Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNING MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 29 ^ JULIANA SVEINSDÓTTIR + Júlíana Sveins- dóttir fæddist á Gillastöðum í Reykhólasveit 6. júlí 1902. Hún lést i Barmahlíð á Reykhólum 22. ág- úst síðastliðinn. Júlíana giftist 27.10. 1929 Guð- mundi Guðmunds- syni, f. 15.5. 1906, d. 3.1. 1979, uppal- inn í Flateyjar- hreppi og víðar í A-Barðastrandar- sýslu, ættaður af sömu slóðum. Börn þeirra: 1) Guðlaug Halldóra, póstmeist- ari í Króksfjarðarnesi og hús- freyja á Tindum, maki Grímur Arnórsson, þau eiga tvö börn. 2) Ólafur Hafsteinn, bóndi í Flatey, maki Ólína Jóhanna Jónsdótt- ir, þau eiga þijú börn. 3) Sveinn, húsmeistari í Mos- fellsbæ, maki Dóra Jónsdóttir, þau eiga fimm börn. 4) Valgerður, hús- freyja í Hliðsnesi, maki Karl Þórðar- son, þau eiga sex börn. 5) Kristrún, sjúkraliði í Hafnar- firði, fyrrv. maki Einar Gíslason, þau eiga þrjú börn. 6) Bryndís Guðrún, húsfreyja í Reykjavík, maki Steinn Ag- úst Baldvinsson, þau eiga tvö börn. Útför Júlíönu fór fram frá Fossvogskirkju 29. ágúst. Með Júlíönu Sveinsdóttur þykir mér sem kvaddur sé síðasti fulltrúi kynslóðarinnar sem var. Þegar ég nefni kynslóðina sem var á ég við fólkið sem var í blóma starfsævinnar og fór með manna- forráð í inneyjum uppvaxtarára minna. Ég minnist þessa fólks sem ákveðins hóps bænda og húsráð- enda á svipuðum aldri. Aldursmun- ur vart yfir 10 ár með þeim elsta og yngsta. Næstum er með ólíkindum að það skyldi vera Júlíana sem lifði lengst. Hún var heilsuveil á þessum árum. Var t.d. stundum við rúmið vegna höfuðverkja. Aðrir líkamspartar þessarar lágvöxnu, yfírlætislausu konu hafa víst verið sterkir. Ég var jafnaldri og leikfélagi bamanna hennar og við öll heima- gangar hvert á annars heimilum. Júlíana var ekki smámunasöm út af ólátunum sem oft myndast í þannig hópi, þó húsakynnin væru í upphafi þröng. Hafði reyndar gaman af þegar fram liðu árin, er börnin uxu og bernskuærslin þróuð- ust yfír í dansiböll á eldhúsgólfínu hennar, eftir útvarpsmúsík, á laug- ardagskvöldum. Júlíana og Guðmundur fluttu í Skáleyjar vorið 1945 og tóku hálfa jörðina til ábúðar. Þá áttu þau 5 böm. Það yngsta, Bryndís, fæddist árið eftir. Með þeim komu einnig Guðrún Jónsdóttir móðir Guðmund- ar og maður hennar, Þorbjöm Sveinsson, stjúpi og föðurbróðir Guðmundar. Þau voru í hús- mennsku og höfðu sitt heimili. Unnu að búi Guðmundar og Júlíönu bæði meðan heilsa entist þeim, en Guðrún lifði mörg ár við fötlun og þurfti hjúkrun sem þau hjón önnuð- ust eða höfðu stjórn á. Guðrún dó 1963 og eftir það hættu Guðmund- ur og Júlíana vetrarbúsetu enda vom ungar þeirra sjálfra þá að mestu flognir úr hreiðri. Þau tóku við lúnum húsakynnum. Júlíana sauð slátrið sitt í stórum hlóðapotti í útieldhúsi, þvottinn að einhveiju leyti líka og þvoði við frumstæða tækni. Að æðrast var ekki íþrótt þessarar kynslóðar. Seiglan hert við fátækt og erfiði dugði best til bættra kjara. Fljótlega byggðu þau bæinn upp, gripahús vom löguð og tún ræktuð. Búskap- arárin í Skáleyjum