Morgunblaðið - 13.08.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.08.1997, Qupperneq 33
MÖRGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 33 SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR + Sólveig Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 3. ág- ústl929. Hún lést 4. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldr- ar Sólveigar voru hjónin Jórunn Guð- rún Guðnadóttir, f. 8. október 1895 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 6. október 1981, og Sigurður Jón Guðmundsson, f. 28. júlí 1893 á Hvallátrum í Rauðasandshreppi, d. 1. maí 1977. Hann var gjarnan kennd- ur við Belgjagerðina í Reykja- vík. Systkini Sólveigar eru: Helga Jónsdóttir, f. 6. apríl 1919, gift Einari Karli Gísla- syni, f. 27. apríl 1917, Guðni Jónsson, f. 13. október 1920, d. 23. júlí 1995, kvæntur Hall- dóru Þorgilsdóttur, f. 31. des- ember 1923, Ingólfur Jónsson, f. 23. desember 1921, d. 22. júní 1941, Sigurður Jón Jóns- son, f. 31. október 1923, d. 30. nóvember 1923, Árni Jónsson, f. 21. febrúar 1925, kvæntur Sólveigu Eggertz Pétursdóttur, f. 29. maí 1925, Valdimar Jóns- son, f. 3. mars 1927, kvæntur Rannveigu Sigurðsson, f. 29. maí 1932, d. 28. júní 1970, og Guðmundur Jónsson, f. 26. jan- úar 1937, kvæntur Margréti Siguijónsdóttur, f. 9. mars 1939. Guðmundur og Margrét skildu. Uppeldisbróðir Sólveig- ar er Guðmundur Gíslason, f. 12. júlí 1932, kvæntur Ingi- björgu Friðriksdóttur, f. 22. desember 1929. Sólveig giftist Flemming Hólm hinn 28. nóvember 1953. Börn þeirra eru: Jón Hólm, f. 1. nóvem- ber 1950, kvæntur Grétu Jóhannsdótt- ur, f. 16. maí 1953. Börn þeirra eru Sól- veig Hólm, f. 3. nóv- ember 1972, og Jó- hanna Lilja Hólm, f. 28. janúar 1980. Jakob Hólm, f. 25. maí 1954, kvæntur Ragnheiði Ketils- dóttur, f. 22. maí 1959. Þeirra börn eru Matthildur Hólm, f. 13. maí 1982, Jórunn Guðrún Hólm, f. 15. janúar 1986 og Edmund Oddur Hólm, f. 12. júní 1990. Jórunn Guðrún Hólm, f. 27. ágúst 1957, gift Valmundi Inga Pálssyni, f. 22. júH 1955. Þeirra börn eru Páll Ingi Valmundsson, f. 14. ágúst 1981, Arnar Snær Valmundsson, f. 5. desember 1982, og Flemming Viðar Val- mundsson, f. 21. nóvember 1995. Gunnar Hólm, f. 3. ágúst 1961, sambýliskona Gunnars er Lise Krolökke Sörensen, f. 29. janúar 1962. Þeirra börn eru Jakob Krolökke Hólm, f. 25. desember 1987, og María Krolökke Hólm, f. 11. maí 1991. Flemming Þór Hólm, f. 13. desember 1969. Sambýliskona Flemmings Þórs er Matthildur Fanney Jónsdótt- ir, f. 15. desember 1972. Þeirra barn er Selma Karen Hólm, f. 31. mars 1996. Barnsmóðir Flemmings Þórs er Guðrún Harðardóttir, f. 16. júní 1967, sonur þeirra er Andri Freyr Hólm, f. 16. janúar 1990. Útför Sólveigar fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með nokkrum línum langar mig til að kveðja vinkonu mína, hana Veigu, og þakka fyrir áraianga vin- áttu, eða allt frá árinu 1962, er leið- ir okkur lágu saman á flugstöðinni gömlu í Lúxemborg. Við vorum með hópi starfsmanna Loftleiða á leið til Suður-Spánar í boði félagsins, báðar giftar starfsmönnum Loftleiða. Ég var ný í þessum hópi og hafði mig lítt í frammi. Ung kona veifaði til mín og sagði: Komdu og sestu hérna hjá okkur, ég heiti