Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 35
I
I
I
I
í
I
I
<
4
í
i
I
(
*
GISLIKRISTINN
G UÐBRANDSSON
+ Gísli Kristinn
Guðbrandsson
fæddist í Reykjavík
15. september 1930.
Hann lést á heimili
sínu, Laugateigi 10,
12. ágnst sídastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðbrandur
Guðjónsson, múr-
arameistari, f. 13.
mars 1904, d. 29.
nóv. 1974, og Jó-
hanna D. Gisladótt-
ir, f. 3. nóv. 1899.,
d. 2. okt. 1940.
Seinni kona Guð-
brandar og sljúp-
móðir Gísla var Guðrún Þor-
valdsdóttir frá Hausastöðum í
Garðahverfi, f. 3. okt. 1906, d.
5. maí 1997. Systkini Gísla eru
Guðbjörg Helga, f. 22.1. 1932,
Hrafnhildur, f. 27.6.
1935, Þorbjörg, f.
19.8. 1938, og Har-
aldur, f. 25.7. 1932,
d. 17.5. 1971.
Gísli lauk gagn-
fræðaprófi frá
Menntaskólanum i
Reykjavík og far-
mannaprófi frá
Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík
1954.
Árið 1954 kvænt-
ist Gísli Svölu Mar-
elsdóttur, f. 18.1.
1934. Þau slitu sam-
vistum. Kjörsonur
þeirra er Guðbrandur Sverrir,
f. 27. apríl 1960.
Útför Gísla fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 18. ág-
úst og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn, ég vil þakka
þér fyrir alla þá umhyggju sem
þú sýndir mér ætíð í veikindum
mínum. Þú varst orðinn mikið veik-
ur, elsku pabbi minn, en samt
heimsóttir þú mig alla sunnudaga
nema þann síðasta sem þú lifðir.
Það verður mikill söknuður að fá
ekki að sjá þig framar.
Mamma er búin að segja mér
að þú sért kominn til guðs og að
þar líði þér vel og sért ekki lengur
veikur.
Mamma og ég sendum þér þetta
ljóð:
Þó fölni rósin fagra á leiði þínu
og fenni þar um vetur öll mín spor
þá munt þú eiga alltaf í hjarta mínu
óskaland sem eilíft hefur vor.
Þinn sonur,
Sverrir.
Það var sól og einn hlýjasti dag-
ur sumarsins þegar síminn hringdi
og systir okkar tilkynnti að bróðir
okkar væri dáinn. Það er erfítt að
missa sína nánustu þótt við vissum
að hveiju stefndi. Þegar Gísli
greindist með krabbamein í vetur
kom ekkert annað til greina hjá
honum en að komast yfir sjúkdóm-
inn. Ung misstum við móður okkar
og um tveggja ára skeið dvaldi
hann hjá móðurfólki okkar bæði á
Siglufirði og í Skagafirði en kom
fermingarárið sitt suður þegar fað-
ir okkar giftist aftur.
Gísli fór snemma á sjóinn, fyrst
á olíuskipið Skeljung og síðan á
Kyndil. Hann bytjaði sem að-
stoðarmatsveinn, síðan háseti, þá
stýrimaður og að lokum skipstjóri
á Kyndli í 16 ár. Fyrir nokkrum
árum kom Gísli í land en vann
áfram hjá Skeljungi. Hjá því fyrir-
tæki starfaði hann í 49 ár. Hann
sagði oft að hann ætlaði að hætta
að vinna eftir 50 ára þjónustu við
Skeljung en því miður var heilsan
að bila og hann búinn að segja upp
störfum.
Elsku bróðir, þú varst afskap-
lega vel af Guði gerður, hafðir
gott skap og varst hvers manns
hugljúfi. Það sýndi best þinn innri
mann hvernig þú hugsaðir um
drenginn þinn sem er vistmaður á
Kópavogshæli og við stjúpu okkar
sem var þér mjög kær.
Við leiðarlok hlýtur hugurinn
að nema staðar við gamlar og
góðar minningar sem sækja á. Við
munum vel eftir því þegar við vor-
um börn og þú sagðir okkur sann-
ar og ýktar sögur enda var frá-
sagnarhæfileiki þinn mikill.
