Morgunblaðið - 13.08.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEPJT
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 19
Morgunblaðið/UG
í BORGUNUM Kírovsk og Apatítí er stærstur hluti atvinnulífsins byggður í kringum apatít-námurn-
ar í fjalli sem nefnist Sofandi fegurðardís. Hún hefur látið mikið á sjá, því um hálfur milljarður
rúmmetra af jarðvegi hefur verið fjarlægður úr fjallinu til að vinna apatit, sem er notað í áburð.
VERKSMIÐJUREYKURINN er hvergi langt undan. Frá mið-
borg námaborgarinnar Kírovsk.
Morgunblaðið/UG
EFTIR að hafa ekið í nokkra klukkutíma í gegnum birki- og
furuskóg, blasir borgin Montsjegorsk skyndilega við. I nokk-
urra kílómetra radíus er ekki stingandi strá að sjá og reykháf-
arnir spúa skelfilegu magni af eimyiju út í andrúmsloftið.
hverfisvandinn væri mikill, svo mik-
ill raunar að hann væri „alþjóðlegt
vandamál". En þeim var jafnframt
umhugað að sýna fram á að útlitið
væri ekki eins svart og heyra mátti
að sumum gestanna þótti og var
Sasjínov afar ósáttur við þann áhuga
sem þingmenn og blaðamenn sýndu
þeim stöðum þar sem mengunin er
verst. Benti hann á að stór hluti
Kólaskagans væri skógi vaxinn og
byði upp á mikla möguleika í ferða-
þjónustu. En sýnileg mengun er
geysileg, einkum í kringum sumar
námavinnsluborgirnar og greinilegt
að sumum var brugðið þegar þeir
litu mestu mengunina.
Gestunum norrænu kom vissulega
á óvart að aka hundruð kílómetra
um yndislegan birki- og furuskóg,
en flestum var þó ofar í huga skelfi-
leg mengunin við námaborgina
Montsjegorsk þar sem reykháfar
spúa dökkgrárri eimyiju út í and-
rúmsloftið og ekkert kvikt er að sjá
í nokkurra kílómetra radíus um-
hverfis borgina. Igor Tsjernitsjenkó,
varaforseti héraðsþingsins og forseti
alþýðusambandsins í Múrmansk, dró
upp dökka mynd af því sem fyrir
augu bar, sagði hinum 60.000 íbúum
borginnar allar bjargir bannaðar,
þeir fórnuðu heilsunni til að fá pen-
inga fyrir mat og nú væri svo kom-
ið að laun væru ekki lengur greidd.
Þeir þyrðu hins vegar ekki að flytja
á brott þar sem enga vinnu væri
annars staðar að fá.
Þá var vissulega nöturlegt hvernig
fjallinu „Sofandi fegurðardís" við
borgina Kírovsk hefur bókstaflega
verið mokað í burt til að vinna úr
því apatít sem notað er í áburð. Á
toppi þess sem eftir er, standa enda-
lausar hrúgur af ónýtum vinnuvélum
og niðurnídd verksmiðjuhús.
Ekki vakti höfnin í Múrmansk
mikla hrifningu, hlutar hennar
minna einna helst á risavaxinn rusla-
haug, þar sem ryðgaðir skipsskrokk-
ar og jarðýtur varða hafnarbakkann
og í miðri höfninni kúrir skipið Lotta
við bryggju fullt af geislavirkum
úrgangi. Höfnin er heldur ekki opin
hverjum sem er. Þar liggja við
bryggju togarar, flugmóðurskip og
kjarnorkuknúnir ísbrjótar, auk
geymsluskipanna Lepse og Lottu
þar sem kjarnorkuúrgangur er
geymdur. Það fer um marga úr
þing- og blaðamannahópnum þegar
farið er um borð í Lottu og síðan
ísbrjótinn Arktika. Mennirnir tveir
sem standa á þilfari Lottu og veiða
í soðið eru greinilega annarrar skoð-
unar en hætt er við að enginn gest-
anna hefði viljað leggja sér fiskinn
til munns. Alexander Baríkov skip-
herra gengur með gestina um skip-
ið og sýnir það markverðasta, m.a.
kjarnakljúfana, sem blaðamenn eru
hvattir til að mynda. Hins vegar
má ekki festa skipið á filmu þar sem
það liggur bundið við bryggju og
eina skýringin sem við fáum á því
er sú að svæðið sé að hálfu hernað-
arlegt þrátt fyrir að Atomflot, eig-
andi ísbijótsins, heyri ekki undir
herinn.
