Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 32

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Óli Kristinsson vélfræðingur fæddist í Reykjavík 1. október 1941. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Kristófersdóttir, f. 1908, og Kristinn Magnússon, f. 1895, d. 1956. Systkini Óla eru Margrét, Eva, Svala, Ásgeir, Krist- inn og Kristófer. ÓIi kvæntist Karólínu Smith 1973 og eignuðust þau tvo syni, Óla Kára, f. 1974, og Eggert Pál, f. 1975, sem báðir eru nem- Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) í dag kveðjum við þig, elskulegi frændi, sem ert látinn eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er svo sárt að sætta sig við það þegar jafnyndisleg manneskja og hann Óli „bró“ var, er tekin frá okkur öllum. Koma nú upp í huga okkar marg- ar góðar minningar tengdar þér. Þú varst alltaf skemmtilegur, með góða kímnigáfu og hrókur alls fagnaðar í öllum fjölskylduboðum. Með þess- um fáu orðum viljum við þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir að hafa gert líf okk- ar ríkara. Við kveðjum með miklum söknuði og biðjum góðan Guð _að styrkja ykkur, elsku Karólína, Óli Kári og Eggert Páll, í ykkar miklu sorg. Vottum við ykkur og ömmu og systkinum dýpstu samúð okkar. Frændsystkinin Ragnheiður, Anna, Kristinn, Karl, makar og börn. Þegar maður hugsar til baka um allar þær góðu stundir sem maður átti með Ola bró eins og hann var alltaf kallaður meðal okkar ein- kenndust þær alltaf af mikilli gleði. Eins og oft vill gerast með ungt fólk leitar það að fyrirmyndum í kringum sig. Ég var ekki hár í lofti þegar _ég hafði fundið fyrirmynd mína. ÓIi bró skyldi verða mín fyrir- mynd því hann var alltaf svo hress og jákvæður. Óli var mikill skáti og þýddi ekkert annað fyrir mig en að fara í skátana. Ég bjó í vesturbænum og gat því ekki farið í skátafélagið Skjöldunga í austurbænum sem mér þótti ekki nógu gott því Óli og bræð- ur hans höfðu verið í Skjöldungum og mér skildist á þeim að það væri nú besta félagið. Öli sagði það ekki skipta aðalmáli heldur það að vera skáti. Ég varð þess fljótlega áskynja að í hvert sinn sem ég sagðist vera frændi Óla í Skjöldungum ljómuðu allir og fóru í gott skap. Það virtust allir þekkja Óla og hann hafði greini- lega einhver góð áhrif á alla. Þegar ég varð eidri tókst með okkur góður vinskapur. Það var alveg sarna hvað ég tók mér fyrir hendur, Óli sýndi öllu svo mikinn áhuga og var alltaf tilbúinn að hjálpa og gefa góð ráð. Ég man sérstaklega er ég keypti mér fyrsta jeppann, þá sautján ára gamall. Það voru nú ekki margir hrifnir af þessu uppátæki mínu, en Óli hafði mikinn skilning á þessu áhugamáli og fylgdist með af mikl- um áhuga og gaf mér góð ráð og aðstoð þegar ég leitaði til hans. Óli var mikill fjölskyldumaður og naut sín best í faðmi fjölskyldunnar. Það var alltaf gaman að hitta Óla með fjölskyldunni og eru þær mér ógleymanlegar stundirnar sem _við áttum saman yfir kaffibolla á Úlf- ljótsvatni eftir veiðitúrana hans með Köllu þar sem rædd voru öll heims- endur við Háskóla Islands. Óli útskrifaðist úr vélskóla Islands 1967 og starfaði m.a. sem vélstjóri á Rs. Bjarna Sæ- mundssyni. Einnig var hann eftirlits- maður hjá Skipa- rekstri ríksins um tíu ára skeið. Frá 1983 rak hann ásamt eiginkonu sinni og sonum þjónustu- og inn- flutningsfyrirtækið Kemhydro-söluna. Útför Óla fer fram frá Hall- grímskirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ins mál. Það var mikið hlegið og langt gengið á sumarnóttina