Elsku bróðir, hjartans þakkir
fyrir að hafa átt þig.
Guðbjörg og Hrafnhildur.
Við systkinin viljum minnast
Gísla frænda með fáeinum orðum.
Upp í hugann koma helst þær
skemmtilegu stundir þegar ætt-
fólkið kom saman og Gísli lék á
als oddi. Það er ekki ofsagt að
Gísli hafi verið spaugsamur og
þegið í vöggugjöf gáfur sögu-
mannsins. Avallt var hópast í
kringum hann í fjölskylduboðum
því þar var skemmtunin fyrir unga
og aldna. Frásagnargleðin var hon-
um í blóð borin.
Hann hafði sérstakan hæfileika
til að öðlast virðingu og athygli
smáfólksins með kúnstum og
göldrum sem fáum er gefíð. Böm-
um okkar þótti stórmerkilegt að
það brást aldrei að Gísli færði
heimilishundi systur sinnar alltaf
stauk af „smartís" þegar hann kom
í heimsókn. Allir viðstaddir nutu
þó af örlætinu til hundsins þegar
upp var staðið.
I jólaboðum hjá afa og ömmu á
Laugateignum þegar við vorum
böm var ávallt beðið með eftir-
væntingu eftir að Gísli færi að
galdra. Eitt af atriðunum var að
hann borðaði eldspýtu og tuggði
með miklum tilþrifum. Eldspýtan
breyttist síðan í „alvöru hænuegg"
sem fundust hér og þar og fylltu
loks ísskápinn hjá undrandi ömm-
unni. Það var ekki öllum gefíð að
verpa eggjum.
Við munum ferðirnar sem við
fengum að fara með Kyndli. Það
var ekki amalegt fyrir böm að eiga
einstakan frænda sem var skip-
stjóri og sigla með honum í eftir-
minnilegar ævintýraferðir á
ströndinni. Ríkulega var veitt af
öllu um borð, keyptur kassi af kók
og fullur poki af lakkrísrörum -
minna mátti það nú ekki vera.
Elsku Gísli, við minnumst þín
með hlýhug og þökkum afar
ánægjulegar stundir.
Við vottum Sverri, syni Gísla,
systrum og öðrum aðstandendum
innilegustu samúð.
Gunnar Hrafn
og Sigríður Dísa.
Ég sá Gísla vin minn Guðbrands-
son fyrst þegar við vorum að hefja
nám við Stýrimannaskólann í
Reykjavík haustið 1952. Ég ætlaði
að ná mér í gluggasæti til að hafa
eitthvert útsýni og helst í öftustu
röð svo erfiðara yrði fyrir kennar-
ana að fylgjast með því hvað mað-
ur væri að sýsla í tímum. En ég
varð seinn fyrir sem oftar á þessum
árum. Setið var í öllum bestu sæt-
unum. Meira að segja gluggasætið
við fremsta borð var upptekið. Ég
hef örugglega verið allvandræða-
legur þegar hér var komið, en þá
barst hjálpin. Nemandi í glugga-
sæti við næst aftasta borð bauð
mér sætið við hliðina á sér. Þetta
var Gísli. Ekki er svo að orðlengja
það að þarna sátum við saman þar
til við útskrifuðumst vorið 1954.
Mér fannst ég hafa verið mjög
heppinn því betri sessunautar var
vart hægt að óska sér. Gísli var
alltaf í góðu skapi og léttur í lund
og hann var ávallt reiðubúinn að
rétta hjálparhönd ef mann vantaði
glósur eða þess háttar. Þegar skóla
lauk skildu leiðir eins og gengur,
en vinátta okkar hélst. Eftir að
Gísli lét af skipstjórn á Kyndli og
fór að vinna hjá Skeljungi úti í
Örfirsey hitti ég hann oftar en
áður og sá að lund hans og glatt
geð var enn hið sama og á skólaár-
unum.
Gísli var einn þeirra manna sem
leggja sig alla fram við að leysa
sín verk vel af hendi því hann
hafði þá skoðun að hagur fyrir-
tækja byggðist á traustum starfs-
mönnum og hagur starfsmanna á
traustu fyrirtæki.
