Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MEIRA FYRIR MINNA SKIPULAGSATHUGUN ráðgjafarfyrirtækja á starfi sjúkra- húsa á höfuðborgarsvæðinu liggur nú fyrir. Ráðgjafar hafa þá framtíðarsýn að sjúkrahúsin verði sameinuð undir eina yfir- stjórn, að starfræktur verði einn hátækni- og háskólaspítali. Þannig telja ráðgjafar að bæta megi þjónustu, stytta meðferðar- tíma og lækka kostnað. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra lætur að því liggja í viðtali við Morgunblaðið í gær að ávinning hagræðingar og sameiningar megi nýta til að fækka á biðlistum í heilbrigðiskerfinu og mæta fyrirsjáanlegum fjár- festingarkostnaði vegna tækniframfara og nauðsynlegrar end- urnýjunar tækjabúnaðar. Ekki fer á milli mála að skýrsla þessi er mikilvægt vinnu- plagg, sem kemur að gagni við aðkallandi stefnumörkun í ís- lenzka heilbrigðiskerfinu. Flestir forráðamenn sjúkrahúsa, sem Morgunblaðið ræddi við um skipulagsathugunina í fyrradag, töldu tillögur ráðgjafanna vænlegar, þótt einnig heyrðust gagn- rýnisraddir. Niðurstöður þessarar athugunar koma heim og sam- an við sjónarmið sem sett voru fram í forystugrein Morgunblaðs- ins 2. apríl sl., en þar segir m.a.: „Hátækniþjónusta fer einkum fram á stórum sjúkrastofnun- um, sem m.a. búa yfir flókinni en fullkominni tækni til sjúkdóms- greininga, vel búnum rannsóknarstofum, tölvusneiðmyndatækj- um, segulómun o.sv.fv. Á slíkum stofnunum er og aðgerðafjöldi það mikill að mjög sérhæft starfslið, læknar og hjúkrunarfólk, getur haldið færni sinni við. Fámenn þjóð getur á hinn bóginn ekki rekið mörg háskóla- og hátæknisjúkrahús. Til þess er hvorki fjárhagsleg geta né sérhæft starfslið. Raunar hafa verið færð fram hagkvæmnis- og sparnaðarrök fyrir því að sameina eða samhæfa betur starf- semi stóru sjúkrahúsanna tveggja { Reykjavík. En mest er um vert að tryggja að hér verði ætíð tiltækur hátæknibúnaður og sérhæft starfslið, sem stenzt samanburð við það bezta sem þekk- ist annars staðar í veröldinni. Með því móti getum við haldið áfram að stytta meðallegu sjúklinga, sem þurfa á sjúkrahúss- meðferð að halda, sem og fjarvistir þeirra frá vinnu. Það er í senn þeirra hagur og samfélagsins." Sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík leiðir ótvírætt til sparnaðar. Það að færa sjúkrahús utan höfuðborgarsvæðisins inn í þá sameiningu, kann á hinn bóginn að torvelda yfirsýn og auka á stjórnunarerfiðleika. TÓBAKSIÐNAÐUR ÍVÖRN NOKKRIR áratugir eru síðan óyggjandi sannanir lágu fyrir um það að tóbak væri vanabindandi eitur, þ.e. fíkniefni, er stuðlað gæti að krabbameini, hjartasjúkdómum og fleiri lífs- hættulegum kvillum. Færa má rök fyrir því að ef tóbak væri ný vara sem nú væri að koma á markað yrði sala á henni ekki leyfð af þessum ástæðum, ekki frekar en öðrum heilsuspillandi efnum. Þrátt fyrir það hafa stóru tóbaksfyrirtækin, er ráða markaðn- um, neitað að viðurkenna þessar staðreyndir og haldið því fram að ósannað væri að sígarettur gætu haft heilsuspillandi áhrif. Samhliða því að eldri kynslóðir reykingamanna á Vesturlöndum hafa í auknum mæli hætt reykingum hefur tóbaksiðnaðurinn beint markaðssetningu sinni að yngra fólki og þriðjaheimsríkj- um, enda er það þar sem reykingamönnum fjölgar mest. Sótt hefur verið hart að tóbaksframleiðendum