Morgunblaðið - 13.08.1997, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
BORGARBUAR, ungir sem aldnir, nutu veðurblíðunnar á
Austurvelli í gærdag.
Morgfunblaðið/Kristinn
SIGRÚN Svanhvít Kristinsdóttir og Arnar Leifsson vaða í
læknum í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Ásdís
MARGT var um manninn í Kópavogslaug eins og í öðrum sundlaugum í gær.
Landsmenn nutu veðurblíðunnar í gær
Hlýjasti dagur
sumarsins
EINMUNA veðurblíða var víða um land í gær
og fór hitinn upp í 24 til 25 stig á mörgum
stöðum á landinu, til dæmis á Hjarðarlandi í
Biskupstungum, á Egilsstöðum, Grímsvötn-
um, við Mývatn og á Þingvöllum, samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofu íslands. í
Reykjavík komst hitinn upp í 18,3 stig og
hefur hann ekki mælst hærri á höfuðborgar-
svæðinu það sem af er sumri, samkvæmt
Veðurstofunni.
í Reykjavík
I dag er búist við svipuðu veðri um mest
allt land, en þó gæti farið að þykkna upp
allra syðst á landinu síðdegis, að sögn Eyjólfs
Þorbjörnssonar veðurfræðings. Á morgun er
búist við hægri suðlægri átt með súld eða lít-
ils háttar rigningu sunnanlands en á norðan-
verðu landinu er gert ráð fyrir að verði skýj-
að með köflum og úrkomulaust. Á föstudag
og laugardag er búist við breytilegri átt með
súld eða skúrum um mest allt land.
Læknir sviptur lækningaleyfi og annar leyfi til að ávísa á ákveðin lyf
Aminning'um til stóru heil-
brigðisstéttanna fjölgar
Sjúkrahús
vantar 400
millj. kr.
FJÁRVÖNTUN vegna sjúkrahúsa á
yfirstandandi ári er um 400 milljón-
ir króna að óbreyttu umfangi og
miðað við fyrirhugaðan 400 m.kr.
spamað á árinu. Þetta er mat Ríkis-
endurskoðunar að því er fram kemur
í skýrslu hennar um framkvæmd
fjárlaga á fyrri helmingi ársins.
I fjárlögum er gert ráð fyrir að
framlög til reksturs sjúkrahúsa verði
18,7 milljarðar i ár sem er um 800
m.kr. lægri fjárhæð en rekstrar-
kostnaður sjúkrahúsa á seinasta ári
miðað við verðlag í ár. Skýringin á
þeim 800 millj. sem vantar til að
framlög á þessu ári verði jöfn
rekstrarkostnaði sjúkrahúsa í árslok
1996 er tvíþætt. Ánnars vegar voru
framlög skv. fjárlögum 1997 um 200
millj. kr. lægri en á síðasta ári og
hins vegar var 600 milljóna kr. halli
á rekstri sjúkrahúsa í fyrra.
NÝLEGA svipti heilbrigðisráðuneyt-
ið, að tillögu landlæknisembættisins,
einn lækni lækningaleyfi og annan
lækni leyfi til að ávísa á ákveðin
lyf. Matthías Halldórsson, aðstoðar-
landlæknir, segir algengustu ástæð-
una fyrir áminningum og/eða svipt-
ingum læknaleyfa misnotkun á lyfj-
um eða áfengi. Hann segir að áminn-
ingum til heilbrigðisstétta hafi fjölg-
að töluvert á undanförnum tveimur
árum. Ein ástæðan sé hert eftirlit.
Einn til tveir heilbrigðisstarfsmenn
hafa verið sviptir starfsleyfi á ári á
undanförnum árum.
Matthías minnti á að leyfissvipt-
ing væri harðasta refsing heilbrigð-
isyfirvalda gagnvart heilbrigðis-
starfsmönnum. „Stundum er brot
talið svo alvarlegt að leyfíssvipting
fylgir í kjölfarið. Hins vegar er al-
gengara að veitt sé ein áminning
áður en kemur til leyfissviptingar
og dæmi eru um að fleiri áminning-
ar séu veittar áður. Sérstaklega ef
um brot á ólíkum sviðum er að ræða.
Alþjóðlegt samstarf veldur því að
við leyfissviptingu geta læknar og
hjúkrunarfræðingar ekki starfað
sjálfstætt við fagið, hvorki hér né á
hinum Norðurlöndunum," sagði
Matthías og tók fram að sá mögu-
leiki væri hins vegar fyrir hendi að
læknir án lækningaleyfis starfaði
undir ábyrgð annars læknis.
Fram kom að algengasta ástæðan
fyrir því að heilbrigðisráðuneytið
svipti lækna lækningaleyfi væri of-
notkun á lyfjum og/eða áfengi.
„Ekki er í þeim tilvikum algjörlega
útilokað að læknar fái leyfíð aftur,
en til þess þarf læknirinn að ganga
í gegnum meðferð og sýna fram á
árangur af henni,“ sagði hann.
