Morgunblaðið - 30.07.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 47
FÓLKí FRÉTTUM
Upptekinn
af tölunni 7
► BIRGIR „Curver“ Thoroddsen
hélt nýverið tónleika og kynnti
þar nýútkomna plötu sem hann
kallar 7. Eins og nafn plötunnar
ber með sér var Birgir mjög upp-
tekinn af tölunni 7 þegar hann
hóf vinnu við hana; vaknaði kl. 7
hvern morgun eftir að hafa sofið
í 7 tíma, gerði 7 armbeygjur og
fór síðan í 7 mínútna sturtu. Eft-
ir það hafði hann sautján tíma til
að semja lag og taka upp grunn
að því, en hann mátti ekki nota
gamla hugmynd; nýtt lag varð
að verða til á hverjum degi, en
lögin á plötunni heita eftir nöfn-
um daganna sem þau urðu til á,
sunnudagur, mánudagur o.s.frv.
Næstu viku á eftir notaði Birg-
ir síðan timann frá 15 til 24, þ.e.
7 tíma, til að klára lagið og vann
þannig upp tímana 7 sem hann
hafði sofið vikuna á undan. Lög-
in eru öll tekin upp á 8 rása
tæki en aðeins notaðar 7 rásir.
011 eru lögin 7 mínútur að lengd,
eða þá lengdin er bætt upp með
mislangri þögn í lokin. Platan er
breiðskífa og þijú og hálft lag á
hvorri hlið. Birgir sagði svo frá
á tónleikunum að hann hefði tek-
ið 77 þúsund króna lán til að
gefa plötuna út og greiði það á
7 mánuðum, en það sé líklega
tapið á útgáfunni. Platan er gef-
in út í 77 tölusettum eintökum
og kostar 777 kr. stykkið. Kost-
aði 77 kr. inn á útgáfutónleikana.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
BIRGIR „Curver" með sjö á heilanum.
PPPönk hitaði upp fyrir Birgi.
ÞAU skemmtu sér vel í húsbiinum á tjaldstæðinu, f.v. Elsý Emilsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ásmund-
ur Jónasson, Hildigunnur Lóa Högnadóttir og Halldóra Hermannsdóttir.
Niðjar
Halldóru og
Ólafs í Krók
hittast
NÚ STENDUR tími niðjamótanna
sem hæst en eitt slíkt var einmitt
haldið um sl. helgi í Laugagerðis-
skóla á Snæfellsnesi. Þar komu
saman niðjar Ólafs skipstjóra Ól-
afssonar og konu hans Halldóru
Halldórsdóttur í Krók á Patreks-
firði. Ólafur fæddist á Stökkum á
Rauðasandi en Halldóra á Grund-
um í Kollsvík, en ættin kennir sig
einmitt við Kollsvík sem er vestast
á Vestfjarðakjálkanum, norður af
Breiðuvík og Látrabjargi.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
ARNAR Sigurðsson spilaði á nikkuna og hélt uppi fjörinu, en
með honum er Grétar Ólafsson.
HAUKUR Guðmundsson, Inga Guðmundsdóttir
og Ólafur Dan Hansen rifjuðu upp gamla tíma.
KARL Óli Kristmundsson, Kolbeinn Gunnarsson
og Sjöfn Gunnarsdóttir.
Nýr
strand-
vörður
► FYRIRSÆTAN Michael Berg-
in er þekktastur fyrir leik í Cal-
vin Klein-nærfataauglýsingum,
en nú hefur verið tilkynnt að hann
sé nýjasti liðsmaður leikarahóps
Strandvarðaþáttanna vinsælu.
Hér sést hann á Planet Holly-
wood-veitingastaðnum í Holly-
wood, en þar var hann staddur í
tilefni þess að hann prýðir forsíðu
septembertölublaðs tímaritsins
Cosniopolitan.
Reuter
Sumarsmellurinn 1997
„Uppsetningin... er villt á
agaðan hátt, kraftmikil og
hröð og maður veit aldrei
á hverju er von nasst“. DV
„...bráðfyndin..." Mbl
Föstud. 8.8 örfá sæti laus
Laugard. 16. ágúst
Sýningar hefjast kl. 20
Tryggið ykkur miða í tíma
Leikrit eftir
Mark Medoff I
1astíik“7 WM Baltasar Kormákur • Margrét VilhjálmsdóttirI Benedikt Erlingsson • Kjartan Guðjónsson 1 Leíkstjóri: Magnús Geir Þórðarson
i* UDwmiiii i im iici
I HÚSI ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Fös. 8. ág. kl. 20.
Lau. 9. ág. kl. 20.
Fim. 14. ág. kl. 20.
Miðasala mán,— lau. frá kl. 13—18.
Veitingar: Sólon Islandus.
Takm. Sýningarfjöldi. Aðeins sýnt í júlí & ágúst.
Péi
U‘iKliópiii imi |
UPPLÝSINGAR OG MIÐAPANTANIR í SÍMA 551 1475
GLEÐILEIKUR EFTIR ARNA IBSEN
Aukasýning fös. 8/8
Allra síðasta sýning
MIDkSALA Í SÍMA 555 0553
Leikhúsmatseðill:
A. HANSEN
- ba?ði fyrir oq eftir -
hafnarfjarðarleikhúsið
(JsIhermqður
OG HAÐVÖR
UTSOLULOK
Á MORGUN,
FIMMTUDAG
ALLAR
ÚTSÖLUVÖRUR
MEÐ 50%
AFSLÆTTI
10% afsláttur
af nýjum vörum
bara í dag og á morgun.
Laugavegi 62, sími 551 6444.