er hald- ið var heimleiðis. Ég kem til með að sakna Óla bró mikið og það er erfitt að trúa því að hann skuli vera fallinn frá, en hann hættir aldrei að vera sú fyrir- mynd sem ég leit upp til. Jákvæðni hans og góðvild gætu allir tekið sér til fyrirmyndar. Elsku Kalla, Óli og Palli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Kristinn Ólafsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin (Tómas Guðm.) Þessi orð borgarskáldsins koma í hugann og minna okkur á hverful- leika lífsins og þann sannleika að í raun erum við gestir á þessari plá- netu - jörð - og dvalartíminn mis- langur þar til haldið er áfram inn í aðra tilveru. Dvöl hans Óla á jörð- inni er lokið allt of fljótt, en við trú- um því að hans bíði önnur verkefni á öðrum stöðum og þar sé þörf fyr- ir þennan góða dreng. Það var árið 1973 sem Kalla vin- kona okkar giftist honum Óla, sem svo sannarlega færði birtu og yl inn í líf hennar á ný eftir erfitt tímabil, en hún hafði misst einkason sinn tveimur árum áður. Kalla var síður en svo í rómantískum hugleiðingum þegar fundum þeirra Óla bar fyrst saman En hvernig var hægt að standast þennan hlýja og glaða dreng? Árið 1974 eignuðust þau Óla Kára og ári síðar Eggert Pál, auga- steina foreldra sinna, og það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með þeirri samheldni sem hefur ríkt inn- an þessarar litlu fjölskyldu. Óli var vélfræðingur og vann sem slíkur í nokkur ár bæði á sjó og í landi, en svo stofnuðu þau Kalla eigið fyrir- tæki, Kemhydrosöluna, sem frá upp- hafi hefur verið starfrækt á heimili þeirra, síðustu árin _með virkri þátt- töku sona þeirra. I því sem öðru stóðu þau saman sem einn maður. í september sl. greindist Óli með frumubreytingar eins og það var kurteislega orðað á fagmáli. Öll von- uðum við það besta, en þegar sumar gekk í garð var Ijóst að örlög Óla voru ráðin. Við sem þetta skrifum erum vinkonur Köllu sem vorum ásamt henni á húsmæðraskóla í Dan- mörku 1955. Við heimkomuna þaðan var stofnaður saumaklúbburinn VT og höfum við haldið hópinn frá þeim tíma, með smáhléum þó. í upphafi vorum við sex, en maðurinn með ljá- inn hefur núna á stuttum tíma tekið tvær frá okkur. Og enn heggur hann nærri okkur. Það er ekki lengra síðan en í lok aprílmánaðar sl. sem við vin- konurnar, Svavar hennar Sísíar heit- innar og Magnús, sátum eina af þeim mörgu dýrlegu veislum sem Óli og Kalla stóðu fyrir. Óli í hlutverki grill- meistarans sem aldrei brást. Hlýr, brosandi og alltumvefjandi eins og ævinlega. Vildi sem minnst gera úr veikindum sínum en sýndi, eins og alltaf, ótakmarkaðan áhuga á líðan annarra, með ráðleggingar og hvatn- ingarorð á vörum. Ekki hvarflaði að okkur þetta kvöld að tíminn hans Óla væri að renna út. Það er ekki hægt að tala um Óla án þessa að nefna Köllu. Þau hafa verið eitt í okkar huga og ekki síður Kári og Palli. Fyrir syni sína lifðu þau - þau uppskáru líka eins og þau sáðu - betri syni _er ekki hægt að hugsa sér. Hann Óli var líka besti vinurinn hennar Köllu okkar. Óli var skáti og einkunnarorð skátanna - eitt sinn skáti, ávallt skáti - áttu svo sannarlega við Óla. Hjálpsemin og greiðviknin einstök. Heimiiið á Snorrabrautinni, sem var æskuheim- ili Köllu, hefur alltaf staðið opið og við vitum hve oft og hve mörgum þau hafa reynst vinir í raun. Elsku Óli. Við vinkonurnar viljum þakka þér af alhug alla vináttuna, hlýjuna, umhyggjuna og ekki síst umburðarlyndið sem þú sýndir okkur alltaf. Þitt stóra hjarta rúmaði svo mikið. Þú