Þegar læknar sögðu Gísla á síð-
asta ári að hann væri með krabba-
mein, þá hafði hann ekki mestar
áhyggjur af því að eiga e.t.v. stutt
eftir ólifað, heldur hinu að ná ekki
að starfa 50 ár samfleytt hjá sama
vinnuveitanda - Skeljungi, en því
hefði hann náð næsta vor og það
hafði hann einsett sér.
Ég þakka Gísla samfylgdina og
votta aðstandendum og ástvinum
mína dýpstu samúð.
Þröstur Sigtryggsson.
Árið 1997 verður okkur ábúend-
um á Laugateigi 10, Rvk, fyrir
margar sakir eftirminnilegt ár.
Hinn 5. maí sl. lést móðir okkar í
hárri elli umvafín sínum nánustu
og nú 12. ágúst féll í valinn okkar
ástkæri bróðir Gísli. Samviskusemi
og stundvísi var honum í blóð bor-
in, um það held ég að allir sem
hann þekktu geti verið sammála.
Um það getum við vitnað sem höf-
um búið í sama húsi og hann, því
nákvæmlega kl. 12.45 laugardaga
og sunnudaga var bankað á hurð
og kallað „er einhver heima“. Yfír
kaffíbolla var rætt um daginn og
veginn áður en farið var af stað
til að sinna erindum, laugardaga
draga að sínu litla notalega heim-
ili, áður en fótboltinn hófst í sjón-
varpinu, og sunnudaga áður en
farið var suður á Kópavogshæli til
þess að heimsækja soninn sem þar
býr.
Áður en ég, sem þessar línur
rita, flutti í húsið bjó móðir mín
hér ein, eftir að faðir okkar lést,
lét Gísli sér annt um „gömlu sína“
eins og hann kallaði hana í glettni,
borðaði með henni kvöldmat, hlúði
að henni og ekki síst gerði að gamni
sínu við hana, sem hún kunni vel
að meta. Það er nú svo með okkur
foreldra að við tölum jafnan um
afkomendur okkar sem börn þótt
fullorðin séu. Gamla konan talaði
ævinlega um „drenginn sinn“ í stað
þess að nefna hann með nafni, það
segir margt um það hvaða hug hún
bar til hans. Það er margs að minn-
ast frá góðri æsku í skjóli góðra
foreldra og gott að hafa átt stóran
bróður sem ávallt var reiðubúinn
að hjálpa litlu systur, en hæst ber
þó þakklæti fyrir þá umhyggju og
alúð til gamallar konu sem þótti
ákaflega vænt um stjúpsoninn
„drenginn sinn“.
Elsku bróðir, það var notalegt
að heyra bankið á dyrnar um helg-
ar og spjallið sem því fylgdi og
gaman að heyra hlátrasköllin í
börnum og barnabörnum í jólaboð-
um, þegar þú gerðist göldróttur og
lést egg, eldspýtur og jafnvel fing-
ur hverfa á svipstundu. Það var
notalegt að eiga þig sem vin. Við
hjónin á hæðinni fyrir neðan, börn
okkar og barnabörn vottum Sverri
okkar dýpstu samúð við fráfall
góðs föður og vinar. Hvíl þú í friði.
Þorbjörg Jósefdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar
má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg
tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
EINAR Ó.
EIRÍKSSON
+ Einar Ó. Eiríks-
son fæddist á
Vopnafirði 22. jan-
úar 1906. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 7. ág-
úst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður Sig-
urðardóttir og Ei-
ríkur Jónsson.
Fyrri kona Ein-
ars var Krisljana
Ólafsdóttir, börn
þeirra: Ingvi Rafn,
f. 18.2. 1932, látinn,
Snorri Brynjar, f.
22.1. 1933, látinn, og Anna
Berta, f. 29.9. 1936. Seinni kona
Einars var Valgerður Lilja
Jónsdóttir, f. 23.12. 1917, d.
20.1. 1996. Þeirra synir eru
Eiríkur Páll, f. 10.6. 1950, og
Valgarður, f. 19.1. 1955.
Utför Einars hefur farið
fram í kyrrþey.
Kvaddur hefur verið hinstu
kveðju kær ömmubróðir minn Ein-
ar Eiríksson.
