Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 2?
PltrgmjiMalíií
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EFTIRSOKN AR-
VERÐIR MARKAÐIR
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt í gær til
Suður-Ameríku ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd.
Munu ráðherrann og fulltrúar íslenskra fyrirtækja eiga fundi
með ráðamönnum og fulltrúum viðskiptalífs í Chile og Argent-
ínu næstu daga.
í Rómönsku-Ameríku hafa markaðir verið að vaxa hratt
á undanförnum árum. Algjör umskipti hafa orðið í þessari
heimsálfu, sem til skamms tíma var þekktust fyrir harðsvírað-
ar herforingjastjórnir og óðaverðbólgu. Lýðræði hefur náð
að skjóta traustum rótum í flestum ríkjum Suður-Ameríku
og efnahagsástandið einkennist af stöðugleika og örum vexti.
Því er stundum haldið fram að litlu minni breytingar hafi
orðið þar en í Austur-Evrópu, en þær hafi ekki vakið jafnm-
ikla athygli.
Suður-Ameríka er ekki það markaðssvæði, sem íslensk
fyrirtæki hafa helst beint sjónum sínum að, þótt nokkuð
hafi verið um sameiginleg verkefni á sviði sjávarútvegsmála,
aðallega í Chile. Sé rétt haldið á málum gætu hins vegar vel
leynst athyglisverð sóknarfæri fyrir íslendinga í þessum ríkj-
um. Sjávarútvegur er öflugur, jafnt í Chile sem Argentínu, og
í hraðri þróun. Því er stöðugt vaxandi eftirspurn eftir sérþekk-
ingu og þjónustu á sviði fiskveiða og -vinnslu auk markaðs-
setningar sjávarafurða. Á þessum sviðum eru íslensk fyrir-
tæki í fremstu röð. Markaðir og viðskiptasambönd fyrir ís-
lendinga verða hins vegar ekki til af sjálfu sér. Eftir þeim
þarf að sækjast og fyrir þeim að berjast. Ferð íslensku við-
skiptasendinefndarinnar og utanríkisráðherra er mikilvægt
skref til að komast inn á suður-ameríska markaði.
DANIR OG AMSTER-
DAM-SÁTTMÁLINN
UMRÆÐUR um Evrópumál í Danmörku eru utanaðkom-
andi stöðugt undrunarefni. Fyrir rúmum fjórum árum
fengu Danir svo víðtækar undanþágur frá Maastricht-sátt-
mála Evrópusambandsins, eftir að naumur meirihluti hafði
fellt hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, að margir telja að vafa-
samt sé að skilgreina Danmörku sem fullgilt aðildarríki sam-
bandsins. Með undanþágunum var þó hægt að bjarga ESB-
aðild Danmerkur og önnur aðildarríki sýndu umtalsverðan
sveigjanleika til þess að svo mætti verða.
Nú virðist sem verulegar líkur séu á að danska þjóðin felli
Amsterdam-sáttmálann þegar hann verður borinn undir hana
á næsta ári og þessa dagana logar allt í deilum í Danmörku
um samninginn. Sá samningur er hins vegar allt annars eðl-
is en Maastricht-sáttmálinn. Maastricht var stórt stökk fram
á við í samrunaþróuninni; kvað á um efnahags- og myntbanda-
lag, sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu, stóraukið
dómsmálasamstarf og sameiginlegan borgararétt svo eitthvað
sé talið. Amsterdam-sáttmálinn er hins vegar innihaldsrýr
og felur ekki í sér neinar meiriháttar breytingar á starfsemi
eða eðli ESB.
Af því litla, sem samþykkt var í Amsterdam, er flest ýmist
mjög í anda áherzlna Dana og annarra Norðurlandaþjóða,
til dæmis ákvæðin um atvinnumál, vernd réttinda launþega
og umhverfismál, eða þá að Danmörk hefur fengið undan-
þágu, til að mynda frá ákvæðunum um innflytjendamál, vega-
bréfsáritanir og veitingu hælis. Frá ákvæðum um Schengen-
vegabréfasamstarfið fengu Danir víðtækar undanþágur. Og
tillögur, sem voru Dönum ekki að skapi, til dæmis um að
sameina Vestur-Evrópusambandið ESB og að minnka vægi
fámennari aðildarríkja í ráðherraráðinu og við val í fram-
kvæmdastjórnina, náðu ekki fram að ganga.
