Morgunblaðið - 30.07.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 30.07.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 23 STURLUNGA MYNPLIST Listasafn ASÍ Ásmundarsal MÁLVERK/OLÍUKRÍT/ TÚSS JÓHANNES GEIR Opið frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 4. ágfist. Aðgangur ókeypis. Sýn- ingarskrá 300 kr. ALLTOF sjaldan skeður, að myndlistarmenn fái gild verkefni sem skara sögu og þjóðhætti. A ég hér ekki einvörðungu við sann- ferðugar myndlýsingar heldur enn- fremur, að sagan komi á einhvern hátt fram í mynd- og efnishugsun þeirra. íslendingar eru enn í dag svo fastir í bókmenntalegri frá- sagnarhefð að þeir eiga erfitt með að hugsa sér söguna öðruvísi en í hlutvöktu formi. Sem er vita- skuld jafn gott og gilt og allt annað sé það borið uppi af ótvíræð- um myndrænum þrótti. Samkvæmur upp- lagi sínu valdi málar- inn Jóhannes Geir þannig eðlilega hina hefðbundnu leið við myndlýsingu atburð- anna, er það skeði árið 1994 að Sauðárkróks- bær pantaði hjá hon- um myndaröð byggða á sögu Skagafjarðar á Sturlungaöld, annað kom heldur vart til greina. Mun verkefnið meira eða minna hafa verið tengt norrænu vinabæjamóti ásamt alþjóðlegu þingi sagnfræð- inga á Akureyri, sem hugðust skoða söguslóðir Skagafjarðar, og einungis nokkrir mánuðir til stefnu. Einsdæmi og aðdáunarvert að íslenzkt bæjarfélag hafi frum- kvæði að gerð slíkrar myndaraðar, en sömuleiðis jafn fátítt að gildir myndlistarmenn fái svo knappan tíma til að vinna úr hugmyndum að jafn viðamiklu verkefni, hér eru tvö ár lágmarkstími, en ég veit dæmi þess að menn hafi fengið fimm ár og stundum hafa ekki verið nein eiginleg tímamörk, en viðkomandi fengið tækifæri til að helga sig verkefninu óskiptur, af lífi og sál. En hér uppi á íslandi gera menn sér ekki grein fyrir umfangi slíkra verkefna né yfirgripsmikilla rann- sókna er þeim fylgja, og dæmi eru til að norrænir listamenn hafi vart verið farnir að rissa upp hugmynd- ir að sögulegum at- burðum eftir þann af- markaða tíma sem Jó- hannes Geir hafði til umráða fyrir allt verk- ið. Sjálfur segir málar- inn, að það sé ekki nógu hvetjandi að mála undir álagi óg að hann þurfi meiri ró og næði og þá fæðist hugmyndirnar, En til sanns vegar má færa, að hér hafi hann ekki verið einhamur, geng- ið margefldur til leiks, en hins vegar hljóta menn að spá í hver árangurinn hefði orðið án þessa mikla álags. Gott dæmi um vinnu- lag málara er eitt frægasta portrett aldarinnar sem er málverk Picassos af Gertrude Stein. Hún sat 88 sinnum fyrir hjá honum en hvorki gekk né rak, þannig að er hann fór í sumarfrí þurrkaði hann út andlitið. Tveim JÓHANNES Geir Jónsson, fæddur á Sauðárkróki 24. júní 1927. Ungnr KVIKMYNPIR Iláskólabíó ELSKUNNAR LOGANDIBÁL (LUST OCH FÁGRING STOR) * + + Leikstjóri og handritshöfundur Bo Widerberg. Kvikmyndatökustjóri Morten Bruus. Aðalleikendur Johan Widerberg, Maria Lagercrantz, Tom- as Von Brömssen, Karen Huldt, Bjöm Kjellman, Nina Gunke. 