Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjölbreytt dagskrá Loftkastalans við upphaf 3. leikársins Einkarekið leikhús sem byggir á samstarfsverkefnum Islensk menning- arvika í Finnlandi NORRÆNA félagið í Vasa-sýslunni í Vestur-Finnlandi stendur fyrir ís- lenskri menningarviku í mörgum borgum í sýslunni, svo sem í Kristi- nestad, Jakobstad, Vasa og fleiri borgum. Þar kemur við sögu mynd- list, tónlist, kvikmyndalist, bók- menntir, matargerðarlist og margt fleira. Meðal listamanna má nefna Kjartan Einarsson, Karl Vilhjálms- son, Lovísu Sigurðardóttur og Heidi Kristiansen. Matargerðarlist kynnir Guðmundur Guðmundsson kokkur. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur kem- ur við sögu bókmennta. Kvikmynd- irnar Kristnihald undir Jökli og Mal- bik eru sýndar á hátíðinni. Hörður Torfason, Arto Rintamaki og söng- hópurinn Gimli kynna tóniistina. Is- lensk ferðakynning og frímerkjasýn: ing eru hluti af menningarvikunni. í sýningarhúsinu Spectra í Kristian- stad sýna nokkrir listamenn saman, bæði frá íslandi og Finnlandi, sýning- in var opnuð laugardaginn 23. ág- úst. Þeir listamenn sem sýna í Spectra eru Jón Reykdal, einþrykk, Guðmundur Björgvinsson, málverk og teikningar, Bjargey Ólafsdóttir, ljósmyndir, og Björgvin Björgvins- son, málverk og ljósmyndir, en ljós- myndirnar eru flestar frá Íslandi. Á vegum norræna félagsins í Vasa-sýslunni hefur Kjell Skoglund séð um undirbúning og samsetningu íslensku menningarvikunnar. LOFTKASTALINN er að hefja sitt 3. leikár um þessar mundir. Sýn- ingar eru hafnar á Veðmálinu sem sett er upp af Leikfélagi íslands, í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar og þann 10. september frum- sýnir Flugfélagið Loftur fyrsta verkið sem samið er sérstaklega fyrir Loftkastalann. Nýskipaður leikhússtjóri, Baltasar Kormákur Samper, segir verkefnaskrá vetrar- ins vera háða gengi hverrar sýning- ar þar sem leikhúsið byggi fyrst og fremst á afkomu. Verkefnavalið er fjölbreytt og leikhúsið leggur ríka áherslu á að fá til samstarfs við sig frjálsa leikhópa sem ástunda fagleg vinnubrögð. Leikhúsgestir Loftkastalans á síðasta ári voru 60.000 og stefnt er að því að að- sókn verði enn meiri á komandi leikári. Verk samið sérstaklega fyrir Loftkastalann Nýtt íslenskt leikrit, Bein útsend- ing, er samið af Þorvaldi Þorsteins- syni, myndlistarmanni og rithöf- undi, fyrir Loftkastalann. Baltasar segir Þorvald eina björtustu von ís- lenskrar leikritunar og nefnir máli sínu til stuðnings tvö eldri og vel rómuð verk Þorvaldar, Maríusögur og bamaleikritið Skilaboðaskjóð- una. Verkið er háðsk ádeila á heim fjölmiðlun- ar og listamanna og gerist í beinni útsendingu nýs sjónvarpsþáttar. Um næstu helgi verða tekn- ar upp sýningar á leikritinu Á sama tíma að ári sem hefur verið sýnt 70 sinnum og ekkert lát er á aðsókn að. Svipaða sögu er að segja af bamaleikritinu Latibær eftir Magnús Scheving sem haldið verður áfram að sýna í október. Þá stendur yfír leit að barnaleikriti sem Loftk- astalinn hyggst setja upp um jólin. í burðarliðnum er samstarf við Þjóðleikhúsið um áframhaldandi sýningar á leikritinu Listaverkið sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleik- hússins síðastliðinn vetur. Sýningin hlaut mjög góða aðsókn á Litla sviðinu og full ástæða þykir til að færa hana upp í stærri sal. „Mér finnst mjög jákvætt að Þjóðleikhús- ið skuli ætla að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað í leikhúslíf- inu. Svipað fyrirkomulag er þekkt á Bretlandi þar sem National Thea- tre flytur vinsælar sýningar sínar til leikhúsanna í West End ef að- sókn að þeim er góð. Með þessu móti getur Þjóðleikhúsið uppfyllt kröfur um ákveðinn fjölda nýrra uppsetninga á hveijum vetri án þess að þurfa að hætta sýningum sem ganga vel,“ segir Baltasar og bætir við að þetta sé leið sem báð- ir aðilar ættu að hagnast á. Leikritið „Trainspotting" eða Trufluð tilvera verður frumsýnt 13. febrúar á næsta ári. Þýðandi verks- ins er Megas og leikstjóri Bjarni Haukur Þórsson. Aðalhlutverk er í höndum Ingvars Sigurðssonar og aðrir leikarar eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, Gunnar Helgason og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd og búninga hannar Axel Hallkell. Leikhúsið er komið til að vera Loftkastalinn hefur tryggt sér sýningarrétt á verki Noels Cowards, Designed for living, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Gunnar Þor- steinsson er að þýða verkið Betray- al eftir Harold Pinter. Þá nefnir Baltasar leikrit unnið eftir sögunni Mýs og menn eftir Steinbeck og nýja leikgerð sem hann hyggst vinna með Davíði Þór Jónssyni eftir kvikmynd Alans Parkers, Fame. „Við rekum leikhús sem byggist fyrst og fremst á afkomu sinni og fjöldi sýninga sem við getum sett upp á hvetju ári er því háður að- sókn. Húsið er mjög vel búið tækj- um og öll aðstaða hefur batnað til muna sem gerir okkur kleift að keyra áfram stífa dagskrá," segir Baltasar. Unnið er að endurbótum í anddyrinu og uppi eru hugmynd- ir um að koma þar fyrir aðstöðu til beinna útvarpsútsendinga frá tónleikaröðum í Loftkastalanum. „Við höfum hugsað okkur að vera reglulega með óvæntar uppákom- ur sem ekki kreijast mikils til- kostnaðar eða undirbúnings," seg- ir Baltasar. Hann segir áherslu vera lagða á afslappað andrúms- loft í leikhúsinu án þess að slegið sé af kröfum til leiksýninganna. Loftkastalinn leiti sérstaklega eft- ir samstarfsverkefnum til að breikka svið leiksýninganna. „Það er eins og fólk hafi ekki enn áttað sig á því að Loftkastalinn er leik- hús sem er komið til að vera. Stærð leikhúss hlýtur fyrst og fremst að vera mæld í aðsókn en ekki bygg- ingarkostnaði og fjárstyrkjum,“ segir Baltasar. „Við lítum ekki svo á að við séum að taka áhorfendur frá hinum leikhúsunum heldur miklu fremur að við séum að stækka markaðinn.“ Baltasar Kormákur Að syngja af reisn Morgunblaðið/Arnaldur JÓN Hákon Magnússon, forseti bæjarstjórnar Selljarnarness, af- hendir Herdísi Tómasdóttur, bæjarlistamanni, starfsstyrk. Með þeim á myndinni er Sigurður K. Oddsson eiginmaður Herdísar. Bæjarlista- maður Selljam- arness 1997 TÓNHST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KAMMER-SÖNGTÓN- LEIKAR Hólmfriður S. Benediktsdóttir, Guðni Franzson og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Finn Torfa Stefáns- son, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Spohr, Mendelssohn, Brahms og Schubert. Þriðjudagurin 26. ágúst, 1997. ÞEKKING og kunnátta er háð hægfara þróun, því sá sem lærir þarf til þess tímann og það líða áratugir þar til kunnáttan hefur svo skilað sér í starfi nemenda hans. Sú þróun sem hefur orðið varðandi tónlistarmenntun um allt land, er að miklu leyti verk kynslóðar þeirr- ar sem er að nálgast fullorðinsár sín og nú hafa margir efnilegir tón- listarmenn sprottið upp af þeirri mannrækt, sem stunduð hefur verið á sviði tónlistar í rúm 30 ár. Hólm- fríður S. Benediktsdóttir hefur ver- ið þátttakandi í þeirri þróun á Norð- urlandi með kennslu og starfi sínu að tónlistarmálum. Tónleikar Hólmfríðar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar, sl. þriðjudag, hófust á söngverki eftirÆinn Torfa Stefánsson, við Ijóðið Útsær, eftir Einar Benediktssson. Það hefur oft vaknað sú spurning, hvers vegna lagasmiðir hafa lítt fengist við að tónklæða ljóð Einars Ben. Líklegt má telja, að ljóð hans séu svo þung- kveðin og meitluð, að illa falli að „strófískri" gerð laga og einhvern veginn hafa „lieder“vinnubrögð verið fjarri mörgu því sem Islend- ingar hafa fengist við að skapa á sviði sönglaga. Þá hafa bókmennta- menn oft haldið því fram, að góð ljóð henti illa til söngs. Lag Finns Torfa er gegnumsamin og kafla- skipt tónsmíð og á margan hátt vel unnin en þó með þeim vankanti, að undirspilið er á köflum ofhlaðið á móti einfaldri og tóntegundabund- inni tónskipan sönglínunnar. Þá var það nokkuð til að auka óræði lags- ins, að textaframburður Hólmfríðar var ekki skýr. Vals milli greina heitir lag eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, við þýð- ingu á kvæði eftir Garcia Lorca og var hér um frumflutning að ræða. Lagið er samið fyrir klarinett, píanó og söngrödd og er tónmál þess sér- lega „tematískt" í gerð og á köflum nokkuð staglkennt. Tónferli söng- línunnar er oftlega nærri því að vera tónles og söngröddin á köflum varla notuð meira en til að „lesa“ textann, sem Hólmfríður