Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 25 \ VETRARKVÖLD 1961, sprauta. Hinu verður ekki neitað, að átök- in við hin ströngu köntuðu og flötu grunnform urðu honum ekki síður nokkur lífsreynsla en öðrum og skerpti enn tilfinningu hans fyrir víddum myndflatarins. Hún er óhjákvæmileg í uppbyggingu allra þátta á myndfleti líkt og málfræðin í lesmáli. n hvað rissblýið áhrærir var Sverrir alltaf samur við sig og seinni tíma teikningar hans bera í sér sömu eiginleika og þær fyrstu um öruggt handarbragð og magn- aðan grátónaheim. Hér og í mál- verkinu náði hann lengst er hann vann í skýrt afmörkuðum og hnit- miðuðum heildum. Upp í hugann kemur ósjálfrátt það sem heim- spekingurinn, Ludvig Wittgen- stein, ritaði í dagbók sína 1936; „Hvítt er líka eins konar svart.“ Til- vitnunin má vera sumum ráðgáta, en hittir í mark því að hvorugt má án annars vera og magnar hitt upp. Sverrir vann framan af við kennslu í Handíða- og myndlistar- skólanum, var dáður og mikilvæg- ur starfskraftur. Óviðráðanlegar kringumstæður og samstarfsörð- ugleikar urðu til þess að hann varð að hætta, sem var nyög miður. En slíkt var ekki einsdæmi um kenn- ara á þeim árum enda rammi skól- ans afar veikur, lög um hann fyrst samþykkt á Alþingi 1965. Eins og svo margir skapandi listamenn var Sverrir öðrum þræði uppfmningamaður og.könn- uður sem 'stöðugt var að sýsla við hluti í kringum sig og rannsaka íyrirbæri í náttúrunni. I samvinnu við Steinunni mótaði hann draumahús fjölskyldunnar að Hulduhólum, gerði umhverfi þess að sjónrænu ævintýri, sem mikla athygli vakti hjá þeim sem leið áttu hjá áður en vegarstæðinu var breytt. Þar voru leikurinn og margs konar sjálfsprottin uppá- tæki í fyrirrúmi og staðurinn sem kennileiti skapandi athafna. er afar vel á því, að þetta yfir- lit, sýnishom úr ævistarfi mál- arans og fjöllistamannsins Sverris Haraldssonar, skuli sett upp í því umhverfi sem stóð honum lengi næst og þar sem hann hafði bestu vinnuaðstöðuna um sína daga. Tekist hefur að koma heilum 134 myndverkum í þetta afmarkaða rými án þess að ofhlaða það, sem gengur kraftaverki næst. Svo prýðilega að gesturinn er hálfgátt- aður og trúir því varla að skoðun lokinni, einnig vel til fundið að hafa myndbandið í gangi sem er gild viðbót. Mjög smekkleg sýningar- skrá prýdd mörgum myndum í lit og svart hvítu liggur frammi, þannig að allur umbúnaður sýn- ingarnnar er Mosfellsbæ og Stein- unni Marteinsdóttur til sóma. Bragi Ásgeirsson I tís p Þeir sem nota þessa skipun oft ættu að kynna sár kosti Canon BJC-4550 bleksprautuprentarans. Sá prentar litmyndir í stærð A3 eba A4 í ntrúlegum ljósmyndagæðum, enda búinn PhotoRealism prenttækni. Canon BJC-4550 fæst nú á verði sem á sér engan líka eða 39.900 kr. - og Photokit fylgir Canon f kaupbæti að verðmæti 7.650 kr. V Canon BJC-4550 „ A3 litaprentari bæöi fyrir PC ag MacOS. 720 dpi upplausn. 2ja hylkja kerfi. B hrD áður 49.900 kr.) NÝHERJI Skaítahlíö 24 • Sími 569 7700 http ://www.nyherji.is á sömu Með samnetinu er hægt að tengja allt að ÁTTA TÆKIVIÐ SÖMU LÍNU Og getUT hvert tæki haft eigið símanúmer. Með samnetssímtæki getur hvbrt NÚMBR HAFT SÍNA HRINGINGU. Tvö þessara tækja geta verið í notkun samtímis, t.d. sími og fax eða tölva og sími. Að eitt samband þurfi ekki að hindra annað er ótrúlbgur munur. 7007 Gjaldfijálst þjónustimúmer

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.