á síðustu árum með reglusetningu og áróðri gegn reykingum. Réttur þeirra er reykja ekki og vilja vera lausir við hinn eitraða reyk í daglegu lífi sínu er að verða sterkari en þeirra er háðir eru nikótíninu. Er það í fullu samræmi við hina sígildu fijálsræðisreglu Mills um að frelsi manna takmarkast af því að þeir mega ekki valda öðrum tjóni. Fórnarlömb reykinga hafa jafnframt leitað réttar síns í aukn- um mæli þar sem lagalegar forsendur eru fyrir slíkum málshöfð- unum. í Bandaríkjunum hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn tóbaksfyrirtækjum á síðustu árum og þrátt fyrir að í engu hafi verið til sparað í lagalegri vörn þeirra hafa þau á undanförnum misserum verið á hröðu undanhaldi. í kjölfar þess að tóbaksfyr- irtækin töpuðu máli í fyrsta skipti, í réttarhöldum á Flórída á síðasta ári, gerðu þau fyrr í sumar samkomulag við yfirvöld í 22 ríkjum Bandaríkjanna um greiðslu skaðabóta. í byijun vikunnar var svo greint frá því að Flórídaríki, sem ásamt fleiri ríkjum hafði höfðað mál gegn tóbaksfyrirtækjunum, hefði náð samkomulagi við þau um umfangsmiklar bótagreiðslur. Þessar bótagreiðslur breyta litlu um skaðsemi tóbaks. Það er hins vegar ákveðinn áfangi að tóbaksfyrirtækin láti af þeirri hræsni er einkennt hefur málflutning þeirra og viðurkenni það, sem vísindin hafa löngu sannað, að tóbak sé hættulegt, og taki þar með ábyrgð á framleiðslu sinni að einhverju leyti. FINNAR hafa aukið slagkraft landvarna sinna, m.a. með kaupum á 64 mjög fullkomnum bandarískum F-18 Hornet-orrustuþotum en hér eru slíkar flugvélar í Pirkkala-herstöðinni. ÞÓTT það sé ekki stefna finnsku ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Atl- antshafsbandalaginu (NATO) er það álit margra sérfræð- inga um varnarmál í Finnlandi, að hinn sérstaki samstarfssamningur bandalagsins við Rússland frá í maí geti orðið til þess að ákvarðanir um meginatriði evrópskra öryggismála verði teknar án þátttöku Finna. í sam- ræmi við að ráðamönnum væri áfram um að hafa áhrif á framtíðarþróun öryggismála í Norður-Evrópu væri svarið við því að Finnar gengju í NATO. Sögðu sérfræðingar í varnar- málum, að lesa mætti á milli línanna í nýútkominni hvítbók stjórnarinnar um þróun öryggismála í Evrópu og finnskra landvarna, að NATO-aðild kynni senn að verða á dagskrá. Finnar eru áheyrnaraðilar að Vest- ur-Evrópusambandinu (WEU), varn- armálasamtökum Evrópusambands- ins (ESB). Hafa þeir verið mjög virk- ir á vettvangi þess, verið í forystu áheyrnarríkjanna í þeim eina tilgangi að skapa sér sem mest áhrif og gera sér kleift að hafa hlutverki að gegna í friðargæslu og kreppustjórnun, sem er skilgreint hlutverk sambandsins. Finnar eru jafnframt aðilar að friðar- samstarfi NATO og hafa reynslu af kreppustjórn, t.d. í Bosníu og Make- dóníu. Sérfræðingar um finnsk örygg- ismál, sem ekki vildu láta nafn síns getið, bentu á, að Finnar væru líkleg- ir þátttakendur í aðgerðum NATO af því tagi í framtíðinni með því að hafa skrifað upp á friðargæsluákvæði WEU. Aðild að NATO mætti því að vissu leyti skoða sem formfestingu sambands og samstarfs sem þegar væri fyrir hendi. NATO á dagskrá á næsta ári? Sérfræðingar sögðu að hugsanlega gæti NATO-aðild komist á dagskrá í Finnlandi jafnvel ekki seinna en á næsta ári. Það hefði verið kappsmál