Morgunblaðið - 13.08.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997_____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Einar Ágústsson fannst þrekaður eftir þrjá daga í frumskógi í Guatemala
Dauðínn er ekkí endalok
svo ég óttaðist hann ekki
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
EINAR Ágústsson: Ég varð fljótt mjög máttfarinn.
Nýr aðstoð-
arprestur í
Grafarvogi
ANNA Sigilður Pálsdóttir guðfræð-
ingur var ráðin aðstoðarprestur í
Grafarvogskirkju á fundi sóknar-
nefndar þar í gærkvöldi.
Umsækjendur um stöðu aðstoðar-
prests voru sex, guðfræðingarnir
Bára Friðriksdóttir, Jón Ármann
Gíslason, Sigurður Grétar Helgason
og Sveinbjörg Pálsdóttir, auk Ónnu
Sigríðar, og séra Þórey Guðmunds-
dóttir sóknarprestur. Á sóknarnefnd-
arfundinum hlaut Anna Sigríður 15
atkvæði og Sveinbjörg tvö. I Grafar-
vogsprestakalli, sem er fjölmennasta
prestakall landsins með 13 þúsund
sóknarböm, verða frá og með haust-
inu starfandi þrír prestar, sr. Vigfús
Þór Árnason sóknarprestur og að-
stoðarprestamir sr. Sigurður Arnar-
son og Anna Sigríður Pálsdóttir.
Svínakjöt
á útsölu
UM tuttugu tonn af nýju svínakjöti
verða seld á útsölu í verslunum
Nóatúns í dag og næstu daga.
Afslátturínn verður á bilinu
20-30% og sem dæmi nefnir Júlíus
Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, að
kílóið af svínakótelettum sem venju-
lega kosti 998 krónur fari nú niður
í 785 kr. Þá lækki kílóverðið á svína-
hnakka úr 798 í 585 kr. og á snits-
eli úr 1.390 í 885 kr.
Utsalan verður í öllum verslunum
Nóatúns, en þær eru nú níu víðsveg-
ar á höfuðborgarsvæðinu.
------*—♦—«-----
Festi hönd í
bindivél
BÓNDI á Skarðsströnd í Dölum slas-
aðist á hendi þegar hann festi hönd
sína í rúllubindivél í gær.
Að sögn lögreglu í Búðardal hafði
of mikið hey farið inn í vélina og
var bóndinn að losa heyið þegar tein-
ar sem spennst höfðu í sundur
smullu saman á hönd mannsins.
Björgunarlið beitti járnkarli til að
spenna teinana af hendinni og síðan
var maðurinn fluttur til röntgen-
myndatöku á heilsugæslustöðina í
Búðardal. Ekki var talið að meiðsl
hans væru alvarlegs eðlis.
------» » ♦
Hvalreki við
Hellissand
HRÆ af 15 metra löngum búrhvals-
tarfi hefur rekið á land vestan við
Gufuskálavör nálægt Hellissandi á
SnæfellsnesL
Að sögn Ólafs Jens Sigurðssonar
prests á Hellissandi virðist hvalurinn
hafa legið eitthvað í sjó áður en
hann rak á land, en hræið er samt
heillegt. Það voru eiginkona og böm
Ólafs sem fundu hvalinn í gær þeg-
ar þau voru í gönguferð í fjörunni.
MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög-
urra síðna auglýsingablað frá
Hjartavernd.
„FYRSTU nóttina var ég mjög var
um mig, því ég óttaðist eiturslöng-
ur, en þær létu aldrei sjá sig. Skor-
dýrin voru hins vegar mjög að-
gangshörð og ég var bitinn um
hundrað sinnum. Á þriðjudags-
morgun taldi ég líklegast að ég
fyndist ekki á lífi og ég sætti mig
við það, enda trúi ég á Guð og veit
að dauðinn er ekki endalok. Þess
vegna óttaðist ég hann ekki,“ sagði
Einar Ágústsson, 24 ára stærð-
fræðingur, í samtali við Morgun-
blaðið. Einar kom til landsins á
sunnudag, rúmri viku eftir að hann
vilitist í frumskógum Guatemala.
Þar fannst hann eftir þijá sólar-
hringa, mjög þrekaður.
Einar lagði stund á spænskunám
við bandarískan skóla í Guatemala.
Hann fór frá Guatemala-borg laug-
ardagsmorguninn 2. ágúst og flaug
að bæ skammt frá Tikal, Maya-
rústum í vesturhluta landsins. Hann
fékk leiðsögn að rústunum, en síð-
degis ákvað hann að ganga aftur
að þeim og njóta sólarlagsins þar.
