Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRJÁR NÝJAR BANDALAGSÞJÓÐIR SÖGULEG ákvörðun var tekin á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins í Madrid í fyrradag, þegar Póllandi, Tékk- landi og Ungveijalandi var boðin aðild. Aðild þessara þriggja fyrrum kommúnistaríkja að NATO er til marks um þá miklu breytingu, sem orðið hefur í Evrópu eftir fall kommúnism- ans, og hefði þótt fráleit fyrir aðeins örfáum árum. í öllum löndunum þremur er nú lýðræðislegt stjórnarfar og markaðs- búskapur, sem er forsenda þess, að þau geti tekið þátt í öryggissamstarfi bandalagsríkjanna. Augljóst er, að þessi stækkun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi NATO og skipu- lag og kallar á endurskoðun á öllum hernaðarviðbúnaði, þar sem bandalagsríkin bera sameiginlega ábyrgð á öryggi og frelsi hvers annars. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði eftir ákvörðun leið- togafundarins um inngöngu ríkjanna þriggja: „Þið hélduð lífi í voninni um frelsi í gegnum löng ár myrk- urs. Ég man enn uppreisnina í Ungveijalandi 1956, vorið í Prag 1968 og skipasmíðastöðina í Gdansk 1981.“ Mörg önnur Evrópuríki sækja það fast að komast undir öryggishlíf Atlantshafsbandalagsins og á fundinum í Madrid beittu nokkur aðildarríkin sér fyrir því, undir forustu Frakka, að Rúmenía og Slóvenía fengju aðild nú þegar. Bandaríkin, Bretland og Norðurlönd töldu hins vegar, að í þessari um- ferð ættu aðeins ríkin þijú að fá aðild og leiddi þetta til meiri átaka en yfirleitt þekkist á leiðtogafundum bandalags- ins. Samkomulag tókst um það að lokum, að geta þessara tveggja ríkja í lokayfirlýsingu fundarins ásamt Eystrasalts- löndunum. Horfur eru á því, að þessi lönd, og hugsanlega fleiri, fái aðild að bandalaginu innan nokkurra ára. Fram- kvæmdastjóri þess, Javier Solana, sagði að fundinum lokn- um: „Ekkert Evrópuríki, sem mun uppfylla skilyrði fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu, verður útilokað frá aðild.“ Norrænu ríkin í NATO, ísland, Danmörk og Noregur, studdu þá afstöðu Bandaríkjanna og Breta, að einungis þijú ríki fengju aðild nú. Afstaða íslands markaðist af því, að sögn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, að hefði fleiri ríkj- um verið boðin aðild hefði það getað þýtt endinn á stækkun- arferlinu. Slíkt hefði útilokað Eystrasaltsríkin. Um stöðu þeirra sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær:„Við höfum aldrei talið, að Eystrasalts- löndin hafi verið sjálfviljugur hluti af Sovétríkjunum, en þeir líta þannig á að það gegni öðru máli um þessi ríki en önnur ríki, þannig að það er enginn vafi, að það reynir mjög á festu aðildarríkjanna, þegar kemur að því að taka endan- lega ákvörðun um það, hvort Eystrasaltslöndin skuli ganga í bandalagið.“ Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kvaðst vona, að þegar litið verði á þessi mál 1999 hafi lýðræðis- og efnahags- þróunin gengið svo langt í Eystrasaltsríkjunum, að þau verði í góðri stöðu til að verða aðilar. íslenzk stjórnvöld hafa tekið rétta afstöðu, þegar hags- munir Eystrasaltsríkjanna eru hafðir í huga, svo og með stuðningi sínum við aðild Pólveija, Ungverja og Tékka. Þess- ar gömlu menningarþjóðir eru velkomnar í hóp bandalags- þjóða íslendinga. AFLASPÁKERFI UNGUR verkfræðingur hefur sett fram hugmyndir að aflaspákerfi, spálíkani, sem byggt yrði á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum hjá Hafrannsóknarstofnun - og gæti orðið, ef vel tekst til, hagkvæm leið til að meta vænleg fiskimið fram í tímann. Talsmenn aflaspákerfisins líkja því við veðurspákerfi og telja að það muni spara mikla fjár- muni, m.a. við leit að fiskimiðum, auka þekkingu á lífríki sjávar og stuðla að betri umgengni um þessa verðmætustu auðlind þjóðarinnar. Skipstjórnarmenn halda því á hinn bóginn fram að gögn, sem þeir skrá í afladagbækur, séu trúnaðarmál. Aðrir megi ekki nýta þau á nokkurn hátt, nema að fengnu leyfi. Kom- ist slík trúnaðargögn í hendur einkaaðila sé starfsöryggi skipstjórnarmanna ógnað. Á þessum forsendum leggjast þeir gegn aflaspákerfinu. Radíómiðun ehf., sem unnið hefur að útfærslu á kerfinu, hefur hætt við frekari þróun þess. Er þetta ekki einum of þröngt sjónarmið? Með góðum vilja og samstarfi allra aðila hlýtur að vera hægt að sam- hæfa sjónarmiðin og tryggja að upplýsingar verði ekki rakt- ar til einstakra skipa eða skipstjóra. STYRKIR SVEITARFÉLAGA TIL EINKASKÓLA Almenn ánægja hjá einkaskólunum ÞAÐ kemur nú í hlut sveitarfélaganna að styrkja einkaskólana eftir að þau tóku við rekstri grunnskólanna. Þar sem sveitarfélögin hafa tekið við rekstri grunnskólanna kemur það í þeirra hlut að styrkja einkaskólana. Ekki eru þó öll sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu tilbúin að styrkja einkaskóla í samræmi við fjölda nemenda sem sælqa þá, en bæði Reykjavík og Kópavogur hafa ákveðið að hafa þann háttinn á. Salvör Nordal kynnti sér viðhorfín í þessum efnum. EIGA nemendur á höfuð- borgarsvæðinu að hafa frjálst val um hvort þeir sækja einkarekna grunn- skóla eða grunnskóla í öðrum sveit- arfélögum? Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja einka- skólana á höfuðborgarsvæðinu um 106 þúsund á hvern nemanda sem sækir einkaskóla og er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að greiða um 130 þúsund krónur á hvern þann nemanda sem sækir skóla í öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. í samtölum við forráðamenn einkaskólanna kom fram almenn ánægja með stefnu Reykjavíkur- borgar. Það er hins vegar ljóst að ekki eru öll sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu tilbúin að gefa íbúum sinum kost á slíku vali. Einkaskólarnir sáttir í samtali við Morgunblaðið sagðist María Solveig Héðinsdóttir, annar skólastjóri Tjarnarskóla, fagna því að búið væri að móta reglur sem væru sambærilegar fyrir alla einka- skólana. „Hingað til hefur verið mik- ið ósamræmi milli fjárveitinga til þessara skóla, en nú sitja allir við sama borð. Það er mjög gott að búið sé að móta heildarreglur. Núna vita allir þeir, sem eru i þessum resktri eða vilja fara út í hann, að hveiju þeir ganga.“ Eins og fram hefur komið er upp- hæðin sem Reykjavíkurborg miðar við um 106 þúsund krónur. í Tjarnar- skóla fer fram kennsla unglinga, 8.-10. bekkjar, og eru langflestir nemendanna úr höfuðborginni. „Mér sýnist þetta vera ágætur útgangs- punktur," sagði María, „það er auð- vitað erfitt að reikna út kostnað á hvem nemanda í grunnskólum Reykjavíkur og kennsla unglinga er nokkru dýrari en yngstu barnanna. Mér sýnist samt að þetta eigi eftir að koma vel út fyrir Tjamarskóla og jafnvel ívið betur en verið hefur.