykjavík til allra staða nema kr. 5.900 til Vestmannaeyja. Hefur nú verið ákveðið að þau gildi til 30. september. Ómar Benedjktsson, framkvæmda- stjóri íslandsflugs, segir sæta- nýtinguna hafa verið 65% fyrstu vikuna en stefnt sé að 70% nýtingu. Flugfélag íslands kynnti til- boð sitt, sumarglaðning, sem gilda átti í júlí, en ákvað í gær að hann gilti einnig í ágúst og sömuleiðis að fjölga sætum úr 20 þúsund í 25 þúsund. Dæmi um fargjald milli Reykjavíkur og Akureyrar báðar leiðir er kr. 7.330. Þá hefur Flugfélag Íslands einnig tilkynnt að allir viðskiptavinir fyrirtækisins fái tvöfalda frí- kortspunkta í öllu flugi frá 15. júlí til 31. ágúst. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Framkvæmdir Norðuráls eru í fullum gangi UNNIÐ er nótt og dag við bygg- ingu nýs ólvers við Grundartanga. Það er llka ástæða til að láta hend- ur standa fram úr ermum því Norðurál hf. ætlar að taka álverið f notkun 1. júní á næstaári. Þegar blaðamann og Ijósmynd- ara bar að garði var allt i fullum gangi; jarðvegsvinna á lokastigi og byrjað að steypa fyrir kerskál- unum. Að sögn Brynjars Jónsson- ar, verkfræðings, miðar fram- kvæmdum vel. Bygging Norðuráls er eitt stærsta verkefni íslenskra verk- fræðinga af þessu tagi. Hönnun hf., Rafhönnun hf. og VST hafa myndað samstarfshópinn HRV sem ásamt bresku verkfræðistof- unni K Home Engineering vinnur við eftirlit og hönnun álversins. Þá koma nokkrir fslenskir verktakar að framkvæmdunum. Háfell ehf. sér um jarðvinnu og er búist við að henni Húki um miðjan ágúst. Þá sér ISTAK hf. um steypuvinnu við kerskálana. „Verkið er unnið þannig að byrjað er á byggingu vestasta hluta ker- skálanna," sagði Bryiýar. „Þegar búið er að steypa þann hluta taka næstu verktakar við og setja upp stálgrindina og klæða, en lstak byijar steypuvinnu við annan áfanga kerskálanna. Og þannig koll af kolli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.