Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 34

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ i > + yilborg Ámundadóttir fæddist í Reykjavík 26. desember 1906. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja í Keflavik 22. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðný Guð- mundsdóttir, f. 7.5. 1874, d. 18.11. 1918, og Ámundi Árnason kaupmað- ur, f. 3.3. 1867, d. 5.12. 1928. Systur hennar eru Guðrún Ámundadóttir, f. 24.6. 1904, d. 30.5. 1971, og Guðný Ámundadóttir, f. 30.1. 1922, en Guðný er dóttir Ámunda og síðari konu hans, Stefaníu Gísladóttur, f. 19.12. 1888, d. 21.6. 1961. Hinn 22. júlí 1934, giftist Vilborg, Huxley Ólafssyni, framkvæmdastjóra, f. 9.1. 1905. Synir þeirra eru Ámundi og Ólafur. Vilborg ólst upp í Reykjavík, lauk námi frá MR árið 1926. Hún starfaði við verzlun föður síns, Verzlun Ámunda Árnasonar, Hverfís- götu 37, en í ársbyijun 1940 fluttu þau hjónin til Keflavík- ur, þar sem Huxley Ólafsson gerðist framkvæmdastjóri fyr- irtækisins Keflavík hf. Að lokinni langri vegferð móður okkar er ljúft að minnast hennar. Ætt hennar _ og uppruni tengist Árnessýslu. Ámundi faðir hennar var frá Syðra-Langholti, en Guðný móðir hennar frá Kjarnholtum, og bar hún nafn móðurömmu sinnar. Foreldrar hennar kynntust þegar þau unnu bæði fyrir Lefoliiverslun á Eyrarbakka, hún í Húsinu, hann við verslunina, þar sem nær allir Sunnlendingar versluðu þá, og margir úr Skaftafellssýslum. Þau giftust í Reykjavík 25.6. 1903, og reistu sér stórt hús á Hverfisgötu 37. Þar var einnig verslun Ámunda Árnasonar. Móðir okkar varð snemma námfús, því fjögurra ára lærði hún að lesa með því að fylgj- ast með, þegar Guðrún, eða Dúna, eldri systir hennar, fékk tilsögn í lestri. Sú, sem sagði til, var Stefan- ía Gísladóttir, dóttir Guðbjargar, systur Guðnýjar, og Gísla Stefáns- sonar frá Hólskoti, Stokkseyri, kennaraskólamenntuð, gagnmerk kona og traust. Guðný féll frá í spönsku veikinni í nóvember 1918. Móðir okkar komst enn við, ef hún minntist þeirra myrku daga. Stef- anía og Ámundi giftust 27.11. 1920. Dóttir þeirra er Guðný, f. 30.1. 1922. Ámundi féll frá í des. 1928. Stefaníu brást ekki að halda heimiiinu saman, og 1934 réðust hún og systurnar í að reisa stórt hús á Hverfisgötu 39. Þar voru Bridde bakarí og Halli Þórarins til húsa í áratugi. 21. júlí 1934 giftust foreldrar okkar. Í ársbyijun 1940 fluttu þau til Keflavíkur. Huxley keypti skömmu áður hlut í Keflavík hf. og varð framkvæmdastjóri þess, en það félag hafði áður yfirtekið hinar gömlu Duus-eignir. Þau bjuggu í hinu gamla Duus-húsi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691 115, eða á netfang jiess þess (minning^mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Vilborg var ein af stofnendum Kvenfélags Kefla- víkur og gjaldkeri þess um áratuga- skeið og heiðursfé- lagi þess. Kvenfé- lagið í Keflavík hafði forgöngu um að stofna barna- heimili og sá félag- ið um rekstur þess um langan tíma. Einnig starfaði Vil- borg innan Sjálf- stæðisflokksins í Keflavík og tók mikinn þátt í atvinnustarfsemi eiginmanns síns. Synir Vilborgar eru kvænt- ir, eiginkona Ámunda er Dagný Þorgilsdóttir, f. 15.3. 