“ I Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af söfnuði aðventista, er hátt í helm- ingur nemenda utan Reykjavíkur. „Okkur virðist að þetta komi svipað út hjá okkur og undanfarin ár svo framarlega sem öll sveitarfélögin eru tilbúin að borga eins og Reykjavík," sagði Jón Ævar Karlsson, skóla- stjóri. Auk styrkja frá sveitarfélögum greiða nemendur sjálfir skólagjöld í einkaskólunum. Upphæðin er 18.600 kr. á mánuði í Tjarnarskóla fyrir næsta vetur, í Suðurhlíðarskóla eru skólagjöldin 12.000 kr. á mánuði fyrir 1.-5. bekk og 14.500 fyrir nemendur 6. bekkjar og eldri og gert er ráð fyrir óbreyttum gjöldum í Landakotsskóla næsta vetur eða um 8.000 á mánuði. Kópavogur með Seltjarnarnes á móti Eins og fram kom í Morgunblaðinu í fýrradag reiknar Reykjavíkurborg með því að veita 63 millj- ónir króna í styrki til einkaskólanna næsta vetur og er þá styrkur til ísaksskóla meðtalinn. Is- aksskóli nýtur hins vegar nokkurrar sérstöðu því Reykjavíkurborg greiðir allan launakostnað þar. Kópavogsbær hefur tekið svipaða afstöðu og Reykjavíkurborg og að sögn Braga Mikaelssonar, formanns skólanefndar Kópavogs, gerir bær- inn ráð fyrir að leggja um 6-7 millj- ónir til einkaskólanna næsta vetur og miðar þar við sömu upphæð á hvem nemanda og Reykjavíkurborg. Garðabær hefur einnig ákveðið að leggja fram styrki til einkaskólanna en upphæðin á hvern nemanda hefur ekki verið endanlega ákveðin. Þar kemur einnig til greina að styrkurinn verði mishár eftir því hvaða einka- skóli á í hlut. Hjá Seltjarnarneskaupstað er hins vegar ekki áhugi á því að styrkja nemendur til að sækja einkaskóla. „Við teljum okkur bjóða uppá það besta í grunnskólakennslu í landinu og okkur þykir því ekki ástæða til að hvetja nemendur til að sækja kennslu annað,“ sagði Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri. „Við viljum frekar bæta okkar eigin skóla en leggja fé til einkaskólanna." Að sögn Margrétar Harðardóttur, grunnskólafulltrúa Seltjarnarnes- kaupstaðar, eru einstaka umsóknir skoðaðar sérstaklega. „Ef það liggja mjög sérstakar ástæður fyrir því að nemandi sæki einkaskóla eða skóla utan sveitarfé- lagsins, þá er möguleiki á að við verðum við þeirri ósk. Dæmi um slíkt eru einelti eða aðrar félagsleg- ar ástæður." Mosfellsbær hefur tekið svipaða afstöðu til þessa máls og Seltjarnar- neskaupstaður. „Við erum tilbúin að styrkja skólana í sérstökum tilfellum en annars ekki“, sagði Jónas Sig- urðsson, formaður fræðsluráðs og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. „Við leggjum hins vegar áherslu á að sveitarfélögin samræmi þessar reglur. Annað er eiginlega út í hött.“ Hjá Hafnarfjarðarbæ fengust þær upplýsingar að bærinn væri tilbúinn að styrkja einkaskólana, en áskildi sér rétt til að fara yfir hveija um- sókn sérstaklega. „Langflestar um- sóknir í einkaskólana hafa fengið jákvæða afgreiðslu hjá okkur,“ sagði Magnús Baldursson, skólafulltrúi. Hvað ef sveitarfélagið neitar? María Solveig hjá Tjarnarskólan- um sagði að skólinn hefði ekki enn sem komið er ákveðið hvernig skól- inn brygðist við ef viðkomandi sveit- arfélag neitaði um styrkveitingu. „Við erum nú með einn nemanda af Seltjarnarnesi og það hefur orðið að samkomulagi við Seltjarnarneskaup- stað að bærinn styrki hann og leyfi honum því að ljúka námi hjá okkur. En það lítur ekki út fyrir að öðrum nemendum af Seltjarnarnesi standi til boða nám hér. Við höfum fengið fyrirspurn frá foreldrum um hvort þeir geti greitt mismuninn en enn sem komið er erum við ekki búin að taka afstöðu til þess.