Morgunblaðið - 13.08.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.08.1997, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚNH. - ÁGÚSTSDÓTTIR + Sigrún Hall- dóra Ágústs- dóttir fæddist á Hákonarstöðum á Jökuldal 1. júní 1917. Hún lést á heimili sínu Blöndubakka 8, 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Vilhelm Ágúst Ásgrímsson, bóndi, fæddur 5. ágúst 1888 á Una- ósi í Hjaltastaða- þinghá, látinn 26. júlí 1971, og Guð- björg Alexandersdóttir, fædd á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 23. júlí 1891, látin 4. apríl 1974. Fyrstu árin bjuggu foreldr- ar Sigrúnar á Hákonarstöðum, en fluttust 1919 að Hjaltastað, þaðan að Ánastöðum árið 1922 og loks að Ásgrímsstöðum árið 1925 þar sem þau bjuggu í 36 ár. Þar ólst Sigrún upp, fjórða í röð 10 systkina. Systkini Sigrúnar: Karl Ás- Mr grímur, f. 7. desember 1910, d. 7. júní 1991; Helga Jóhanna, f. 15. maí 1912, d. 28. nóvem- ber 1996, Vilhelmína Ingibjörg, f. 7. ágúst 1914; Björn Arnar, f. 21. desember 1918; Ragnar Halldór, f. 12. ágúst 1922; Guð- jón Sverrir, f. 6. október 1923, d. 3. febrúar 1973; Guðgeir, f. Flest gerum við okkur grein fyrir því hvaða atburðir og einstaklingar , hafa haft mest áhrif og skipt mestu máli í uppvexti okkar. Ein af þeim manneskjum sem hvað stærstan sess á í mínum minningum er Sigrún Halldóra Ágústsdóttir, föðursystir mín, sem ég þekkti þó aldrei öðru- vísi en sem Sillu. Frá því ég man eftir mér var það fastur þáttur í tilverunni að fara í kaffi til Sillu og Óskars á Hring- brautina, og þær eru margar pönnu- kökurnar sem hún bakaði fyrir mig. Sem smástrák fannst mér þessar heimsóknir ómissandi, Silla átti allt- af eitthvað gott og pípan hans Ósk- ars ilmaði svo vel. Litla íbúðin þeirra á Hringbraut 90 var svo heimilisleg, húsgögnin voru eldri og mýkri en á mínu heimili, og Silla átti skartgrip- >~‘T askrín fullt af gulli og gersemum sem smástrákurinn fékk að skoða við hátíðleg tækifæri. Á þessu heim- ili, af þeim Sillu og Óskari, lærði ég 13. júlí 1927; Skúli Björgvin, f. 29. október 1929, d. 17. júní 1995; Rannveig Heiðrún, f. 1. októ- ber 1934. Sigrún var á Ás- grímsstöðum þar til um tvítugt að hún flytur til Reykjavík- ur. Hún giftist hinn 1. desember 1944 Óskari Rafni Magn- ússyni, f. 5. janúar 1916, dáinn 16. nóv- ember 1985. Synir Sigrúnar og Óskars eru Skúli Heiðar, f. 16. maí 1946, og Sigmar Halldór, f. 17. desember 1952. Skúii er kvæntur Birnu Ólafs- dóttur, og eiga þau fimm börn: Sigrún Ragna, f. 4. september 1965, Ragnhildur, f. 29. júní 1967, Anna María, f. 18. mars 1973, og tvíburamir Óskar Dan og Ölafur Guðbjörn, f. 24. mai 1980. Skúli og Birna eiga sex barnabörn. Sigmar er kvæntur Elísabetu Snorradótt- ur, og eiga þau tvö börn: Edda Björg, f. 26. ágúst 1972, og Snorri Rafn, f. 25. júní 1976. Sigmar og Elísabet eiga tvö barnabörn. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. að brosið skiptir öllu máli og lífið er mun betra ef maður er í léttu skapi, hjá Sillu var alltaf örstutt í brosið og hláturinn, jafnvel þó um- ræðuefnið væri grafalvarlegt. Það voru sérstök forréttindi að fá að skoða í herbergi stóru strákanna hennar Sillu, þeirra Simma og Skúla, sem tvímælalaust voru í guðatölu í mínum augum. Þær voru ófáar bæk- urnar þeirra sem Silla lánaði mér, fyrst til að láta lesa og síðan til að lesa sjálfur. Silla fæddist á Hákonarstöðum á Jökuldal og ólst þar upp og á Hér- aði. Hún flutti síðan til Reykjavíkur fyrir tvítugt og bjó þar alla tíð, en í mínum huga var Silla alltaf ímynd húsfrúar í sveit. Heimilið á Hring- brautinni var gestrisið með eindæm- um, í minningunni var þar alltaf fullt af fóiki og alltaf hlaðið eldhúsborð, eins og á gömlu góðu sveitaheimili þar sem það er hreinn dónaskapur að smakka ekki á öllum sortum. Eitt + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMANN JÓNSSON, Árskógum 2, Reykjavfk, áður tii heimilis á Dalbraut 27, lést mánudaginn 11. ágúst. Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir, Kristinn Ólafsson, Jón Guðmann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, FANNY INGVARSDÓTTIR frá Norðfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 10. ágúst 1997. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju miðviku- daginn 20. ágúst 1997 og hefst athöfnin kl. 13.30. Margrét Gísladóttir, Kristján Gíslason, Ingvar Gíslason, Ásdfs Gísladóttir, María Gfsladóttir, Tryggvi Gfslason. MIIMNIIMGAR mesta áhyggjuefni Sillu var ef maður borðaði ekki nóg að hennar mati. Mér fannst það þess vegna mjög eðlilegt starfsval þegar hún tók að sér að sjá um kaffistofu Þvottahúss Ríkisspítalanna, en var því meira undrandi á því hve lengi gamla kon- an entist til að taka strætó alla leið upp á Hálsa þar sem þvottahúsið er staðsett. Eftir á að hyggja hefði ég ekki þurft að vera hissa. Silla hafði gaman af þessu, eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hjá Sillu var engin ástæða til að fara neitt langt, hún hafði hjá sér alla og allt sem skiptu máli. Það var að hennar mati stórmál og því fylgdu stórar áhyggjur ef einhver fór eitt- hvað, að ekki sé talað um að fara út fyrir landsteinana. Ég fór ekki varhluta af umhyggju hennar þegar ég fór í nám til útlanda og var eng- an veginn laus við sektarkennd yfir að valda Sillu öllum þessum áhyggj- um, hún fór ekki leynt með við mig að Bandaríkin væru langt utan marka hins byggilega heims. Silla fékkst einu sinni til að fara upp í flugvél og það var eftir nokkrar for- tölur, annars var það alltaf svo að ef eitthvað þurfti að fara var bíllinn notaður, fyrst bíllinn þeirra Óskars en eftir að Óskar féll frá brást það ekki að einhver gat keyrt hana Sillu ef nauðsyn krafði. Nokkru eftir að Óskar dó, og hún átti enn bílinn þeirra, sagði hún mér að hún hefði sagt við að mig minnir Skúla son sinn að nú ætlaði hún að drífa sig og taka bílpróf til að bíllinn stæði nú ekki ónýttur. Hún hló mikið þeg- ar hún lýsti fyrir mér þeim viðbrögð- um sem þessi yfirlýsing vakti. Mér fannst alveg hræðilegt þegar Silla flutti af Hringbrautinni, gat varla hugsað mér að geta ekki farið í kaffi þangað lengur. Silla hins veg- ar þurfti á þeim félagsskap að halda sem hún fékk með því að búa í næstu íbúð við Simma og Ellý í Blöndubakka 8. Silla bjó í Blöndu- bakkanum til dauðadags, og að öðr- um ólöstuðum var eftir því tekið og um það talað hvað Ellý var góð við tengdamóður sína. Mér þótti vænt um Sillu frænki mína, og mér þykir vænt um þær minningar sem hún hefur gefið mér. Að henni genginni er farinn sá punktur sem samskipti föðurfjöl- skyldu minnar hér í Reykjavík hafa snúist um, en hjá Sillu rakst maður alltaf öðru hvoru á skyldmenni sem maður hafði næstum gleymt hvernig leit út, hvað þá meira. Ég vona að við finnum í sameiningu leið til að halda áfram miklu og góðu sam- bandi. Ólafur H. Guðgeirsson. Mín fyrstu kynni af þér voru fyr- ir 27 árum. Þá var ég um miðja nótt að laumast inn á heimili ykkar Óskars á Hringbrautinni með Simma. Mér dauðbrá þegar þú vakn- aðir og ég óttaðist viðbrögðin en þú sagðir aðeins: „Eruð þið ekki svöng, krakkar mínir, viljið þið ekki að ég steiki handa ykkur hamborgara?" Þessi orð finnst mér lýsa