Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 14

Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Hlynur Stefánsson og Gunnar Oddsson efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins eftir 12 umferðir „Gömlu“ jaxlamir standa sig best HLYNUR Stefánsson, ÍBV, og Gunnar Oddsson, Keflavík, eru efstir og jaf nir í einkunnagjöf Morgunblaðsins þegar 12 um- ferðum af 18 er lokið. Báðir hafa þeir hlotið 14 M, eða 1,16 M að meðaltali í leik. 13. umferðin í Sjóvár-Almennra deild- inni ferfram í kvöld og þá leika ÍBV-Grindavík, ÍA-Skallagrím- ur, KR-Valur, Keflavík-Skallagrímur og Fram-Leiftur. Valur B. lónatansson tók saman Eftir niðurstöðunni að dæma hafa Hlynur og Gunnar leikið best allra þrátt fyrir að vera með elstu leikmönnum deildarinnar, báðir 32 ára. Þeir hafa verið burðarásarnir í liðum sínum, Gunnar á miðjunni hjá Keflavík, sem hefur komið mest á óvart allra liða í sumar, og Hlynur í vörninni hjá ÍBV, sem er efst í deildinni auk þess sem liðið leikur til úrslita í bikarkeppninni. Hlynur, sem er fyrirliði ÍBV, hefur einu sinni fengið þíjú M í sumar, á móti Fram í 11. umferð. Tvisvar hefur hann fengið tvö M, í 1. umferð á móti ÍA og í 8. umferð á móti Keflavík. Gunnar, sem jafnframt er annar þjálfara Keflavíkurliðsins, hefur þrisvar fengið tvö M í sumar, í 2. umferð á móti Stjörnunni, í 6. umferð á móti KR og í 9. umferð á móti ÍA. Hann hefur fengið M í öllum umferðunum nema einni, í þeirri 8. á móti ÍBV. Gunnar var í öðru sæti í einkunnagjöf Morgun- blaðsins í fyrra með 19 M, tveimur á eftir Baldri Bjarnasyni úr Stjörn- unni sem varð efstur. íslenskir knattspyrnu- menn bestir 32 ára Annar harðjaxl er í þriðja sæti í einkunnagjöfinni. Það er Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna. Hann er einnig 32 ára eins og Hlynur og Gunnar og má því ætla að íslenskir knattspyrnumenn séu bestir á þessum aldri. Ólafur hef- ur hlotið 13 M og hefur leikið alla 12 leikina eins og Gunnar og Hlynur. Hann hefur þrívegis feng- ið tvö M í sumar, í 5. umferð á móti Grindavík, í 6. umferð á móti SkaHagrími og í 12. umferð á móti Fram. Þrír leikmenn hafa fengið 12 M og eru tveir þeirra markverðir, Kristján Finnbogason úr KR og Árni Gautur Arason úr Stjörn- unni. Þriðji leikmaðurinn er Milan GUIMNAR Oddsson hefur stjórnað Keflavíkurliðinu eins og herforingi í sumar og hefur frammistaða liðsins komið mjög á óvart. Gunnar var næstefstur í einkunnagjöf Morgunblaðs- ins í fyrra og ætlar að blanda sér aftur í toppslaginn. ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, hefur verið besti leikmaður liðsins í sumar. Stefán Jankovic, varnarmaðurinn sterki úr Grindavík. Eyjamenn hafa leikið best Eyjamenn er efstir í einkunna- gjöf einstakra liða og hafa því að mati íþróttafréttamanna Morgun- blaðsins leikið best í sumar enda eru þeir efstir í Sjóvár-Almennra deildinni. Þeir hafa hlotið samtals 85 M, eða rúmlega 7 M að meðal- tali í leik. Keflavík er í öðru sæti ásamt KR með 72 M. Þá koma Skagamenn með 67, Fram 60 M, Grindavík 59, Valur 56, Leiftur 55, Stjarnan 49 og Skallagrímur rekur lestina með 46 M, eða 3,8 M að meðaltali í leik. Tryggvi markahæstur Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV er markahæstur eftir 12 umferðir með 8 mörk. Andri Sigþórsson úr KR kemur næstur með 7 mörk, en hann hefur aðeins leikið átta af tólf leikjum í deildinni. Stein- grímur Jóhannesson, ÍBV, og Þor- valdur Makan Sigbjörnsson, Leiftri, koma næstir með sex mörk. Ríkharður Daðason úr KR var markahæstur á sama tíma í fyrra eftir 12 umferðir með 10 mörk. Hann varð síðan markakóngur íslandsmótsins 1996 með 14 mörk. flrangun i Sjovar- Almennra deildinni eftir 12 umferðir Þeir hafa skorað flest mörk Tryggvi Guðmundsson - ÍBV Fj. leikja 12 Andri Sigþórsson - KR 8 Þorvaldur M. Sigbjörnsson - Leiftur 10 Steingrímur Jóhannesson - ÍBV 12 Einar Þór Daníelsson - KR 11 Sverrir Sverrisson - ÍBV 12 Haukur Ingi Guðnason - Keflavík 12 Valdimar K. Sigurðsson - Skallagrímur 11 Ásmundur Arnarsson - Fram 11 Ríkharður Daðason - KR 11 mörk„ HLYNUR Stefánsson hefur verið burðarásinn í sigursælu liði Eyjamanna í sumar. Hér hefur hann betur í viðureign við Framarann Þorbjörn Atia Sveinsson í leik fyrr í sumar. Þeir hafa fengið flest Fj. leikja Hlynur Stefánsson - ÍBV 12 Gunnar Oddsson - Keflavík Ólafur Þórðarson - lA Árni Gautur Arason - Stjarnan Kristján Finnbogason - KR Milan Stefán Jankovic - Grindavík Brynjar Björn Gunnarsson - KR Gunnlaugur Jónsson - ÍA Jóhann B. Guðmundsson - Keflavík 12 Zoran Ljubicic - Grindavík 12 staða liðanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.