1938, og eru börn þeirra: Stef- anía Guðríður, f. 3.1. 1962, Þorgils Einar, f. 24.11. 1965, Viktoría Sigurlaug, f. 13.5. 1969, og Ámundi Guðni, f. 4.9. 1970. Dóttir Ámunda og Geir- laugar Þorgrímsdóttur, f. 6.2. 1937, er Vilborg, f. 7.1. 1958. Ólafur er kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, f. 20.4. 1945, og eru börn þeirra Árni Huxley, f. 3.2. 1968, og Auður Inga f. 24.12. 1973. Útför Vilborgar fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ekkert rennandi vatn var fyrir hendi. Byggðin var háð brunnin- um. Götulýsing léleg og götur oft illfærar. Þau fluttu að Tjarnargötu 35 árið 1947 og bjuggu þar síðan. Sambúð þeirra var farsæl og þau samhent. Eftir að Huxley hætti sem framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar sf. 1963, störfuðu þau alfarið saman, hún við bókhald og bréfa- skriftir við Fiskimjölsverksmiðjuna í Innri-Njarðvík, og að síðustu í versluninni Kili í Keflavík. Þau hjónin tilheyrðu sitt hvorum stjórnmálaflokki. Þau voru sam- hent í að vera ósammála. Hún starfaði mikið innan raða Sjálf- stæðisflokksins. En mest lagði hún sig fram fyrir Kvenfélag Keflavík- ur, gjaldkeri áratugum saman, og að lokum heiðursfélagi. Vilborg, móðir okkar, átti 70 ára stúdentsafmæli í fyrra, og mætti þá við útskrift í MR. Mála- manneskja góð. Sem ung stúlka hafði hún notið leiðsagnar Björns Jakobssonar fimleikakennara sem valdi hana í annálaðan sýningar- flokk sinn. Þar átti hún margar vinkonur, og mýkt og lipurð ein- kenndi hana. Sjónin brást henni síðustu árin, en minni hennar og reisn breyttist í engu. Hún hélt upp á níræðisafmæli sitt með mörgum góðum gestum, sem sumir mæltu til hennar. Hún stóð þá alltaf upp og þakkaði hveijum og einum. í byijun mars sl. fékk hún alvar- legt hjartaáfall. Minnið hélst og hún styrktist að nokkm en það nægði ekki. Tryggð og samviskusemi ein- kenndu hana fyrst og fremst. Við þökkum umhyggju hennar alla og felum hana guðs vegum. Synir. Okkur systkinin langar að minn- ast föðurömmu okkar Vilborgar Ámundadóttur með fáeinum kveðjuorðum. Margar minningar tengjast ömmu úr æsku okkar, aðallega þegar afi og amma komu í heimsókn til okkar á æskuheim- ili okkar á Arnarhrauni og einnig þegar þau voru að heimsækja okk- ur í sumarbústaðinn okkar í Sléttu- hlíð, en gestakomur þangað þóttu okkur krökkunum alltaf vera góð- ar. Einnig eru jólaboðin heima hjá afa og ömmu ógleymanleg, þar voru hlaðin borð, og ríkulega veitt og ekkert of gott fyrir okkur barnabörnin. Oft voru sýndar skyggnimyndir úr ferðalögum í þessum jólaboðum, en ferðalög voru mikið áhugamál hjá ömmu og afa. Þegar þau fóru í brúð- kaupsferðina sína árið 1934 fóru þau til Ítalíu, sem hefur nú trúlega verið öllu meira ferðalag en það þykir í dag. Einnig fóru þau til Indlands um 1955 og um áttrætt fóru þau til Filippseyja Þar fyrir utan var farið í ótalmargar aðrar ferðir. Þetta sýnir að ferðalög voru ævilangt áhugamál hjá þeim hjón- um. Afi og amma settu vegalengd- irnar ekkert fyrir sig ef áhuginn var fyrir hendi að sjá ný lönd. Við afkomendurnir fengum síðan að njóta góðs af öllum myndunum sem þau tóku í ferðalögunum, og fylgdi þá ferðasagan með. Amma Villa var haldin djúpri þrá til að mennta sig, hún varð stúdent