Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Globe-umhverfis-
fræðslu verkefnið
NÚ NÝVERIÐ var forseti íslands,
hr. Ólafur Ragnar Grímsson, á ferð
um Bandaríkin og hitti þar meðal
annarra varaforsetann A1 Gore.
Eitt aðalefni umræðu þeirra var
Globe-umhverfis- og kennsluverk-
efnið.
1. Globe-verkefnið
Globe-verkefnið er alþjóðlegt
skólaverkefni í umhverfisvísindum
og menntun. Verkefn-
ið var fyrst kynnt í
apríl 1994 af A1 Gore,
varaforesta Bandaríkj-
anna. Það hófst svo
formlega á degi jarðar,
25 apríl 1995. Nú að-
eins tveimur árum
seinna taka yfir 4000
skólar um allan heim
þátt í Globe. Það eru
um fimmtíu og fimm
þjóðir sem hafa undir-
ritað samning um
þátttöku og aðrar 100
hafa sýnt áhuga á að
vera með. Frekari upp-
lýsingar um verkefnið
má finna á veraldar-
vefnum undir slóðinni http://www.
glqbe.gov
I Bandaríkjunum er stjórn Globe
í höndum NOAA (National Oceanic
and Atmospheric Administration)
en auk þess vinna fleiri alríkisstofn-
anir að verkefninu eins og NASA
(National Aeronautics and Space
Administration), NSF (National
Science Foundation), EPÁ (Envir-
onmental Protection Agency) og
menntamálaráðuneytið (Depart-
ment of Education and State). Á
íslandi standa menntamálaráðu-
neytið og umhverfisráðuneytið að
verkefninu. Globe verkefnið er
kennsluverkefni í raunvísindum og
stærðfræði í mjög svo nútímalegum
búnaði. Verkefnið er í stöðugri þró-
un. Það þarf að velja ný verkefni,
finna ný kennslutæki og mælingar,
uppfæra það gamla o.s.frv. Það er
mikil vinna við tölvuna, bæði til
að halda við netinu, bæta mynd-
ræna framsetningu o.fl. Farið hefur
fram nákvæmt mat á árangri í
kennslu og á gæðum gagnanna. í
framhaldi af þessu mati voru gerð-
ar nú í sumar það umfangsmiklar
breytingar á öllu verkefninu að nú
telst komin önnur útgáfa, Globe II,
en hún var fyrst kynnt á nám-
skeiði í Þýskalandi nú í júní síðastl-
iðnum. Áhersian er á aðferðafræði
raunvísinda, sér í lagi landa-, eðl-
is-, efna-, veður- og tölvufræði en
einnig líffræði og jarðfræði.
Markmiðin eru þessi helst:
Að auka skilning á umhverfmu með
notkun hugtaka og aðferð raun-
vísinda.
Að styrkja gagnrýna hugsun með
mælingum og söfnun upplýsinga.
Að efla samskipti vísindamanna og
skólanemenda til að nemendur
skilji og tileinki sér vísindaleg
vinnubrögð.
Að gera nemendum kleift að fella
staðbundið umhverfi sitt í alþjóð-
legt samhengi.
Að efla samskipti og samvinnu
nemenda og kennara um allan
heim til hagsbóta fyrir umhverfið
og samfélagið.
Til að ná þessum háleitu mark-
miðum gengur verkefnið út á að
nemendur mæla ákveðna umhverf-
isþætti og setja niðurstöðurnar inn
á veraldarvefínn þar sem mælingar
þeirra verða hluti af miklu gagna-
safni sem bæði þeir og aðrir geta
gengið strax að við rannsóknir eða
aðra notkun.
Grunnurinn undir verkefninu er
mælingar sem nemendur (og jafn-
vel foreldrar þeirra)
gera undir stjórn kenn-
ara.
Það sem mælt er er:
1. Andrúmsloft -
lofthiti, úrkoma, sýru-
stig úrkomu og skýja-
far (daglegar mæling-
ar).
2. Vatn - vatnshiti,
sýrustig, uppleyst súr-
efni, harka, rafleiðni
(mánaðarlegar mæl-
ingar).
3. Gróðurþekja -
gróðurkort, plöntu-
greining, laufþekja
tijáa, gróðurþekja
jarðar, hæð trjáa og
ummál, lífmassi grasa (einu sinni
á hvetjum stað).