þér vel, ávallt tilbúin að þjóna öðrum. Frá fyrstu stundu tókuð þið Ósk- ar mér opnum örmum en þannig tókuð þið líka á móti öllum. Heim- ili ykkar var líkast hóteli nema hvað hjartarýmið var stærra en húsrým- ið. Yfir kaffibolla, heitum pönnu- kökum, kleinum og öðru góðgæti var löngum setið og spjallað. Þú hafðir gaman af því að segja frá fyrri tímum, m.a. frá þeim tíma þegar þú ung að árum réðst þig í vist til Jónasar frá Hriflu. Þá var Jónas skólastjóri Samvinnuskólans en þar var Óskar þinn við nám. Þú sagðir okkur oft frá því hvemig þið kynntust og Óskar sat kíminn og hlustaði á. Einnig var oft sögð sag- an af því þegar þú á ykkar fyrstu búskaparárum vildir gleðja þinn mann og lagðir allar pípurnar hans í sápuvatn til þess að hreinsa þær. Ófáar sögur voru sagðar af uppá- tækjum sona ykkar þegar þeir voru yngri og mikið var hlegið. Þess á milli var teflt og tekið í spil. Fáir höfðu við þér í spilum og voru þeir margir vinningarnir sem þú hafðir heim með þér þau kvöld sem þú fórst að spila félagsvist. Á þessum tíma vannst þú við bal- lettinn í Þjóðleikhúsinu og kynntist þar mörgu góðu fólki. Þar sem þú varst listamaður í allri köku-og mat- argerð varst þú oft fengin til þess að baka fyrir veislur ýmiss konar. Heimsins bestu kleinur bakaðir þú líka sem seldar vora í verslanir og svo vinsælar að þú annaðir ekki eftir- spurn. Þrátt fyrir mikla vinnu fylgdi þér ótrúleg gleði og ég veit að allir muna eftir þínum dillandi hlátri. Þið Óskar voruð sem eitt svo unun var á að horfa. Aldrei sá maður ykkur fara út saman nema hönd í hönd. Þegar hann svo dó árið 1985 fannst mér hluti af þér fara með. Hann var þér allt. Fljótlega eftir lát hans fluttir þú hingað í Blöndubakk- ann og áttum við saman margar góðar stundir. Ósjaldan bankaðir þú líka óvænt uppá hjá okkur og færð- ir okkur nýbakaðar kleinur og form- kökur. Svona varst þú alltaf að hugsa um aðra. Þá vannst þú sem matráðskona í Þvottahúsi Ríkisspítalanna og líkaðir mjög vel. Það reyndist þér því mjög erfitt þegar þú þurftir að hætta að vinna sökum aldurs og heilsubrests. Þó fékkstu að vinna þar lengur en reglur segja til um, hjá henni Þór- hildi þinni i þvottahúsinu, eins og þú kallaðir hana alltaf en henni varstu svo þakklát fyrir þá tryggð RAGNHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR + Ragnheiður Pét- ursdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. ágúst 1912. Hún lést á Droplaugarstöð- um 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Bjartmarsdóttir kennari og Pétur Leifsson ljósmynd- ari. Bræður Ragn- heiðar eru Haukur verkfræðingur og Orn tannlæknir. Ragnheiður lauk stúdentsprófi 1933 og kennaraprófi 1934. Hún kenndi við Miðbæjar- skólann 1934-1969 og Austur- bæjarskólann 1969-1978. Utför Ragnheiðar fer fram frá kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er Ragnheiður Pétursdóttir kennari, eða Ragna frænka eins og hún var alltaf kölluð af okkur systk- inunum. Mér reyndist hún sem besta systir og mun ég alltaf minnast hennar með þakklæti. Ragna fæddist í Reykjavík og þeg- ar foreldrar hennar réð- ust í að byggja hús á Freyjugötu 35, sem hef- ur verið þrekvirki á mestu krepputímum þessarar aldar, flutti fjölskyldan þangað og þar bjó Ragna til þess tíma er hún flutti á Droplaugarstaði farin að heilsu. I hvert skipti er ég kom í heimsókn til hennar talaði hún um hve vel væri um hana hugsað og á starfsfólk Droplaugarstaða ómældar þakkir fyrir. Rögnu væri enginn greiði gerður með því að skrifa um hana einhveija mærðarrollu, þá hefði komið fram hjá henni: „Allir eru góðir þegar