Morgunblaðið - 13.08.1997, Side 40

Morgunblaðið - 13.08.1997, Side 40
i£ reei tsuda .si HuoAauxivam 40 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 Matur og matgerð Blómkál Og kóngulær Skyldi Kristín Gestsdóttir borða kóngulær með blómkálinu spyr kannski einhver sem les fyrirsögnina. ÞAÐ VIRÐIST mikið um kóngu- lær þessa dagana. Þegar maður gengur um skóginn hér í kring þarf maður að bera hönd fyrir sig til að fá ekki vefinn framan í sig. Á hveijum morgni þegar gengið er fyrir húshornið er þar nýr vefur og bíllinn er vafinn í kóngulóarvef á morgnana, Kóngulær eru iðnar. í gær þegar ég opnaði fataskápinn sem er við hliðina á opnum glugga fékk ég kóngulóarvefsflækju framan í mig, sú hefur komist inn í skjóli myrkurs og unnið verk sitt með- an við sváfum. En í morgun þeg- ar ég vaknaði kastaði fyrst tólf- unum. Það var kónguló búin að spinna vef beint yfir mér. Ég var fljót fram úr þann morguninn. Þegar ég var búin að jafna mig fékk ég mér göngu niður í mat- jurtagarðinn og sá mér til mikill- ar ánægju að blómkálið var orðið stórt og myndarlegt. Nú verður blómkál í allar máltíðir næstu daga. Sprotakál (brokkoli) erum Farsið 250 g saltkjötshakk 200 g ferskt lambahakk 1 dl kartöflumjöl 'Adl hveiti 'Atsk. pipar 2 dl nýmjólk Setjið allt nema mjólkina í hræri- vél og hrærið saman, hrærið mjólk- ina smám saman út í og hrærið vel á milli. Blómkál með kjötfarsi utan um 1 meðalstór blómkálshaus 500 g kjötfars hreint stykki t.d. diskaþurrka 1. Skerið örlítið neðan af stilknum á blómkálinu, setjið í heilu lagi í pott sem rétt rúmar hann, stilkur snúi niður, hellið 2 ’A dl af vatni í pottinn og sjóðið þetta í 5 mínútur. Takið þá upp úr en geymið soðið. 2. Breiðið stykkið á borðið og smyijið farsinu á það. Leggið blómkálið ofan á farsið, stilkur snúi upp. Bindið stykkið utan um. Setjið í pottinn með við fyrir löngu farin að borða og það vex grimmt. Til þess að það vaxi ekki úr sér er best að taka það jafnóðum, sjóða upp á því og frysta. Leggirnir tréna fljótt og þarf þá að afhýða þá. Blóm- kál hefur nú lækkað mikið í verði og það hentar vel til frystingar. Vítamín varðveitist vel í kálinu í frysti svo fremi að soðið sé aðeins upp á því. Með því gerum við efnakljúfa óvirka, en þeir halda áfram að virka og eyði- leggja vítamín jafnvei í frosti. Þannig varðveitast vítamín mun lengur en í fersku káli sem búið er að geyma um tíma, sem hlýt- ur að gilda um hið innflutta sem verið er að selja að vetrinum. Margir þekkja blómkálsgratin og biómkálssúpu, en hvernig væri að prófa eitthvað nýtt t.d. blóm- kál með kjötfarsi utan um. Það er einstaklega fallegur og góður réttur. Svo getum við líka nýtt ýsuafganga í góðan blómkáls- rétt. Ég bjó til mitt kjötfars út salt- kjötshakki og fersku hakki. Oft er saltkjötshakkið of salt og því gott að bæta fersku hakki saman við. En auðvitað má nota tilbúið fars. blómkálssoðinu, legg- ið lok á og sjóðið í 15 mínútur. Takið stykkið af og skerið hausinn í tvennt og berið fram. Meðlæti: Smjör og ristað brauð, einnig má búa til sósu úr soðinu. Blómkál með ýsuafgangi 3egg 1 meðalstór blómkálshaus smábiti soðin ýsa 3 msk. matarolía 25 g smjör 2 - 3 tsk. karrí 1 'A dl rasp 1. Harðsjóðið eggin. Takið af þeim skurnina. Skerið í báta. 2. Takið kálið í hríslur og sjóðið í litlu saltvatni í 5 mínútur. Hellið soðinu af. 3. Setjið matarolíu og smjör á pönnu. Hrærið karri út í og brúnið örlítið, en þetta má alls ekki brenna. Minnkið hitann. 