4. Jarðvegur - bygging, þétt-
leiki, litur, áferð, lagskipting, sýru-
stig, ftjósemi, hlutfall sands, silts
Globe-verkefni, segir
Jóhann Guðjónsson, er
kennsluverkefni í raun-
vísindum og stærðfræði.
og leirs og halli (á tveimur stöðum
árlega). Jarðvegsraki (mánaðar-
lega).
5. Staðsetning með GPS tækjum
- lengdar- og breiddargráða og
hæð yfír sjó skólans og þeirra staða
þar sem mælingar eru gerðar.
6. Árstíðasveiflur - fylgjast með
árstíðunum hjá sér og öðrum með
gröfum gerðum eftir gagnasafninu.
Öllum þessum mælingum fylgir
nákvæm verklýsing (hvernig stað-
setja skal mælitæki, framkvæma
mælingarnar, hvaða tæki eru not-
hæf o.s.frv.), skýringar af hvetju
þessar mælingar eru gerðar,
kennslumarkmið þeirra, hvaða for-
sendur nemendur þurfa að hafa til
að geta gert þetta, á hvaða skóla-
stigi þetta sé raunhæft að fram-
kvæma.
2. Móðurskólar.
Ákveðið var síðastliðinn vetur
að hér á landi hæfu tveir skólar,
grunnskóli og framhaldsskóli, verk-
efnið til reynslu fyrsta veturinn,
þ.e. 1997-8. Þeir heQ'a notkun
efnisins í haust og út frá þeirra
reynslu geta aðrir skólar landsins
fylgt. Þeir skólar sem valdir voru
sem móðurskólar eru Álftamýrar-
skóli í Reykjavík (grunnskóli) Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja (framhalds-
skóli). Þessir móðurskólar verða vel
búnir tækjum og tilraunabúnaði.
Þessi búnaður verður einnig metinn
og notaður sem fyrirmynd annarra
skóla.
Samkvæmt tillögu Samtaka líf-
fræðikennara fól menntamálaráðu-
neytið undirrituðum umsjón Globe
verkefnisins hér á landi. I fram-
haldi af því sóttu þrír kennarar
þjálfunarnámskeið, Globe Training
Workshop, í Köln í Þýskalandi 23.
- 27. júní 1997. Á þessu nám-
skeiði var farið yfir allar helstu
aðferðir verkefnisins og þátttak-
endur reyndu þær og ræddu kosti
þeirra og galla.
Þátttakendur á námskeiðinu
fengu i hendurnar mikið magn
upplýsinga bæði skriflegar, á
myndbandi og tölvudiski. Þar ber
hæst yfir 700 blaðsíðna kennara-
handbók, Globe Teaehers Guide,
þar sem farið er yfir öll verkefni
Globe verkefnisins. Framkvæmd
verkefnanna er skýrð nákvæmlega
(það er nauðsynlegt að verkefnin
séu nákvæmlega eins gerð allsstað-
ar til að mælingarnar séu sambæri-
legar og öruggar), gefnar eru
kennsluleiðbeiningar, ráð um fram-
setningu, forsendur útskýrðar, leið-
beint um tölvuinnslátt, hvernig
megi finna gögn í tölvunni og setja
þau fram á myndrænan hátt. Einn-
ig er lýst hvernig hægt er með
tölvunni og alnetinu að eiga sam-
skipti við skóla um allan heim, setja
upp samvinnuverkefni á milli þeirra
(t.d. geta skólar á eyjum dregið
fram sérstöðu sína og sameiginlega
þætti) og túlka gögnin sem skól-
arnir safna.
Kennarar á námskeiðinu voru
margir. Aðalkennararnir sjö komu
frá Bandaríkjunum en auk þeirra
voru fimm frá Þýskalandi og einn
frá Finnlandi, allt sérfræðingar
hver á sinu sviði. Þátttakendur
voru yfirleitt mjög ánægðir enda
skipulagið til fyrirmyndar þó veðrið
hefði e.t.v. mátt vera betra og sneru
til síns heima uppfullir af nýjum
hugmyndum til að nota við kennslu
sina. Að loknu námskeiðinu fengu
þátttakendur viðurkenningu fyrir
þátttökuna og geta kallað sig Globe
kennara og mega þjálfa nýja kenn-
ara til kennslu í verkefninu. Greini-
legt er að Bandaríkjamenn leggja
mikla áherslu á þetta verkefni,
eyða til þess miklu fé og erfiði og
vænta augljóslega þess að það auki
þekkingu á raungreinum og um-
hverfi og efli samskipti milli þjóða.
