Morgunblaðið - 13.08.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 13.08.1997, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eigandi Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli ómyrkur í máli um ástand flugvallarins Ástand vallarins hrekur erlenda flugmenn frá Mikil flugumferð milli Evrópu og Vesturheims fer um íslenska flugstj órnarsvæðið og árlega lenda á Reykjavík- urflugvelli 1.100 til 1.200 flugvélar á leið sinni yfír hafíð. Jóhannes Tómasson ræddi við Svein Bjömsson hjá Flugþjónustunni sem segir að hækkuð lendingar- gjöld og viðhorf stjómvalda í Reykjavík ýti undir að þessi umferð flytjist til Keflavíkur. m Morgunblaðið/Arnaldur SVEINN Björnsson er hér á spjalli við kanadíska flugmenn áður en þeir leggja upp í næsta áfanga. „ÁSTAND Reykjavíkurfiugvallar er orðið svo bágborið að flugmenn sem hafa haft hér við- komu í áraraðir eru farnir að snúa frá og telja völlinn ekki lengur boðlegan fyrir nýjar og við- kvæmar vélar,“ segir Sveinn Björnsson, eig- andi Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli. Hefur fyrirtækið um árabil þjónað erlendum flugvélum sem fara um völlinn, 1.100 til 1.200 á ári hveiju, og segir Sveinn að þeir hafi sum- ir snúið sér til Keflavíkur af fyrrgreindum ástæðum. „Við höfum af þessum sökum ekki fengið hingað þá aukningu í flugumferð sem orðið hefur í íslenska flugstjórnarsvæðinu á síðustu árum. Þarna er meðal annars um að ræða góða viðskiptavini sem hafa komið hingað margoft og kannski nýlega endurnýjað flugvél- ar sínar. Þeir veigra sér við því að leggja á þær að lenda á flugbrautunum. Það hefur held- ur ekki hjálpað að lendingargjöld voru hækkuð á sínum tíma rúmlega 40% umfram Keflavíkur- flugvöll, þar sem greiddir eru 7 dollarar fyrir tonnið en 10 í Reykjavík. Þetta var gert með því yfirlýsta markmiði að ýta þessari umferð héðan og með því voru yfirvöld að koma til móts við þá aðila, meðal annars innan stjórn- sýslu borgarinnar, sem stöðugt vinna að því að fá þessa starfsemi flutta til Keflavíkur." Sveinn Björnsson segir að almennt ástand flugbrautanna valdi þessu, þær séu ósléttar og geti því verið varasamar fyrir litlar vélar. Seg- ir hann sárt að þurfa að horfa á eftir þessum vélum annað. „Við þetta tapar flugvöllurinn tekjum og allir sem þjóna þessum vélum, far- þegum þeirra og flugmönnum. Þar á ég við hótel, veitingastaði, leigubíla, verslanir og aðra slíka aðila því það gefur auga leið að flugvél sem hefur hér viðkomu, kannski með 5, 10, 20 manns innanborðs, þarf á talsverðri þjón- ustu að halda.“ Alhliða þjónusta við flugumferð um hafið Flugþjónustan er meira en þriggja áratuga gamalt fyrirtæki, var stofnuð af föður Sveins, Birni Pálssyni, sem stundaði sjúkra- og leigu- flug í áraraðir. Þegar Sveinn tók við fyrirtæk- inu snemma á áttunda áratugnum ákvað hann fljótlega að hefja þjónustu við erlendar flugvél- ar sem höfðu hér viðkomu á leið sinni yfir hafið. „Við höfðum lengi aðstoðað einkaflugmenn, feijuflugmenn og aðra atvinnuflugmenn og þá tíðkaðist ekki að rukka fyrir greiðann,“ segir Sveinn. Starfsemin síðustu tvo áratugina hefur eingöngu snúist um þessa þjónustu allt árið og hefur Sveinn með sér tvo aðra starfsmenn. Var orðið tímabært vegna legu flugvallarins að staðið væri að þjónustunni á formlegan og ábyrgan hátt. Flugvélar sem hafa viðkomu í Reykjavík þurfa á margs konar upplýsingum og þjónustu að halda sem Flugþjónustan sér um að út- vega: Gerðar eru flugáætlanir sem sendar eru til flugstjómarsvæða sem leiðin á að liggja um, fengin er veðurspá og veðurkort, útvegað elds- neyti, séð um tollafgreiðslu og innheimtu lend- ingargjalda, útveguð viðgerðarþjón- usta ef bilanir koma upp og síðan þarf að útvega flugmönnum og far- þegum gistingu, þ.e. sjá um að panta herbergi og aðra þjónustu sem þeir kunna að óska eftir. Hefur Sveinn í því skyni samið við Hótel Loftleiðir um að halda nokkrum herbergjum alla daga ársins þar til séð verður undir kvöldið hversu