Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 31

Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 31 VALBJORG KRIST- MUNDSDÓTTIR -4- Valbjörg Kristmundsdóttir „ * fæddist á Langalandi við ísafjarðardjúp 10. janúar 1910. Hún andaðist á Dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi 26. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 2. ág- úst. Við dvöldum oft lengi hjá ömmu Valbjörgu á Skaganum. Fátt var eins skemmtilegt og að fara með gömlu Akraborginni að hitta ömmu sem tók alltaf svo vel og rausnarlega á móti okkur. Síðan fylgdu skemmti- legar stundir, þegar við hjálpuðum ömmu í Bíóhöllinni og bæjarskrif- stofunum eða fórum að rannsaka fjörurnar á Skaganum. Stundum hjálpuðum við ömmu að baka og undirbúa spilakvöld hjá stúkunni á Akranesi. Við fundum fljótt að amma var vel liðin á Akranesi af sömu ástæðum og drógu okkur barnabörnin að henni. Fyrir okkur varst þú heimsins besta amma sem varst ekki aðeins góð og hiý, heldur kenndir okkur margt og gafst okkur ómælt af greind þinni og mannkost- um. Það tekur oft góðan tíma að vinna vel úr fortíðinni en eitt er víst að þú varst okkur fyrirmynd, studd- ir okkur alltaf og umfram allt gafstu okkur bestu æskuminningarnar. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði, hlýju og virðingu og þökk- um þér fyrir allt. Hvíl þú í friði. En handan við pllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Valur, Brynjar og Dóra. Elsku Valla okkar. Við viljum senda þér nokkrar línur til að kveðja. Þeim degi er við kynntumst þér gleymum við aldrei. Við vorum 6 ára og fórum niðrá Dvalarheimili til að leita okkur að vini. Eftir langa, árangurslausa leit settumst við niður í anddyrinu alveg uppgefnar. En þá komst þú eins og kölluð og bauðst okkur inn og síðan þá hefur leið okkar ætíð legið upp á elliheimili. Þú tókst ætíð vel á móti okkur, alltaf fús til að gera allt fyrir okkur og hlustaðir ætíð á það sem við þurftum að segja. Þú varst okkur sem amma og meira en það. Þú varst aldrei pirruð eða þreytt á okk- ur, varst alltaf í góðu skapi þótt við kæmum oft með skara af krökkum inn til þín til að spila. Við eigum eftir að sakna þín mikið og þú átt eftir að vera ofarlega í huga okkar um alla eilífð. Hvíldu í friði. Þínar vinkonur, Elísabet og Katrín. JONPETUR GUNNARSSON + Jón Pétur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 7. september 1991. Hann lést á Barna- spítala Hringsins 19. júlí sl. Utför hans fór fram frá Langholtskirkju 28. júlí. Við viijum með fáum orðum kveðja vin okkar hann Jón Pétur Gunnarsson, sem fór frá okkur 19. júlí síðastliðinn eftir harða baráttu vegna veikinda sinna. Ferðirnar þínar upp á sjúkrahús voru margar en alltaf varst þú sterkari og náðir þér aftur. Elsku Jón Pétur, litli sólargeislinn okkar með fallegu augun þín sem geisluðu svo yndislega. Þegar við komum í heimsókn til ykkar fyrir nokkrum mánuðum sýndi mamma þín okkur fullt af myndum af þér og Arnari bróður þínum, við dáðumst af ykkur fjölskyldunni hvað þið gátuð gert mikið saman, þú fékkst að prófa flest allt sem hægt var að gera þrátt fyrir fötlun þína. Mamma þín sagði okkur frá því þegar hún leyfði þér að prófa skíði, hún klæddi þig eftir veðri, smellti á þig skíðaskóna, skíðin og sigbelti og hélt þér þann- ig uppi og geislaðir þú af gleði í náttúrunni. Við vorum svo heppin að fá að fara með þér, Arnari bróður þínum, mömmu og pabba í jeppaferð upp á Langjökul og fannst þér eitt af því skemmtilegasta sem þú gerðir að fá að ferðast um landið þitt, þú brostir með fallega brosi þínu þegar pabbi þinn keyrði ofan í holur eða bíllinn hossaðist nógu mikið. Það er gott að eiga minningar um þig elsku Jón Pétur, við munum geyma þær í hjarta okkar. Við vitum að guð varðveitir þig elsku Jón Pétur og er með þér þarna hinu megin. Elsku Arnar, við vitum að þetta er virkilega erfitt fyrir þig, þú vild- ir hvergi annars staðar vera en hjá Jóni Pétri bróður þínum, hvort sem hann var heima eða á sjúkrahúsinu. Hvert örstutt spor var auðnu- spor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér, var sólskinsstund og sælu- draumur hár, minn sáttmáli við guð um þús- und ár. Hvað jafnast á við andardrátt- inn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan Hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm og vita að heimsins gijót svo hart og sárt er honum fyarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn. Já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð [ stundareilífð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Með þessum orðum kveðjum við yndislegan dreng. Elsku Gunni, Lára, Arnar og aðrir aðstendendur, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð, við biðj- um góðan guð að styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Simmi, Gunna, Sæmundur og Taiy'a Rut. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ JÓNASDÓTTIR, Laufríma 14a, Reykjavík er lést á Landspítalanum föstudaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 14. ágúst ki. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur Örn Ingimundarson, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Elfas Vairaktaridis, Jónas Þór Gunnhallsson, Camilla Gunnhallsson, Júlíana Guðrún Gunnhallsdóttir, Jimmy Person og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÚNA VIGDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur mánudaginn 11. ágúst, Ragna G. Bjarnadóttir, Guðmar E. Magnússon, Sigurþór Bjarnason, Halldór Gfsli Bjarnason, Ingibjörg Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, PÉTUR EINARSSON verslunarmaður, Ljósheimum 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. _____________________ Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Félag sykursjúkra njóta þess, Kristín Björg Sveinsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, GERDA DE BONT lést í Den Haag, Hollandi, föstudaginn 8. ágúst síðastliðinn. Bálförin fer fram í Hollandi föstudaginn 15. ágúst nk. Robert de Bont Ólöf de Bont Ólafsdóttir. + Útför bróður okkar, SIGURÐAR INGIMUNDARSONAR frá Hellissandi, Kópavogsbraut 9, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Guðrún Ingimundardóttir, Magnfríður Ingimundardóttir, Jóhanna Ingimundardóttir, Eggert Ingimundarson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og fóstur- móður, STEINUNNAR FINNBOGADÓTTUR, Eyrarhúsum, Tálknafirði. Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Hörpu. Vilhjálmur Auðunn Albertsson, Ester K. Celin og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, systur, ömmu og langömmu, HALLDÓRU MARÍASDÓTTUR frá Gullhúsá, Njálsgötu 85, áður til heimilis á Vesturgötu 26A. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7A Sjúkrahúss Reykjavíkur. Börn, systkini, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.