Þolinmæði mikilvægust
Sjálfsagt er það rétt hjá Sasjinov
að útlendingar, sem til Rússlands
koma, hafi mikla tilhneigingu til að
einblína á það sem miður fer. En
það er ekki að undra, bæði vegna
þess sem fyrir augu ber og þess sem
heyra má í samtölum við almenning
og þá sem gagnrýna stjórnkerfið.
Stjórnmálamennirnir hafa flestir
ríka tilhneigingu til að koma sér hjá
því að svara óþægilegum spurning-
um, þannig lauk sumum fundunum
mjög skyndilega þegar þeim þótti
spyrjendur helst til gagnrýnir í fyrir-
spurnum sínum. Þá er á blaðamönn-
um að heyra að ekki ríki enn algert
tjáningarfrelsi og stjórnvöld reyni
að stýra opinberri umræðu eins og
kostur sé. Aimenningur virðist heid-
ur ekki treysta því fyllilega að hann
geti gagnrýnt stjórnvöld óhræddur,
þótt ástandið sé vissulega miklum
mun betra en það var á tímum Sovét-
stjórnarinnar.
En breytingarnar verða ekki á
einni nóttu og þolinmæði er eitt lykil-
orðanna í Rússlandi. Ein þeirra sem
gera sér grein fyrir því er Natalja
Vefenskaja, þingmaður fyrir flokk
umbótasinna, Jabloko, á héraðsþing-
inu í Múrmansk. Hún segir vanda-
málin -sem við blasa óteljandi; erfitt
sé að semja og setja ný lög, stjórnar-
skrárréttur þegnanna sé víða brotinn
og mannréttindabrot framin á þeim;
fyrst og fremst þau að þeir fái ekki
greidd laun jafnvel svo mánuðum
skipti. Þær greiðslur sem fólk fær
séu skammarlega lágar og því gert
nær ómögulegt að flytja á milli
svæða í landinu. „Það gerist ekkert
á næstu árum, ekki á meðan núver-
andi ríkisstjórn er við völd og
kannski lengur. En ég er raunsæ,
ég veit að umbæturnar taka langan
tíma.“
Gösta Bohman, fyrrverandi leiðtogi
sænska Hægriflokksins, látinn
„Gamall maður
sem bar með
sér nýja tíma“
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
MIÐAÐ við sterka stöðu sænska
Hægriflokksins og veika stöðu
Þjóðarflokksins nú kann að virðast
undarlegt að fyrr á öldinni var þessu
þveröfugt farið. Sá sem átti mestan
þátt í að snúa dæminu við var Gösta
Bohman, er lést í gær, 86 ára að
aldri.
Bohman lét af starfi flokksfor-
manns 1981, en ræddi
og skrifaði um stjórn-
mál fram á það síðasta,
en hann skrifaði einnig
hrífandi og einlæga
bók um lát konu
sinnar, en hún dó úr
Alzheimer. Hann kom
því víða við og í minn-
ingarorðum sínum í
gær sagði Carl Bildt,
formaður Hægri-
flokksins og tengda-
sonur Bohmans, hann
hafa verið einn merk-
asta sænska stjórn-
málamann aldarinnar.
„Hann var gamall
maður, sem bar með
sér nýja tíma.“
Gösta Bohman fæddist 1911 og
var lögfræðingur. Hann settist á
þing 1958 fyrir Hægriflokkinn og
varð formaður hans 1970. Fram
að þeim tíma hafði hinn frjálslyndi
Þjóðarflokkur verið þungamiðja
hægrivængsins, ekki síst fyrir
áhrif hagfræðingsins Bertil Ohlins,
föður Ann Wibble fjármálaráð-
herra í hægristjórninni 1991-1994.
Hægriflokkurinn hafði verið óskýr
jaðarflokkur og fylgið var aðeins
11 prósent, þegar Bohman tók við.
Þegar hann fór frá 1981 var fylgið
um 20 prósent og flokkurinn
þungamiðja hægrivængsins.
Bohman skýrði og skerpti stefnuna
og gerði uppreisn gegn gömlu og
stöðnuðu flokkskerfi. Þó hann væri
ekki uppreisnargjarn í pólitískum
skilningi, þá bar sænskum stjórn-
málaskýrendum saman um það í
eftirmælum í gær að betra orð
væri ekki til að lýsa þeim áhrifum,
sem hann hafði á flokkinn og fram-
gang hans.