árið 1926 sem var örugglega ekki al- gengt um konur í þá daga. Þessi þrá eftir menntun hélt áfram alla ævi hjá henni, okkur er t.d. minnis- stætt þegar amma fór að læra frönsku á efri árum að því að okk- ur þótti, en þá var hún komin um sjötugt. Þetta kom til af því að þá áttu hún og afi í viðskiptum við Frakkland og einhver varð að læra málið til að halda upp samskiptum við hina erlendu samstarfsaðila. Þetta þótti ömmu nú ekki vera mikið mál, að fara að læra nýtt tungumál, komin á þennan aldur. Enda átti eftir að koma í ljós að hún átti ijölmörg góð ár eftir ólif- uð. Mörgum námskeiðum átti hún eftir að bæta við sig eftir þetta, það voru alltaf ný áhugamál að koma fram og amma fann sér nóg að gera. Fyrir u.þ.b. fimm árum missti amma sjón að mestu leyti, það var henni mikill missir, trúlega hefur það verið það verið það versta sem fyrir hana gat komið eins og nærri má geta með svo fróðleiks- þyrsta manneskju. Amma Villa átti 90 ára afmæli þann 26.12. síðastlið- inn, þannig að aldurinn var orðinn hár. Amma hélt uppá afmælið sitt með myndarlegri veislu þann dag, og mætti þar flölmenni til að heiðra hana. Amma hélt fullri andlegri reisn til síðasta dags, og var ótrú- legt að horfa á hana og afa, hve samhent þau voru um að halda heimili og vera sjálfstæð á sínu heimili eins 'lengi og stætt væri. Síðustu árin voru ömmu þó erfið vegna vaxandi heilsuleysis, en sam- an leystu þau afi úr sínum vanda- málum, enda óvenju sjálfstæð og samhent hjón. Vilborgu hálfsystur okkar viljum við þakka hennar stuðning við ömmu á síðustu árum. Einnig skal þakka starfsfólki og læknum á Sjúkrahúsi Suðurnesja fyrir veitta umönnun við ömmu síð- ustu mánuðina. Elsku afi, við vitum að ömmu líður betur nú. Trú þín á framhaldslíf gefur þér mikið, þú ert svo sáttur við orðinr, hlut að ótrú- legt þykir. Guð gefi þér styrk til að takast á við framtíðina, þar til þú færð að fara til þinnar heittelskuðu Villu. Ömmu viljum við þakka allan velgjörning sem hún hefur sýnt okkur alla tíð. Stefanía, Þorgils, Viktoría, og Ámundi Guðni. Kveðjustundin er komin elsku amma, ekki óvænt en þó jafnsár og tregablandin. Mig langar að minnast þín hér og kveðja með nokkrum fátæklegum orðum. Amma var fædd í Reykjavík og ólst upp á Hverfisgötunni. Langafi var umsvifamikill kaupmaður og amma minntist bændanna sem komu á hestum á haustin til að fá vörur fyrir veturinn. Hestarnir voru geymdir þar í afgirtu hólfi við hliðina á húsinu og oft hefur verið þar ys og þys sem gaman var fyrir litla stelpu að fylgjast með. Bernskan var góð og leið við ljúfa leiki við systur og vinkonur í nágrenninu. Veturinn 1918 kom spánska veikin og lét fáar fjölskyldur í Reykjavík fram hjá sér fara. Amma, sem þá er 12 ára, missir móður sína. Þetta var erfiður tími en inn á heimilið kemur kona sem síðar gengur þeim systrum í móður stað. Enginn kemur auðvitað í stað mömmu en Stefanía fóstra þeirra var góð kona og amma taldi það mikið lán fyrir þau að fá hana inn á heimilið og ekki var það síðra að lítil systir kom í heiminn. Amma var ákaflega vel greind og með afbrigðum minnug enda aflaði hún sér menntunar, fór í MR og útskrifaðist sem stúdent 1926, sem sennilega hefur ekki verið