3. Framtíðaráætlanir
Það er að sjálfsögðu undir kenn-
urum og ráðuneytum komið hvern-
ig til tekst með framkvæmd þessa
verkefnis. íslenskir skólar hafa
staðið höllum fæti sér í lagi hvað
varðar kennslu í raungreinum og
stærðfræði, en með þessu verkefni
getum við reynt að snúa þeirri þró-
un við þó aldrei verði Globe-verk-
efnið eitt sér einhver allshetjar
lausn þá er það þó alltaf skref í
rétta átt. Sem dæmi má nefna að
Finnar, sem komu þó betur út úr
TIMMS könnununum en við, hafa
ákveðið að styrkja þetta verkefni
rausnarlega á næstu fjórum árum
til að bæta sína raungreinakennslu.
Hðfundur er kcnnnri við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og verkefnisstjóri
Giobe-verkefnisins á ísiandi.
Jóhann
Guðjónsson.
WEDA PUMP
o
BRUNN
DÆUIRH
rafverH
SKEIFUNNI 3E F
SIMI Síil 2333 ■ I AX bi, 0215
Brandtex fatnaður
Ot€&
Buxur frá kr. 1.690.
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfacnaður
Grunnskólinn og
sveitarfélögin
1. ÁGÚST 1996
fluttist allur rekstur
grunnskólans yfir til
sveitarfélaganna í
landinu. Um var að
ræða viðamesta verk-
efnaflutning frá ríki til
sveitarfélaga fyrr og
síðar. Flutningur
grunnskólans er
stærsta skrefið sem
stigið hefur verið á
undanförnum áratug-
um til að efla sveitar-
stjórnarstigið í land-
inu, stuðla að skýrari
verkaskiptingu milli
ríkis og sveitarfélaga,
gera stjórnsýsluna
markvissari og færa aukin völd og
ijármuni heim í hérað.
Vandaður undirbúningur
Mikil umræða fór fram í þjóðfé-
laginu um flutning grunnskólans
og hjá samtökum sveitarfélaga og
kennara var málið rætt á mörgum
fundum og gerðar ítarlegar sam-
þykktir. I kjölfar nýrra grunnskóla-
laga í apríl 1995 var sett af stað
víðtæk undirbúningsvinna í sam-
starfi menntamálaráðuneytisins,
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og kennarafélaganna. Jafnframt
fór fram umfangsmikil kynning og
undirbúningsstarf á vegum lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga.
Menntamálaráðuneytið stóð vel að
undirbúningi málsins í ágætri sam-
vinnu við sveitarstjórnarmenn og
kennara. Gott samstarf þessara
aðila var í raun forsenda þess sam-
komulags sem náðist um flutning
grunnskólans.
Jákvæðar breytingar
Óhætt er að fullyrða að yfirfærsl-
an hafi tekist mjög vel þótt ein-
staka hnökrar hafi komið upp sem
voru þó síst meiri en almennt ger-
ist í upphafi skólaárs. Þess sjást
víða merki í starfi grunnskólanna
að margt jákvætt hefur átt sér stað
í skólastarfinu á síðasta skólaári,
einkum og sér í lagi við að bæta
og efla innra starf skólanna. Ljóst
er að á þessum vettvangi hlýtur
megináherslan að liggja á næstu
árum.
Nýjar áherslur
í skólastarfinu
I nýjum grunnskólalögum eru
mörg ný ákvæði sem leggja grunn
að bættu og öflugra skólastarfi,
m.a. fjölgun kennslustunda úr tæp-
lega 300 í 336 í áföngum til ársins
2001, aukinni áherslu á að sér-
kennsla fari fram í heimaskóla,
meiri þátttöku foreldra í starfsemi
skólanna og síðast en ekki síst
ákvörðun um að allir grunnskólar
skuli einsetnir árið 2002. Samhliða
þessum breytingum er mikilvægt
að styrkja stöðu verk- og listgreina
í skólastarfinu og taka upp fjöl-
breyttari kennsluaðferðir og koma
þannig betur til móts við þarfir ein-
stakra nemenda. Nýbúakennslu er
nú betur sinnt en áður en ljóst að
þar þarf að gera enn betur í þeim
tilgangi að auðvelda nýbúum eðli-
lega þátttöku í íslensku þjóðfélagi.
