Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 37
1- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 37 ferðir saman, allar ánægjulegar. Sérstaklega man ég þegar við geng- um á Vörðufell, í góðu veðri. Eins fórum við í minnisstæða gönguferð niður að Þjórsá, á Mumeyrar. Þá var allt bjart, sól í sinni, við glaðar og ánægðar. Þannig vil ég minnast vin- konu minnar, yfir henni var alltaf bjart, hún var alla jafna ánægð, kát. Ég minnist Siggu sem hinnar sterku. Hún var alltaf ráðagóð, hún lumaði yfír leitt á einhveijum úrræð- um þegar ég stóð frammi fyrir ein- hverju sem mér fannst gjörsamlega óyfirstíganlegt. Þá sýndi hún mér fram á að eitthvað mætti nú gera, fór yfir stöðuna með mér og það brást ekki að ég hugsaði með mér, jæja, þetta er kannski ekki svo slæmt, og fór af hennar fundi mun bjartsýnni en áður. Ég minnist Siggu minnar með þakklæti og virðingu. Tilvitnun í orð um vináttuna í Spámanninum eftir Kahlil Gibran finnst mér við hæfi: „Þegar vinur þinn talar, þá andmæl- ir þú honum óttalaust eða ert honum sam þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að 5 þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í ijarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni." Guðrún Þóra. Endurblik hins liðna leikur um Siggu, kæran æskuvin. Minningarnar líða hjá. Glöð ár þegar allt lífið var framundan og draumarnir gátu ræst. Og þeir rætt- ust og senn glöddumst við yfir bamaláni hvers annars. Góðar stundir með heimsóknum þegar búið var í sitt hvoru landinu. Allt varð sem í upphafi, glaðvær samvera, þótt æskan væri að baki. Nú síðast bættist ævintýrið hún Inga Lóa í hópinn. Ljósgeisli sem endurvakti fölnaðar minningar bamafólks. Fyrir hverja litla sam- vemstund þökkum við þegar góður vinur er kvaddur, kona sem tók örlögum sínum með styrk og æðm- leysi. Megi sá sem einn ræður styrkja og styðja ástvini Siggu. Kolbrún og Snorri. Á Ásólfsstöðum bjuggu þau til ársins 1958, við börn og buru, tvær stelpur og tvo stráka og sólin skein. En ský em fljót að hrannast upp á vom landi, Ásólfur fékk kransæða- stíflu og fjölskyldan mátti til Reykja- víkur og hann til léttari starfa. Þar undu þau bærilega í sjö ár, Ási þó miður. Hann kunni ekki við það að í fiskbúðinni tók enginn undir, þegar hann bauð góðan dag. En nú bauð heilsan upp á það að þau gátu snúið aftur heim, þótt mig gmni, að borgin hafi togað í hana, ekki hann. Nú vom auðvitað breyttir tímar, gamla steypta gistihúsið á Ásólfs- stöðum frá árinu 1928, sem pabbi minn og afi höfðu reist fyrir Pál, þjónaði ekki tilgangi. Það er starf- hæft meðan enginn persónubíll sást og allir fóru með almenningsvögn- um stuttar vegalengdir. En nú fóm einkabílar langar vegalengdir á al- vömvegum og rútur á hverfanda hveli. Nú voru börnin að hverfa úr for- eldrahúsum. Þau reistu sér fallegt hús á fallegum bletti við gamla túngarðinn og undu sér síðan þar, hún glaðværðin sjálf og hlý, hann ræðinn og forvitinn um alla hluti. Bæði samhent og gestrisin. Þaðan liggja beinir vegir. Nornirnar höguðu því svo til, að ég gat ekki gengið hjá henni síð- asta spölinn, en nú eru þau aftur saman og kannski hefir hann bara sótt hana. Og megi þau æ vera í ró á eilífð- arenginu. Kona mín og ég sendum ættingj- um kveðjur. Hreggviður Stefánsson. JÓNPÉTUR GUNNARSSON + Jón Pétur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 7. september 1991. Hann lést á Barna- spitala Hringsins 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 28. júlí. í formála minn- ingargreina um Jón Pétur í Morgun- blaðinu sunnudag- inn 27. júlí er föður- nafn afa hans í föð- urætt rangt staf- sett. Hann heitir Valdimar Jörgensson. Eru hlutaðeigend- ur innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Elsku Gunni og Lára. Megi algóður Guð vera með ykk- ur og styrkja ykkur í raunum ykk- ar. Sorgin er þrúgandi, en bugist ekki. Njótið heldur góðu minning- anna. Þótt margar stundir hafi ver- ið ykkur og Jóni Pétri erfiðar vom ánægjustundirnar líka margar. Elja ykkar og dugnaður við að sinna honum sem best og gera fyrir hann allt sem mögulegt var, og jafnvel ómögulegt, var engu lík. Margt heilbrigt barnið gæti öfundað hann af því lífshlaupi. Gönguferðir, hjóla- ferðir, skíðaferðir, jeppaferðir, jafn- vel vélsleðaferðir. Gleymið heldur ekki ferðum erlendis í tívolí og sól og sand. Skoðið myndasafnið ykkar og rifjið upp þessar fjölmörgu ánægjustundir. Þar em líka myndir af Jóni Pétri með Arnari bróður sínum, prúðbúnum í eins sparifötum á jólum og í afmælum. Natni ykkar við að gera eins fyrir þá báða er gott dæmi um þann dugnað og metnað sem þig sýnið. Þetta er ein- stakt. Haldið þessu áfram og þá munuð þig öðlast styrk að nýju þrátt fyrir þungbæra sorg. Guð blessi ykkur og ykkar fjöl- skyldur. Erla og Gunnar Jóns. Urð og gijót. Upp í mót. Ekkert nema urð og gijót. Klífa skriður. Skríða kletta. Velta niður vera að detta, Hrufla sig á hveijum steini. Halda að sárið nái beini. Þessar ljóðlínur úr kvæði Tómas- ar Guðmundssonar, Fjallganga, koma upp í huga okkar þegar við lítum til baka og hugsum um lífs- baráttu þína. Þannig var líf þitt eins og barátta fjallgöngumannsins, sem vill sigra og komast á tindinn. Elsku Jón Pétur, nú ert þú kom- inn á tindinn þar sem við vitum að þér líður vel og englarnir eru með þér. Hjartans vinur við munum minnast þín og muna eftir fallega brosinu þínu og augunum þínum skæru. Þú varst alltaf svo glaður og kátur þegar þú komst í heim- sókn. í afmælum varst þú hrókur alls fagnaðar og þér leið best þegar krakkamir sungu fyrir þig og Jölli hristi kerruna þína, þá heyrðist hlátur þinn langar leiðir. Ó blíði Jesús, blessa þú það barn, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með bömum Guðs á örmum þér. (Ó. Guðmundsson.) Elsku Gunni, Lára og Arnar, Guð veri með ykkur. Jörgen, Björg, Viktor Þór og Valdís. Á laugardag bárust mér þær sorglegu fréttir að litli vinur minn hefði kvatt þennan heim um morg- uninn. Ég fylltist mikilli sorg, en hugsa svo um alla þá góðu tíma sem við áttum saman. Allar þær góðu stundir sem við áttum tvö saman inni í Lilli Nielsen herbergi þegar við vorum í nuddi, eða lágum í vatnsrúminu, héldum utan um hvort annað og hlustuðum á rólega tónlist. Ég mun ávallt muna eftir þínu fallega brosi sem bræddi marga. Það var oft erf- itt að koma upp á spít- ala til þín, en við áttum góðar stundir saman þar, þegar þú sast í fanginu á mér í ruggu- stólnum og við sungum öll uppá- haldslögin þín. Ég er þakklát fyrir að hafa átt allan þennan tíma og þessar yndislegu stundir með þér. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðimir elska mest. Ég votta Láru, Gunnari og Am- ari mína dýpstu samúð. Ég kveð þig elsku jOn Pétur og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Þín vinkona, Hólmfríður. Ég kveð lítinn vin, Jón Pétur, tæplega sex ára gamlan dreng, sem lést eftir hetjulega dvöl hér á jörð. Ég horfi til himins og spyr Guð: Hvers vegna koma sumir til að lifa lífi fötlunar og veikinda? Hver er tilgangurinn? Af hverju fæðast böm og fatlast? Ég fæ engin svör en hef valið að trúa því að það sé tilgang- ur með öllu því, sem hendir okkur á lífsleiðinni. Fyrir mér hafði líf Jóns Péturs mikinn tilgang. Tilgang þroska, samhygðar og kærleika. Ég þekkti ekki Jón Pétur meðan hann var lítill, heilbrigður drengur, ég kynntist honum eftir að fötlunin hafði skyndilega knúið dyra og skil- ið þennan