margir munu gista. Flugþjónustan er orðin vel þekkt beggja vegna Atlantshafsins og Sveinn segir að flugheimurinn sé ekki svo stór að menn þekki vel tii þessara helstu staða sem straumur- inn liggur um og þeir sem hafi staðið sig vel í þjónustu við flugvélar fái áfram viðskipti. Var fyrirtækið metið meðal þeirra sex bestu á sínu sviði í könnun bandaríska tíma- ritsins Aviation International News í vor meðal flugmanna. Sveinn er sjálfur með flugréttindi og samstarfsmenn hans eru einnig flugmenntaðir. Segir hann að hin margvíslegu samskipti við erlendu flugmennina krefjist þess að starfsmenn Flugþjónustunnar beri skynbragð á hvaðeina er viðkemur flugi. „Starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og það koma upp alls konar mál til úrlausnar: Bilanir og þá þarf að fá flugvirkja, það þarf að útvega afísingu og hreinsun á vélunum að vetrarlagi og þar fram eftir götunum," heldur Sveinn áfram og segir afar gott samstarf milli flugrekenda á Reykjavíkurflugvelli. „Þá er ekki síður góð samvinna við starfsfólk Flugmálastjórnar og Veðurstofunnar sem útvegar okkur veðurpakka hve- nær sem á þarf að halda.“ Allt er til bráðabirgða Aftur er horfið að ástandi Reykjavíkurflug- vallar og framtíð hans og Sveinn hefur ýmis- legt um þau mál að segja: „Allir flugrekendur hér við völlinn búa við þær slæmu aðstæður að hér er allt gert til bráðabirgða. Við fengum aðeins bráðabirgðaleyfi fyrir þessu húsi undir starfsemina og hvenær sem er get ég búist við að þurfa að flytja fyrirtækið. Það gildir um flesta aðra hér, t.d. íslandsflug sem varð að útvega sér bráðabirgðahús fyrir nýja flugaf- greiðslu. Ég hef stundum sagt í gamni að ekk- ert húsnæði sé eins varanlegt og bráðabirgða- hús og það hefur sannast á Reykjavíkurflug- velli. Hér er ekkert framtíðarskipulag til, ný flugstöð hefur verið á teikniborðinu frá því elstu menn muna en ekkert gerist. Þetta er ömurlegt ástand og stendur allri starfsemi fyr- ir þrifum á þessum flugvelli allra landsmanna, sem svo oft vill gleymast." Sveinn er líka á því að umræðu um hættu af flugumferðinni sé fyrst og fremst haldið uppi af þeim aðilum sem vilja völlinn burt, svo og þeim sem vilja fá starfsemina til sín. „Vitan- lega stafar einhver hætta af flugi eins og öllum öðrum samgöngum en það hefur einmitt verið sýnt fram á það í nýlegri skýrslu að hætta af flugumferð sé í lágmarki hér. Og ég tel að innanlandsflug myndi hreinlega leggjast af ef það verður flutt til Keflavíkur, því ferðatíminn myndi lengjast um of. Hér þarf fyrst og fremst að endurbæta flug- brautimar, lengja austur-vestur brautina um nokkur hundruð metra út í Skeijafjörð og að mínu viti snúa henni örlítið meira í suður-norð- ur því þannig má beina miklu meiri umferð af norður-suður brautinni á þá braut. Síðan þarf að helja framtíðar uppbyggingu á aðstöðu við völlinn. Gera þarf flugrekendum kleift að bæta húsakost sinn, reisa flugskýli því við erum oft í vandræðum með að koma vélum í skjól t.d. að vetrarlagi og þegar gera þarf við og þannig mætti áfram telja." Þegar mest var höfðu 1.450 erlendar flugvélar viðkomu hér. Sveinn segir að nálega helmingurinn sé það sem kallað hefur verið feijuflug en önnur umferð sé almennt flug yfir hafið á margs konar flugvélum, skrúfuvélum og þotum. Mun minni umferð er að vetrinum en þá koma hér við kringum 70 vélar á mánuði að meðaltali. Hann segir einnig að þeir starfsmenn finni mjög fyrir því hve þessum erlendu gestum finn- ist Reykjavík falleg og eftirsóknarverð. Lokaður þotum að næturlagi Sveinn segir að nú sé flugvöllurinn lokaður þotum til lendingar frá kl. 23.30 til 7 að morgni en þessi regla var sett fyrir meira en áratug. Segir hann oft koma fyrir að erlendar smáþot- ur verði að snúa frá ef þær eru á ferðinni að næturlagi. Miklar framfarir hafi orðið í gerð þotuhreyfla síðan og þeir séu mun hljóðlátari en áður, jafnvel hljóðlátari en hreyflar venju- legra skrúfuvéla. Því væri réttara að setja vell- inum reglur um hávaða eins og gert er erlend- is en ekki banna fiug ákveðinna vélategunda. Og Sveinn er sannfærður um að halda eigi flugstarfsemi áfram af fullum þrótti í Reykja- vík: „Það á að efla flugstarfsemina hér. Það myndi skapa auknar tekjur bæði fyr- ir hið opinbera og þá íjölmörgu sem veita flugvélum, flugmönnum og far- þegum þeirra þjónustu. ísland er vel staðsett, liggur í þjóðbraut flugum- ferðar yfir Atlantshaf og það ætti að vera keppikefli Reykvíkinga að halda þessari umferð hér. Ef við gerum það ekki munu atvinnutækifærin og tekjumar renna annað.