Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 53
I
I
I
I
f
I
(
(
I
(
(
i
(
(
I
(
I
(
(
I
(
(
I
I
(
EDDolbý
DIGITAL#
L\ ★ STAFRÆNT HLJOÐKERFI í ÖLLUM SÖLUM! ★ ALVÖRU BÍÓ! ★
Sprenghlægileg mynd með þeim Jeff Daniels (úr Dumb and Dumber) og Michael Richards
(Kramer úr Seinfeld). Mynd um tvo tjónaða vini sem koma sér í ótrúlega klemmu eftir
ævintýralegt steggjapartý. Skelltu þér á eina bestu grínmynd sumarsins.
Jeff Daniels Michael Richards
í Tómu TJÓIUI
(Trial and Error)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
WWW.SKIFAN COM s/m/ SS1 9000
LOST HIGHWAY
i
M \ 11{ i >//•)•
★ ★★1/2
„ mWíCA AHQiiiEmríEl
D V
1» \ \ II) 11\< II -
/;// / /’/ / / \i v>
ER RAUNVERULEIKINN DRAUMUR EÐA ER DRAUMURINN KANNSKI VERULEIKI
Hinn einstaki leikstjóri David Lynch (Blue Velvet, Wild at Heart)
hefur hér sent frá sér einstaka mynd sem slær allt annað út sem
hann hefur áður gert. Þú munt gleðjast um leið og þú grætur. Þú
munt hlæja um leið og þú fyllist óhugnaði.
Þú munt rata um leið og þú týnist. Þig mun dreyma í vöku.
Ellefu ára leikari
Bean
EFTIR I DA6
heimsækið heimasíðuna www.mrbean.co.uk
Islendingur
á norskum
fjölum
UNGUR íslenskur leikari, Villi Þorri Vilhjálmsson,
lék í hálft ár fyrir fullu húsi í leikritinu „Garman &
Worse“ sem var sýnt í Stavangri í Noregi fram á
sumar. Leikritið var sett upp í tilefni af 50 ára af-
mæli Rogaland leikhússins í Stavangri en höfund-
ur þess er Alexander Kielland.
Villi Þorri er íslenskur í báðar ættir en hefur bú-
ið í Noregi með móður sinni, Ásu Lilju Norðíjörð,
og fósturfoður sínum, Jan Kove Jacobsen, um
nokkurt skeið. Villi er 11 ára gamall og þurfti því
stundum að fá frí í skólanum til að æfa fyrir leik-
ritið. „Honum gengur svo vel í skóla að hann
missti ekkert úr þrátt fyrir nokkra frídaga," sagði
Ása Lilja, móðir Villa. „Við höfðum áhyggjur af
því að það yrði of erfitt fyrir hann að leika í kvöld-
sýningu því Villi fer venjulega að sofa klukkan
átta, en leiksýningarnar stóðu fram að miðnætti.
Þetta var þó ekkert mál fyrir hann og gekk mjög
vel,“ sagði Ása Lilja. Villi segist ekki hafa fengið
sviðsskrekk fyrir framan fullan
salinn en foreldrar hans voru
með tárin í augunum á frumsýn-
ingunni enda stór stund fyrir þau
8U. Villa fannst mjög skemmtilegt
að leika en ekki er komið í ljós
hvort hann tekur þátt í starfi
leikhússins í vetur. Hann segist
hafa mikinn áhuga á að spreyta
sig enn frekar í leiklistinni þótt
stundum hafi honum fundist
erfitt að leika.
Villi Þorri lék nokkur hlutverk
í leikritinu og þurfti að fara með
texta í sumum þeirra. Leikritið
Qallar um þrjár ólíkar stéttir,
stétt fátækra, auðugra og strang-
trúaðra. Það gerist á síðustu öld
og hefur fengið mjög góðar við-
tökur í Noregi. Leikritið var
VILLI Þorri í hlutverki götustráks í leikritinu
„Garman & Worse“.
frumsýnt snemma árs og var uppselt á allar sýn-
ingarnar en leikhúsið tekur um 400 manns í sæti.
Að sögn Ásu Lilju var eftirspurn eftir miðum á
leikritið svo mikil að auglýst var eftir þeim í út-
varpi. Þar voru þeir sem hugðust ekki nýta miðana
sína af einhveijum ástæðum hvattir til að láta vita
og gefa öðrum kost á að sjá sýninguna.
Villi Þorri heldur áfram í skólanum í haust og er
aldrei að vita nema hér sé aðeins um upphaf að
glæstum leikferli að ræða.
í HÓPATRIÐUM þurfti Villi að syngja en á myndinni er hann þriðji
frá hægri.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
i
■
MYNDBÖND
Hemingway
verður að manni
Af stríði og ástum
(In Love and War)
Ástarsaga
Framleiðandi: New Line Cinema.
Leikstjóri: Richard Attenborough.
Handritshöfundar: Allan Scott,
Clancy Sigal og Anna Hamilton
Phelan eftir samnefndri bók eftir
Henry Villard og James Nagel.
Kvikmyndataka: Roger Pratt. Tón-
list: George Fenton. Aðalhlutverk:
Sandra Bullock og Chris O’DonnelI.
95 mín. Bandaríkin. New Line
Cinema/Myndform 1997. Myndin er
bönnuð innan tólf ára.
UNGUR Hemingway fer til Ítalíu
sem sjálfboðaliði á vegum Rauða
krossins í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þegar hann særist á fæti kynnist
hann hjúkrunar-
konu sem hann
verður ástfanginn
af. Hún hrífst
einnig af Ernest,
en getur ekld valið
á milli hans og
ítalsks læknis sem
elskar þessa fögru
konu líka.
Ástarsaga
þessa unga fólks
er ansi skemmtileg, en ekki sérstak-
lega áþreifanleg fyrr en kannski rétt
í lokin. Eg fékk reyndar aldrei á til-
finninguna að hér væri um Hem-
ingway að ræða, þar sem maður hef-
ur heyrt að hann hafi verið ansi
ruddalegur náungi, og þá líklega
„sterkari" persónuleiki en strákling-
urinn Ernie er í þessari mynd. Hér
er því þó haldið fram, og kannski
einum of eindregið, að þessi fyrsta
stóra ástarsaga hafi gert þennan
dreng að manni, og Nóbelsskáldi.
Persónulega held ég að eitthvað
fleira þurfi að koma til.
Myndin er ágæt skemmtun, og er
það ákafi og kímni aðalpersónunnar
sem gerir það að verkum, því að
öðru leyti er hún heldur væmin.
Attenborough notar dramatíska tón-
list til að ýta undir æskilegt tilfinn-
ingaflæði hjá áhorfendum, og er því
oft að ýta undir eitthvað sem ekkert
er. Sandra Bullock og Chris O’Donn-
ell eru fínustu leikarar, en það er
spuming hvort þau séu hér á réttum
stað.
Af stríði og ástum er ekki frumleg
mynd á neinn hátt, en er þó forvitni-
leg fyrir það eitt að vera um Ernest
Hemingway.
Hildur Loftsdóttir
stærðfræði
Mikið úrval
reiknivéla
Verð frá:
1699 kr
staðgrent
Umboösmenn umland allt.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 16 OO