128 mín. Sænsk/dönsk. DFI/Per holst 1995. SEINNA stríðið geisar hinum megin við sundið en allt er fremur slétt og fellt í Malmö árið 1943. Á þessu er þó að verða stökkbreyting í lífi Stígs (Johan Widerberg), 15 ára nemanda við grunnskóla í borg- inni. Hann er að fá náttúruna. Vi- ola (Marika Lagercrorantz), kennslukonan hans, er fríð sýnum og íturvaxin og vekur óslökkvandi fýsn hjá drengstaulanum, og lái honum nokkur. Meinið er hinsvegar að ’nún gæti hæglega verið móðir hans, aldursins vegna og er aukin- heldur harðgift. Stráksa til ánægju og yndisauka reynist hún þó til í tuskið og tekur hann í aukatíma hvenær sem þau fá því viðkomið. Stígur reynist úrvalsnemandi í ból- förum en þvílíkt samband getur ekki varað endalaust og dæmt til að ljúka með ósköpum. Elskunnar logandi bál er engin Lolita með öfuguin formerkjum, því síður skemmtun fyrir klámhunda. Hér er engin Sylvia Kristel eða pornómenn við stjórnvölinn, myndin er hinsvegar tregafull uppvaxtar- saga um fyrstu kynni unglings af ástinni, kynlífinu og dauðanum. Gamansemin aldrei langt undan. Bo nemur Widerberg, sem á jafnágæta mynd að baki og Manninn á þakinu, bregst sjaldan bogalistin. Leikstýrir af ör- yggi, ekki síst vandmeðförnum atrið- um á milli elskendanna, sem aldrei verða klúr, öllu frekar falleg og hríf- andi. Samtölin eru nokkuð misjöfn en oftast fyndin, skynsamleg og skorinorð. Leikaravalið gott, svo langt sem það nær. En Widerberg og félagar falla því miður í þá gamal- kunnu gryfju að láta sem minnst bera á aldursmun elskendanna, sem hér er umtalsverður; hann 15, hún 37. Stígur lítur ekki aðeins út fyrir að vera allnokkrum árum eldri í út- liti en 15, heldur er hann þroskað- asta persóna myndarinnar, sá sem kann svör við hlutunum. Á sama máta getur kennslukonan varla ver- ið komin yfir þrítugt. Þetta slævir broddinn í sögunni, áhrifin þau að maður getur engan veginn haft á tilfinningunni að eitthvað ósiðsam- legt eigi sér stað á tjaldinu. Öllu frekar krassandi ástarævintýri, hvorki heppilegt né skynsamlegt, að vísu. En spyr ástin, og því síður holdið að því? Ekki aldeilis. Maður talar nú ekki um þegar Kjell (Tomas Von Brömssen) mannsnefna hinnar lausgyrtu kennslukonu er lýst sem getulausri fyllibyttu. Á hinn bóginn er það samt Kjell sem kemur hvað sterkastur útúr myndinni, enda frá- bærlega túlkaður af Von Brömssen. Johan, sonur leikstjórans, er mynd- arpiltur sem skilar erfiðu hlutverki með sóma og Lagercrantz er girnileg og spilar eins vel úr grunnu hlut- verki og efni standa tii. Það eru þó augnablikin þegar Stígur þarf að fást við harminn og alvöruna sem eru eftirminnilegust úr Elskunnar logandi báli, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins 1996. Sæbjörn Valdimarsson LISTIR HAUGANESFUNDUR 19. apríl 1246. Þar mun ein mannskæðasta orrusta íslandssögunnar hafa verið háð. Olía á léreft, 1994. mánuðum seinna sneri hann aftur til Parísar, tók myndina fram og málaði þessa einstæðu og svip- miklu andlitsdrætti á einum degi og nú eftir minni! Nei, það er síður hægt að beita stimpilklukku á skapandi atriði... Áð þessu er vikið hér, vegna þess að fram hjá því var ekki geng- ið, að fólk skoðaði myndirnar meir sem myndasögur og staðarlýsingar en sjálfstæð málverk er rýnirinn var á ferð. Jafnframt að myndaröð- in er alveg sérstakur kafli og til hliðar við flest annað sem listamað- urinn hefur verið að fást við um dagana, þótt enginn þurfi að velkj- ast í vafa um hver sé að baki