Síðasta æviárið dvaldi hann á
Hrafnistu í Hafnarfírði. Frá glugg-
anum hans þar var útsýni til hafs.
Þaðan fylgdist hann með skipa-
ferðum sem minntu á bemskudag-
ana austur á Vopnafírði þar sem
lífsafkoman byggðist á sjósókn.
Ungur að árum stundaði Einar
róðra fyrir austan með föður sínum
og bræðrum þar sem ekki var hlíft
við vinnu og vosi sjósóknarinnar.
Æ síðar á lífsleiðinni er búið að
slíku veganesti, enda reyndist Ein-
ar dugmikill og trúr í störfum sín-
um til sjós og lands.
Um langt árabil stundaði Einar
störf hjá Ofnasmiðjunni og síðar
hjá Eimskipafélagi íslands.
Árið 1948 kvæntist Einar Val-
gerði Lilju Jónsdóttur en hún lést
í ársbyrjun 1996. Á fyrstu búskap-
arárunum byggðu þau hús sitt í
Breiðagerði 21 í Reykjavík og
bjuggu þar lengst af ásamt sonum
sínum Eiríki Páli og Valgarði. Alla
tíð var náin vinátta með Einari og
systkinum hans og því oft gest-
kvæmt hjá hjónunum í Breiða-
gerði. Ætíð átti frændfólkið sem
kom að norðan vísan gististað hjá
þeim. Gott var að vera í návist
Einars, hann var hlýlegur í við-
móti og hógvær í allri umræðu.
Seint gleymast
fyrstu suðurferðir
okkar systranna. Á
haustin áður en skóli
hófst fengum við að
bregða okkur til borg-
arinnar og þar nutum
við daganna á heimili
Einars frænda míns.
Upp rifjast bæjarferð-
irnar með Valgerði,
skemmtileg kynni af
frænkum hennar í
Vesturbænum, að
ógleymdri glaðværð- <-
inni sem ætíð ríkti í
Laugarnesinu hjá Sig-
ríði fóstursystur hennar. Hve lengi
mætti ekki telja á perlubandi minn-
inganna?
Þó að fullorðinsárin tækju við
fækkaði ekki ferðunum í Breiða-
gerði. Þangað var gott að koma.
Alltaf var kaffíð á könnunni og
nýbakaðar vöfflur eða pönnukökur
gjarnan bornar fram. Valgerður
hafði yndi af að sinna gestum sín-
um. Áð afloknu löngu dagsverki
sat Einar í stólnum sínum með
pípuna - ekki margmáll en hafði
þó sína skoðun á málunum.
Árið 1994 fluttu þau hjónin í -V
litla íbúð við Hæðargarð en þá var
heilsa þeirra farin að þverra og
erfitt var orðið að halda við húsinu
og hirða garðinn umhverfís. Það
var þeim ekki auðvelt að yfírgefa
hlýlega heimilið sitt í Breiðagerði
eftir rúmlega 40 ára búsetu þar.
Þar eð sól er nú hnigin að ævi-
kveldi Einars er við hæfi að kveðja
hann með ljóðlínum nafna hans og
æskuvinar frá Hermundarfelli, en
báðir áttu þeir nafnar rætur á
sömu slóðum. ■£.
Nú haustblærinn næðir um húmdökknuð
pi
og hlynur og björk fella laufín sín öll,
og víðir og lyngið og blágresið bliknar,
svo bleik verður grundin,
og brimar við fjörðinn og sundin.
Og haustskýjadansinn í dimmunni hefst
og drunginn og treginn að hjartanu vefst.
Og væri ekki sælast, er sumarið kveður,
með söngfuglaróminn,
að sofna eins og trén og blómin.
Þó að liggi ekki lengur sporin
til frænda míns munu minningar
um vináttu og umhyggju ylja um
ókomna tíð.
Ingibjörg Eiríksdóttir. t
LE6STEINAR
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
Sendunt
myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - Reykjavik
sími: 587 1960 -Jax: 587 1986
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Espigrund 7,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 19. ágúst kl. 14.00.
Sveinn Kr. Guðmundsson,
Örnólfur Sveinsson, Guðrún Björnsdóttir,
Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir,
Sigurbjörn Sveinsson, Dagbjört Hansdóttir
og barnabörn.