Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þjóðarsátt um
að einangra
Herri Batasuna
Sú gífurlega reiði sem ríkir á Spáni eftir að ETA-hreyf-
ingin baskneska myrti ungan stjómmálamann hefur
nú orðið til þess að allir stjómmálaflokkar landsins
hafa sameinast um að einangra hinn pólitíska arm sam-
takanna. Asgeir Sverrisson, fréttaritari Morgunblaðs-
ins, á Spáni segir frá Herri Batasuna og baskneskri
þjóðemishyggju.
Reuter
BASKNESKUR óeirðalögreglumaður í viðbragðsstöðu í bænum San Sebastian þar
sem um 200 meðlimir Herri Batasuna efndu til mótmælaaðgerða á mánudag.
„MILLJÓNIR Spánveija safnast ekki saman
á götunum til þess eins að ekkert breytist."
Svo mælti Jose Maria Aznar, forsætisráðherra
Spánar og leiðtogi Þjóðarflokksins (PP), á
fundi framkvæmdastjórnar samtakanna á
dögunum. Aznar hefur með þessum orðum
boðað breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar
gagnvart hryðjuverkasamtökunum bask-
nesku, ETA, og brugðist við þeirri gífurlegu
reiði sem ríkir á Spáni eftir að félagar í hreyf-
ingunni tóku af lífi ungan stjórnmálamann,
Miguel Angel Blanco, í Baskalandi fyrir tæp-
um hálfum mánuði. Önnur viðbrögð og öllu
áþreifanlegri liggja nú þegar fyrir: allir stjórn-
málaflokkar á Spáni hafa sameinast um að
einangra með öllu Herri Batasuna, stjórnmála-
arm ETA-hreyfingarinnar, og kann það að
reynast mikilvægur gjörningur.
Stjórnvöld hafa ekkert látið uppi um í hveiju
hina nýja stefna gagnvart ETA verði fólgin
en án nokkurs vafa mun hún einkennast af
meiri hörku og þyngri dómum. Allir stjórn-
málaflokkar Spánar hafa lýst yfir því að þeir
muni styðja ríkisstjórnina í þessu efni. Strax
er þó tekið að örla á gagnrýni. Þannig sagði
Felipe Gonzalez, fyrrum forsætisráðherra
Spánar og einn helsti leiðtogi sósíalista, að
ríkisstjórnina skorti skýra stefnu og enn væri
með öliu óljóst hvernig hún hygðist nú leggja
aukna áherslu á að bijóta starfsemi ETA á
bak aftur.
Skýrt umboð
Þessi gagnrýni Gonzalez var að sönnu
ótímabær. Ljóst er að ríkisstjórn Aznars hefur
nú fengið skýrt umboð þjóðarinnar til að sýna
aukna hörku í viðskiptum sínum við ETA, sem
í tæp 30 ár hefur haldið uppi vopnaðri bar-
áttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á
Norður-Spáni. Þær milljónir Spánveija sem
söfnuðust saman á torgum og götum borga
um landið allt eftir aftökuna í Baskalandi lýstu
yfir því að þjóðin hefði fengið nóg af hryðju-
verkum og morðum ETA og kröfðust þess að
endi yrði bundinn á ofbeldið. Spánveijar viíja
að réttarríkið sýni enga miskunn hvað ETA
varðar. Nú er beðið eftir viðbrögðum ríkis-
stjórnarinnar. Jaime Mayor Oreja, innanríkis-
ráðherra Spánar, sagði á mánudag að í þessu
efni yrðu verkin látin tala.
Aðeins þeir allra bjartsýnustu telja einhveij-
ar líkur á því að sú gífurlega reiði sem braust
fram eftir morðið á hinum 29 ára gamla
bæjarfulltrúa PP, Miguel Angel Blanco, muni
verða til þess að ráðamenn ETA hiki við að
halda áfram á sömu braut. Heiftin hefur því
ekki síður beinst að Herri Batasuna (HB),
hinum pólitíska armi hreyfingarinnar, sem
hefur umtalsverð áhrif í Baskalandi, einkum
á bæjarstjómarstigi og er sem pólitískur skjól-
veggur fyrir hryðjuverkamennina. Athyglin
hefur því á undanförnum dögum beinst að
HB og fyrir liggur samkomulag allra lýðræðis-
flokka á Spáni þess efnis að einangra beri
flokk þennan með öllu og hafna öllu sam-
starfi við hann.