ríkisstjómarinnar að undanfömu að selja almenningi og stjórnmálamönn- um hugmyndina um aðild Finnlands að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), sem taka þyrfti ákvörðun um í næsta mánuði. Utilokað hefði verið að reyna að selja báðar hugmynd- irnar í einu og væri það ástæðan fyrir því að haldið hefði verið fram að NATO-aðild væri ekki á dagskrá. Finnar hafa ákaft haldið því fram, að það eigi að vera sjálfstæður réttur ríkja að velja hvort þau vilji í NATO, ekkert þriðja ríki eigi að geta hindrað það. Þannig hafa þeir sagst styðja rétt Eystrasaltsríkja til að ganga í NATO og eru andvígir hvers kyns hindrunum sem kynnu að verða reistar í því sambandi. Jaakko Blomberg, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu er fer með póli- tísk málefni, og að margra sögn einn helsti hugmyndafræðingur utanríkis- og öryggisstefnu Finna, segir hugsun- ina að baki þessu vera þá að Finnar vildu að sérhvert ríki fengi að ráða því sjálft, þ.ám. Finnland, hvaða ör- yggisstefnu það veldi sér. Væri það andsvar við þeirri gömlu hugmynda- fræði kaldastríðstímans er einstök ríki urðu að lúta vilja stórra ríkja í utanrík- ismálum. Jafnvel Finnlandi hafi verið sagt fyrir af Sovétríkjunum. Nú vildu Finnar að fijálst val réði ferðinni. Það væri ein af grundvallarreglum Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) og ein sú mikilvægasta. „ESB-aðildin breytti stöðu okkar mikið, jafnvel miklu meira en við ger- um okkur sjálfir grein fyrir," sagði Blomberg. „Lyktir kalda stríðins eru þó meginforsenda hinnar breyttu stöðu öryggismála á Norðurslóðum. Eftir að Finnar telja sig geta hrundið rússn- eskri árás óstuddir Trúverðugar landvarnir eru homsteinn fínn- skrar öryggismálastefnu og forsenda frekari þróunar hennar. Þar sem Finnar hafa kosið að standa utan hemaðarbandalaga, a.m.k. í bili, kallar það á að vamargeta heraflans sé mjög öflug. Að þessu komst Ágúst Asgeirs- son í samtölum við háttsetta áhrifamenn í utanríkis- og varnarmálum í Helsinki. rússneska risaveldið hrundi gátu stjórnvöld í Moskvu ekki lengur haldið uppi ágreiningi við Vesturlönd. Þau misstu hreinlega áhuga á því. Áhugi þeirra var og er miklu fremur í þá veru að eiga samstarf við Vesturlönd. í hnotskum má segja að grundvallar- atriði evrópskrar stefnu í kjölfar kalda stríðsins sé að Rússar eru háðir sam- vinnu við Vesturlönd og eiga allt sitt undir velvilja þeirra komið. Það fellur vel að okkar stefnu innan ESB þar sem við höfum beitt okkur fyrir auknu sam- starfi við Rússa.“ Blomberg segir framtíð Eystrasalts- ríkjanna þriggja hafa mikla þýðingu varðandi framtíðarskipan öryggismála í Norður-Evrópu. „Við teljum það al- gjört grundvallaratriði að þau verði sjálfstæð og fijáls og verði veitt aðild að vestur-evrópskum stofnunum á borð við ESB, og hvers vegna ekki, ef það væri unnt, að NATO. Okkar vegna er það í lagi en spumingin er hvort staða alþjóðamála og bandarísk túlkun þeirr- ar stöðu gerði það kleift.