Svo virðist því sem stór hluti dönsku þjóðarinnar sé á
móti Amsterdam-sáttmálanum einfaldlega af því að hann er
á móti öllu, sem kemur frá ESB, burtséð frá innihaldinu.
Við slíkar kringumstæður hlýtur að vera afar erfitt fyrir
dönsk stjórnvöld að taka fullan þátt í starfsemi sambands-
ins. Segi Danir nei við samningnum er einkar ósennilegt að
önnur ríki ESB fallist á að setjast enn að samningaborðinu,
annaðhvort til að gera nýjan sáttmála eða veita Danmörku
nýjar undanþágur.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Amsterdam-samninginn getur
því í raun orðið uppgjör um það, hvort Danir ætla að axla
þær skuldbindingar, sem felast í aðild að ESB, eða hvort
þeir vilja snúa aftur í faðm EFTA og byggja samstarf sitt
við önnur Evrópuríki á EES-samningnum eins og ísland og
Noregur.
Stjórnskipulagsbreytingar á Ríkisútvarpinu standa nú yfir
AÐ SÖGN Markúsar Arnar
Antonssonar, fram-
kvæmdastjóra hljóðvarps
Ríkisútvarpsins (RÚV),
má að einhveiju leyti rekja breyting-
arnar til stjómsýsluendurskoðunar
Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarp-
inu sem birt var í lok ársins 1995.
En í inngangi skýrslu Ríkisendur-
skoðunar segir að þar megi finna
fjölmargar ábendingar og tillögur
um breytt skipulag og vinnulag hjá
Ríkisútvarpinu, sem Ríkisendurskoð-
un telur biýnt að stjórnvöld og
stjórnendur RÚV taki til athugunar.
Pétur Guðfinnsson, útvarpsstjóri
Ríkisútvarpsins, tekur undir orð
Markúsar og segir að sjálfsagt hafi
úttekt Ríkisendurskoðunar haft sín
áhrif á það að ráðist var í endur-
skipulagningu á starfsemi stofnun-
arinnar, en bendir jafnframt á að
ráðamenn Ríkisútvarpsins hafi verið
sammála um það að þetta væri hið
þarfasta framtak.
Markús Örn segir að í framhaldi
af úttekt Ríkisendurskoðunar hafi
stjórnendur RÚV fengið fyrirtækið
VSÓ Ráðgjöf til að vinna að því
markmiði að gera reksturinn skil-
virkari og hagkvæmari undir heitinu
Betri rekstur og hófst sú vinna í
april 1996. Ráðgjafafyrirtækið hafði
því yfirumsjón með verkefninu en
að sögn Markúsar Arnar var lögð
megináhersla á að virkja starfsmenn
í hinum ýmsu deildum RÚV til að
benda á nýjar leiðir með fyrrgreint
markmið í huga.
Sjö starfshópar innan RÚV unnu
að þessu viðfangsefni og komu þar
nærri ijörutíu manns við sögu. Verk-
stjórnin var á hendi svokallaðrar
stýrinefndar og í henni sátu útvarps-
stjóri, framkvæmdastjórar ásamt
formanni útvarpsráðs og tveimur
fulltrúum starfsmanna skipuðum af
Starfsmannasamtökum Ríkisút-
varpsins.
Vinnuhóparnir lögðu fram tillögur
sínar til stýrinefndar í lok febrúar á
þessu ári og tók hún þær til umfjöll-
unar í framhaldi af því. Að sögn
Markúsar Arnar samþykkti stýri-
nefndin langflestar tillögurnar í
meginatriðum, einhveijum var hafn-
að og sumum örlítið breytt.