fylgdist náið með sauma- klúbbnum og við vitum að þú átt eftir að fylgjast með okkur, brosa út í annað og hrista höfuðið yfir uppá- tækjum okkar. Svavar þakkar þér alla vináttuna og elskuna sem þú sýndir honum og Sísí í gegnum árin. Hann saknar vinar í stað. Magnús þakkar þér liðnar stundir og syrgir að hafa ekki fengið lengri tíma með þér. Elsku Kalla. í 42 ár höfum við fylgst meira og minna að í blíðu og stríðu. Það eru þung spor sem við öll göngum með þér, Kára og Palla í dag. Við eigum þá ósk heitasta að þið finnið huggun í öllum góðu minn- ingunum sem þið eigið um elskaðan eiginmann, föður og ekki síst besta vininn. Guð gefi ykkur styrk og æðru- leysi. Grétu systur Óla, sem hefur staðið eins og klettur við hlið Köllu þessar síðustu vikur, öðrum systkin- um hans og aldraðri móður, Venna þessum góða vini Óla og öðrum ást- vinum vottum við samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Óla Kristins- sonar. Elísabet, Ingibjörg og Sigrún. Með söknuði kveðjum við í dag kæran vin, Óla Kristinsson. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr - að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morguntíð og tíbrá ljóss um loftin víð. (Þorsteinn Vald.) Haustið 1981 flutti ég ásamt fjöl- skyldu minni í næsta hús við Óla. Nokkrum mánuðum síðar hófst kunningsskapur milli okkar og fjöl- skyldunnar á Snorrabraut 87, þar sem Óli bjó ásamt eiginkonu sinni Karólínu og sonunum Kára og Palla. Á heimili þeirra ríkti glaðværð, sam- heldni og gestrisni, sem nýbýling- arnir á Snorrabrautinni fengu að njóta í ríkum mæli. Óli sagði oft að við hefðum verið einstaklega lánsöm að flytja á Snorrabrautina. „Þið vor- uð nefnilega svo heppin með ná- granna," sagði hann, hristi hausinn, brosti á sinn sérstaka hátt og bætti svo við: „Og við ekki síður.“ Það leið ekki á löngu áður kunn- ingsskapurinn hafði þróast í innilega og einlæga vináttu miili fjölskyldn- anna tveggja og við höfðum eignast sannan og raungóðan vin þar sem Óli fór. Fljótlega vorum við farin að kalla hann Óla granna. Þegar hann heyrði nafngiftina sagðist hann vona að fólk tengdi viðurnefnið við vaxt- arlag hans, en færi ekki að leggja merkinguna vitgrannur í hana. Fjölskyldurnar tvær áttu eftir að eyða saman ótal stundum. Við hitt- umst oft — oftast til spjalla og njóta návistar hvert við annað, til að spila, horfa á sjónvarpið eða bara til að borða pönnukökur sem Óli bakaði af mikilli list. Hann kvaðst hafa fundið upp óbrigðula uppskrift að fullkomnu hjónabandi. „Ég geri allt- af eins og hún Kalla mín segir. Þá gengur allt svo vel,“ sagði hann og brosti út að eyrum. Hann var mikill fjölskyldumaður og unni Köllu sinni og sonunum tveim afar heitt. Það duldist engum. Óli var mikill mannkostamaður, skynsamur, vandaður og heiðarlegur, harðduglegur, ljúfur í umgengni, ör- látur og greiðvikinn. Hann var ein- staklega skapgóður, með létta lund og góða kímnigáfu. Hann hafði næmt auga fyrir hinu skoplega í amstri dagsins. Hann laumaði út úr sér smellnum og meinfyndnum athuga- semdum fyrirhafnarlaust. Hann gerði sig oft að áberandi persónu í auka- hlutverki í frásögnum sínum og gerði grín að sjálfum sér á hárfínan máta, en slíkt er fáum gefið. Óli rak ásamt Karólínu, eiginkonu sinni, fyrirtækið Kemhydrosöluna og átti þar langan vinnudag. Hann var traustur liðsmaður skátahreyfingar- innar og félagi í Oddfellow. Utan þess var hann óþreytandi að dytta að húsinu og garðinum og má þar víða sjá merki um handbragð hans. Óli var mjög laghentur