Sveitarfélögin
gera betur
Aukin áhersla á málefni grunn-
skólans hjá sveitarfélögunum og
metnaður sveitarstjórnarmanna til
að gera betur hefur gert það að
verkum að grunnskólakostnaður
margra sveitarfélaga hefur vaxið
verulega á síðustu misserum. Enn-
fremur hefur kostnaður nokkurra
sveitarfélaga vegna síðasta skóla-
árs verið meiri en sem nemur bein-
um tekjum þeirra vegna yfirfærslu
grunnskólans. Skýringarnar felast
aðallega í fjölda bekkjardeilda en
gera má ráð fyrir því að beinn
kennslukostnaður við hveija bekkj-
ardeild sé u.þ.b. 1,7
m.kr.
Reglum var ekki
fyig-t
Þegar ákvarðað var
með hvaða hætti fram-
lög Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga skiptust á milli
sveitarfélaga var miðað
við þær reglur, sem
giltu um fjölda nem-
enda í bekkjardeildum.
Siðar kom hins vegar í
ljós að þær reglur voru
ekki alls staðar virtar á
meðan ríkið annaðist
reksturinn.
I sumum tilvikum
fóru fræðsluskrifstofur, sem störf-
uðu í hveiju kjördæmi, ekki eftir
þeim reglum. Þannig fengu sumir
skólar fjármagn til að reka fleiri
bekkjardeildir en reglur kváðu á
um, stundum á kostnað annarra
skóla. Virðist sem einstaka fræðslu-
Ár er liðið frá flutninffl
grunnskólans frá ríki til
sveitarfélaga. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálms-
son segir skólann for-
gangsverkefni sveitar-
félaganna.
stjórar hafi tekið slíkar ákvarðanir
upp á eigin spýtur með þegjandi
samþykki menntamálaráðuneytis-
ins.
Hlutverk sambandsins
Eitt helsta verkefni Sambands
íslenskra sveitarfélaga varðandi
grunnskólann er að annast samn-
ingsgerð við kennara fyrir hönd
sveitarfélaganna. Jafnframt er því
ætlað ákveðið hlutverk samkvæmt
grunnskólalögum, m.a. rekstur og
varðveisla námsleyfasjóðs. Sam-
bandið hefur auk þess leyst ýmis
verkefni sem ekki var unnt að vista
hjá einstökum sveitarfélögum þar
eð þau varða mörg þeirra. Þar má
nefna málefni nýbúa, skólabúðir að
Reykjum í Hrútafirði, samstarf við
Barnaverndarstofu og rekstur sér-
skóla og sérdeilda fatlaðra, sem rík-
ið hafði áður rekið. Einnig er sam-
bandið samstarfsvettvangur sveit-
arfélaganna um ýmsa aðra þætti
er varða rekstur grunnskólans.
Málefni sérskóla og sérdeilda
fatlaðra voru aðeins leyst til bráða-
birgða í eitt ár sem fólst í því að
fela þeim sveitarfélögum, þar sem
sérskólar og sérdeildir ríkisins voru
fyrir, að annast rekstur þeirra. Nú
hefur náðst samkomulag við þau
sveitarfélög, þar sem skólarnir eru
staðsettir, um að annast og bera
alla ábyrgð á rekstri þeirra og taka
jafnframt yfir allar skuldbindingar
gagnvart starfsfólki. Sveitarfélög
þeirra nemenda, sem greinast fatl-
aðir, fá öll sambærileg framlög
miðað við fötlunarstig nemandans
án tillits til þess hvort hann er vist-
aður í sérskóla eða í heimaskóla.
Markmiðið er betri grunnskóli
Málefni grunnskólans eru í dag
eitt helsta forgangsverkefni sveit-
arfélaganna. Mikil umræða um
hlutverk og framtíð grunnskólans
í tengslum við flutning hans til
sveitarfélaganna hefur átt sinn þátt
í því að efla skilning og áhuga alls
almennings á grunnskólanum og
mikilvægu hlutverki hans í framtíð-
armótun íslensks samfélags. Rekst-
ur grunnskólans verður tvímæla-
laust mikilvægasta verkefni sveit-
arfélaganna um langa framtíð.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Höfundur er borgarfulltrúi og
fortnfiður nds f^Ipnzkra