áður heilbrigða dreng eftir háðan hjálpartækjum. Jón Pétur og dóttir mín Selma Rún urðu vinir og leikskólafélagar og tengdumst við foreldrar þeirra vináttuböndum. Bæði voru þau fjötruð í fötluðum veikum líkama, en það vom ekki til skýrari eða heilbrigðari sálir. Ljósið sem skein úr augum Jóns Péturs var skært og ekki fór á milli mála að hann skynjaði og skildi allt sem fram fór í kringum hann. Þegar börn eins og Jón Pétur og Selma Rún deyja, skilja þau eftir sig stóran reynslu- heim og lífið verður aldrei það sama og áður, fyrir okkur foreldrana, sem þurfum að sjá á eftir barninu okk- ar, barninu sem þurfti svo mikla umönnun og stöðuga athygli. Tóm- leikinn sem eftir fylgir er mikill, meira tóm og meiri söknuður en margur heldur. Oft er sagt að dauðinn sé líkn þeim sem þjást og er ég sammála því, en það er engin lausn fólgin í því að missa barnið sitt, jafnvel þó að það sé iry'ög veikt og búi ekki við þau líkamlegu lífsgæði, sem við viljum börnunum okkar til handa. Ég sakna Jóns Pétur, sakna þess að sjá ekki brosið sem kom fram á andlit hans þegar ég söng fyrir hann Múlaborgarlögin og að geta ekki lagt kinn mína við hans og fundið og heyrt léttan andardrátt- inn sem blés lífí yfir andlit mitt. Síðasta minningin af Jóni Pétri er mynd af nettri hönd móður hans er hún gældi við ljósa lokkana og strauk hvítan vangann, móðurtárin runnu hljóðlaust niður vanga henn- ar á kveðjustundinni, örþreyttum föður harmi slegnum og litlum bróð- ur sem svaf hægum svefni. Jón Pétur hafði yfírgefið þreyttan lík- amann og var farinn í langt ferða- lag. Ég kveð þig, Jón Pétur, og þakka þér samfylgdina sem hefur varað í fjögur ár. Robert kveður líka lítinn vin og sendum við hjónin Láru, Gunnari og Arnari okkar innileg- ustu samúðarkveðiur. Olöf de Bont. Látinn er lítill nágranni okkar hann Jón Pétur Gunnarsson. Þessi litli drengur, sem átt hefur við erf- ið veikindi að stríða um langa tíma, var þó svo lánsamur að eiga afar góða og ástríka foreldra sem reyndu á allan hugsanlegan hátt að bæta honum upp þá tilveru sem veikindin sköpuðu honum. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma er við urðum nágrannar man ég eftir að hafa verið að horfa út um gluggann og séð unga konu með lítinn, ljósan, fallegan dreng með tindrandi augu sitja í sandkassa fyrir utan húsið og var hún að hjálpa honum að láta þessar litlu hendur sem ekki vildu láta að stjóm moka. Fljótlega varð okkur nágrönnunum vel til vina og kynntumst við þá Jóni Pétri betur. Minnisstætt er mér eitt sinn er ég spurði Jón Pétur hvort ég ætti að sýna honum fölsku tennum- ar mínar, hvað hann varð þá kátur og gleðin færðist yfir andlit hans. Eftir að við kynntumst okkar góðu nágrönnum hef ég oft dáðst að þreki þeirra og dugnaði og hvemig þeim hefur tekist að lifa sem eðlilegustu lífi og fá það besta út hveiju sinni þrátt fyrir allt. Elsku Lára, Gunni og Amar, missir ykkar er mikill, en það er þó dálítil huggun harmi gegn að vita að nú getur litli gullmolinn ykkar hlaupið um grænar grundir Nangijala, og öll veikindi eru á bak og brott. Við viljum nota tækifærið og votta ömmum, öfum og öðrum ætt- ingjum dýpstu samúð okkar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Blessuð sé minning Jóns Péturs Gunnarssonar. Sigríður Sólveig, Stefán og Sylvía Kristín. Samskipti okkar Jóns Péturs hóf- ust þegar hann byijaði á Múlaborg haustið ’94. Það fyrsta sem ég tók eftir hjá honum vom augun, þessi fallegu grænu augu sem sögðu svo mikið. Eftir nánari kynni vom aug- un og brosið tjáningarmiðill hans okkar á milli. Við áttum okkar góðu stundir saman og þá sérstaklega í sundlauginni þar sem hreyfíngam- ar vom þér auðveldari og þú naust þess að láta