og smekkleg- ur. Eftir hann liggja húsgögn og margir fallegir smíðajárnsmunir. Óli var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Eggertína, tengdamóðir hans; bjó til dauðadags í sama húsj og Óli og Kalla. Milli hennar og Óla ríktu sérlega náin og falleg tengsl, sem fólu í sér mikla elskusemi og gagnkvæma virðingu. Hann sinnti Ágústu, háaldraðri móð- ur sinni, af mikilli ræktarsemi og var ólatur að koma henni til hjálpar á alla lund. Ótal fleiri nutu greið- vikni og hjálpsemi hans. Þegar við fluttum af Snorrabraut- inni fækkaði fundum, en vináttan hélst sú sama. Þráðurinn var tekinn upp rétt eins og við hefðum hist í gær. Því verður vart trúað að Óli eigi ekki eftir að sitja í góðra vina hópi með glettnisglampa í augum og kitla hláturtaugarnar með hnyttnum innskotum í samræðurnar. Á kveðju- og sorgarstund vil ég bera fram þakklæti fyrir hönd gömlu grannanna á Snorrabrautinni. Þakk- læti fyrir aliar skemmtilegu stund- irnar, sem auðguðu hversdagsleik- ann og dægurþrasið, þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt samleið með svo fágætum manni, þakklæti fyrir dýrmæta vináttu. Minningin um okkar góða vin verður ekki frá okk- ur tekin._ Megi Óli Kristinsson hvíla í friði. Bergþóra Einarsdóttir. Það voru börnin sem leiddu okkur saman. Guðrún dóttir okkar var að byija að fara í leiðangra um nágrennið á eigin vegum þegar hún kynntist Palla, yngri syni Óla og Köllu. í garðinum hjá þeim var alltaf eitt- hvað verið að bardúsa og börnin voru þátttakendur í því sem var ver- ið að gera hveiju sinni, enda dróg- ust krakkarnir í hverfinu þangað. Um haustið hófu þau göngu í fimm ára bekk í ísaksskóla, þar sem eldri synir okkar höfðu þegar hafið nám, Öli Kári, bróðir Palla, ári eldri og Elli, sonur okkar, þremur árum eldri. Þetta varð upphaf vináttu, sem staðið hefur æ síðan, vináttu sem hefur verið okkur mikils virði og aldrei borið skugga á og hefur hún styrkst á milli okkar foreldranna með árunum. Alltaf var hægt að banka uppá hjá Óla og Köllu, þau voru mjög samtaka hjón og var fjöl- skyldan þeim mikils virði. Það var lærdómsríkt að kynnast því hvernig synirnir voru þátttakendur í öllu með foreldrunum. Margar veislurnar höfum við setið hjá þeim í góðu yfirlæti, þegið kræs- ingar og oftar en ekki var tekið í spil. Börnum okkar, Guðrúnu, Palla, Óla Kára og Ella, samdi vel og undu þau sér saman við leik. Árin hafa liðið og börnin valið mismunandi leiðir, en sú trygga vin- átta sem þau hjón hafa sýnt okkur í gegnum tíðina er okkur mikils virði og ljúfar minningar um samveru- stundir Iiðinna ára munum við geyma í hjarta okkar. Eitt sinn skáti, ávallt skáti, það sannaðist á Óla. Hann tók virkan þátt í öllu heimilishaldi og bakaði heimsins bestu pönnukökur, ávallt var hann tilbúinn að rétta hjálpar- hönd, mjög handlaginn og kunni ráð við flestu. Hann smíðaði margt, m.a. aðventukransinn sem tekinn er fram fyrir hver jól á heimili okkar. Alltaf sýndi hann börnum okkar hlýju og fylgdist með þeim. Það eru til sjúkdómar sem læðast að, taka sér bólfestu. Maðurinn er ÓLI KRISTINSSON grandalaus og allt í einu hefur sjúk- dómurinn tekið völdin. Góður drengur og traustur vinur er fallinn frá um aldur fram. Við minnumst hans með virðingu og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans. Magný og Jóhann. Á haustnóttum komu saman til myndatöku þeir sem gegnt hafa starfi félagsforingja í skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík. Til þess að fullkomna ætlunarverk