“ Um það atriði kváðust heimildir í fmnska stjómkerfinu efins. Er Blomberg var spurður hvort það mundi stangast á við finnska öryggis- hagsmuni að Eystrasaltsríkin fengju aðild að NATO sagðist hann í sjálfu sér ekki sjá að svo væri. „Ég mundi þó segja að gengju Eystrasaltsríkin í NATO væri það mjög fýsilegur kostur fyrir Finnland og Svíþjóð að gera það einnig. Með því er ég þó ekki að segja að við myndum fylgja þeim og ég held að ágreiningurinn í Evrópu yrði að vera horfinn að fullu svo NÁTO og Bandaríkin gætu fallist á aðild Eystra- saltsríkjanna að NATO. Undir slíkum kringumstæðum hefði aðild að banda- laginu ekki lengur sama gildi og áður. Eftir allt sækir vamarbandalagið styrk sinn í að þörf sé fyrir það til þess að fyrirbyggja fjandsamlegar aðgerðir. Ekki er hægt að útiloka að þróunin í Rússlandi verði með þeim hætti að af efnahagsaástæðum verði tengsl Rússa og Vesturlanda með svipuðum hætti og tengsl Þýskalands og Frakklands. Það gæti átt sér stað eftir 20 eða 30 ár, ekki fyrr. Einnig er hægt hugsa sér að Rússar stofni til fjandskapar við Vesturlönd og komi sér upp meðul- um til þess, en þau em ekki fyrir hendi nú. Það mun ekki gerast nema þeir verði fyrir utanaðkomandi ógn og því verður að telja litlar líkur á því að Rússland verði óvinveitt. Það er okkar niðurstaða og það er ríkjandi viðhorf meðal frammámanna í finnsku stjóm- málalífi að við þurfum ekki að gera viðbótarráðstafanir til þess að veija okkur gegn eða fyrirbyggja fjandsam- legar aðgerðir af hálfu Rússa.“ - Er það ástæðan fyrir því að stjómin telur NATO-aðild ekki á dagskrá? „Já, það er ekkert sérstakt tilefni til að breyta núverandi stöðu. Viðhorf- ið kann að vera annað í Eystrasaltsríkj- unum. Augljóslega meta þau stöðuna með öðrum hætti, saga þeirra og stöðu- mat er annað, þau óttast Rússland," sagði Blomberg. Hann bætti við, að Eistland, Lettland og Litháen litu á NATO-aðild sem leið út úr þeirri ógn- un sem þau teldu þeim stafa af Rúss- landi. Ættu þau að öðlast tiltrú á eig- in framtíð þyrftu þau að fá fullvissu fyrir því að sú ógn myndi hverfa. í þessu sambandi hefði niðurstaða leið- togafundar bandalagsins í Madríd ver- ið þeim mikilvæg. Þar hafi þau fengið vissan sálrænan stuðning, sem nauð- synlegur væri vegna viðkvæms ástands í löndunum, m.a. í efnahags- málum. „Ekkert er þýðingarmeira fyr- ir þau í náinni framtíð en að játa það og sætta sig við að þau verði að vinna að eðlilegum og góðum samskiptum við Rússa. Það er forsenda pólitísks stöðugleika á svæðinu. En vegna ótta, sem er ekki ástæðulaus, þurfa þau fullvissu fyrir því, að opni þau sig gagnvart Rússum og þrói við þá eðli- leg samskipti, muni þau ætíð njóta stuðnings úr vestri hlaupi snurða á þráðinn," sagði Blomberg. Glata áhrifum með dvínandi herstyrk Hvað varðar hemaðarmátt Rússa segir Blomberg, að flotastyrkur þeirra færi ört hnignandi. „Þeir eru að glata getunni til þess að geta nýtt sér heim- ildarákvæði Start-1 sáttmálans um fjölda langdrægra kjarnaflauga í kaf- bátum, hafa ekki efni á að viðhalda kafbátum sem geta borið þær. Kafbátaflotanum hrakar og hann hef- ur verið minnkaður stórlega." Það er niðurstaða nýlegs mats Finna á herstyrk Rússa, að þeir séu að glata möguleika til að hafa áhrif á þréun mála utan eigin yfirráðasvæðis með flotastyrk. Finnskir sérfræðingar segja að hnignun rússneska heraflans muni halda áfram um langa hríð og í besta falli muni líða a.m.k. 20 ár þar til þeir geti endurreist markverðan her- styrk. Forsenda þess sé afar hagstæð efnahagsþróun, einungis þannig hefðu þeir eitthvað aflögu til heraflans. Tapani Vaahtoranta, forstjóri