“ Forráðamenn Suður- hlíðaskóla eru ekki heldur búnir að ákveða hvernig eigi að taka á málum ef viðkomandi sveitarfélag neitar að styrkja skólann. „Við höfum tvo kosti, annaðhvort að neita viðkom- andi nemanda inngöngu eða bera kostnaðinn sjálf,“ sagði Jón Ævar Karlsson. „Báðir kostirnir eru slæm- ir. Við höfum ákveðnar skyldur við söfnuðinn og um helmingur nemenda okkar eru aðventistar. Svo höfum við reynt að halda skólagjöldunum eins lágum og kostur er og getum því illa borgað brúsann sjálf. Við höfum dæmi um foreldra sem eru tilbúnir að greiða þennan mismun, en okkur finnst það líka afarkostur. Skólagjöldin eru nógu há eins og þau eru.“ Flutningur milli sveitarfélaga Líkt og með greiðslu til einkaskól- anna er alltaf dæmi þess að börn úr einu sveitarfélagi sæki skóla í öðru. Sveitarfélögin hafa gert með sér samkomulag um að greiða því sveitarfélagi þar sem nemandinn gengur í skóla um 130 þúsund krón- ur á ári. Þannig að ef bam í Hafnar- firði gengur í skóla í Reykjavík greið- ir Hafnarfjarðarbær Reykjavíkur- borg þessa upphæð. Ástæðumar fyr- ir því að nemandi sæki skóla í annað sveitarfélag eru margvíslegar, meðal annars flutningur fjölskyldu á skóla- tímanum. í slíkum tilfellum getur nemandi lokið námsárinu þar sem hann hóf það án þess að um það sé sótt sérstaklega. Samkvæmt upplýsingum frá Sel- tjarnarneskaupstað er stefna hans svipuð og í tilfelli einkaskólanna. „Ef sérstakar ástæður koma upp sem kalla á að nemandi sæki skóla t.d. í Reykjavík verður það mál skoðað sérstaklega,“ sagði Margrét Harðar- dóttir, grunnskólafulltrúi Seltjarnar- neskaupstaðar. „Reglan hjá okkur er hins vegar sú að veita ekki slík leyfi nema í sérstökum undantekn- ingartilfellum. Meginstefna okkar er sú að nemandi sem á lögheimili á Seltjarnarnesi sæki skóla hér.“ Að sögn Margrétar hafa nokkur mál komið upp þar sem nemendur af Seltjarnarnesi hafa viljað sækja skóla í Reykjavík. Það er til dæmis styttra fyrir nemendur í austasta hluta Seltjarnarneskaupstaðar að sækja Grandaskóla en Mýrarhúsaskóla og eru nokkur dæmi um óánægju vegna þess að nemendur hafa ekki val um hvom skólann þeir sæki. Frelsi til að velja? Jón Ævar Karlsson sagðist vona að sveitarfélögin leystu þessi mál farsællega fyrir alla. „Ég vona að menn setji ekki svo þröngar reglur að ástandið verði eins og í einokunar- versluninni forðum daga þegar hver maður var bundinn við ákveðinn kaupmann hvort sem honum líkaði betur eða verr. Fólk verður að hafa ákveðið frelsi til að sækja menntun þangað sem það vill.“ Skólagjöldin sögð vera nógu há eins og þau eru Ekki öll sveit- arfélög tilbúin að gefa íbúum kost á vali Reuter. LEIÐTOGAR Atlantshafsríkjanna stilla sér upp fyrir Ijósmyndara ásamt Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu. Rússlandsforseti ákvað að vera ekki viðstaddur fundinn, þótt honum stæði það til boða, og hafa Rússar mótmælt harðlega þeirri ákvörðun að bjóða þremur ríkjum í Austur- Evrópu NATO-aðild. Rússar snúa sér til austurs A leiðtogafundinum í Madrid var ákveðið að stækka NATO til austurs og bjóða þremur nýjum ríkjum aðild. Jón Ólafsson segir að það geti leitt til þess að Rússar muni jafnframt beina sjónum sínum í austurátt, til Asíu. AFORMIN um að stækka NATO hafa fengið merkilegan andbyr í Bandaríkjunum síðustu vikur. Það er ekki nýtt að stuðning- ur sé dræmur í þingi og öldunga- deild við ráðagerðir Clintons í utan- ríkismálum. En eindregin mótmæli