voru þeirra vel- mektartími. Koma þeirra í Skáleyjar olli mér mikilli eftirvæntingu. Eg var þá á sjöunda árinu, - og alúðinni var strax að mæta í Norðurbænum. Það fór og svo að ekki aðeins börnin urðu félagar. Góð og stórárekstra- lítil samvinna var með bændunum þessi 18 ár sem föst búseta beggja varði og áfram þó veturseta legðist af, alls 32 ár. Unnið var saman við heyflutn- inga, fjárflutninga og aðra að- drætti, selveiði og æðarvarp. Sér- staklega minnist ég ánægjustund- anna þegar sest var niður á gmnd- ina að veitingunum sem húsfreyj- ið sposkur svipur ef henni heyrðist staðreyndirnar vera að .fara eitt- hvað úr böndunum. Hún gat líka skemmt sér konunglega, hlegið dátt og hrifist með þar sem gleði var í hóp. Starfsævi hennar spannar tíma sem ötult fólk komst til bjargálna með iðju og ráðdeild. Hún gekk að heyvinnu, mjöltum og annarri skepnuhirðingu eftir þörfum. En fyrst og fremst var hún húsmóðir síns snyrtilega heimilis, þar sem veitingar voru fram bornar fyrir- varalaust hvenær sem var. Þannig er og verður minning mín um Júlí- önu í Norðurbænum. Það munu hafa verið um tvö síð- ustu árin sem hún var þrotin að líkams- og sálarkröftum, - sat gleymin í hjólastól. Fram undir það var hún með handavinnu, las á bók og mundi liðna tíð. Afkomendur hennar eru nú hálfur sjötti tugur. Þeim óska ég heilla í minningu hennar. Jóhannes Geir Gíslason, bóndi, Skáleyjum. urnar báru til sjávar þegar lúinn hópur eftir heyband og heyburð í úteyjum lagði að með heyskip. Hey- flutningar þessa tíma var kafli í búskaparsögunni útaf fyrir sig. Veitingarnar á grundinni voru ylj- andi og endurnærandi áður en ráð- ist var í að bera af skipinu. Eftir að fastri búsetu þeirra lauk byggðu þau sér hús á Hliðsnesi á Álftanesi í skjóli dóttur sinnar Val- gerðar. Þau voru nokkur ár viðloð- andi í Flatey, þar sem Guðmundur annaðist símavörslu. Síðan bjuggu þau í eigin húsnæði í Hafnarfírði í sambýli við Kristrúnu dóttur sína og hjá henni bjó Júlíana eftir að Guðmundur dó, meðan henni entist heilsa. Þá fór hún fyrst á Sólvang í Hafnarfirði, en ævina endaði hún í sinni æskusveit, að hjúkrunar- heimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Júlíana fæddist og ólst upp á Gillastöðum, sem er ekki kostamik- il jörð. Hún var fimmta í röð 12 systkina, sem 11 urðu fullorðið fólk og flest náði háum aldri. Eftir lifa nú tvö þeirra. Það urðu oft seigar sinar í kynslóðunum sem ekki nutu óhófs í uppvextinum. Þau Guðmundur hófu búskap sinn á Brandsstöðum í sömu sveit. þar voru húsakynni slík að moldar- gólf og moldarveggir voru í eld- húsi. Innar af því þiljuðu þau sér litla stofukytru. Þama fæddist elsta dóttir þeirra og mun það vera síð- asta barnsfæðing í þeim bæ. Þá bjuggu þau um árabil á Höllustöð- um í þröngu tvíbýli við annað fólk sem þau héldu góðum kunnings- skap við æ síðan. Þessi ferill var það veganesti sem Júlíana bjó að og hún hefur væntan- lega verið mótuð af þegar búskapur þeirra í Skáleyjum hófst. Guðmund- ur féll inn í eyjabúskapinn, uppalinn þar, sjóferðamaður og veiðimaður af