Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 18

Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Bláberin holl og góð ÞESSA dagana eru eflaust margar smáar og stórar hendur að tína blá- ber hvort heldur sem þau fara í dollu eða beint í munninn. Berin eru holl, þau eru til dæmis auðug af C- og A-vítamínum og nokkuð mikið af kalíum í þeim líka. í norska tímaritinu Allers var fyrir skömmu umfjöllun um bláber og þar talað um að þurrkuð bláber gætu reynst vel gegn niðurgangi. A meðan berin eru fersk innihalda þau ávaxtasýru sem getur þýtt að börn fái jafnvel niðurgang. Ef berin eru þurrkuð geta þau róað magann og hjálpað börnum sem eru með niðurgang. Bláberin eru lögð á smjörpappír og sett á steikingarplötu í ofninn. Hitinn á ofninum verður að vera mjög lágur, má ekki fara yfir 45°C, og dyrnar á ofninum eiga að vera opnar. Beijunum er snúið af og til uns þau eru orðin þurr. Með þessum hætti mygla berin ekki eins og gjarnan gerist ef þau eru látin þoma við herbergishita. Bláberjate Búið er til bláberjate úr þurrkuðu beijunum til að laga magaónotin. Um ein teskeið af beijum er sett í sjóðandi vatn og teið látið jafna sig í 10-15 mínútur. Það er síðan drukkið af og til allan daginn uns líðanin verður betri. Ósykruð blá- beijasaft er sögð hafa svipuð áhrif og mörg börn kunna betur að meta saftina en te af þurrkuðum beijum. Við látum fylgja með uppskrift að blábeijakökum. Blóberjakökur 20 kökur ____________2 dlsykur___________ örlítið salt 2 tsk lyftiduft ______________2egg______________ 4-5 dl sigtað hveiti 1 Vi dl nýmjólk 100 g brætt smjörlíki 1 bolli fersk bláber (má nota frosin) 'A bolli súkkulaðibitar ef vill möndluspænir Þeytið eggin, sykur og salt sam- an. Blandið síðan hveiti og lyfti- dufti saman við svo og mjólk. Smjörlíkið fer út í undir lokin. Ef súkkulaðibitar eru notaðir í upp- skriftinni eru þeir settir út í með sleif og síðan er deigið sett í smurð pappírsform og þau hálffyllt. Einni skeið af blábeijum er bætt í hvert form og þeim varlega blandað sam- an við deigið. Bakið kökurnar við 175°C í um 16-18 mínútur. ■ Paprikuuppskeran með minna móti ÞETTA sumarið hafa papriku- bændur ekki náð toppi í fram- leiðslu á papriku. Uppskeran hefur verið jöfn og selst jafn óðum. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er tal- að um að dimmt og kalt vor eigi þar hlut að máli. „Garðyrkjubænd- ur hafa náð að anna eftirspurn en ekki meira en það. Það hefur því ekki komið sá kafli í sumar að um offramboð hafi verið að ræða. Því hefur paprika ekki lækkað í verði neitt að ráði þetta sumarið", segir hann. Þá bendir hann á að for- senda ræktunar litaðra paprika þ.e. gulrar, rauðrar og appelsínu- gulrar sé sólríkt sumar og júlí og ágúst hafi ekki verið mjög bjartir mánuðir. íslenskur blaðlaukur og sellerí Að undanförnu hefur íslenskur blaðlaukur verið að bætast við ís- lenskt gærnmetisúrval á markaðn- um og ekki er langt síðan sellerí kom í verslanir. „Við munum anna markaðinum frá og með þessari vikum hvað snertir þessar græn- metistegundir", segir Kolbeinn. Að sögn hans hefur íslenskt blómkál verið víða á tilboði að und- anförnu svo og kínakál og hvítkál. Semsagt úrvalið af íslensku úti- ræktuðu grænmeti með mesta móti um þessar mundir. „Verðið á leigukvóta er orðið allt of hátt“ „VERÐ á leigukvóta er einfaldlega orðið allt of hátt, til þess að hægt sé að gera út á því. Þegar leigu- verðið er komið upp í 90 krónur eða meira hljóta allir að sjá að dæmið gengur ekki upp. Þess vegna komum við saman, útgerð- armenn og fiskverkendur á Suður- nesjum, í Hafnarfirði og Reykjavík, sem erum að leigja þorskveiðiheim- ildir, til að ræða málin. Það er ekki um nein formleg samtök að ræða, enda líklega ómögulegt að gera svo vegna ólíkra hagsmuna okkar innbyrðis,“ segir Níels Guð- mundsson, starfsmaður Stakka- víkur í Grindavík, í samtali við Morgunblaðið. Umræddur hópur útgerðar- manna og fiskverkenda hittist á fundi í Grindavík fyrr í vikunni, en verð á leigukvóta, þorski, hefur að undanförnu verið í kringum 90 krónur á kílóið, en framboð á afla- heimildum hefur reyndar verið lítið nú í ágúst. Á sama tíma selst bezti og stærsti þorskurinn á 110 krónur eða meira á fiskmörkuðum, en