ýkja algengt með stúlkur á þeim tíma. Það hefur ekki verið neitt hálfkák á því námi því amma kunni sína þýsku, ensku, frönsku og hvað annað sem hún lærði þann- ig að ekki varð betur gert. Amma var einnig í fimleikadeild hjá ÍR og með flokki Björns Jak- obssonar fór hún tvisvar til útlanda og sýndu þær í Noregi 1927 og Englandi og Frakklandi 1928. þetta var auðvitað frábært ævin- týri fyrir ungar stúlkur, ekki síst á tímum þegar utanlandsferðir voru sínu sjaldgæfari en nú. í bekk með ömmu var strákur austan úr Rangárvallasýslu, sem reyndar veitti henni ekki svo mikla athygli þá eftir því sem hann seg- ir, en sá áhugi átti eftir að vakna og þau giftu sig 22. júlí 1934. Það var sannarlega gæfuspor þeirra beggja. Þau fluttu síðan til Kefla- víkur um 1940 og hafa búið þar allan sinn búskap. Amma var heimavinnandi og var auk þess virk í ýmsum félagsmálum og m.a ein af stofnendum kvenfé- lagsins í Keflavík, en þær beittu sér m.a fyrir byggingu barnaheimil- is. Amma sótti fundi félagsins alveg fram til hins síðasta og þótti vænt um þann vinarhug sem hún fann þar. Amma var einnig mikil sjálf- stæðiskona og starfaði mikið með Sjálfstæðisflokknum í Keflavík. Eftir að afi fór út í sjálfstæðan rekstur fór amma að vinna með honum á skrifstofunni og það er ekki langt síðan hún hætti að fara með honum þangað. Samband þeirra ömmu og afa var einstakt. Þau virtu hvort annað og dáðu, ég held að þau hafi aldrei mælt styggðaryrði hvort til annars. Ég held að allir sem umgengust þau hafi fundið þetta, þau höfðu þá útgeislun saman sem einungis fólk hefur sem býr við hamingju og sátt við sitt líf. Amma var falleg kona og naut þess að blanda geði við fólk, fara í leikhús, tónleika og annað sem gerir lífið skemmtilegt og hún var alltaf í saumaklúbbi með stelpunum, vinkonum sínum frá því í Reykjavík. Mér fannst amma raunar alltaf vera Reykjavík- urdama þótt hún hefði auðvitað sterkar taugar til Keflavíkur. Síðustu árin voru ömmu á marg- an hátt erfið, ýmis áföll urðu til að skerða heilsuna en þungbærast var þó að missa sjónina. Þá kom sér vel að geta stytt sér stundir með spólum frá Blindrabókasafninu og get ég fullyrt að fáar stofnanir eiga sér þakklátari viðskiptavini. Það sýnir best andlegt atgervi ömmu að í vetur komst hún að því að hægt var að fá þar lánað ýmis- legt námsefni og hafði orð á því að taka til við að læra meira í frönsku. Fyrir mér var amma aldrei göm- ul, líkamlega jú, en að tala við hana var eins og að tala við áratug- um yngri konu. Hún fylgdist ákaf- lega vel með öllu og gat spjallað um hvað sem var, hún var í raun- inni nútímakona og hefði hún ver- ið ung kona í dag held ég að hún hefði látið að sér kveða á einhverj- um vettvangi þjóðfélagsins. Við amma höfum átt samleið í tæp fjörutíu ár og heimili þeirra afa hefur í rauninni verið mitt annað heimili í öll þessi ár. Það hefur verið mér ákaflega mikils virði að eiga þau að, samvistir við þau hafa ávallt verið eftirsóknar- verðar og gefið mér mikið. Ég veit ekki hvort ég hef enn VILBORG ÁMUNDADÓTTIR gert mér fulla grein fyrir því að amma sé farin, í raun verður hún ávallt hluti af lífi mínu. Ég kveð hana með virðingu, ást og þakk- læti fyrir allt sem hún var