Sólveig Jónsdóttir. - Þannig var Veiga. Hún sá til þess að enginn sæti við horn þess borðs sem hún sat hveiju sinni. Hún vildi að samferðarfólkið nyti sín, þannig að góður andi og skemmtan mætti vera sem best. Veiga var fagurkeri í orðsins fyllstu merkingu. Hún kunni þá list að raða saman fallegum munum þeirra hjóna og fylla húsrýmið hlýju og glæsileik, enda sjálf listfeng og fjölhæf. Hún skar út í tré og vann fallega muni úr gleri og speglum. Handavinna öll var henni leikur einn. Fjölskyldan og heimilið áttu hug hennar og störf. Það var því eðlilegt að svo skemmtileg og velviljuð kona sem Veiga var, laðaði að sér ættingja, vini og nágranna. Hún naut þess líka að eiga góðan og traustan eig- inmann, Flemming Hólm, börnin fimm og fjölskyldur þeirra. Þau voru hennar stolt og styrkur, þeirra var ást hennar og umhyggja. Hispurs- MINIUINGAR leysi og hreinskiptni voru ríkir þætt- ir í eðlisfari Veigu, samtvinnaðir kátínu og léttleika. Hún var vinsæl og vel látin og rík réttlætiskennd hennar, ásamt dugnaði og áræði urðu til þess að fengur þótti að þátt- töku hennar í félagsmálum. Vil ég þar sérstaklega nefna Sjálfstæðis- flokkinn, sem hún fylgdi að málum alla tíð, og var virkur félagi í. Svo vorum við „Lóurnar", lífseigt ævintýr, sem byijaði eins og önnur: „Einu sinni var ...“ - Það var gam- an að vinna í hópi með Veigu. Hún var baráttuglöð og lagði sig alla fram. Var hvetjandi félagi. Fyrir um það bil ellefu árum þurfti Veiga að heyja harða baráttu gegn vágesti þeim sem nú hefur lagt hana að velli. Lækning þá bar árangur og góð ár fylgdu í kjölfarið. Eins og hennar var von og vísa lét hún áfall- ið ekki eyðileggja lífsgleði sína eða lífsstíl. Hún hélt sínu striki. Nú, þegar leiðir skilja, sakna ég vinar í stað. Það gerum við „Lóurnar“ all- ar. Við kveðjum góða og trygga vin- konu með hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Hún hélt okkur veislur á glæsilegu heimili sínu, og lagði á borð með sér í húsum okkar gleði, kjark og trausta vináttu. Blessuð sé minning Sólveigar Jónsdóttur. Brynhildur K. Andersen. Fyrir tæpum aldarfjórðungi tók- um við ijórir starfsmenn Loftleiða hf., Martin Petersen, Finnbjörn Þor- valdsson, Fleming Hólm og undirrit- aður, ásamt eiginkonum okkar, upp þann sið að fagna nýju ári saman á heimilum okkar. Þeim sið höfum við haldið síðan en jafnframt hist á vetr- arkvöldum til spilamennsku, þótt leiðir hafi skilið starfslega. Mörg sumur dvaidi þessi hópur við veiðar við Fróðá á Snæfellsnesi. Fáar gáfust bröndurnar, enda var veiðin frekar yfírskin. Um vikutíma á björtum sumar- dögum nutum við félagsskapar hvers annars í fögru umhverfi við glaðan fuglasöng, sem breyttist í kríugarg, þegar gengið var niður í ós. Sagan af Fróðárundrum gaf staðnum sögu- legt gildi og dulúð en við dagrenning var þögnin alger þar til fyrstu fugl- ar hófu söng sinn. Þetta voru dýrleg- ir dagar, sem treystu vináttuna. Er heim var haldið skipulögðu eiginkon- urnar spilakvöld vetrarins og aðrar samkomur. En nú er áttmenningamir hafa átt gleðistundir saman í tæpan ald- arfjórðung hefur dauðinn bankað á dyr og í þetta sinn hefur hann ekki gefið eftir. Sólveig Jónsdóttir, Veiga, barðist í rúman áratug við sjúkdóm