Málpípur morðingja
Venju samkvæmt neitaði HB að fordæma
illvirki ETA-hreyfingarinnar. Almenningur á
Spáni og stjórnmálamenn upp til hópa telja
að flokkurinn beri ekki síður ábyrgð á morð-
inu í Baskalandi. Þögnin hafi gert flokkinn
samsekan auk þess sem hann veiji hryðju-
verkamenn og morðingja og haldi fram mál-
stað þeirra. Utifundur sem HB hafði boðað til
á laugardag í San Sebastian í Baskalandi var
bannaður þar sem yfirvöld óttuðst að til átaka
kynni að koma. Til ryskinga hefur þegar kom-
ið í nokkrum bæjum.
Ráðamenn HB segjast sæta ofsóknum af
hálfu „fasískra" afla og hafa enn í yfirlýsing-
um sínum ekki treyst sér til að vísa til „morðs-
ins“ í Baskalandi en þess í stað kosið að ræða
um „atburðinn". Flokkurinn segir að ríkis-
stjórnin hefði getað komið í veg fyrir aftökuna
með því að flytja alla félaga í ETA-hreyfíng-
unni sem eru í fangelsum víðs vegar um Spán
í betrunarhús í Baskalandi. Þessi var einmitt
krafa ETA er bæjarfulltrúinn ungi var tekinn
í gíslingu og stjórnvöldum gefínn 48 stunda
frestur til að verða við henni.
Hræðslan víkur í Baskalandi
„HB morðingjar". Þessi orð hrópuðu milljón-
ir Spánveija frá norðri til suðurs í kór á fjölda-
fundunum miklu í byijun síðustu viku. Jafn-
vel syðst á Spáni, í Malaga, þaðan sem þetta
er skrifað, fékk almenningur ekki hamið heift
sína, fyrirlitningu og hatur er þúsundir manna
komu ítrekað saman til að fordæma aftökuna.
Þjóðfélagið allt virtist nötra.
Reiðin er vitanlega mest í Baskalandi. Al-
menningur þar hefur nú í tæp 30 ár þurft að
búa við hótanir, kúganir og illvirki ETA og
samstarfsmanna þeirra. Hin mikla þátttaka í
mótmælum og minningarathöfnum þar er
söguleg þar sem hræðslan við ETA og hina
pólitísku flugumenn þeirra hefur löngum sett
mark sitt á samfélagið. Menn hafa eðlilega
óttast um líf sitt og kosið að sjá hvorki né
heyra. Margir telja að baskneska þjóðin hafi
nú lýst yfir því að hún neiti að búa lengur
við þetta ástand og að það kunni að marka
þátttaskil á Spáni.
Hvað sem þessu líður er ljóst að reiðin í
garð félaga í Herri Batasuna á sér ekki for-
dæmi í Baskalandi. Margir hafa opinberlega
snúið baki við flokknum og fordæmt bæði
hann og ETA-hreyfinguna. Herri Batasuna
er hins vegar flokkur sem þrífst í grasrótinni
í ákveðnum hverfum og bæjum Baskalands.
Likt og gildir um ETA liggur fylgi við samtök
þessi oft í fjölskyldum. Margir spænskir lýð-
ræðissinnar telja að banna beri starfsemi
Herri Batasuna, flokkurinn haldi uppi eftirliti
með almenningi og hræði hann þannig tii fylg-
is við sig. Flokkurinn haldi öfgastefnu sinni
að ungu fólki á götunni og hafi útsendara á
hveiju strái sem tilkynni um hvern þann sem
hafi hugrekki til að andmæla stefnu flokksins
og hryðjuverkum ETA.