pen- sildráttunum. Svo segir mér hug- ur, að olíumálverkin hafi minna af þeirri dýpt og ramma galdri sem er aðal margs þess sem frá Jóhann- esi Geir hefur komið, en því meiri ljósmögn veðurs og gróandi. Hins vegar hafa þær mikið frásagnar- legt gildi og eru afar vel útfærðar sem slíkar. Helzt vakti athygli hve hópatriðin framkalla mikið líf á fletinum, sem kemur einkum fram í málverkunum af Flugumýrar- brennu veturinn 1252 og Hauga- nesfundi 19. apríl 1244. Hefði ver- ið fróðlegt ef landslagið hefði vant- að í einhveijar olíumyndirnar en þær einungis unnar út frá hópatr- iðum, minna hugað að beinum staðarlýsingum. Þetta kemur ein- mitt fram í rissunum og olíukrítar- myndunum en þar er listamaðurinn meira á heimavelli um örugg og þróuð vinnubrögð. Gefin hefur verið út afar vönd- uð, einföld og vel hönnuð sýningar- skrá og ritar Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur formála, og er hann í senn vel skrifaður og fróð- legur. Þá eru skýringar á sögunni að baki hverju myndefni fyrir sig eftir listamanninn og Guðmund Hansen og eru þær hinar skilvirk- ustu. Myndverkin eru öll í eigu Sauðárkróksbæjar, Listasafns Sauðárkróks og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Má vera alveg rétt að setja þessa sýningu upp með upprunann og afmæli Sauðárkrókskaupstað- ar í huga. Hins vegar hefði að ósekju mátt sjást meiri eigingirni í framkvæmdinni með hliðsjón af tímamótunum í lífi listamannsins sjálfs sem varð sjötugur í júnímán- uði. Tel því rétt að bíða með að gera úttekt á lífi og list þessa snjalla málara, óska honum heilla og þjóð- inni að hún njóti sköpunargleði hans sem lengst. Bragi Ásgeirsson Salzburg. Reuter. HÆTT er við að ýmsum óperu- unnendum hafi brugðið illilega í brún á tónlistarhátíðinni í Salzburg, þegar ópera W.A. Mozarts, „Brottnámið úr kvennabúrinu", var flutt. Óhætt er að segja að farnar hafi verið ótroðnar slóðir við uppsetninguna, sem gerir þær kröfur til áhorfenda að þeir hafi grunnþekkingu á tölvum og alnetinu. Fjölmörgum skjám hefur verið komið fyrir og hefst sýn- ingin á miklu brauki og bramli, er áhorfendum er gerð grein fyrir stöðu mála. Þrír tölvu- áhugamenn, þeirra á meðal hún Konstanza, hurfu er þeir voru að brima á alnetinu en Tölvuvædd- ur Mozart brimar á al- netinu eftir situr örvinglaður unnusti Konstönzu, Belmonte, sem leggur upp í flókna og erfiða ferð í tölvuheima í leit að þre- menningunum. Honum berst tölvupóstur sem gefur til kynna að þremenningarnir séu fangnir í risastóru tölvukerfi, sem hótar að afmá þá. Belm- onte fer til bjargar á alnetinu, og tekst að bjarga elskunni sinni með því að nýta sér sýnd- arveruleika og sitthvað fleira. Uppsetningin þykir minna meira á tölvuleik en óperu en yfir áhorfendur er dembt alls kyns upplýsingum og vísbend- ingum tengdum tölvum. Þá er öll tónlistin unnin á tölvur, söngurinn er hins vegar fluttur á staðnum. Var ekki laust við að áhorfendur á frumsýning- unni vorkenndu söngvurunum að flylja aríurnar við tölvuund- irleik en von þeirra var þó sú að þrátt fyrir hina nýstárlegu og á köflum yfirþyrmandi um- gjörð, væri tónlist Mozarts það sem mestu máli skipti. 30 nPMon.&ft.w Qi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.