„Frá hótelinu að rústunum er að-
eins 10-15 mínútna gangur. Ég
gekk upp á hof, en þar sem mig
þyrsti ákvað ég að ganga að vatns-
bóli. Ég var með kort og fann stíg,
sem ég ákvað að ganga.“
Eftir 15 mínútna gang var stíg-
urinn ekki eins auðfundinn og áður
og eftir aðrar 15 mínútur áttaði
Einar sig á að hann hafði villst. „Ég
varð mjög undrandi, enda hef ég
ferðast víða og fer alltaf varlega.
Ég eyddi 30 mínútum í að reyna
að átta mig, en sá svo að best var
að bíða þar sem ég var niður kom-
inn. Ég kom mér fyrir við fallið tré
sem ég svaf ofan á um nóttina, því
ég kærði mig ekki um að sofa á
jörðinni, þar sem dýr áttu greiðari
leið að mér. Aðallega hafði ég
áhyggjur af eiturslöngum. Það var
svo dimmt um nóttina að ég sá
ekki handa minna skil, en ég heyrði
í öpum og fleiri dýrurn."
Honum varð ekki svefns auðið
fyrstu nóttina og raunar svaf hann
aðeins í 3-4 klukkustundir þessa
þijá sólarhringa, enda leið honum
mjög illa vegna þorsta og hungurs.
Á sunnudagsmorgun ákvað Ein-
ÓVENJU mikið var um að skattur
væri áætlaður á einstaklinga og
fyrirtæki í ár. Gestur Steinþórsson,
skattstjóri í Reykjavík, sagði ástæð-
una þá að vélræn úrvinnsla hafi
reynst þyngri í vöfum en reiknað
var með. „Vegna þessa urðum við
að hætta að taka við framtölum
mun fyrr en ella. Þeir sem skiluðu
inn framtali eftir að frestur til þess
rann út fá því fremur áætlað á sig.“
Heildarálagning tekjuskatts á
tekjur ársins 1996 nam 36 milljörð-
um og innheimtust rúmjega 30
milljarðar í staðgreiðslu. Útistand-
andi tekjuskattur nam því um 6
milljörðum, en frá þeirri fjárhæð
drógust um 400 milljónir vegna
skuldajöfnunar milli maka. Til inn-
heimtu á síðustu fimm mánuðum
þessa árs kemur því 5'h milljarður
króna. Af þeirri upphæð er hins
vegar tæpur helmingur, eða um 2'h
ar að reyna að rata til baka, þótt
hann reiknaði með að sín yrði sakn-
að fljótlega. Hann var með bók með
sér og reif úr henni síður og lagði
á jörðina, svo hann gæti rakið sig
aftur að tijábolnum. „Ég gekk I
15-20 mínútur, en þá sá ég blaðsíðu
úr bókinni á jörðinni fyrir framan
mig. Ég hafði gengið í hring. Þessi
uppgötvun varð mér töluvert áfall,
milljarður króna, vegna áætlana og
reikna skattayfirvöld með að nær
helmingur þeirrar fjárhæðar gangi
til baka að lokinni kærumeðferð.
Ber að áætla ríflega
Skattstjórum ber að áætla tekjur
og eignir svo ríflega að ekki sé
hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar
lægri en þær í raun eru. Vinnu-
brögðin miðast við mat í hveiju
tilviki, enda ekki ætlast til að fram-
teljendur geti sjálfir reiknað út
hver áætlunin verði og sleppt því
að telja fram ef þeir telja áætlun-
ina sér í hag. Samkvæmt svari fjár-
málaráðherra vegna fyrirspurnar á
Alþingi fyrir nokkrum árum telja
skattstjórar afar ósennilegt að
gjaldendur hafi fjárhagslegan
ávinning af því að skila ekki fram-
tölum og miklu liklegra sé að skatt-
stjóri hækki áætlanir sínar ef mörg
enda vissi ég að ég var í mesta
lagi klukkustundar gang frá
rústunum."
Einar ákvað að ganga áfram um
skóginn og dreifa blaðsíðum úr
bókinni, svo björgunarmenn gætu
áttað sig á, á hvaða svæði hann
væri að finna. „Ég fann svo annað
fallið tré að sofa á, en það rigndi
ekkert aðra nóttina eins og gert
ár líða milli skila á framtali. Gest-
ur Steinþórsson ítrekaði að mikill
hluti áætlana yrði endurskoðaður
eftir að kærur hefðu borist. Hins
vegar kærðu ekki allir áætlaða
álagningu innan tilskilins kæru-
frests, sem rennur út 29. ágúst.