Minnkandi fylgi
Baskaland skiptist í þijár „sýslur“, Vizcaya,
Guipuzcoa og Alava. Þar er að finna 251
bæjarfélag og ræður Herri Batasuna 25 bæjar-
stjórnum, öllum í Vizcaya og Guipuzcoa. Þetta
eru litlir bæir, sá stærsti hefur um 25.000
íbúa en í þeim minnsta búa aðeins 80 manns.
Alls búa um 56.000 manns undir stjórn Herri
Batasuna í bæjarfélögum sínum, flestir í
Guipuzcoa.
í liðinni viku varð ljóst að Mondragon,
stærsti bærinn og höfuðvígi HB, myndi ganga
flokknum úr greipum. Þrír flokkar sem ekki
hafa treyst sér að starfa saman til þessa hafa
ákveðið að láta undan þrýstingi almennings,
fella bæjarstjórnina með vantrauststillögu og
mynda nýjan meirihluta. í flestum smærri
bæjunum hefur Herri Batasuna hins vegar
hreinan meirihluta.
Fylgi við Herri Batasuna hefur farið minnk-
andi í kosningum á síðustu árum. Flokkurinn
á nú 11 fulltrúa á þingi Baskalands en síðast
var kosið til þess árið 1994. Fjórum árum
áður hafði flokkurinn fengið 13 menn kjörna
en 75 fulltrúar sitja á þingi Baskalands. Þótt
hallað hafi undan fæti og HB hafi orðið fyrir
fylgishruni bæði í Alava og Guipuzcoa er hann
enn umtalsvert afl í stjórnmálum Baskalands.
Aðrir stjórnmálaflokkar hafa á stundum leitað
til HB til að tryggja stuðning við þingmál en
það samstarf á nú að heyra sögunni til. Form-
lega, að minnsta kosti, hefur flokkurinn nú
verið dæmdur til pólitískrar útlegðar.
Menningin varðveitt í sveitunum
Þjóðarvitund Baska er sterk. Mál þeirra og
menning hefur hins vegar einkum verið varð-
veitt í hinum litlu sveitaþorpum landsins. Þetta
er trúlega helsta skýringin á styrk Herri Bat-
asuna á þessu stigi stjórnsýslunnar. 'Flokkur-
inn, sem viðurkennir hvorki stjórnarskrána
né konungdæmið, heldur því fram að líkt og
í tíð einræðisherrans Francisco Francos sæti
baskneska þjóðin kúgun af hálfu miðstjórnar-
valdsins í Madrid sem uppræta vilji einstaka
menningu þjóðarinnar og þurrka út sögu henn-
ar. Sjálfstæðisbaráttan sé því helgur málstað-
ur; barátta lítillar þjóðar gegn „fasískum"
kúgunaröflum. Þessari söguskoðun eru marg-
ir sammála.
Þessi mynd felur í sér mikla einföldun og
því er auðvelt að halda henni á loft sem póli-
tískum málstað. Baskar sættu að sönnu mik-
illi kúgun í tíð Francos, líkt og þjóðernissinnar
í Katalóníu og Galicíu. Alvarlegasta ógnunin
við menningu þjóðarinnar var hins vegar iðn-
væðing norðurhéraðanna, sem tryggja átti
friðinn með því að bæta lífskjörin. Menning
Baska var menning sveitafólks sem bjó í litlum
þorpum og var ekki búin undir iðnvæðingu
og borgarsamfélög nútímans. Almennt og yfir-
leitt hefur fólk í Baskalandi hins vegar notið
betri lífskjara en flestir þeirra sem búa í öðr-
um sjálfsstjórnarhéruðum Spánar. Tekjurhafa
löngum verið hæstar þar og í Katalóníu. At-
vinnuleysið þar er ekki jafn skelfilegt og í
suðurhluta landsins. Baskar hafa notið sjálfs-
stjórnar frá árinu 1980.