þig fljóta í vatninu. Núna er þinn tími búinn hér á meðal okkar en hvar sem þú ert þá er ég viss um að þar líður þér vel. Eins og furðuleg blóm vaxa fjarlægar veraldir út úr langsvæfum líkama mínum. Ég fínn myrkrið hverfast eins og málmkynjað hjól um möndul ljóssins. (Steinn Steinarr.) Takk fyrir samveruna, elsku Jón Pétur. Sigrún. Elsku Jón Pétur, þegar mér var sagt frá andláti þínu fylltist ég mikilli sorg og söknuði. Ég átti erf- itt með að skilja, af hveiju? En það veit enginn. Eg fór að hugsa um þær stundir sem við áttum saman, fyrst inni á Bangsadeild, en svo bara í stofunni heima hjá þér þegar þú sast í fanginu á mér og við sung- um og höfðum það gott. Ekki þurfti mikið til að framkalla bros hjá þér, brosið fallega sem bræddi alla. Alltaf varstu jafn glaður að sjá okkur Hóffy þegar við komum og heimsóttum þig á spítalann, og allt- % af þótti okkur jafn leiðinlegt þegar við þurftum að fara. En nú ert þú farinn og skilur eftir þig yndislegar minningar um yndislegan lítinn strák sem allir dáðu. Ég mun alltaf muna þig. Elsku Lára, Gunnar, Arnar og fjölskylda. Guð veri með ykkur á þessum erfíðu tímum. Þórdis. Þú reyndir stríð við sjúkdóm, sorg og mein, en sálin þín var fögur, góð og hrein, með bamsins hjarta, bamsins von og þrá sem bam nú færðu drottin þinn að sjá. En allt er bætt sem ama og raun þér bjó, og allt er grætt með hjartanlegri fró, og drottinn finnur fólva blómið sitt þó fáskiýtt sé og látlaust rúmið þitt. (Guðm. Guðm.) Elsku Lára, Gunnar, Amar og aðrir aðstandendur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Við geymum minninguna um yndisleg- an glókoll með geislandi græn augu og fallegt bros sem stutt var í á góðum dögum. Guð geymi Jón Pétur litla. Allir í Skammtimavistuninni Álfalandi 6. % Svo yndislega æskan úr aupm þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. (Tómas Guðm.) Ég kveð enn einn lítinn engil sem hefur fylgt mér síðustu ár. Fyrst sá ég þína ljósu lokka í þjálfun hjá Unni á Landspítalanum. Og mamma og amma hvísluðust á hvað þú værir fallegt barn. Leiðir okkar4— lágu svo saman bæði á Múlaborg og í Álfalandi. Þegar einhver spurði mig hvort Jón Pétur væri vinur minn sagði ég alltaf já. Þótt ég og þú töluðum ekki oft um það vorum við alltaf vinir og þú einn af okkur. Ég og fjölskyldan mín kveðjum þig með söknuði. Megi Guð og engl- ar hans styrkja fjölskyldu þína á þessari sorgarstund. Þín vinkona, Sigrún Sól og fjölskylda. Lítill fallegur drengur hefur kvatt þennan heim og minningarnar leita á hugann. Ég kynntist Jóni Pétri sumarið áður en hann varðv« þriggja ára. Arnar bróðir hans var þá lítið kríli og í nógu var að snú- ast fyrir mömmu þeirra. Jón Pétur var ekki byijaður í leikskóla en eins og öðrum litlum strákum fannst honum gaman að hitta aðra krakka og ærslast svolítið. Við fórum oft saman á róló og skemmtum okkur vel, eða ef veður var verra vorum við inni að lesa eða hlusta á spólur og sérstaklega þótti honum gaman ef sungið var fyrir hann. Jón Pétur byijaði svo á leikskóla þegar hann var fjögurra ára og við hittumst sjaldnar, enda nóg fjör á leikskólanum. Nú er Jón Pétur ekki lengur í þessum heimi en ég mun geyma myndina af þessum bros-*1* milda snáða í hjartanu alla tíð. Kæru Lára, Gunnar og Amar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eirný. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SAMÚEL HELGASON, Bogarbraut 65a, Borganesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 27. júli. Jarðarförin ferfram frá Borganeskirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Guðrún Samúelsdóttír, Erlendur Samúelsson, Helgi Samúelsson, Slgurður Samúelsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.