í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Á tíu mánuðum eru tveir úr þessum litla hópi farnir hejm, fyrst Helgi Eiríks- son og nú Óli Kristinsson, ungir menn á besta aldri. Óli var elstur okkar félaga og fyrsti leiðtogi hóps- ins sem taldist til Skjöldungadeildar í Skátafélagi Reykjavíkur. Hann var einn stofnenda hennar árið 1955 og þá nýgenginn formlega í raðir skáta í Skátafélagi Reykjavíkur rétt á sextánda ári. Þetta var samt ekki raunverulegt upphaf að skátaferli hans sem hófst á skátaskólanum að Úlfljótsvatni undir verndarhendi Margrétar systur hans og Björgvins Magnússonar mágs hans. Frú Ág- ústa á Staðarhóli átti sjálf langan feril í skátastarfi og flest barnanna koma þar við en yngstu synirnir þrír Óli, Kristinn og Kristófer urðu félagar okkar í Skjöldungum og nánir vinir með tímanum. Oli missti ungur föður sinn og var því heimili Margrétar og Björgvins annað heim- ili þeirra bræðra og dvöldu þeir jafn- an að Úlfljótsvatni á sumrin. Þaðan streymdi inn í skátahópinn okkar sannur skátaandi. Óli Kristinsson var gæddur einstökum hæfileikum til að hafa mannaforráð, honum var eðlis- lægt að fara fyrir flokki. Gott skap, leiftrandi kímnigáfa og skarpar gáfur og heilbrigð dómgreind gerðu hann að traustum leiðtoga. Eins og jafnan hafði slíkur maður miklu meiri áhrif á samferðafólk sitt heldur en hann sjálfan óraði fyrir. Þeir voru kröfu- harðir og einbeittir, fullir sjálfs- trausts og skapandi í hugsun þeir Óli og Hákon Jarl Hafliðason er þeir vinirnir voru í fararbroddi í skáta- starfi okkar. Nú eru þeir báðir farnir heim langt um aldur fram. Kröfurnar sem þessir foringjar okkar gerðu til sjálfs sín voru langt- um meiri en þær kröfur sem gerðar voru til okkar. Óli Kristinsson sótti fyrsta alþjóðlega Gjlwellnámskeiðið sem haldið var að Úlfljótsvatni árið 1959 og lauk því námi með góðum vitnisburði í fyrsta hópi íslenskra Gilwellskáta, sem luku námi sínu hérlendis. En honum þótti síðar sem þroski hans hefði verið minni en skynsamlegt væri til að ljúka þessu námi og sótti hann því Gilwellskól- ann í annað sinn þremur árum síð- ar. Þriðja Gilwellnámskeið sérstak- lega ætlað Ylfingaforingjum sótti hann svo tveimur árum seinna. Þá hafði hann tekið við umsjón með ylfingastarfi í Skjöldungum og vildi fræðast sem best um skátastörf yngstu skátanna. Þetta var fordæmi foringjans, hann lét verkin tala. Ekki svo að skilja að honum hafi ekki látið að segja hug sinn, frásagn- argáfan var eðlislæg, hann kunni vel að fiytja mál sitt og orðheppinn með afbrigðum. Margir sögðu að okkur strákunum hafi hann kennt að brúka munn, fyrir utan að kenna okkur að beita þeirri gerð kímni sem kunnugir kölluðu Staðarhólshúmor. Hefur sumt birst í persónum þeim sem Edda stórleikkona, frænka Óla hefur gert ódauðlegar með þjóðinni. Sögukennarinn í Langholtsskóla: Hvað gerðist markvert árið 1941? Óli: „Það sprakk út rós hjá henni Ágústu á Staðarhóli - og ég fædd- ist.“ Leikhæfileikar Óla voru ekki minni en skotharka hans í hand- bolta, sem dugði liði Skjöldunga til sigurs árum saman í deildakeppni Skátafélags Reykjavíkur. Óli lauk námi í vélvirkjun í Héðni og framhaldsnámi í Vélskólanum þar sem hann lauk vélstjórnarnámi og vann með skólanum fulla vinnu nema hluta síðasta námsársins. „Þetta er ekki hægt,“ sagði Gunnar Bjarnason skólastjóri, en námsgáf- urnar voru miklar og dugurinn óbil- andi. Það var bara eitt sem skyggði á þessi ár að okkar mati að Óli lagði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.