“ Auknar tekjur af enn öflugri starfsemi Hefja verður uppbyggingu til framtíðar Þóra Fischer fæðingarlæknir á Landspítalanum Sónarrannsóknir veita mikilvægar upplýsing’ar SÓNARRANNSÓKNIR á með- göngu veita mikilvægar upplýs- ingar og eru skaðlausar að því er fram kemur í samtali við Þóru Fisc- her fæðingarlækni á Landspítalan- um í framhaldi af umfjöllun um meðgöngu og fæðingar í danska blaðinu Jyllandsposten á sunnudag. Undir yfirskriftinni Vafasamar ómskoðanir er í blaðinu haft eftir Einari Krag, í ráðgefandi nefnd á vegum danska heilbrigðisráðuneyt- isins, að miðað við upplýsingagildi séu ómskoðanir á meðgöngu ofnot- aðar. Hann segir að ómskoðun gefi fyrst og fremst upplýsingar um fæðingardag og hvort kona gangi með tvíbura eða ekki. Því sé ástæða til að hafa í huga hvort ómskoðunin sé ómaksins verð. Þóra segir að sónarskoðun á meðgöngu sé talin skaðlaus. „Hér skoðum við allar konur við 19 vik- ur til að sjá hvort börnin eru eitt eða fleiri, meta meðgöngulengd enda er sónarinn nákvæmari en ef farið er eftir tíðum konunnar, til að staðsetja fylgjuna og skoða fóstrið með tilliti til þess hvort á því sjáist gallar. Á þessum tíma finnast mjög margir alvarlegir fóst- urgallar,“ segir hún. Stundum fara konur í fleiri en eina sónarskoðun. „Ef eitthvað er talið að, t.d. að konunni blæðir, eru konur skoðaðar á fyrstu tólf vikun- um til að hægt sé að greina af- brigðilegar þunganir, utanlegs- þungun, fósturlát. Seinna á með- göngu er sónarskoðun aðallega gerð ef grunur leikur á að fóstur vaxi ekki eðlilega. Með því móti er hægt að láta konuna fæða áður en bamið fer að líða skort,“ segir Þóra og tekur fram að afar mikil- vægar upplýsingar fáist við sónar- skoðun. í greininni segir Einar að oft hafi komið fyrir að þegar talið hafi verið að eitthvað væri að hafi ann- að komið í ljós við fæðingu barns- ins. Rannsóknin hafí því aðeins valdið kvíða hjá hinni verðandi móður. Þóra segir að slíkt eigi ekki að koma fyrir ef góður tækjabúnað- ur og tilskilin hæfni heilbrigðis- starfsmanns koma saman. Andlát INGOLFUR S. ÁGÚSTSSON INGÓLFUR S. Ágústs- son fyrrverandi rekstrar- stjóri Landsvirkjunar lést á heimili sínu 7. ágúst sl. á 81. aldursári. Ingólfur fæddist í Reykjavík 2. júlí 1917, sonur hjónanna Sigríðar Pálsdóttur húsfreyju og Ágústs Guðmundssonar yfirvélstjóra. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og prófi í raforkufræði frá Kungl- iga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1945. Ingólfur starfaði að raforkumálum á starfsævi sinni, fyrst sem deild- arverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1945 til 1965. Hann var ráðinn rekstarstjóri Landsvirkjunar við stofnun fyrirtækisins 1965 og var þar til 1984 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ingólfur starfaði einnig að laxeldismálum og hafði lengi yfirumsjón með klakstöðinni við Ell- iðaár og seinna eldisstöð- inni að Fellsmúla í Land- sveit. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1970 fyrir störf sín að raforkumálum. Ingólfur var heiðursfélagi Raf- magnsverkfræðinga- deildar Verkfræðinga- félags íslands. Einnig var hann heiðraður af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir störf sín að laxeld- ismálum. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Ásdís Einarsdóttir. Þau áttu fjögur böm og eina stjúpdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.