Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 38
"68 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Móðir okkar,
SIGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR,
Sörlaskjóli 44,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að kvöldi þriðjudagsins
26. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börnin.
+
Elskulegur bróðir okkar,
GUÐJÓN EINARSSON
frá Ási,
Bárustíg 13,
Sauðárkróki,
sem lést fimmtudaginn 21. ágúst, verður kvadd-
ur frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. ágúst
nk. kl. 11.00.
Jarðsett verður að Ríp í Hegranesi,
Systkini hins látna.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR,
sem lést á dvalarheimilinu Barmahlíð, Reyk-
hólum, 22. ágúst síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
29. ágúst kl. 15.00.
Guðlaug Guðmundsdóttir, Grímur Arnórsson,
Hafsteinn Guðmundsson, Ólína Jónsdóttir,
Sveinn Guðmundsson, Dóra Jónsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir, Karl Þórðarson,
Kristrún Guðmundsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir, Steinn Baldvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BERGÞÓRA M. HARALDSDÓTTIR
frá Tjörnum,
Vestur-Eyjafjöllum,
Tunguseli 1, Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag-
inn 24. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30..
Sigurður E. Þorsteinsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Gunnar Andrésson,
Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Paul Erik Jensen,
Haraldur Þorsteinsson, Hulda Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför,
GÍSLA KRISTINS GUÐBRANDSSONAR,
skipstjóra,
Laugateigi 10,
Reykjavík.
Sverrir Gislason,
Guðbjörg H. Guðbrandsdóttir,
Hrafnhildur Guðbrandsdóttir,
Þorbjörg Jósefsdóttir,
Gunnar Pétursson,
Gunnar Richardson,
Þórarinn Óskarsson.
I
f
+
Þökkum af alúð öllum, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og
útför bróður og frænda,
BJARNA GUNNARSSONAR,
Auðbjargarstöðum.
Karólína Gunnarsdóttir
og systrabörn.
FINNUR
SIG URJÓNSSON
-I- Finnur Sigur-
' jónsson var
fæddur í Vest-
mannaeyjum 14.
nóvember 1919.
Hann lést á
Sjúkrahúsi
Reykjavíkur h. 18.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Helga
Finnsdóttir, kjóla-
meistari, f. 28.
september 1895 á
Stóru-Borg, Aust-
ur-Eyjafjalla-
hreppi, d. 25. apríl
1989 í Reykjavík, og Sigurjón
Pálsson, sjómaður og verka-
maður, f. 12. ágúst 1896 í
Hjörtsbæ í Keflavík, d. 12.
ágúst 1975 í Reykjavík.
Finnur og tvíburabróðir
hans, Sigurjón Helgi, voru
elstir sex systkina, en Sigurjón
Helgi lést h. 24. desember
1936 í Reykjavík. Systur
þeirra voru fjórar: Henný
Dagný, f. 29. apríl 1922, Ólöf
Ingibjörg, f. 4. október 1923,
d. 28. september 1994, Pálína
Þuríður, f. 17. júní
1931, og Jóhanna
Kristín, f. 31. maí
1935. Finnur var
ókvæntur og barn-
laus.
Finnur vann
lengi í bókabúð
Æskunnar í Kirkju-
hvoli í Reykjavík
og einnig vann
hann hjá Ragnari
Þórðarsyni sem þá
rak tískuverslanir í
Reykjavík; Mark-
aðinn og Gullfoss.
Einnig vann hann
hjá varnarliðinu, bæði á skrif-
stofum þess á Keflavíkurflug-
velli og í mötuneyti hjá hern-
um vestur á Gufuskálum. Síð-
ustu 25 ár starfsævi sinnar var
Finnur bókavörður í bókasafn-
inu vestur á Seltjarnarnesi og
starfaði þar til ársins 1990 að
hann fór á eftirlaun. í apríl
1995 flutti Finnur á Hrafnistu
í Reykjavík og átti þar heimili
eftir það.
Útför Finns fór fram í kyrr-
þey fimmtudaginn 21. ágúst.