Víðtækt eftirlit
Matthías sagði að áminningum til
stóru heilbrigðisstéttanna, þ.e.
lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
hliða og lyfjafræðinga, hefði fjölgað
mjög undanfarin tvö ár. „Ein ástæð-
an er hertara eftirlit. Eftirlitið fer
fram með ýmsum hætti. Lyfjaeftirlit-
ið skráir t.a.m. eftirlitsskyld lyf, þ.e.
hættulegri fíknilyf eins og morfín og
petidín og ýmis verkjalyf, og sendir
okkur mánaðarlega útskrift á því
hvaða læknar ávísa hvaða lyfjum.
Við höfum í framhaldi af því óskað
eftir því bréfleiðis við hópa lækna
að þeir geri grein fyrir því í hvaða
tilgangi þeir hafi ávísað á ákveðin lyf
eða biðjum um að fá senda sjúkra-
skrár viðkomandi sjúklinga. Stundum
fæst viðhlítandi skýring og í öðrum
tilvikum ekki. Svo höfum við fengið
disklinga frá apótekum um önnur lyf
en eftirlitsskyld. Lyfjafræðingar láta
okkur og Lyfjaeftirlitið vita ef þeir
taka eftir einhveiju athugaverðu.
Mjög gott samstarf er á milli okkar
og Lyfjaeftirlitsins í þessum málum.“
Jafnvægi er milli mjólkurframleiðslu og umsamins heildarkvóta bænda á þessu ári
Greitt fyrir umframmjólk
ÓSKAR Gunnarsson, formaður
Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði, segir allt benda til að bændur
fái greitt fullt verð fyrir umfram-
mjólk á þessu verðlagsári, en því
lýkur um næstu mánaðamót. Útlit
er fyrir að mjólkurframleiðslan á
þessu ári verði í kringum 102 millj-
ónir lítra eða eins og umsaminn
heildarkvóti.
Gísli Karlsson, framkvæmda-
stjóri Framleiðsluráðs, sagði að
mjólkurframleiðsla hefði verið
minni framan af þessu verðlagsári
en árið áður.
Framleiðslan í júní og júlí hefði
hins vegar verið meiri en í sömu
mánuðum í fyrra. Núna væri útlit
fyrir að framleiðslan yrði um 102
milljónir lítra eða kannski rétt rúm-
lega það.
Á síðasta verðlagsári var heild-
arkvótinn 101 milljón lítra og fram-
leiðslan fór nokkuð fram úr því
marki. Þess vegna fengu bændur
ekki greiddan nema hluta af þeirri
mjólk sem var framleidd umfram
kvóta. í ár eru það margir bændur
sem ekki framleiða upp í úthlutaðan
kvóta, að afurðastöðvar munu
greiða þeim sem fara fram yfir, að
öllum líkindum fullt verð fyrir
mjólkina. Samkvæmt samningi
kúabænda og landbúnaðarráðu-
neytisins mun ríkið greiða bændum
beint sem samsvarar 102 milljónum
lítra. Þeir sem framleiða umfram
kvóta fá því hlut þeirra sem ekki
fullnýta sinn kvóta.
Kvóti á næsta ári óbreyttur
Landbúnaðarráðuneytið hefur
ákveðið að heildarkvóti næsta árs
verði 102 milljónir lítra eins og í
ár. Óskar sagði að ýmislegt benti
til að hey yrðu ekki eins góð í ár og
í fyrra og gera mætti ráð fyrir að
það hefði áhrif á framleiðsluna. Á
móti kemur að verkfall í Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík í vetur
hafði þau áhrif að sala á mjólkuraf-
urðum verður minni en í fyrra.
Gísli sagði að verkfallið hefði haft
bæði skammtíma- og langtíma-
áhrif á söluna. Svo virtist sem
dregið hefði úr mjólkursölu eftir
verkfallið. Hann sagði að margt
benti til þess að birgðasöfnun hefði
átt sér stað á árinu þó tölur lægju
ekki endanlega fyrir. Verkfallið og
birgðasöfnun gætu því leitt til þess
að minnka yrði framleiðslukvóta
hjá bændum.
Búvörusamningur að renna út
Búvörusamningur landbúnaðar-
ráðuneytisins og kúabænda rennur
út eftir eitt ár og eru viðræður um
nýjan samning hafnar. Að sögn
Guðmundar Lárussonar, formanns
Landssambands kúabænda, hafa
viðræður legið niðri í sumar, en
ráðgert væri að þær hæfust af full-
um krafti í haust. Brýnt væri fyrir
bændur að vita við hvaða aðstæður
þeir kæmu til með að búa á næstu
árum. Hann sagði ljóst að drög að
nýjum samningi myndu ekki liggja
fyrir á aðalfundi LK sem verður
haldinn um næstu mánaðamót.