nokkurra helstu sérfræðinga Bandaríkjanna um varnarmál og margra fyrrum ráðgjafa stjórnar- innar um Rússland og Sovétríkin hljóta að teljast til tíðinda. En hvers vegna skyldu menn vera á móti því að Atlantshafs- bandalagið bæti við sig aðildarríkj- um? Er það ekki nánast rökrétt afleiðing þess hvernig kalda stríð- inu lauk að NATO stækki til aust- urs? Sú röksemd sem mest ber á, í fréttum að minnsta kosti, er sú að stækkun NATO sé ögrun við Rússa og geti stuðlað að vexti öfga- kenndrar þjóðemishyggju. Menn telja að stækkunin verði í raun vatn á myllu rússneska Kommún- istaflokksins og flokka sem ala á fjandskap við vestræn ríki. Innifal- in í þessari röksemd er sú hugmynd að Vesturlöndum sé sérstakur akk- ur í því að vestrænt lýðræði festist í sessi í Rússlandi og þau eigi að styðja lýðræðisöflin með því meðal annars að forðast það að ögra þjóð- ernisöflunum. Rússar spakir Önnur röksemd er sú að það sé eins og sakir standa engin sérstök ástæða til þess að stækka NATO. Tilgangurinn með stækkun hljóti fyrst og fremst að vera sá að veita nýjum aðildarríkjum tryggingu gegn yfirgangi grannans í austri. Þar sem Rússar séu um þessar mundir hinir spökustu og ekkert sem bendi til að það breytist í bráð, sé stækkunin einfaldlega ástæðu- laus. Hvorug þessara röksemda er sannfærandi. Rússneskir fjölmiðlar hafa upp á síðkastið birt niðurstöður margra skoð- anakannana sem sýna að almenningi stendur nokk- urn veginn á sama um hvort fyrrum Varsjár- bandalagsríki ganga í NATO eða ekki. Þótt þjóðernissinn- ar og kommúnistar í Rússlandi for- dæmi stækkunina tekst þeim ekki að gera úr henni neitt bál. Og þótt Jeltsín forseti og utanríkisráðherra hans Prímakov hafí lýst sig and- víga stækkuninni í grundvallaratr- iðum fullyrtu þeir engu að síður að „skynsemin hefði sigrað“ í maí, þegar Rússar einfaldlega kyngdu þeirri staðreynd að aðildarríkjum NATO yrði fjölgað. Það er vandséð að stækkun NATO hafi nokkur áhrif sem heitið geti á rússneska kjósendur eða á jafnvægið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Seinni röksemdin virðist jafnvel veikari en sú fyrri. Þótt engin sé ógnin af Rússum sem stendur er ekki þar með sagt að ástæðulaust sé að stækka NATO. í fyrsta lagi kemur NATO-aðild ákveðinni reglu á samskipti bandalagsríkja. Ung- veijar og Rúmenar hafa til dæmis nýverið samið sín á milli um landa- mæramál og réttindi þjóðarbrota. þau mál virtust vera í óleysanlegum hnút, en þegar stefnan var tekin á NATO aðild var ljóst að um þessi mál þyrfti að semja. NATO setur margvísleg inntökuskilyrði sem neyða stjórnvöld í ríkjum sem keppa að aðild til að gera pólitísk- ar, efnahagslegar og hernaðarlegar umbætur. Það eitt mætti telja æma ástæðu. Auk þess má segja að þó svo að engin hætta stafi af Rússlandi sem stendur, eigi leiðtogar vestrænna ríkja að taka mark á þeim áhyggj- um sem kollegar þeirra í fyrrum Varsjárbandalagsríkjum kunna að hafa af öryggi ríkja sinna í framtíð- inni. Aðild að NATO getur haft jákvæð sálræn áhrif í þessum lönd- um, ekki síst í ljósi þess að efna- hagslegur samruni við Vestur-Evr- ópu gengur miklu hægar en marg- ir gerðu sér vonir um fyrir nokkrum árum. Ef NATO-aðild hefur góð áhrif á nýju aðildarríkin og virðist í raun ekki ögra Rússum að ráði, að minnsta kosti ekki í fyrstu lotu, því skyldu menn hugsa sig tvisvar um? Væri ekki þessum milljörðum Bandaríkjadala vel varið, sem menn telja