þeir eru dauðir." Því mun ég reyna að forðast alla væmni. Á uppvaxtarárum Rögnu var oft þröngt í búi og vandist hún á að þurfa að hafa sjálf fyrir hlutunum. Því átti hún bágt með að hætta að horfa í aurinn þegar kaupa átti eitt- hvað í hennar þágu. Kom þá oft í minn hlut að taka af skarið. Svo hlógum við á eftir að öllu saman, þóttumst vera millar er við komum og góðmennsku sem hún sýndi þér í gegnum árin. Nú síðustu árin fórst þú á Dal- brautina þrisvar sinnum í viku. Leist á það sem þína vinnu og vannst af kappi enda komst þú m.a. heim með mikið af fallegum púðum sem þú hafðir saumað og varst stolt af. Þessir dagar gáfu þér mikið og vel var þar hugsað um þig. Alltaf'sótti og fylgdi þér heim að dyrum hann Ingi þinn, bílstjórinn frá Dalbraut- inni. Þú varst þakklát öllu þessu fólki og sagðist ekki skilja hvers vegna allir væru þér svona góðir. Þriðjudaginn 5. ágúst varst þú á Dalbrautinni, hafðir fengið perman- ent í hárið og varst ánægð með daginn. Þetta kvöld talaðir þú þó um að hætta að fara þangað. Kannski vissir þú eitthvað meira en við. Þar sem þú bjóst á hæðinni fyr- ir ofan okkur gátum við fylgst með fótataki þínu, vissum þegar þú varst komin á fætur. Að morgni miðviku- dagsins 6. ágúst heyrðist ekkert. Við héldum þig sofa, þó varstu ekki vön að sofa frameftir. Þú gerðir það þennan morgun, varst sofnuð svefn- inum langa. Ég trúi því, Silla mín, að hann Óskar þinn hafi tekið þér fagnandi svo og allir þínir ættingjar og vinir sem á undan þér voru farn- ir. Kannski sitjið þið eins og áður, takið í spil, spjallið saman og hlæið. Far þú í friði, Silla mín, og hafðu þökk fyrir alit og allt. Þín tengdadóttir, Elísabet G. Snorradóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma! Nú þegar leiðir okkar skiljast leit- ar hugurinn til baka. Við minnumst allra þeirra gleðistunda þegar að við sem börn fórum í heimsókn til ykkar Óskars afa á Hringbrautina. Það var mikið áfall þegar Óskar afi dó og sárt að sjá hversu mjög þú saknaðir hans. Við systkinin nutum síðar þeirra forréttinda að hafa þig í ná- vist okkar eftir að þú fluttir hingað í Blöndubakkann og fyrir það erum við þakklát. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Edda Björg og Snorri Rafn Sigmarsbörn. drekkhlaðnar heim á Freyjugötuna. Ragna giftist ekki né átti börn, en börn bræðra hennar voru sem hennar eigin og bar hún hag þeirra mjög fyrir bijósti. Ekki er hægt að láta hjá líða að dást að þeirri hjálp- semi og aðstoð sem Björg bróðurdótt- ir hennar veitti henni þrátt fyrir að hún væri útivinnandi húsmóðir með fímm manna fjölskyldu. Var ég satt að segja oft hrædd um að hún of- gerði sér. Okkur hættir öllum til að lifa tals- vert í minningunum þegar við eld- umst og þar sem ég sat hjá Rögnu og hélt í hönd hennar síðustu stund- irnar hrönnuðust upp í hugann árin okkar saman, töldum jafnvel stund- um að við værum að ráða lífsgát- una. Sagt er að kennarar séu að kenna allt sitt líf, geti bara ekki hætt. Þetta reyndist rétt hvað frænku mína varðaði og oft fannst mér nóg um og sagðist alveg kunna nóg. Þá svaraði hún að alltaf væri nú hægt að bæta við sig. Síðustu ár Rögnu voru henni erfíð, sjón og heym fóru að bila og svo tóku aðrir kviliar að gera vart við sig. En þrautseigjan var ótrúleg. All- ar hugsanir snerust um hennar fóik og að því liði sem best. Gamall er það sem enginn vill vera en allir vilja verða. En árin segja ekki allt, það er heilsan sem spilar þar stærsta hlut- verkið. Ég kveð hér kæra frænku og þakka fyrir góða samfylgd. Anna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.