rann- sóknarstofnunar alþjóðamála í Hels- inki, tók undir með Blomberg að Finn- um stæði ekki nein ógnun af Rússum en sagði engan vita hver staðan yrði eftir 10 eða 20 ár. Hefðu Finnar reynd- ar meiri áhyggjur af framtíð Eistlands og að nokkru leyti væri óttast, að áhrif Rússa kynnu að aukast aftur í Eistlandi. í versta tilfelli væri talið að gengju Finnar í NATO kynnu Rússar að gera eitthvað andstyggilegt gagn- vart Eistlandi. Út frá þeirri röksemd hefðu Finnar verið mjög varfæmir þegar rætt væri um NATO-aðild. Lausnin væri að Eistland fengi aðild að ESB. Með því móti yrði miklu erfið- ara fyrir Rússa að gera eitthvað á hlut Eista. - Myndi afstaða Finna til NATO breyt- ast er Eistar væru komnir í ESB? „Ég efast um að það. Finnland vildi ganga í ESB til að verða hluti af Vest- urlöndum, til að tiyggja að við yrðum aldrei skildir einir eftir gagnvart Rúss- landi. Helsti ávinningur aðildarinnar er að sjálfsöryggi okkar er nú miklu meira en fyrir aðild. Ég geri ráð fyrir að sjálfsöryggi Eista gagnvart Rúss- landi ykist gengju þeir í ESB,“ sagði Vaahtoranta. Jaakko Blomberg sagði Finna telja þörf á að íhuga reglulega stöðu varn- ar- og öryggismála og spyija sig hvort NATO-aðild sé raunhæf. „í fyrirsjá- anlegri framtíð er hagsmunum Finn- lands best borgið með því að viðhalda núverandi þróun sem miðar að því að uppræta hættur á átökum milli Finn- lands sem vestræns ríkis og Rúss- lands. Af sömu ástæðu styðjum við einarðlega að Eystrasaltsríkin fái aðild að ESB því Rússar eru afar líklegir til að breyta um stefnu í garð þeirra og líta á Eystrasaltsríkin sem góða granna fremur en hugsanlega ógnun væru þau í bandalaginu. Ógnun við stöðugleika? Við teljum að það muni raska stöð- unni á norðursvæðinu sæktum við um aðild að NATO með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Stöðugleika yrði ógnað og Eystrasaltsríkjunum öðrum fremur yrði komið í klípu. Segja má að Finn- land sé í stakk búið til að standast átök við Rússland en af raunsæisá- stæðum er hagsmunum okkar í náinni framtíð best þjónað með því að standa utan NATO. A þessu stigi er mun erfið- ara að segja til um hveijir langtíma hagsmunir okkar verða. Ekki hægt að útiloka að þar yrði NATO-aðild ofan á.“ Tapani Vaahtoranta sagðist hafa vissar efasemdir um mikilvægi NATO ef bandalagið yrði áfram stækkað. Taka þyrfti tillit til fleiri þjóðarhags- muna svo erfiðara kynni að reynast að leiða mál til lykta. Merki þess sæj- ust innan ESB og OSCE. Bandalagið ætti og við þann stóra vanda að stríða að eiga engan sameiginlegan óvin lengur, hann væri horfinn. Það leiddi hugann að því hvað halda myndi bandalaginu saman í framtíðinni. „Framtíð þess stendur og fellur með afstöðu Bandaríkjamanna til evrópsks öryggis. Ekki þarf að deila um drottn- un þeirra innan NATO og flest Evrópu- ríkin, að Frökkum undanskildum, virð- ast ósköp sátt við það ástand. Ákveðin vísbending um afstöðu bandarískra yfirvalda til NATO fæst er öldunga- deildin greiðir atkvæði um stækkun NATO. Mér virðist þó sem Bandaríkin muni enn um sinn viðhalda skuldbind- ingum sínum í evrópskum öryggismál- um því þau vilja viðhalda áhrifum í Evrópu og NATO er tæki þeirra tii þess. Til lengri tíma litið kann það að verða erfiðara fyrir stjómvöld í Was- hington að selja bandarískum