mér og tek undir orð afa sem sagði - þetta er ekki endir heldur upphaf að einhveiju nýju. Ég veit að þér líður nú vel í nýjum heimkynnum, elsku amma, og fel þig guði á vald. Vilborg Ámundadóttir. Horfin er á vit feðra sinna sóma- konan Vilborg Ámundadóttir. í áratugi var Vilborg ein af máttar- stóipunum í starfi Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík. Hún var einn af stofnendum Sjálfstæðiskvenna- félagsins Sóknar og sat í stjórn félagsins til fjölda ára auk þess sem hún gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir hönd flokksins. Þegar ég kem til starfa í Sjálf- stæðisflokknum er Vilborg orðin fullorðin kona og hætt flestöllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. En þrátt fyrir háan aldur mætti Vil- borg á flesta fundi hvort heldur það var fundur í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Sókn eða í fulltrú- aráði Sjálfstæðisfélaganna, en þar átti Vilborg sæti allt fram á þenn- an dag. Einmitt vegna þessa gífur- lega áhuga sem hún sýndi starfi Sjálfstæðisflokksins alla tíð, naut ég þess að kynnast Vilborgu og verða henni samferða í flokksstarf- inu hennar síðustu ár. Reyndist það mér ákaflega lærdómsríkt. Níutíu ár eru löng æviganga og ætti því ekki að koma á óvart að kveðjustundin nálgaðist. En þrátt fyrir þá staðreynd, finnst mér ótrú- legt að hún Vilborg sé fallin frá, sómakona sem hefur á langri ævi unnið mikið og óeigingjant starf að félagsmálum í sveitarfélaginu og síðast en ekki síst rutt brautina fyrir okkur konurnar sem á eftir henni komum í flokksstarfinu. Því eru henni þökkuð nú að leiðarlok- um óeigingjörn störf hennar í þágu sjálfstæðiskvenna í Keflavík. Eftirlifandi eiginmanni og fjöl- skyldu Vilborgar votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Vilborg- ar Ámundadóttur. Björk Guðjónsdóttir. Hún Vilborg okkar Ámunda- dóttir er farin yfir móðuna miklu. Ég segi okkar, því hún var öllum í Kvenfélagi Keflavíkur góður fé- lagi og vinur. Félagið var stofnað 15. okt. 1944 og var Vilborg einn af stofnendum og fyrsti gjaldkeri þess, og starfaði hún sem slíkur í 42 ár og vildi hag félagsins alltaf sem bestan. Hún hefur verið einn helsti burðarstólpi Kvenfélags Keflavíkur alla tíð, setið flestalla fundi, allt til þessa árs. Hún var heiðursfélagi hjá okkur og einnig í Kvenféiagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu. Vilborg varð níræð í des. sl. Komum við þá nokkrar félagskonur til hennar. Þar flutti hún ávarp af miklum skörungs- skap að venju, og var það þá eins og alltaf áður athyglisvert að hlusta á hana flytja sitt mál. Hún hélt sinni andlegu reisn til hinsta dags. Það verður mikill söknuður að hafa hana ekki lengur, en hún skilur margs konar vísdóm eftir sig sem við getum byggt á félaginu til góða. Við sem höfum fengið að kynnast þeim hjónum erum ríkari af andlegum auði. Yndislegt var að sjá þessi öldnu hjón, gagn- kvæma væntumþykju þeirra og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við biðjum Guð um velferð Hux- ley til handa því hann er orðinn aldinn að árum og kveður nú sína góðu konu. Vottum sonum þeirra og skyld- mennum samúð. Kvenfélagskonur Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.