Reynt að hagræða án þess að
það komi niður á dagskránni
Pétur segir að með verkefninu
Betri rekstri sé stefnt að því að reyna
að fá meiri og betri innlenda dag-
skrá fyrir sama eða minna fé. Því
hafi verið reynt að finna út hvar
væri hægt að hagræða eða spara í
rekstri án þess að það kæmi niður
á dagskránni. En um leið væri verið
að reyna að auka skilvirkni innan
stofnunarinnar.
Aðspurður segir Pétur að ekki
liggi enn fyrir hvað þessar skipulags-
breytingar komi til með að spara
mikla peninga, en hann reiknar með
því að það verði vel á annað hundrað
milljónir króna á ársrekstri. Það sé
um 10% af heildartekjum Rikisút-
varpsins í ár. í þessu sambandi legg-
ur Pétur áherslu á að það fé sem
verði sparað verði ekki lagt til hliðar
heldur m.a. notað til að auka umsvif
innlendrar dagskrár.
„Hins vegar kemur tvennt
til sem þýðir að þetta fer
ekki beint í aukna dag-
skrá,“ segir hann. „Ann-
ars vegar það að afnota-
gjöldin hafa ekki hækkað
í fjögur ár þrátt fyrir einhveija verð-
bólgu. Þessu þurfum við að mæta.
Og hins vegar það, að nú er komið
að því að Ríkisútvarpið, eins og önn-
ur ríkisfyrirtæki, greiði niður skulda-
hala Lífeyrissjóðs opinberra starfs-
manna. í þessu skyni hefur Ríkisút-
varpið verið skattlagt upp á 110
milljónir króna í ár. Ekki verður því
hægt að setja allan sparnað í dag-
skrána, en hann mun þó afstýra því
að við þurfum að skera hana niður
vegna nýrra útgjalda sem á okkur
eru lögð,“ segir Pétur. Aðspurður
hvort komi til greina að hækka af-
notagjöldin segir Pétur að það sé
ekki á dagskrá í bili.
Pétur segir ennfremur að erfitt
sé að meta hvað breytingarnar sjálf-
ar kosti en nefnir að kostnaður vegna
ráðgjafar fyrirtækisins VSÓ Ráð-
UMFANGSMIKLAR stjórnskipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Ríkisútvarpinu.
Búist við hátt í 200 milljóna kr.
spamaði í stjómunarkostnaði
Breytingarnar
taka gildi 1.
október nk.
gjafar hlaupi á einhveijum milljónum
króna. Lokaupphæð liggi enn ekki
fyrir. Hann telur hins vegar að kostn-
aður vegna breytinganna sé mjög
lítill miðað við þá upphæð sem búist
sé við að breytingarnar skili.
Umfangsmiklar breytingar hjá
hljóðvarpinu
Niðurstaða undirbúningsvinnu
verkefnisins Betri reksturs var sú
að ráðast var í umfangsmeiri breyt-
ingar á stjórnskipulagi Ríkisútvarps-
ins en gert hefur verið um árabil,
að sögn Markúsar Arnar. Breyting-
arnar fela m.a. í sér _að skipta RÚV
í tvær megindeildir; Útvarp og Sjón-
varp, en áður voru aðaldeildirnar
fjórar, þar sem auk fyrrnefndra
tveggja deilda voru, tæknideild og
fjármáladeild. Með nýju skipulagi
verður tæknideild skipt í tvennt og
flutt annars vegar undir Útvarpið
og hins vegar undir Sjónvarpið, en
fjármáladeiid verður með öðru sniði
og breytt í fjármála- og rekstrarsvið
og verður önnur tveggja svokallaðra
stoðdeilda Ríkisútvarpsins.
Hin stoðdeildin verður ný deild
undir heitinu markaðs- og þjónustu-
svið. Undir það svið falla ýmis sam-
eiginleg málefni eins og vinna við
textavarpið, innheimtu, margmiðlun
og dagskrárkynningar Útvarps og
Sjónvarps. Þá mun auglýsingasala
sem áður var undir fjármáladeild
vera færð undir markaðs- og þjón-
ustusvið. Starf forstöðumanns deild-
arinnar var auglýst laust til umsókn-
ar í síðasta mánuði og var Bogi
Ágústsson fréttastjóri Sjónvarps ný-
lega ráðinn í þá stöðu.