skatt- greiðendum að þeir eigi að borga vam- ir Vestur-Evrópu." Er Vaahtoranta var spurður um stöðu mála í Rússlandi og hvort þau ógnuðu stöðugleikanum á norðurslóð- um að einhveiju leyti svaraði hann eftir langa umhugsun: „Mér virðist sem Rússar hafi sett sér sem markmið að verða aftur öflugt veldi í utanríkis- og öryggismálum. Einnig telja þeir sig þurfa að hafa belti vinsamlegra ríkja við jaðar sinn. Þess vegna er auðvelt að skilja hvers vegna þeir vilja ekki Eystrasaltsríkin, Finnland og Svíþjóð í NATO. Þegar við tölum um öryggismál í Norður-Evr- ópu erum við í raun að tala um Rúss- land, allt tekur mið af Rússlandi. Við viljum komast hjá því að austurlanda- mæri okkar verði ný markalína, ný tjöld milli austurs og vesturs. Þegar við tölum um ógnina við stöðugleikann er einnig sá möguleiki fyrir hendi að einhver stoð rússnesks samfélags hrynji. Þess vegna fylgjumst við náið með hnignun heraflans, en viss ótti er við að hún geti leitt til óstöðug- leika. Enn hefur þó ekkert gerst í þá veru.“ Slagkraftur landvarna aukinn - Þú sagðir að engin hætta stafaði af Rússum nú en framtíðin væri óræð. Hvað gæti í versta falii gerst? „Mesta áhyggjuefnið er að einhvers konar hemaðarleg átök eigi sér aftur stað í Norður-Evrópu og Rússar finni hjá sér þörf til að nota finnskt land- svæði. Énn er talið að Rússar kynnu að vilja leggja undir sig Norður-Noreg, Lappland, eða að þeir teldu sig þurfa að leggja undir sig suðurströnd Finn- lands til að tryggja aðgang sinn að Eystrasalti um Pétursborg. Það er at- burðarás sem öllum hrýs hugur við,“ sagði Vaahtoranta. Til þess að mæta þeirri nýju stöðu í öryggismálum sem nú blasir við þeim eru Finnar að endur- skipuleggja landvamir sínar. Þar er lögð áhersla á þjálfun úrvalshersveita til að svara hugsanlegum leifturárás- um frá Rússlandi á veigamikil skot- mörk, s.s. orkuver, samgöngumann- virki, stjórnkerfi landsins o.s.frv. Rúss- ar hafi aukið viðbúnað í landamæra- hémðunum en markmið endurskipu- lagningar finnskra landvama undanf- arin ár hafi verið að byggja upp slag- kraft þeirra til að geta svarað það kröftulega fyrir sig undir öllum kring- umstæðum að óvinurinn átti sig á að það borgi sig ekki að reyna að leggja til atlögu. Að sögn sérfræðinga í vam- armálum telja Finnar sig hafa liðsafla og herstyrk í dag til að hrinda einir og óstuddir hugsanlegri árás frá Rúss- landi. Aðgangur sakborninga að málsgögnum RÉTTARFAR í SILKIPAPPÍR? Þungt er í viðmælendum Páls Þórhallssonar vegna dóms Hæstaréttar frá því í sumar þar sem héraðsdómara var meinað að afhenda sakbomingum afrit af málsgögnum. DÓMUR Hæstaréttar frá því í sumar þar sem sak- borningum í umfangs- miklu fíkniefnamáli var meinaður aðgangur að gögnum máls hefur vakið töluverða athygli en um þennan dóm var fjallað í Morgunblaðinu hinn 31. júlí síðast- liðinn. Virðast margir á því að rétt- arstaðan í þessu efni sé lítt viðun- andi. í máli þessu hafnaði Hæsti- réttur kröfu sakborninga um að fá að kynna sér málsgögn ákæru- valdsins, sem lögð höfðu verið fram í málinu, að vild. Var það gert meðal annars vegna þess að talin var hætta á að sakborningar sam- ræmdu framburði sína. Var talið að hagsmuna ákærðu væri nægi- lega gætt með því að veijendur þeirra fengju á sjá gögnin. Dómur þessi var í samræmi við eldri dóm Hæstaréttar frá 19. apríl 1994 (H 1994.872). Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. segir að það séu forsendur dóms Hæstaréttar að ekkert í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu komi í veg fyrir að sakbomingi sé meinað- ur aðgangur að sakargögnum þang- að til hann hafi gefið skýrslu fyrir dómi. „í 6. gr. sáttmálans er skýrt kveð- ið á um að maður sem er borinn sökum í opinberu máli á rétt á að annast málsvörn sína sjálfur. Af þv{ leiðir að hann verður að fá að kynna sér gögn málsins. Öðru vísi getur hann ekki haldið uppi vörnum. Sam- kvæmt dómi Hæstaréttar getur dómari vísað manni, sem annast málsvörn sína sjálfur, á dyr meðan verið er að yfirheyra annan sak- boming í sama máli. Þetta fær ekki staðist." Hæstiréttur í erfiðleikum Jón Steinar segir að það valdi vonbrigðum og áhyggjum að Hæsti- réttur skuli eiga í „sífelldum erfið- leikum með að dæma mönnum ein- staklingsbundin réttindi“. Þess í stað sé tekið mið af óljósum hags- munum ákæmvaldsins af því að halda gögnum leyndum. „Dómstólar í réttarríki eiga að tryggja réttindi í stað þess að hafa þau af mönnum." Jón Steinar minnir á að sakaður maður geti neitað að svara spurn- ingum og þvi fái ekki staðist að takmarka aðgang með vísan til þess að misræmi sé í frásögn sakborn- inga. „Þessi dómur er mengaður af þeirri afstöðu rannsóknarvaldsins að játningar sakborninga séu upp- haf og endir allrar sönnunarfærslu í opinberum málum.“ Jón Steinar finnur lika að öðm. „í dómnum er talið fullnægjandi að veijandi kynni sér gögnin. Ég hef alltaf litið svo á að veijendur gegni engu sjálfstæðu hlutverki í dóm- salnum. Þeirra hlutverk er að gera sakboming eins settan og ef hann væri lögfræðimenntaður. Hann á semsagt ekki að standa höllum fæti vegna þess að hann skorti lagaþekk- ingu. Mér sýnist að ef veijanda em Jón Stéinar Gunnlaugsson Ragnar Aðalsteinsson Eiríkur Tómasson afhent gögn með því skilorði að ekki megi kynna sakborningi þau fá sé hann settur í vonlausa stöðu. raun og vem er veijandi með þess- um hætti gerður að sérstökum trún- aðarmanni rannsóknar- og ákæru- valds gegn sakborningi. Ég hef gripið til þess í svona tilviki að neita að taka við gögnunum nema ég megi kynna skjólstæðingi mínum þau. Þama er verið að klæða rétt- arfarið í silkipappír. Menn eru að láta líta út fyrir að kröfum réttarrík- isins sé fullnægt með því að veijand- inn sjái gögnin." Margháttuð réttindi í húfi Ragnar Aðalsteinsson hrl. segir hugsun laganna um meðferð opin- berra mála vera þá að eftir að ákæra hefur verið gefin út sé staða aðila sú sama. Með því að meina sakbom- ingi að kynna sér gögn málsins sé grundvellinum kippt undan þessu sjónarmiði. í raun sé þá einnig veg- ið að réttinum til að veija sig sjálf- ur, réttinum til að vera viðstaddur réttarhaldið og réttinum til að und- irbúa vörnina með tilhlýðilegum hætti. Sakborningur sem megi ekki sjá gögn ákæruvaldsins geti augljós- lega ekki varið sig sjálfur. „Jafnvel þótt ráðgert sé í dómi Hæstaréttar að sakborningur megi sjá gögnin fyrir ræðuflutning þá verður að at- hugast að meginatriði málsvarnar í sakamáli er ekki ræðan heldur yfir- heyrslur yfir vitnum." Ennfremur hljóti að leiða af dómi Hæstaréttar að sakbomingur megi ekki vera viðstaddur yfirheyrslur fyrir dómi