Pólitískur slagsmálahundur
Þegar Thorbjörn Fálldin, leiðtoga
Miðflokksins, tókst 1976 í fyrsta
skiptið í 44 ár að mynda hægri-
stjórn í Svíþjóð án þátttöku jafnað-
armanna varð Bohman efnahags-
ráðherra. Sú stjórn sprakk 1978,
en ári seinna kom aftur sama stjórn
til valda og í henni sat Bohman
fram til 1981 að stjórnin sprakk
aftur.
Bohmans var í gær minnst sem
leiðtoga, sem fremur sóttist eftir
pólitískum slagsmálum en forðast
þau. Um leið var það hugsanlega
veikleiki hans. Hann mótaði það
lögmál Hægriflokksins að flokkur-
inn ætti aldrei að vera á sama
máli og Jafnaðar-
mannaflokkurinn: ef
jafnaðarmenn sams-
inntu Hægriflokknum,
yrði hann að skipta um
skoðun. Á hans tíma
fóru konur að láta
meira til sín taka í
stjórnmálum, en þá
þróun átti hann erfitt
með að taka á og enn
er það svo að Hægri-
flokkurinn laðar síður
að sér konur en aðrir
flokkar. Ein sam-
starfskona hans sagði
að hann hefði hræðst
konur og óútreiknan-
lega hegðun þeirra.
Óhræddur við tilfinningar
En þessi pólitíski slagsmálahund-
ur og óvægni stjórnmálamaður átti
sér aðrar hliðar, sem skýrðust á
efri árum hans. Eftir að hann dró
sig í hlé 1981 skrifaði hann ekki
aðeins um stjórnmál, heldur einnig
um lífið og tilveruna og í gær urðu
margir til að nefna hve skrif hans
hefðu æ meir fengið á sig siðfræði-
legan blæ, þar sem virðing fyrir
einstaklingnum og náttúrunni voru
ríkur þáttur. í bók sinni um sjúkdóm
eiginkonu hans þótti hann einkar
nærgöngull við sjálfan sig og hrein-
skilinn á allar þær tilfinningar sem
bærast með þeim, sem þarf að sjá
um og horfa upp á dauðastríð sinn-
ar heittelskuðu. í heillandi viðtali
við Bohman í vetur, sem hann sagði
sitt síðasta, lýsti hann nánd dauð-
ans, en einnig gleðinni yfír samver-
unni við konu, sem var ekkja eftir
vin þeirra hjóna og sem veitti hon-
um gleði og styrk síðustu árin.
Bohman þótti ekki gæddur sam-
einingargáfum forsætisráðherra og
sú staða var heldur aldrei innan
hans seilingar. Starf hans skilaði
sér, þegar Carl Bildt myndaði stjórn
1991, þá fyrstu undir forsæti flokks-
ins eftir stríð. Flokksfylgi sam-
kvæmt skoðanakönnum nú er
flokksmet, um 30 prósent. Hvort það
endist til kosninga, sem væntanlega
verða haustið 1998, er önnur saga.
Gösta
Bohman
Kýpur-viðræður í Sviss
Denktash segir vissan
árangur hafa náðst
Glion í Sviss. Reuter.
RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, sagðist í gær telja að viss
árangur hefði náðst af viðræðum
hans og leiðtoga Kýpur-Grikkja,
Clafeos Clerides, forseta Kýpur, en
þeir eiga nú viðræður á hóteli
skamint frá Montreux í svissnesku
Ölpunum um lausn á skiptingu eyj-
arinnar. Viðræðurnar hófust á ný í
fyrradag og er áætlað að þeim verði
haldið áfram fram á föstudag.
Denktash sagðist hins vegar á
stuttum fundi með fréttamönnum að
loknum öðrum degi viðræðnanna úti-
loka að hann myndi undirrita sameig-
inlega yfirlýsingu að viðræðuhrinunni
lokinni. Að öðru leyti neitaði Denkt-
ash að tjá sig um framgang viðræðn-
anna, þar sem fréttabann er í gildi
á meðan á þeim stendur.
Meðal stjórnarerindreka, sem
viðriðnir eru viðræðurnar, ríkir ekki
mikil bjartsýni á árangur. Einn
þeirra sagði í gær að sú staðreynd
að Denktash og Clerides skyldu hafa
haldið áfram viðræðum tvo daga í
röð væri umtalsverður árangur út
af fyrir sig. Annar mat andrúmsloft-
ið sem ríkti á fundi leiðtoganna
þannig, að rétt væri að lýsa honum
sem „viðræðum hinna heyrnar-
lausu“.