Stjómskipulagsbreyt-
ingarnar hjá Sjónvarpinu
eru minni háttar, en hjá
Útvarpinu eru þær öllu
umfangsmeiri. Hjá Sjón-
varpinu verður leikmyndadeild sam-
einuð tæknideild undir heitinu tækni-
og leikmyndadeild. Þá hefur sameig-
inlegri íþróttadeild fyrir Útvarp og
Sjónvarp verið skipt í tvennt, og eru
íþróttir og fréttir innan sömu deildar
hjá Útvarpi annars vegar og í sömu
deild hjá Sjónvarpi hins vegar.
Hjá Útvarpinu munu Rás 1 og
Rás 2 fá sameiginlega yfirstjóm
dagskrármála og af þeim sökum
verða lagðar niður stöður dagskrár-
stjóra beggja rásanna. Komið verður
á þremur nýjum framleiðsludeildum
sem eiga að vinna fyrir báðar rásim-
ar. Ein deildin mun sjá um menning-
armál, önnur um samfélags- og
dægurmál og sú þriðja um tónlistar-
mál. Auk þeirra starfar fréttadeildin
áfram með sama sniði og verið hef-
ur. Störf deildarstjóra í þessuim
Nú standa yfír umfangsmeiri breytingar á
stjómskipulagi Ríkisútvarpsins en gert hefur
verið um árabil. Búist er við því að breyting-
amar spari hátt í tvö hundmð millj. kr. í
stjómunarkostnað í ársrekstri sem m.a. verð-
ur varið til dagskrárgerðar. Arna Schram
fór ofan í saumana á þessum breytingum og
ræddi við stjómendur og fulltrúa starfs-
manna, en nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal þeirra um ýmis atriði breytinganna.
verði boðin endurráðning. „Við vitum
hins vegar ekki enn hvernig það
skipast,“ segir hann, en býst við því
að það skýrist eftir að búið verður
að ráða í öll þau störf sem hafa ver-
ið auglýst laus til umsóknar.
Þá hafa nýlegar verið lagðar niður
alls 38 stöður innan stofnunarinnar
og að sögn Péturs eru þar með talin
þau stöðugildi sem losnað hafa á
síðustu árum, en ekki verið endur-
ráðið í, auk þeirra sem munu losna
á næstu mánuðum og ekki verða
ráðið í. Sem dæmi um stöðugildi sem
losnað hafa á undanförnum árum,
nefnir Pétur stöður dagskrárgerðar-
manna hjá Sjónvarpinu. Fyrir nokkr-
um árum var hætt að fastráða dag-
skrárgerðarmenn en í stað þess voru
þeir ráðnir til einstakra verkefna til
lengri eða skemmri tíma. „Ákveðið
hefur verið að halda þeirri stefnu
áfram,“ segir Pétur.
Ekki hafa starfsmenn RÚV verið
sáttir við breytingarnar. Ráðningar-
samningur fyrrnefndra nítján starfs-
manna fellur úr gildi þann 1. októ-
ber næstkomandi, og kveðst Jón
Ásgeir Sigurðsson formaður starfs-
mannasamtaka Ríkisútvarpsins
(SSR), ekki vita til þess að neinum
af þeim hafi verið boðin ný störf.
Hann segir að í uppsögnum þrettán
starfsmanna af þeim nítján sem
fengu bréf hafi sérstaklega verið
tekið fram að þeir eigi að hætta starfi
í byijun október, nema fyrir þann
tíma semjist um önnur störf. Af hin-
um sex sem ekki fengu slík skila-
boð, hefur þremur verið boðið að
gerast verktakar, að sögn Jóns Ás-
geirs. „Þá var stjórnendum ------------------
rásanna tveggja bent á að Meiri og betri
þeir gætu sótt um störf dagskrá fyrir
er að leggja niður og fái ekki önnur
störf. „En á hinn bóginn hefði ég
haldið, sem leikmaður í lögvísindum,
að þeim sem eru í störfum sem lögð
eru niður en þiggja síðan önnur störf
innan stofnunarinnar beri engin bið-
laun,“ segir hann, en það sé ekki enn
komið í ljós hveijir það verða. Pétur
segir hins vegar að farið verði að
lögum í þessu eins og öðru, þannig
að allar kröfur starfsmanna um bið-
laun verði skoðaðar vandlega og fái
faglega umfjöllun.
