Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 14

Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Börnin á leikskólanum Arholti brugðu sér í berjamó á Þelamörk Gönguferð KRÖKKT var af berjum á hverri þúfu og komust margir að BÖRNUNUM á Árholti þótti heldur betur gaman í gær þegar með henni Auði Evu sem týnir af kappi í fötuna sína. þau fór í berjamó að Þelamörk. í Djúpadal FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar í Djúpadal næstkom- andi laugardag, 30. ágúst. Djúpidalur er vestur úr Eyjafjarð- ardal, hann er þröngur og fjöllin kringum hann svo há að sagt er að ekki sjáist til sólar frá innsta bæn- um, sem nú er í eyði, nær hálft árið að því er fram kemur í frétt frá ferðafélaginu. Fjöllin í Djúpadal eru með miklum hamrabeltum og mörg fagursköpuð, einkum er Mælifells- hnjúkur fyrir miðjum dal mikilfeng- legt fjall. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar sem er opin milli kl. 16 og 19. -----» ♦ ♦ A MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Laufás- kirkju næstkomandi sunnu- dag, 31. ágúst kl. 14. Morgunblaðið/Kristján er alltaf á Akureyri á miðvikudögum og í gær hafði Dettifoss þar viðkomu. SKIP frá Eimskip EIMSKIP hefur tekið í notkun tvö ný skip inn á strandleiðina frá Reykjavík til Isafjarðar, Ak- ureyrar, Eskifjarðar og áfram til hafna á meginlandi Evrópu. Syst- urskipin Dettifoss og Bakkafoss hafa leyst af hólmi Skógarfoss og leiguskipið St. Pauli. Systurskipin Dettifoss og Bakkafoss voru smíðuð í Sietas skipasmíðastöðinni í Þýskalandi árið 1983 og og er flutningsgeta Ný og stærri skip í strand- siglingum þeirra 413 gámaeiningar. Garðar Jóhannsson, forstöðu- maður Eimskips á Akureyri, segir ávinninginn af þessari breytingu einkum þríþættan. „Nýju skipin eru með 30% meiri flutningsgetu en hin og ná þar með að anna betur þeim toppum sem myndast á siglingaleiðinni. Þá er ganghraði þeirra meiri sem tryggir aukið ör- yggi gagnvart áætlun. Einnig eru nýju skipin stærri og breiðari sem gerir það að verkum að þau eru stöðugri við bryggju og tryggir skemmri Iestunar- og losunartima.' Arsfundur samtaka í verslun ÁRSFUNDUR samtaka í verslun á Norðurlöndum stendur nú yfir á Akureyri, hann hófst í gærmorgun og honum lýkur síðdegis á morgun. Um er að ræða þrenn samtök, samtök stórkaupmanna, smávöru- verslana og þá eru í öðrum löndum en íslandi starfandi sérstök samtök vinnuveitenda í verslun. Tilhneiging- in hefur verið sú á síðari árum að þessi samtök sameinist og það hefur til að mynda gerst í Svíþjóð. Helstu umræðuefni fundarins verða samningamál, milliríkjaversl- un og smásöluverslun en hann er haldinn á Hótel KEA. ----» ♦ ♦ Bílasýning BÍLABÚÐ Benna og Bílasala Akur- eyrar hafa tekið upp formlegt sam- starf um sölu og þjónustu á Ssang Yong Musso og Ssang Yong Kor- ando. Af því tilefni verður efnt til bílasýningar hjá Bílasölu Akureyrar um helgina, 30. og 31. ágúst þar sem sýndir verða bílar af báðum gerðum í mörgum útfærslum. Boðið verður upp á reynsluakstur og kynntur stað- albúnaður sem fylgir með í kaupum. Sýningin stendur frá kl. 13 til 17 og verður boðið upp á veitingar. KORG RAFPÍANÓ IUIMbúðin Akureyri, slmi 462 1415 Laugavegi 163, sími 552 4515 Matthías Eiðsson um kaup hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar á Möðrufelli Aðför að mér persónulega MATTHÍAS Eiðsson, hrossabóndi á Brún við Akureyri, segir að kaup hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar á jörðinni Möðrufelli, sé hrein aðför að sér perónulega. „Þetta snýst ekki um hrossarækt