sinn, krabbamein. í tvígang vann hún nokkuð varanlega sigra. Við vinir hennar vissum mest af þessu stríði hennar er sigrar unnust. Hún fór dult með það er sjúkdómurinn hafði betur. Fram að lokaorrustunni var Veiga glöð og veitandi í hópi góðra vina. Okkur vinum hennar virtist kjarkur hennar ótrúlegur. Sá kjarkur var að sjálfsögðu fóðraður á ást og umhyggju hins trausta eiginmanns hennar, Fleming. Við vinirnir í spilaklúbbnum, sem höfum átt saman gleðistundir I tæp- an aldarfjórðung kveðjum nú Veigu og þökkum henni þátt hennar og tryggð. Við sendum Fleming og fjöl- skyldu þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Með fáum orðum vil ég minnast góðrar vinkonu, sem nú er kvödd í hinsta sinn. Vegir okkar lágu saman í fögrum fjallasal, þá er við ungar að árum vorum í skíðadeild Ar- manns. Jósefsdalur og skálinn þar var okkar heimili flestar helgar vetr- arins. Sumar- og haustferðir í sjálf- boðavinnu fórum við einnig margar. Glatt var oft á hjalla í þeim hópi góðra vina er þar dvaldi. í dalnum okkar, þar sem tungl og stjörnur himinsins iýstu um fögur vetrar- kvöld, þar sem einnig byiurinn barði glugga og þil og við arininn voru Armannsljóðin sungin við raust: Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag. í fónnum skrýddum dalnum undi ég mínum hag. Sólin skein á bjartar brekkur Blágallanna fegurð, víst. Dásamlegri er, en dagleg orð fá lýst. Sú vinátta, sem þar var bundin, hefur verið mér og mörgum fleirum ómetanleg á lífsins leið. Nú þegar ég kveð Veigu, glaðværa stúlku, úr hópnum þeim hrannast upp minning- ar frá þeim góðu dögum. Vil ég þakka allar þær glöðu stundir í daln- um, og allar þær góðu móttökur, er ég naut á heimili hennar hér í bæn- um. Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Sólveigar Jónsdóttur. Eirný Sæmundsdóttir. Deyr fé dejja frændur deyr sjáfur ið sama. Eg veit einn, að aldrei deyr: dómur um dauðan hvem. Þannig hljóðar 77. erindi Háva- mála og er hluti af lögmáli lífsins. Samt var svo fjarri að ég fyrir nokkr- um mánuðum tengdi þetta Sólveigu föðursystur minni (eða Veigu frænku eins og mér er nærtækara að nefna hana), þótt ég vissi að hún ætti í baráttu við þann vágest sem sigraði hana að lokum, því að hún var alltaf svo lífsglöð og svo virtist sem óþijótandi orkulind byggi innra með henni. Á uppvaxtarárum mínum voru heimili foreldra minna og Veigu og Flemmings bæði í Vogahverfinu í Reykjavík og samgangur milli þeirra greiður. Það var gott og gaman að koma til Veigu frænku og Flemm- ings, þar mætti mér ávallt skilningur og hlýja. Tilvera þeirra var einn af þessum föstu punktum sem öryggi bernsku minnar byggðist á. Jón (Nonni), elsti sonurinn á heim- ilinu, var jafnaldri minn og besti bernskuvinur. Enn í dag eru rifjaðar upp sögur af uppátækjum okkar. Þegar við byijuðum í barnaskóla sjö ára gömul, man ég að við leiddumst á leiðinni. Við hættum því þó fljót- lega þegar okkur var strítt á því og kölluð hjón. En við hittumst utan*^. skóla á heimilum okkar og lékum okkur saman. Þessi væntumþykja frá bernskunni skaut varanlegum rótum, þó samverustundirnar hafi orðið stijálli með árunum. Síðar um sama leyti og Veiga eignaðist yngsta barn sitt, Flemming Þór, átti ég