Aðsgurður hvort endurskipulagn-
ing RÚV muni þýða breytingar á
störfum fleiri starfsmanna stofnun-
arinnar en áðurnefndra nítján, kveð-
ur Pétur já við og segir að búið sé
að gera samkomulag við allmarga
starfsmenn um að starfsheiti þeirra
breytist. Sem dæmi nefnir hann að
heitið dagskrárgerðarmaður Rásar 2
þurfi að breyta í heitið dagskrárgerð-
armaður Útvarps.
Óvissa meðal
starfsmanna
Að sögn Jóns Ásgeirs gætir auk
þess talsverðrar óánægju meðal
starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna
þess hvernig staðið hefur verið að
því að kynna skipulagsbreytingarn-
ar fyrir starfsmönnum. En einnig
vegna þeirrar óvissu með það hvað
breytingarnar þýði í raun og veru.
Óánægjan sé þó útbreiddari á meðal
starfsmanna Útvarps en meðal
starfsmanna Sjónvarps. Hann nefn-
ir sem dæmi að í dreifibréfi útvarps-
stjóra til allra starfsmanna stofnun-
arinnar þann 9. júní sl., þar sem
fyrirhugaðar skipulagsbreytingar
voru kynntar, hafi verið endað á
þeim orðum að á næstu dögum verði
haft samband við þá starfsmenn
sem gegni störfum er breytist veru-
lega eða verði lögð niður. Þetta
hafi valdið miklum taugatitringi
meðal starfsmanna eða þangað til
uppsagnarbréf bárust til 19 starfs-
manna RÚV um viku síðar. Enn sé
þó nokkur óvissa í gangi um það
hvað breytingarnar muni í raun
hafa í för með sér.
Pétur svarar því til að auðvitað
verði alltaf viss óvissa og óánægja
þegar staðið sé í svona breytingum.
Og það lendi alltaf einhveijir í því
að högum þeirra sé raskað. „Og
má kannski segja að það sé baga-
legt að ekki skuli vera hægt að
negla alla hluti niður strax,“ segir
hann. „En þetta tekur allt sinn tíma.
Það tekur sinn tíma að ráða í fram-
leiðslustjórastörfin sem veldur nátt-
úrlega óvissu hjá þeim sem eru í
störfum sem næst þessum nýju stöð-
standa. Það þótti hins vegar
þremur nýju framleiðsludeildum hafa
verið auglýst laus til umsóknar og
verður gengið frá ráðningu í þau á
næstu vikum.
Hlutverk framkvæmdastjóra Út-
varps mun með þessu nýja skipu-
lagi, að sögn Péturs, verða það að
taka efni frá öllum þessum deildum
og raða þeim á rásimar og hafa
þannig yfimmsjón með dagskrá
þeirra. Þá mun framkvæmdastjóri
sitja í dagskrárráði ásamt deildar-
stjómm framleiðsludeildanna og
fréttastjóra, en dagskrárráð skipu-
leggur dagskrána á báðum rásum.
Aðspurður segir Markús Örn að Rás
1 muni áfram flytja margvíslegt
menningarefni en Rás 2 vera með
meira af léttari tónlist og ýmiss kon-
ar dægurmálaefni.
Óánægja meðal
starfsmanna
Starfsmönnum Ríkisútvarpsins
voru kynntar þessar skipulagsbreyt-
ingar í dreifibréfi útvarpsstjóra þann
9. júní sl. og í kjölfarið fengu 19
starfsmenn Ríkisútvarpsins send
uppsagnarbréf. Þó gerir útvarps-
stjóri ráð fyrir að flestum þeirra
forstöðumanna fram-
leiðsludeildanna sem ný-
lega vom auglýst laus til
umsóknar, en að öðru leyti veit ég
ekki til þess að þessum þrettán hafi
verið boðin önnur störf innan RÚV.“
Jón Ásgeir kveðst ekki gera nein-
ar athugasemdir við uppsagnirnar
sem slíkar og segir að samkvæmt
lögum hafí útvarpsstjóri heimild til
að leggja niður störf feli það í sér
endurskipulagningu starfseminnar.