„Það er alltaf töluvert um að fólk
skili inn framtölum löngu eftir að
kærufrestur er liðinn og fari fram
á leiðréttingu. í þeim tilvikum er
heimilt að beita viðurlögum, nema
ástæður tafanna séu ekki taldar
framteljanda að kenna.“
Gestur sagði að í áætlunum
væru innifalin viðurlög, en ef fram-
tal skilaði sér yrði skattur reiknað-
ur á ný og eftir atvikum beitt viður-
lögum einnig. Hann sagði að ekki
léki vafi á að strax á næsta ári
muni vélræn úrvinnsla framtala
spara mikla vinnu og yrði jafn-
framt til hagsbóta fyrir gjaldendur.
hafði þá fyrstu og ég var alveg
vatnslaus. Ég varð fljótt mjög
máttfarinn, enda var kæfandi hiti
á daginn og ég missti mikinn
vökva.“
Einar átti von á að leitarmenn
fyndu sig á mánudeginum, enda
átti hann að fara af hótelinu á
sunnudag. Hann gekk örskammt
frá náttstaðnum, í 2-3 mínútur, en
það var nóg til þess að hann fann
ekki búnað sinn, t.d. kort og ljós-
myndavél, aftur. Síðustu nóttina
svaf hann á jörðinni. „Líkurnar á
að ég fyndist á lífi urðu sífellt minni.
Ég vissi samt að ég gat ekkert
annað gert en hugsað um mína hlið
og látið aðra hafa áhyggjur af leit-
inni. Það var tómt mál að tala um
að æða af stað, því ég var svo
máttfarinn að ég komst varla tvo,
þijá metra. Ég var líka þegar búinn
að reyna og gekk þá bara í hring.
Þess vegna hélt ég kyrru fyrir og
ég var alltaf rólegur. Ég velti fyrir
mér lífí mínu og hugsanlegum
dauða og fann að ég var sáttur.
Ég átti ekkert óuppgert og ég hefði
ekki viljað gera neitt öðruvísi. Ég
vonaði að lík mitt fyndist, svo fjöl-
skylda mín þyrfti ekki að lifa í
óvissu um afdrif mín. Trúin er hluti
af lífssýn minni og hún styrkti mig.“
Á mánudeginum hafði hann
heyrt flugvéladyn og á þriðjudegm-
um var ljóst að hans var leitað. „Ég
heyrði í flugvélum og loks heyrði
ég kallað. Eg hrópaði á móti og
þjóðgarðsvörður kom tiþ mín. Það
kom í ljós að leitarflokkar höfðu
fundið blöð úr bókinni á mánu'dag,
svo þeir vissu á hvaða svæði þeir
ættu að leita.“ Læknar tóku við
Einari og mældist blóðþrýstingur
hans hættulega hár og nýru og lif-
ur störfuðu ekki eðlilega. Honum
var gefinn vökvi og sprautur vegna
fjölda skordýrabita, en hann hafði
verið bólusettur gegn helstu kvillum
áður en hann hélt til Guatemala.
Læknar fýlgjast þó vel með heilsu-
fari hans næstu vikumar, ef einhver
kvilli skyldi láta á sér kræla. „Ég
næ mér að fullu,“ segir hann. „Ég
ætla að vera hér í mánuð og fara
svo aftur út, kannski til Mexíkó,
enda ætla ég að læra spænskuna."
Millilent
vegna
æðiskasts
AUSTURRÍSKRI farþegaþotu
á leið frá Vínarborg í Austur-
ríki til Miami í Bandaríkjunum
var millilent á Keflavíkurfiug-
velli í gær vegna þess að frönsk
kona á þrítugsaldri hafði fengið
æðiskast um borð í vélinni.
Að sögn lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli var konan
flutt á sjúkrahúsið í Keflavík
til skoðunar og þaðan í fanga-
geymslu þar sem hún fékk að
gista í nótt. Konan verður að
öllum líkindum send til baka
til Vínarborgar.
Er talið að konan hafí verið
undir áhrifum áfengis oglyfja
og það hafi verið ástæða æðis-
kastsins.
Að sögn lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli er það ekki
nýlunda að taka þurfi farþega
úr flugvélum vegna óspekta,
en hins vegar sé það sjaldgæf-
ara að það þurfi að millilenda
flugvélum sérstaklega til að
losna við farþega, eins og í gær.
Meira er um áætlanir tekjuskatts en áður vegna
vélrænnar úrvinnslu skattframtala
Nær helmingur tekjuskatts
til innheimtu er áætlaður