Finnur Siguijónsson, móður-
bróðir minn, var maður sem tekið
var eftir hér í Reykjavík á árum
áður, á þeim árum þegar hann og
félagar hans voru ungir og margir
þeirra upprennandi skáld, lista-
menn og spekingar af ýmsum
toga. Hann var alltaf vinamargur
og hafði oft um sig heila hjörð af
skemmtilegu og gáfuðu fólki. Var
hann þá hrókur alls fagnaðar þeg-
ar sá gállinn var á honum og var
meinfyndinn, sjófróður og
skemmtilegur. Hann var sérstak-
lega vel lesinn og mér fannst hann
alltaf vita alla skapaða hluti, hann
+
Bróðir okkar, mágur og frændi,
EINAR ODDGEIRSSON
bóndi,
Dalseli,
Vestur-Eyjafjöilum,
verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju laugar-
daginn 30. ágúst kl. 14.00.
Símon Oddgeirsson,
Ólafur Oddgeirsson,
Dóra Ingvarsdóttir,
Þórunn Ólafsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Ytra-Laugarlandi,
Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5-A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
krabbameinsdeildar 11-E á Landspítalanum og háls-, nef- og eyrna-
deildar F.S.A.
Tryggvi Jóhannesson,
Hjörleifur Tryggvason, Vilborg G. Þórðardóttir,
Aðalbjörn Tryggvason, Guðrún Finnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
I stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Yerið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKÉMMUVEGI 48, 200 KÖP.TSIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
hafði alltaf svör á reiðum höndum
og skoðanir á flestu. En veraldar-
gengið gat verið svolítið valt hjá
honum. Líklega var hann bóhem,
maður hugleiðir það ekki þegar
maður elst upp með fólki.
Líklega hefur hann ekki verið
af sömu gerð og við flest. Það var
svo margt í fari hans og lífi sem'
ekki var eins og hjá okkur hinum.
Hann streðaði aldrei við að eign-
ast þak yfir höfuðið heldur safnaði
að sér málverkum og bókum og
öðrum fögrum munum. Hann var
listrænn í sér, gekk alltaf afar vel
til fara, og það var alltaf stíll yfir
honum og reisn.
Hann var heimilismaður hjá mér
og manninum mínum fyrrverandi
í þrjú ár suður í Njarðvíkum á
árunum 1965 til 1968. Hann kom
í heimsókn eina kvöldstund milli
jóla og nýárs og varð innlyksa.
Við áttum fjögur lítil börn og hann
tók að sér heimilisreksturinn eftir
skamma dvöl og gerði mig brott-
ræka úr eldhúsinu og sagði að við
þessar ungu stelpur kynnum ekki
að elda mat fyrir siðað fólk, ég
skyldi sjá um þvottinn og börnin
á daginn og svo komst bara á sjálf-
virk verkaskipting. Okkur kom
alltaf svo vel saman á meðan ég
hlýddi honum.
Hann fór í utanlandsferðir hve-
nær sem hann hafði tækifæri til
og ferðaðist til staða sem íslend-
ingar voru ekki vanir, m.a.s. fór
hann til Kína fyrir um 20 árum
sem ekki var algengt þá. Síðasta
haust fór hann í rútuferð austur
á Skeiðarársand til að skoða þar
eyðilegginguna eftir hlaupið mikla
en starfsfólkið á Hrafnistu gerði
honum það kleift og með hjálp
þess komst hann upp í þessa stóru
rútu því hann var engin léttvara,
hann Finnur frændi, og þurfti tvo
og jafnvel þijá til að hjálpa honum
en hann tók öllu með stóískri ró
og lét það hnoðast þetta með sig
til að ná settu marki. Og komst
austur á Skeiðarársand sem hann
hafði áður farið svo oft yfir þegar
hann var drengur að fara austur
að Hofi í Öræfum til sumardvalar.
Svo liðu árin og að því kom að
Finnur gat ekki lengur búið einn
og flutti inn á Hrafnistu. Ekki
þótti hann félagslyndur þar fyrst.
Honum varð það töluvert áfall að
þurfa að flytja á stofnun en svo
jafnaði hann sig á því eins og lang-
flest fólk gerir og samlagaðist svo
lífinu á staðnum og fór að kynn-
ast fólkinu svona eins og gengur.
Hann veiktist í kvöldboði á fögru
sumarkvöldi h. 15. ágúst heima
hjá systur sinni vestur í bæ, var
fluttur í sjúkrabíl upp á Borgar-
spítala. í ljós kom að hann hafði
fengið heilablóðfall og fékk hann
hægt andlát mánudagsmorguninn
18. ágúst. Ég vil að lokum kveðja
þennan sérstæða og góða frænda
minn og þakka honum fyrir sam-
fylgdina í bráðum 55 ár.
Sigrún Dúfa Helgadóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u
Sími 562 0200 u
[IIIIIXXIIXll