Hins vegar segist Jón Ásgeir hafa
farið fram á það í nýlegu bréfi til
útvarpsstjóra að öllum þeim nítján
sem sagt hafi verið upp verði borguð
biðlaun, jafnvel þó að viðkomandi
aðilar fari í önnur störf hjá Ríkisút-
varpinu. „Það er búið að leggja niður
þeirra störf sem þýðir að þeir eiga
rétt á biðlaunum," segir hann.
Við þessu segir Pétur að reiknað
sé með því að þeir aðilar fái greidd
biðlaun sem eru í störfum sem verið
sama fé
um
rétt að auglýsa þessi störf og gefa
öllum kost á að sækja um þau.“
Pétur kveðst þó vona að þessi mál
skýrist á næstu vikum og að þetta
nýja fyrirkomulag virki að fullu frá
1. október nk.
Starfsmenn RÚV hafa séð fleira
athugavert við endurskipulagning-
una, að sögn Jóns Ásgeirs, og nefn-
ir hann sem dæmi að ekki séu allir
sannfærðir um raunverulega hag-
ræðingu fyrirhugaðra breytinga.
Þetta hafi m.a. komið í ljós á alls-
herjar starfsmannafundi Ríkisút-
varpsins í lok júní sl., þar
sem að sögn Jóns Ásgeirs
hafi mætt hátt í 200
starfsmenn af um 370
starfsmönnum stofnunar-
innar. Jón Ásgeir segir að
talað hafi verið um sparnað upp á
hundrað og einhveijar milljónir
króna, en á móti hafi ekki verið
rætt um það hvað kosti að gera
þessar skipulagsbreytingar. „Ég
held því fram að þær kosti tugi
milljóna króna,“ segir hann og nefn-
ir sem dæmi að biðlaun kosti ein-
hveijar milljónir króna. „Þá kostar
það örugglega peninga að skipu-
leggja húsnæði Útvarpsins við
Efstaleiti að nýju vegna sameigin-
legra framleiðsludeilda Rásar 1 og
Rásar 2. En nú eru þessar deildir
hvor a sínum staðnum í húsinu.“
Jón Ásgeir telur að þetta dæmi
hafi ekki verið gert upp. „Rver er
því tilgangurinn með þessum breyt-
ingum, annar en sá að spara hverf-
andi lítið fjármagn?“ spyr hann að
síðustu.
Morgunblaðið/Kristinn
HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskips, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og
Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla.
Eimskip styrkir áætlunina
ísland án eiturlyfja 2002
„Vona að okkar
hlutdeild verði
öðrum hvatning44
í haust verður haldin
ráðstefna um hlutverk
foreldra í vímuefnavörn-
um. Eimskip leggnr mál-
inu lið með myndarleg-
um fjárstuðningi og von-
ast aðstandendur ráð-
stefnunnar til að það
frumkvæði verði öðrum
fyrirtækjum fordæmi til
frekari stuðnings við for-
varnastarfið.
FRÁ foreldrum til foreldra er
yfírskrift ráðstefnunnar
sem haldin verður á Hótel
Sögu 16. október nk. á veg-
um verkefnisstjórnar áætlunarinnar
ísland án eiturlyfja 2002 í samstarfí
við foreldrasamtökin Heimili og skóla
og Vímulausa æsku, með sérstökum
stuðningi Eimskipafélags íslands,
sem hefur ákveðið að styrkja áætlun-
ina með einni og hálfri milljón króna
á ári næstu þijú árin.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
gefa foreldrum skýr skilaboð um að
þeir leiki lykilhlutverk í vímuvarna-
starfí og að efla þá og styrkja í því
hlutverki. Þar er ætlunin að foreldr-
ar tali við foreldra á jafningjagrund-
velli um vímuefnavandann og for-
varnir gegn honum, rétt eins og
ungt fólk fræðir annað ungt fólk
innan vébanda jafningjafræðslu
framhaldsskólanna. Á ráðstefnunni
verða m.a. kynntar niðurstöður nýrr-
ar könnunar á viðhorfum foreldra
til vímuefnaneyslu og tóbaksreyk-
inga unglinga.