og ég er hreinlega ekki nógu góður til að koma í sveit- ina,“ sagði Matthías, sem hyggst kæra ákvörðun hreppsnefndar til landbúnaðarráðuneytisins. Meirihluti hreppsnefndar Eyja- fjarðarsveitar samþykkti á lokuðum fundi í fyrrakvöld að ganga til samninga við Valdimar Jónsson, bónda á Ytra-Felli í Eyjafjarðar- sveit, um kaup á jörðinni Möðru- felli. Valdimar hyggst halda þar áfram mjólkurframleiðslu. Fyrr í vikunni hafði meirihluti hreppsnefndar samþykkt að nýta sér forkaupsrétt á Möðrufelli og ganga inn í kauptilboð milli eigenda jarðarinnar og hjónanna Matthíasar Eiðssonar og Hermínu Valgarðs- dóttur frá Brún við Akureyri. Matthías hugðist stunda þar hrossabúskap og selja greiðslumark jarðarinnar, um 125 þúsund lítra af mjólk, og hafði gert kaupsamning þar um við aðila innan sveitarinnar. Hann er mjög ósáttur við ákvörðun meirihluta hreppsnefndar. Matthías hefur stundað hrossa- rækt að Brún til fjölda ára og hann segist hafa verið að gera það mjög gott. Þau hjónin seldu Akureyrarbæ jörð sína fyrir skömmu og áttu að fara af henni um mánaðamótin. Hefði aldrei selt Brún „Ég hefði aldrei selt Brún hefði það flögrað að mér að þessi staða kæmi upp. Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Ákureyri, hefur hins vegar veitt okkur leyfi til að dvelja eitt- hvað áfram á jörðinni.“ Matthías segir að afgreiðsla landbúnaðarráðuneytisins taki ekki lengri tíma en 6 vikur. Hann er þess fullviss að úrskurður ráðu- neytsins verði sér í vil, enda hafi hreppsnefnd ekki haft nein rök til að ganga inn í kauptilboð hans á jörðinni. „ÉG MISSTI fjögur ber,“ segir lítill snáði sem klöngrast yfir of stóra þúfu og hallinn á berjaboxinu er ískyggilega mikill. Gæti átt eftir að missa fleiri. Börnin á leikskólan- um Árholti áttu skemmtilegan dag er þau fóru í beijamó við Þelamörk í gær, sólin skein og krökkt af beijum á hverri þúfu. Ekki spillti fyrir að nestið var tekið með en sumir voru spenntari fyrir því en beijun- um. Bara bláber góð „Mér finnst mjög gaman í beijamó,“ sagði Auður Eva sem er fimm ára. „Það er skemmtilegast að tína ber.“ Hún var komin með þó nokkuð af fallegum blábeijum í fötuna sína og ætlaði að fara með afrakst- ur dagsins heim þar sem hella átti beijunum yfir skyr. „Mér finnst það best,“ sagði hún og bætti líka við að mamma og pabbi fengju að smakka á beijunum en annars ætlaði hún að silja ein að krásunum. „Ég ætla að tína fulla fötu, ég veit ekki hvað ég verð lengi að því en kannski svolítið lengi.“ Auður Eva sagðist stundum fara í beij- amó með mömmu sinni, einhvers staðar út í sveit, samt ekki á Þelamörk. „Mér finnst bara bláber góð,“ sagði hún og hélt áfram að reyna að ná markmiði sínu, að fylla föt- una af blábeijum út á skyrið sitt. Krækibeijasúpa „Ég ætla að reyna að fylla þennan dall,“ sagði Ágúst Már, fjögurra ára, alldijúgur með umbúðir utan af þykkmjólk. „Þegar ég kem heim með berin ætla ég að búa til krækibeijasúpu. Maður á fyrst að kremja öll berin og svo á að sjóða þau, þá er súpan tilbúin," sagði hann. Ágúst Már hefur aldr- ei áður búið til krækibeijasúpu, en sagði að mamma sín hefði útbúið slíka súpu. „Ég held ég geti það líka alveg ef mamma hjálp- ar mér.“ Ágúst Már sagðist stundum fara í beij- amó, hvert vildi hann ekki upplýsa, sagði bara að hann færi langt út í sveit. „En það eru ekki alveg eins mörg ber í mínum beija- mó og þessum," sagði hann. Skemmtilegt að tína ber Morgunblaðið/Kristján ÁGÚST Már ætlaði að búa til kræki- beijasúpu úr beijunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.