yfir öðrum sakborning- um. Þar með sé tekinn af honum rétturinn til að vera viðstaddur rétt- arhaldið. Loks geti dómurinn þýtt að ekki gefist færi á að undirbúa málsvömina með tilhlýðilegum hætti. „í lögunum er gert ráð fyrir að ræður séu fluttar strax á eftir yfir- heyrslum. Það er augljóst að sé haldið fast við það þá gefst ekki tími fyrir veijandann að fara yfir gögn málsins með skjólstæðingi sín- um, það gefst sem sagt ekki færi á nægilegum undirbúningi," segir Ragnar. Kamasinski-málið Eini dómur Mannrétt- indadómstóls Evrópu í hliðstæðu máli er í svokölluðu Kam- asinski-máli. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að það bryti ekki rétt á sakbomingi að fá ekki afrit af gögnum enda hefði veijandi hans aðstöðu til að undirbúa vömina í samráði við skjólstæðing sinn. „Ég get ekki skilið þennan dóm öðm vísi en svo," segir Ragnar Aðalsteinsson, „að það bijóti í bága við mannréttindasáttmálann að tak- marka aðgang sakbornings að sak- argögnum og meina jafnframt veij- anda að kynna skjólstæðingi sínunv' gögnin. Ég tel dóm þennan gefa skýrt til kynna að veijandanum sé skylt að kynna ákærða efni þeirra gagna sem veijandanum era afhent og ég tel skilning þennan ekki um- deildan." Svipaðar reglur í Danmörku íslensku reglurnar eru ekki eins- dæmi að því er virðist. Þannig segir í 745. gr. dönsku réttarfarslaganna að vetjandi eigi rétt á að fá afrit af sakargögnum. Þó megi víkja frá' þessu í undantekningartilvikum, til dæmis vegna rannsóknarhags- muna. Þá megi leggja bann við því að veijandinn afhendi þær upplýs- ingar sem hann hefur fengið frá lögreglu. Bannið má framlengja þangað til sakborningur hefur gefið skýrslu við aðalmeðferð. í skýringarritinu Karnov segir að ef tilgangur slíks banns sé eingöngu að útiloka sakborning frá vitneskju um yfirlýsingar annarra sakbom- inga, þá sé venjulega ekki ástæða til að hafa bannið lengur í gildi en þangað til sakbomingur hefur gefið skýrslu fyrir rétti en áður en aðal- meðferð fer fram. Danir hafa sem sagt leyst þao' vandamál sem hér er til umræðu þannig að skjóta inn skýrslutöku fyrir rétti áður en aðalmeðferðin hefst. Fræðimenn í Danmörku hafa bent á að rétt sé að vekja athygli veijanda á því áður en gögn eru látin af hendi að þau megi ekki afhenda sakborningi þannig að hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji yfirhöfuð sjá gögnin. Á að skjóta inn skýrslutöku? Eiríkur Tómasson prófessor seg- ist hafa haft efasemdir um dóm Hæstaréttar árið 1994 sem vísád er til í dómum frá því í sumar. Það sé ekki heppilegt að neita sakbom- ingi um aðgang að sakargögnum eftir útgáfu ákæra. Að vísu verði ---------- ekki fullyrt að þessir dómar fari í bága við lög- in um meðferð opinberra mála eða dóma Mannrétt- indadómstóls Evrópu. „Lögin voru umdeild þeg- ar þau voru sett. Það hef- ur margt verið að gerast „Vegið að margháttuð- um réttind- um sakborn- ings“ síðan. Það er því þörf á endurskoð- un þeirra." * Eiríkur segir að hugsanleg leið út úr vandanum væri að tekin væri skýrsla af sakbomingi fýrir dómi fyrr en ella, eftir það gæti hann fengið aðgang að sakargögnum. „Það er vísir að heimild fyrir þessu í lögunum um meðferð opinberra mála og það er æskilegt að styrkja hana,“ segir Eiríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.