Fyrirtæki gefi foreldrum frí til
að sækja ráðstefnuna
Sérstakur gestur ráðstefnunnar
verður Sue Rusche frá Bandaríkjun-
um, en hún er framkvæmdastjóri og
annar tveggja stofnenda verkefnisins
Fjölskyldur framkvæma (Families in
Action). Þá verða starfandi nokkrar
málstofur á ráðstefnunni, þar sem
rætt verður um hlutverk foreldra í
forvarnastarfí frá ýmsum sjónarhorn-
um.
Ráðstefnan er opin öllum foreldrum
meðan húsrúm leyfir. Þeim tilmælum
er beint til fyrirtækja og stofnana að
foreldrar sem áhuga hafi á að sækja
ráðstefnuna fái til þess frí frá vinnu.
Að sögn Jónínu Bjartmarz, formanns
Heimilis og skóla, er sérstaklega
höfðað til þeirra sem eru virkir í for-
eldrastarfi skólanna, svo sem bekkja-
fulltrúa.
Jákvæð viðbrögð fyrirtækja
og almennings
Á kynningarfundi í gær rakti Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra til-
drög og framgang áætlunarinnar ís-
land án eiturlyíja 2002, en nú er rúmt
hálft ár liðið frá því að dómsmáiaráfL-
herra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar,
borgarstjórinn í Reykjavík og fram-
kvæmdastjóri samtakanna Evrópu-
borgir gegn eiturlyfjum undirrituðu
samstarfssamning um áætlunina.
Reykjavíkurborg átti frumkvæði að
þessu samstarfi, sem jafnframt var
liður í útfærslu á stefnu borgarinnar
í vímuefnavörnum frá árinu 1995.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar var þátt-
taka í áætluninni liður í framkvæmd
stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-,
áfengis- og tóbaksvörnum sem sam-
þykkt var í desember 1996.
Þorsteinn sagði mjög ánægjulegt
hvað fyrirtæki og almenningur hefðu
nú þegar sýnt jákvæð viðbrögð við
áætíuninni og þakkaði sérstaklega
myndarlegt framlag frá Eimskipafé-
lagi Islands, sem mun standa straum
af verulegum hluta kostnaðar við for-
eldraráðstefnuna.
„Fyrirtækin eru fólk, þau eru
byggð upp á einstaklingum og fjöl-
skyldum. Mér finnst það skipta miklu
máli að fyrirtækin taki þátt í þessu
verkefni og vona að okkar hlutdeild
eigi eftir að verða öðrum hvatning,"
sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips.
Ábyrgð og hlutverk foreldra í
forvarnastarfi viðurkennt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði að árangur forvarna-
starfsins væri þegar farinn að sjá=Jr
í verki og vísaði þar til þess hverSti
tiltölulega vel hefði tekist til með
skemmtanahald almennt um versl-
unarmannahelgina. „Þannig að við
erum þegar farin að sjá árangur. Það
hefur reyndar oft sýnt sig í íslensku
samfélagi að þegar allir leggjast á
eitt og við förum í samstillt átak þá
getum við lyft grettistaki," sagði
borgarstjóri.
Jónína Bjartmarz, formaður Heim-
ilis og skóla, kvaðst fagna þeirri
stefnubreytingu sem orðið hefði í
umræðunni um vímuvarnir á síðustu
misserum. „Nú er litið á foreldra sej|;i
ákveðinn markhóp forvamastarfs og
ábyrgð þeirra og hlutverk í þessu
starfi er viðurkennt. Við teljum að
það megi ná geysilega miklum ár-
angri í vímuvömum með því að efla
samstöðu foreldra um ákveðin grunn-
gildi í uppeldinu, eins og til dæmis
það að kaupa ekki áfengi fyrir börnin
og vera samtaka um vímuefnalausa'r
grunnskóla," sagði Jónina.