meðalverð á þroski í öllum viðskipt- um er rúmlega 70 krónur. Utgerðarmenn og fiskverkendur á leigumarkaðnum segja mikla verð- lækkun á „þors- kleigunni“ óhjá- kvæmilega Samkvæmt kjarasamningum útgerðarmanna og sjómanna og nýlegum opinberum dómum er þátttaka sjómanna í kvótakaupum óheimil, en engu að síður eru að því einhver brögð að samið sé við sjómenn um fast, mjög lágt verð á þorski, allt niður í 35 krónur kílóið, en aðrar tegundir annað- hvort seldar á markaði eða keyptar á markaðsverði. Níels vill lítið tjá sig um slíka hluti, enda sé Stakkavík með litla eigin útgerð og kaupi fisk að mestu í föstum viðskiptum við aðrar út- gerðir. Hann segir þó að vegna slíkra mála og yfirlýsinga sjó- mannasamtakanna um að koma í veg fyrir þau, séu viðskipti með leigukvóta í nokkurri óvissu. Kvótalitlar útgerðir vilji eðlilega auka nýtingu þeirrar fjárfestingar sem sé í bátum og veiðarfærum og sjómenn vilji gjarnan auka tekj- ur sínar með því að auknar afla- heimildir séu færðar á bátinn. Það sé hins vegar með öllu ómögulegt meðan verðið sé í kringum 90 krón- ur. Eigi leigan að ganga upp verði verðið að vera miklu lægra. Getum þetta ekki lengur „Við höfum verið að taka þátt í kvótaleigu en getum það hrein- lega ekki lengur. Það má segja að hópurinn, sem hittist hérna í vik- unni, standi á vissan hátt ráðþrota frammi fyrir þessum vanda. Menn vilja fá meiri aflaheimildir á bátana og meiri fisk í vinnsluna, en geta það ekki nema taka þátt í þessum skollaleik. Eina lausnin er að leigu- verðið lækki, en ég held að það sé erfitt að ætla að bindast um það einhveijum samtökum," segir Níels. I Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÞORSTEINN EA iandaði 426 tonnum af kolmunna í bræðslu hjá Síldarvinnslunni hf. i fyrradag og er það fyrsti kolmunnafarmurinn sem berst að landi í langan tíma. Kropp á kolmunnanum á dagimi í Rósagarðinum „ÞAÐ er eitthvert kropp á daginn, en ekkert á nóttinni," sagði Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, í samtali við Verið í gær, aðspurður um gengi í kolmunnaveiðum sem fimm skip stunda nú í Rósagarðin- um svokallaða. Stefán á von á því að Sighvatur Bjamason VE, eitt þessara skipa, komi til hafnar í Vestmannaeyjum í kvöld og landi því sem komið er, en í gær var skipið búið að fá 400 tonn á fjórum dögum. „Kolmunninn fer auðvitað í bræðslu, en svo ætlum við að taka nokkur kíló og frysta, heilan og í flökum. Við ætlum að gera nokkrar tilraunir bara til þess að sjá hvern- ig fiskur þetta er. Við höfum aldrei fengið kolmunna í vinnslu áður. Við bíðum spenntir eftir því að fá kol- munnann inn á gólf til okkar.“ Stefán segir að verð fyrir kol- munnann hljóti að ráðast af því hvernig fiskurinn kemur út í bræðslunni. „Hann er magur á þessum árstíma og nánast ekkert lýsi er í honum. Maður veit svo ekkert um framhaldið. Hann hlýtur að fitna á næstunni eins og loðnan. Það er ágætt að prófa þetta. Við höfum hins vegar ekkert út úr þessu nema kostnað við að græja skipið. Þetta er bara tilraun eins og er. Reynslan á kannski eftir að skila okkur hagnaði síðar,“ segir Stefán. Mjög Iélegur afli „Við höfum mjög lítið veitt á síð- ustu árum. Við höfum prófað, en þegar það hefur verið farið, hafa aflabrögð verið mjög léleg. Aflinn nú er því sá besti sem komið hefur í nokkur ár,“ sagði Siguijón Valdi- marsson, skipstjóri á Beiti NK, sem ætlaði að halda í Rósagarðinn í gær og átti Siguijón von á því að sigling- in tæki um sjö tíma. Beitir NK er eina skipið sem á síðari árum hefur reynt fyrir sér á kolmunnaveiðum. Þokkalegasta bræðsluhráefni Eins og greint var frá í Verinu í gær, landaði Þorsteinn EA 426 ) tonnum af kolmunna hjá Síldar- , vinnslunni hf. í gær. Samkvæmt mælingum Rannsóknastofnunar I fískiðnaðarins í Neskaupstað á kol- munnasýni úr afla Þorsteins, reynd- ist fitan vera 4,3 og þurrefni 17,0. „Það segir okkur að þetta er þokka- legasta bræðsluhráefni í mjölfram- leiðslu, en það fæst lítið sem ekk- ert lýsi út úr kolmunnanum. Hann verður ekkert mikið feitari því hann er ekki með búkfitu, heldur er það I lifrin sem gefur þessa fitu, ekki ósvipað þorski og ýsu,“ sagði Þor- . steinn Ingvarsson, útibússtjóri RF • í Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.