4. Setjið rasp og mulinn fisk út í og veltið við smástund. 5. Setjið blómkálið á fat og hell- ið karrífiskinum yfir. 6. Raðið eggjum ofan á. Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða kartöflur. MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Klassík fm MIG LANGAR til að hrópa húrra fyrir tveimur grein- um sem birst hafa í Morg- unblaðinu nú fyrir skemmstu frá Oliver Kent- ish og Valdemar Pálssyni um útvarpsstöðina Klassík fm. Ég vil taka undir með þeim og hvetja ráðamenn til að styðja við þessa góðu stöð svo halda megi út- sendingum áfram. Ég held ef hugur fylgdi máli hjá menningarpostulum okkar, sem þurfa sumir hveijir að ganga gegnum það kval- ræði að sækja tónleika o.þ.h., ætti þá ekki að muna mikið um að styðja aðeins við bakið á svona stöð. Þetta getur varla ver- ið spurning um meira en eitt stöðugildi á ári. Aðalmálið er hins vegar það að Ríkisútvarpið ætti auðvitað að sjá sóma sinn í því að halda úti einni svona stöð vegna þess að mér er vel kunnugt um að þeir eiga aðgang að aragrúa af klassaefni víðs- vegar að. í öllum menning- arlöndum er haldið úti a.m.k. einni, ef ekki fleir- um, svona stöðvum. Á meðan þetta kostar svona lítið væri skömm ef þessi ágæta stöð þyrfti að leggja upp laupana. Gylfi Baldursson Tapað/fundið Göngustafur tapaðist ELÍSABET Vilhjálmsson, sem er fötluð og gengur með tvo göngustafi, tapaði öðrum þeirra, er hún lagði hann upp á þak bifreiðar sinnar, og ók burt frá Bón- us, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði sl. föstudag. Um þykkan ljósbrúnan bambusstaf er að ræða með gráum gúmmítappa undir. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 552-1076. Farsími tapaðist FARSÍMI af gerðinni Philips Fuzz tapaðist frá bílastæðinu við Ésju upp í miðjar hlíðar sl. laugardag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringjaí síma 555-3348. Giftingarhringur fannst KARLMANNS giftingar- hringur með áletrun innan í fannst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir u.þ.b. 10 dögum. Upplýsingar um hringinn eru veittar í síma 551-5017. Hjólkoppur tapaðist 15 TOMMA teinahjólkopp- ur af amerískum bíl tapað- ist á leiðinni frá Ferstiklu, yfir Dragháls að Skorra- dalsvatni 31. júlí sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 557-3558. Kristín. Veiðikassi tapaðist ABU-Garcia, grár, frekar stór veiðikassi, tapaðist við afleggjarann Vatnskot við Þingvallavatn um verslun- armannahelgina. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 553-0639. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR með áletruninni „Þinn Hörður“ tapaðist um sið- ustu helgi, en ekki er vitað nákvæmlega hvar. Eigand- inn gerði sér ferð í Laugar- dalslaugina, í verslunina Virku, Mörkinni 3, og á skrifstofu lamaðra og fatl- aðra, Háaleitisbraut 60. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 588-1553. Gæludýr Páfagaukur tapaðist DÖKKBLÁR, hvítur og grár páfagaukur flaug út um glugga á heimili sínu í suðurbæ Hafnarfjarðar um sjöleytið sl. laugar- dagskvöld. Páfagaukurinn er gæfur og er hans sárt saknað. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 565-2325. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu skákmóti sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Partrick Lyrberg (2.430) hafði hvítt og átti leik gegn Johan Hultin (2.355) 27. Hxe5! — fxe5 28. Dg5+ og svartur gafst upp. Eftir 28. —Ke8 29. Dxe5 hótar hvítur báðum svörtu hrókunum og 29. — Ke7 30. Rf5+ bjargar engu. Helgi Ólafsson keppir á mótinu. Hann var efstur ásamt tveimur öðrum þegar mótið va rúmlega hálfnað: L—3. Helgi Ólafsson, Ryt- sjagov, Lettlandi og See- man, Eistlandi 4'A v. af 6 mögulegum, 4. Lars Karls- son 4 v., 5.-6. Ralf Ákes- son og Agrest, Rússlandi 3'A v., 7.-8. Sjöberg og Lyrberg 3 v., 9. Laveryd 2‘A v., 10. Wallace, Ástralíu l'A v., 11. Hultin 1 v. og 12. Engquist ,/t v HVÍTUR leikur og vinnur Morgunblaðið Ingibjörg Jóhannesdóttir ÞESSIR duglegu krakkar á Kópaskeri héldu tombólu fyrir stuttu og gáfu þau Rauða krossi Islands ágóðann sem var 3.050 krónur. Þau heita Hlynur Orri, Ómar Smári, Enis, Elvar, Haraldur og Kristrún. ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar Hjálparstofnun kirkjunnar og varð ágóðinn 1.510 krón- ur. Þær heita Hildur, Auður, Elín og Hafdís. Víkveiji skrifar... AÐ vakti athygli kunningja Víkveija á ferð um Borgarnes nýlega að þar er verið að reisa nýja bensínstöð við brúna yfir Borgarfjörð. Hinum megin götunn- ar er þjónustumiðstöðin Hyrnan, sem selur ferðamönnum Esso- bensin og allan beina. Hyrnan var sem kunnugt er reist í túnfætinum hjá bensínstöð Shell, sem var fyrst til þess að veita ferðamönnum þjónustu á þessum bletti. Þegar nýja bensínstöðin sem_ reist er í nafni fyrirtækisins ÓB, Ódýrt bensín, tekur til starfa er ekki annað að sjá en ferðamenn eigi völ á að skipta við þijár bensínstöðvar á um það bil 50 fermetra bletti í Borgarnesi. xxx KUNNINGI Víkveija sagðist orðinn langþreyttur á kynn- um af „matarmenningu íslendinga" eins og hún blasir við þeim sem ferðast um þjóðvegi landsins. Flest- um veitingastöðum við ferða- mannastaði er ekki með sanngirni hægt að velja annað heiti en grillsjoppur; „sósa og salat“ er í öndvegi. Ef veitingastaður á lands- byggðinni selur t.d. soðinn fisk eða steikarsneið er næsta víst að verð- lagningin stenst samanburð við dýrustu veitingahús í Reykjavík þótt gæði veitinganna geri það sjaldnast. Það er fleira íslenskur matur en feitt kjöt og súrmeti. Er hvergi til veitingastaður við þjóð- vegi íslands sem selur íslenskum og erlendum ferðamönnum þjóðleg- ar og ódýrar kræsingar á borð við kjötsúpu á eðlilegu verði? spurði kunninginn. xxx FLEIRA lá kunningja Víkveija á hjarta eftir ferðalög um vegi landsins. Næst kvartaði hann yfir farsímafíklum. Hafði mætt þremur slíkum einn morguninn á vegum úti. Allir voru að aka og tala í sím- ann samtímis! Kunninginn kvaðst daglega mæta nokkrum í höfuð- borgarumferðinni en kvaðst hafa orðið hissa á að landsbyggðaröku- menn virtust engir eftirbátar borg- arbúa í þessum ósið. Kunninginn sagðist hafa kennt í bijósti um þessa menn sem voru svo stressaðir að þeir gátu ekki tekið sér tíma til að gefa sig óskipta að einu verki og annaðhvort stöðvað bílinn meðan þeir luku símtali eða þá slökkt á símanum meðan þeir voru (úti!) að aka. Hann sagðist ekki í vafa um að þessir farsíma- fíklar væru mikil ógnun við öryggi fólks í umferðinni og fagnaði því að fréttir hefðu borist af því að Danir væru farnir að taka upp harð- ar refsingar við þessu. „Hver er munurinn á því að aka meðan mað- ur talar í símann og hinu að aka undir áhrifum áfengis?" spurði kunninginn og þá varð fátt um svör hjá Víkveija.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.