von á syni mínum. Mér fannst þá að við Veiga frænka ættum eitthvað dýr- mætt sameiginlegt á annan hátt en áður. í brúðkaupi okkar hjóna sem hald- ið var fyrir nokkrum árum voru haldnar margar ræður og vel talað um okkur hjónin í þeim öllum. Eftir á frétti ég að Veiga hefði verið kom- in á fremsta hlunn með að stíga í pontu og segja frá því að hún hefði^ á sínum tíma þekkt tvo mestu „vill- ingana“ í Vogahverfinu og brúðurin væri annar þeirra. Ég harma að hún skyldi ekki hafa látið verða af því. Fyrir nokkrum árum var haldið niðjamót í fjölskyldunni okkar. Það var haldið á Snæfellsnesi og voru þar saman komnar fjórar kynslóðir afkomenda Sigurðar Jóns Guð- mundssonar og Jórunnar Guðrúnar Guðnadóttur. Þar voru Veiga og Flemming með sinn fríða hóp barna og barnabarna. Eftir setningu móts- ins var farið I leiki með börnunuit7» úti í góða veðrinu, m.a. hlaupið í skarðið. Þá flengdi eitthvert barna- barnið Veigu til hlaups og hún hljóp af stað, en stytti sér slðan leið I gegnum hringinri og varð undan við- hlaupanda sínum í skarðið, öllum til mikils hláturs og kátínu. Þetta tilvik finnst mér lýsa svo vel grallara- skapnum sem bjó I Veigu alla tíð og mér finnst svo skemmtilegur. Þessi grallaraskapur er líklega ein af ástæðunum fyrir því hve ég fínn til sterkrar frændsemi við þessa yndislegu frænku mína. Hún kallaði mig oftast Ellu pellu og mér þykir vænt um það gælunafn frá þeim Flemming. Ég er þakklát Veigu frænku fyri»-. alla gleði, hlýju og kátínu sem við höfum átt saman. Flemming, Jóni, Jakobi, Jórunni, Gunnari, Flemming Þór, mökum þeirra og bömum votta ég innilega samúð mína. Elín Árnadóttir. + Anna Halldóra Margrét Hans- dóttir fæddist í Fitjakoti á Kjalar- nesi 14. %úst 1905. Hún lést á Ljjós- heimum á Selfossi 22. júlí. Útför henn- ar fór fram frá Hrepphólakirkju 31. júlí. Þá er hún nú horfín af sjónarsviðinu, bless- unin hún Halldóra okk- ar í Þrándarholti. Milli fjölskyldnanna í Skarði og Þrándarholti ríkti alltaf mikil vinátta sem hvergi bar skugga á. Þau voru mörg erindin milli bæj- anna hvort heldur var til að aðstoða við einstök verk eða til leiks og gamans. Það var alltaf jafn gott að koma að Þrándarholti. Þar ríkti yfirleitt hlátur og gleði og borð voru hlaðin krásum. Heimilið þar var annálað fyrir myndarskap. Ing- var bóndi var framsýnn og opinn fyrir hvers konar nýj- ungum og því sem til framfara gæti horft I búskaparháttum og Halldóra var þar eng- inn eftirbátur, jákvæð og einstök húsmóðir - sátt við sitt hlutskipti, lundlétt og gamansöm enda löðuðust að henni bæði böm og fullorðn- ir. Þó var hún hreint ekki skaplaus og sagði meiningu sína um- búðalaust ef því var að skipta. Ekki fór hún var- hluta af mótlæti. Eiginmanni, fjór- um börnum sínum af átta, dóttur- syni og tengdasyni mátti hún fylgja til grafar. En hún hélt alltaf still- ingpi sinni og lét ekki mótlætið buga sig, hefur þar eflaust hjálpað hennar einstaka lundarfar. Eitt af því fallegasta I endurminningunni um Halldóru og reyndar alla Þrándarholtsfjölskylduna er hvern- ig annast var um eina dótturina, Rannveigu, sem ekki hlaut fullan þroska I vöggugjöf. í þá daga var slíkum börnum heldur haldið til hliðar en hún Veiga var sko ekkert