Eftir að einræðinu lauk 1975 hófst mikið
starf í þeim tilgangi að veija hina einstöku
tungu basknesku þjóðarinnar. Stjórnarskráin,
sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á
Spáni í desember 1978, kveður á um að tunga
Baska skuli njóta sömu stöðu í Baskalandi
og spænska. Hins vegar hefur reynst erfitt
að halda tungunni við. Engar bókmenntir voru
til á máli Baska og skilgreina þurfti grundvall-
aratriði hvað varðar hljóðkerfi og málfræði
tungumálsins. Nú geta skólabörn víða sótt
baskneska skóla en almennt gildir að þekking
alþýðu manna á tungumálinu er takmörkuð.
í borgum og stærri bæjum tala flestir spænsku
og það gera yngri kynslóðirnar einnig. Því
hefur verið haldið fram að baskneska þjóðin
sé of fámenn til að unnt reynist að viðhalda
tungumálinu en alls búa um tvær milljónir
manna í Baskalandi.
Upphaf endalokanna?
Andstæðingar Herri Batasuna segja að
flokkurinn sé fastur í fortíðinni. Einræðið og
kúgunin heyri sögunni til. Spánn sé nú lýðræð-
isríki en þessa staðreynd vilji ETA og Herri
Batasuna ekki viðurkenna vegna þess að sam-
tökin eigi sér í raun engan málstað. Hug-
myndafræðin sé engin, önnur en ofbeldið og
mannhatrið. Stjórnmálamenn og fréttaskýr-
endur á Spáni vísa oft til þessara tveggja
hópa sem „mafíu“, samtaka atvinnuglæpa-
manna sem dylji hið rétta eðli sitt með lygum
og blekkingum. Samtökin standi nú uppi ein-
angruð andspænis allri spænsku þjóðinni.
Hyggilegt er að stilla bjartsýninni í hóf.
Óhæfuverkum ETA hefur áður verið mót-
mælt í Baskalandi. Flokkar hafa áður samein-
ast í fordæmingu sinni á Herri Batasuna. Því
fer íjarri að flokkurinn heyri sögunni til sem
pólitískt afl.
Viðbrögðin í Baskalandi kunna hins vegar
að marka þáttaskil. Þau gætu reynst upphaf
endaloka Herri Batasuna. Nú þegar er brost-
inn á flótti. Nokkrir ETA-liðar, sem dæmdir
hafa verið til fangelsisvistar, hafa birt bréf í
spænskum íjölmiðlum þar sem hreyfingin er
hvött til að segja skilið við ofbeldið. Mæður
nokkurra fyrrum félaga í ETA, sem ýmist
dveljast nú innan fangelsismúra eða hafa kvatt
þennan heim, hafa birt áköll um að ofbeldinu
linni. Slíkar yfirlýsingar kunna að hafa veru-
leg áhrif þar sem þau berast beint frá innsta
kjarna þjóðlífsins á Spáni, ijölskyldunni.
Sömu byssu beitt
í þremur morðum
FYRIRSÆTAN Naomi Campbell
umkringd fjölmiðlafólki þegar
hún kom til Mílanó í gær til að
vera viðstödd minningarathöfn
um ítalska tískuhönnuðinn Gianni
Versace. Tugir þekktra vina
Versace voru við athöfnina,
þeirra á meðal Díana Bretaprins-
essa og söngvararnir Elton John,
Sting og Luciano Pavarotti.
Byssan, sem varð Versace að
bana, var einnig notuð í tveimur
öðrum morðum, sem Andrew
Cunanan, meintur morðingi ít-
alska tískuhönnuðarins, er talinn
hafa framið, að sögn dagblaðsins
Afia/ni Herald í gær. Blaðið hafði
þetta eftir ónafngreindum heim-
ildarmanni í lögreglunni. Blaðið
sagði að „öruggt" væri að skot,
sem urðu arkitekt í Minnesota og
grafara í New Jersey að bana,
hefðu komið úr skammbyssunni
sem beitt var í morðinu á Versace.
Reuter