náði þó ekki að skila sem best. Raddlega er söngur Hólmfríðar nokkuð ójafn en samt bregður fyrir fallega mótuðum tónlínum eins og t.d. í fjórum lögum eftir Ludwig Spohr, sem samin eru fyrir söng- rödd, píanó og klarinett. Þar naut sín fallegur leikur Guðna á klari- nettið og á sama hátt og hjá Schu- bert, er tónmál klarinettsins oft við- hafnarmeira en sönglína, eins og t.d. í þriðja laginu, Wiegenlied, þar sem laglínan er aðeins þrír tónar. Hólmfríður flutti þetta hugþekka lag mjög vel við sérlega fallega mótaðan leik Gerrits og Guðna. Tvö lög eftir Mendelssohn, þijár þjóðlagaraddsetningar og önnur þijú frumsamin lög eftir Brahms voru á margan hátt þokkalega flutt en tón- leikunum lauk með hinu fræga hjarðljóði, Der Hirt auf dem Felsen, eftir Schubert. Þar var leikur Guðna oft glampandi fagur og naut hann afburða góðs samleiks við Gerrit Schuil. Það var margt vel gert hjá Hólmfríði í þessu vandasama söng- verki en í heild vantaði söng hennar þá syngjandi reisn, sem þetta meist- araverk býður upp á. Jón Ásgeirsson HERDÍS Tómasdóttir, myndlistar- maður, hefur verið valin bæjarlista- maður Seltjarnarness árið 1997. Herdís er annar Seltirningurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu, en í fyrra var Gunnar Kvaran sellóleik- ari valinn bæjarlistamaður. Það er Lista- og menningarsjóður Sel- tjarnarness sem stendur fyrir vali bæjarlistamanns, en í ár sóttu 11 manns um viðurkenninguna. Valur Valsson er formaður Lista- og menningarsjóðs Seltjarnamess. Tilgangurinn með vali bæjar- listamanns er að styðja listamenn búsetta á Seltjarnarnesi til frekari dáða á menningar- og listasviðinu. Bæjarlistamaður ársins hlýtur 400 þúsund króna starfsstyrk úr bæjar- sjóði. Styrkinn hyggst Herdís nota til þess að vinna áfram að út- færslu á hugmyndum sínum, sem byggðar eru á hefðbundnum vefn- aði, sem hún hefur sýnt t.d. með svokölluðum „transparent" vefn- aði, tvöföldum vefnaði og notkun nýrra efna við vefnað. Hún ætlar að kynna árangurinn með mynd- listarsýningu. Herdís Tómasdóttir hefur getið sér gott orð sem veflistarmaður og hefur verið virk í myndlistarlífi landsmanna í fjölda ára. Undanfar- in ár hefur hún unnið mest við myndvefnað. Hún er fædd í Reykjavík árið 1945 og hefur lagt stund á myndlistarnám í ýmsum skólum, þ.á m. var hún í textíl- og vefnaðarkennaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1981 til 1985. Árið 1992 lauk Herdís BA prófi frá Háskóla íslands í bókasafns- og upplýs- ingafræði, þjóðfræði og listasögu. Herdís hefur tekið þátt i mörgum samsýningum á íslandi og erlendis. Opnun ljóðvefs OPNAÐUR hefur verið íslenskur jafnóður ljóðavefur á alnetinu. Ber Ijóðavefurinn nafnið NRTL. nokkrar rafeindir tileinkaðar ljóðlistinni. Vef- urinn er starfræktur af Plúbert film útgáfufélagi, án ágóða. Á vefnum munu birtast samtíma- ljóð sem ekki hafa komið út í bókum. Við opnun er á honum inngangsljóð frá ritstjórn. Jafnóðum og efni berst mun því svo verða bætt á vefinn, án þess að eldra efni sé fjarlægt. Þann- ig kemur vefurinn til með að hlaða utan á sig og stækka jafnlengi og kostur er. NRTL er hluti af vef útgáfufélags- ins Plúbert film, en slóð hans er www.mmedia.is/plubert. Áhugasömum skáldum er bent á netfang félagsins: plubert<2)mme- dia.is og bréfsími: 554-2772. Erindi skulu merkt ritstjóra, Hauki Má Helgasyni. Athuga ber að ritstjórn útgáfunnar áskilur sér rétt til að velja hvaða innsend ljóð sem er til birtingar - og hafna að sama skapi, án réttlætinga eða rökstuðnings. -----» ♦ ♦ Hádegis- tónleikar REYNIR Jónasson, organisti Nes- kirkju leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12-12.30. Á efnisskrá eru tvö verk eftir Johann Sebastian Bach og César Franck. Reynir Jónasson lauk 8. stigsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1983. Hann starfaði sem organisti við Húsavíkurkirkju á árunum 1963-1971 en hefur verið organisti Neskirkju í Reykjavík frá árinu 1973. í hádeginu laugardaginn 30. ág- úst leikur Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti í Reykjavík. Hann leik- ur einnig á tónleikum tónleikaraðar- innar Sumarkvöld við orgelið sunnu- daginn 31. ágúst kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.