að innganga Póllands, Ungveijalands og Tékklands muni kosta? En sagan er ekki öll sögð. Stundum er eins og of mikið veður sé gert út af viðbrögðum en afleið- ingar vanræktar. Það hefur lengi verið ljóst að samruni Evrópuríkja gæti verið með tvennum hætti: Hernaðarlegur eða efnahags- og menningarlegur. það sem einkenndi utanríkisstefnu Gorbatsjovs var meðal annars sú hugmynd að Evrópuríki væru ein heild hvað sem hernaðarbandalög- um liði og að þau ættu í sameiningu að byggja upp heimili sitt; rækta gagn- kvæma hagsmuni og sam- kenni fremur en að láta samskipti sín stjórnast af hugmyndafræðilegum og hernaðarlegum klofningi. Kjarninn í hugmyndum Gorbatsjovs var vest- urstefna, sem svo hefur verið nefnd í Rússlandi, sú stefna að Rússar eigi að leyfa vestrænum straumum að leika um land sitt. Andstæða vesturstefnunnar Andstæðan við vesturstefnuna er slavnesk þjóðemishyggja. Hún er ekki nauðsynlega fjandsamleg Vesturlöndum eða herská, en eitt af einkennum hennar er sú hug- mynd að Rússar séu að mörgu leyti skyldari Asíuþjóðum en vestrænum þjóðum og að þeim sé því hollast að snúa sér til austurs. Sú skoðun fór fljótt að heyrast í Sovétríkjun- um eftir að umbætur Gorbatsjovs fóru að hafa veruleg áhrif að kannski stæði Rússum nær að taka sér sum Asíuríki til fyrirmyndar fremur en Evrópuríki; að í Rúss- landi væri vænlegast að tengja kapítalisma sterku ríkisvaldi og jafnvel takmarkaðri harðstjóm. Nú hefur það gerst á síðustu mánuð- um, og vafalaust að einhveiju leyti vegna NATO aukningarinnar fyrir- i” huguðu, að samskipti og samvinna Rússlands og Kína hefur aukist stórlega. Eins og Ungveijar og Rúmenar hafa Rússar og Kínveijar leyst deilur um landamæri og fleira sem áður virtust óleysanlegar. Þar að auki hafa ýmsir samningar ver- ið gerðir um samvinnu á sviði tækni og vísinda auk efnahagslegrar samvinnu. Nú er svo komið að helstu ráðamenn Kína og Rúss- lands hafa með sér reglulega fundi og stefna að enn aukinni samvinnu og samskiptum. Óstaðfestar fregn- ir herma að í síðustu heimsókn Tsjemomyrdins forsætisráðherra Rússlands til Kína hafi verið samið «v um að Kínveijar keyptu kjama- kljúfa og eldflaugakerfi af Rússum. Batnandi og aukin samskipti Rússa við Kínveija og aðrar Asíuþjóðir ættu svo sem ekki að skjóta Vest- urlandabúum skelk í bringu. En tengslin eru samt augljós. Með því að stækka NATO, endumýja bandalagið og gera það að merkis- bera framtíðarinnar í Evrópu er verið að draga skýr skil á milli Rússlands annarsvegar og Evrópu hinsvegar. Þurfa minna á Vesturlöndum að halda Rússar þurfa minna á Vestur- 9 löndum að halda en stundum er látið í veðri vaka og á það hefur ósjaldan verið minnt í rússneskum fjöl- miðlum upp á síðkastið. Jafnvel þó að Banda- ríkjaforseti og leiðtogar Evrópuríkjanna leggi á það ríka áherslu að stækkað Atl- antshafsbandalag sé vinveitt Rúss- landi getur stækkunin engu að síð- ur ekki fært Rússum önnur skila- boð en þau að tími sé kominn til að leita bandamanna annars stað- ar. Afleiðingamar em ekki aukið hatur Rússa á Vesturlöndum eða vatn á myllu þjóðernisaflanna þar. Stækkunin breytir landslaginu. Nú finnst Rússum vötnin heldur renna til austurs, en vandséð er að það geti verið Vesturlöndum til góðs þegar til lengri tíma er litið. v Flestar deilur Rússa og Kín- verja hafa verið leystar Rússneskum almenningi stendur á sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.