felubarn, fékk að njóta h'fsins og var ekki síður elskuð en aðrir I fjöl- skyldunni. Halldóra hafði gaman af að um- gangast fólk og gera sér dagamun. Henni fannst óskaplega skemmti- legt að grípa I spil. Hún og Áslaug móðir okkar ásamt tveim öðrum heiðurskonum, þeim Ingu I Ás- brekku og Valgerði I Háholti, hitt- ust gjarnan og spiluðu þá daglangt „Sóló-vist“. Og þvílíkt fjör - og það sem þær gátu hlegið, enda djarfar I sögnum „kellumar" og vildu frek- ar taka áhættu en spila svo bragð- dauft spil sem „pass“. Þær voru góðar vinkonur og áttu alltaf hjálparhönd að rétta hver annarri og öðrum sem á þurftu að halda. - Já, við Skarð- skrakkarnir áttum mörg sporin I Þrándarholt og við sóttum mjög I að fara þangað enda tók Halldóra okkur ætíð sem jafningjum. Leið okkar til og frá skóla lá þar um hlað, þegar við fórum að taka þátt I félags- og skemmtanahaldi I sveitinni lá beinast við að fara þar um og verða krökkunum þar sam- ferða. Og þegar við vorum flutt burtu úr sveitinni okkar reyndum við að koma þangað svo oft sem kostur var og heilsa upp á Hall- dóru enda litum við á hana sem vinkonu okkar og áratuga aldurs- munur skipti þar engu máli. Alltaf voru móttökurnar jafn hlýjar. Hús- móðirin kom til dyra, skellti sér á lær, strauk vísifingri um nefið og hló þessum skemmtilega hlátri sem einkenndi hana svo mjög. Hlýtt faðmlagið innsiglaði hve innilega velkomin við vorum. En nú er þessi timi liðinn og við erum þakklát fyrir allar þessar góðu minningar. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina, kæra vinkona. Börnunum hennar og öðrum að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Systkinin frá Skarði. Þrándarholt var með þeim fyrstu bæjum sem ég kom á þegar ég fór að búa I hreppnum. Það var alltaf gaman að koma að Þrándarholti. Þau hjón, Halldóra og Ingvar, voru höfðingjar heim að sækja og tóku vel á móti öllum sem til þeirra komu. Halldóra var skemmtileg kona og alltaf létt yfir henni. Hún var ein af þeim konum sem féil aldrei verk úr hendi. Það sýndu lopapeysumar og húfurnar sem hún pijónaði af mikilli snilld. Hún hafði stundum ekki undan að pijóna, það var pant- að svo mikið hjá henni, en hún lét það ekki bitna á heimilinu, það var alltaf til fyrirmyndar hjá henni. Þau hjón voru samtaka I því eins og öðru. Trölltrygg var hún Hall- dóra og hafði mikið samband við sína vini símleiðis og eins að heirrw sækja þá. Oft hringdi hún I mig og byrjaði á að segja: „Ég er bara að vita hvort þú sért dauð eða lif- andi.“ Hún var mikil félagsvera og að spila félagsvist var henni til mikillar ánægju. Halldóra og Ingvar urðu fyrir þungum áföllum I lífinu en það sem bjálpaði þeim var hvað þau voru vel skapi farin og létu ekki bugast. Þau Þrándarholtshjón umgengust sína nánustu af ást og kærleika. Það hefur alltaf verið mikil sam- heldni I þeirri fjölskyldu. Þau hjón eignuðust góð böm, tengda- ogtr barnabörn. Ef barnabömin taka ömmu sína og afa sér til fyrirmynd- ar mun þeim vel famast I lífinu. Ég votta bömun, barnabömum og tengdafólki dýpstu samúð. Elsku Halldóra mín, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Bjamey Guðrún Björgvinsdóttír HALLDÓRA HANSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.