lífí og sál. Júlíönu hins vegar þótti að sér þrengja með höft sjáv- arins á allar hliðar. Sjóferðir áttu aldrei við hana og fór hún sjaldan af bæ að nauðsynjalausu. Hins veg- ar fór það svo eftir 18 ára búskap. að þegar hún kom aftur, eftir fyrsta veturinn annars staðar, fann hún að hún var komin heim. Síðustu ár þeirra í sumarbúsetu voru í félagi við Svein son þeirra og ijölskyldu hans. Því lauk 1976. Það gat verið gaman í góðu næði að sitja einn á tali við Júlí- önu. Þá sagði hún oft vel frá því sem á dagana hafði drifíð og ekki síst kynnum hennar af öðru fólki. Hins vegar blandaði hún sér ekki mikið i rökræður manna á milli, en hún fylgdist með og kannski var ekki laust við að á hana kæmi dálít- Með örfáum orðum langar mig að minnast Júlíönu Sveinsdóttur. Vafalaust hefur hún verið hvíld- inni fegin þegar kallið kom. Ég man að hún sagði eitt sinn við mig að hún vildi ekki verða háöldruð. Hugurinn reikar aftur í tímann þegar ég var í Skáleyjum í mörg sumur hjá afa mínum og ömmu. Þar var tvíbýli, amma og afí bjuggu í Sólheimum, en í Norðurbænum bjuggu Júlíana og Guðmundur. Hjá þessum rosknu hjónum mætti ég mikilli góðvild og hlýju og átti ég marga ferðina upp í Norðurbæ. Það var oft fjölmenni í eyjunni á vorin þegar annir voru hvað mest- ar. Þurfti þá nóg af mannskap til þess að sinna bæði varpi, selveiðum og öðrum störfum. Eflaust hefðu Júlíana og Guðmundur ekki getað verið í Skáleyjum seinustu árin hefðu þau ekki notið hjálpsemi barna sinna og fjölskyldna. Júlíana var lítt hrifín af bátsferð- um og held ég að hún hafí sjaldn- ast farið á milli nema þegar hún kom á vorin og fór á haustin. Ég á góðar minningar um þessa hógværu konu sem hafði sig lítið í frammi en leyndi ekki skoðunum sínum ef svo bar við. Hún átti mjög auðvelt með að setja sig I spor unga fólksins og ég held að hún hafí notið þess að hafa það í kring um sig. Ég minnist Júlíönu við eldavélina í Norðurbænum, _ hellandi upp á kaffí með rót í. Ég hef verið rétt að verða unglingúr þegar ég fór að smakka á kaffinu hennar. Ósjaldan var farið í búrið og náð í eitthvert góðgæti líka. Mínar bestu minningar úr Norð- urbænum eru þegar sest var á kvöldin síðla sumars við að spila vist. Júlíana og Guðmundur höfðu mjög gaman af spilamennsku og voru þau óþreytandi við að spila við okkur krakkana. Eftir að þau fluttu í Hafnarfjörð hitti ég þau ekki oft, en síðasta heimsókn mín til Júlíönu var á sjúkrahús fyrir nokkrum árum. Þá hafði hún brotnað og lá í nokkrar vikur. Að leiðarlokum vil ég þakka Júlí- önu alla tryggð og vináttu í minn garð. Ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Júlíönu Sveinsdóttur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Sigurborg Leifsdóttlr. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni ( bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega lfnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR BRAGASON prentari, Dalseli 21, Reykjavfk, er lést fimmtudaginn 4. september sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Þorbjörg Jónasdóttir, Dóra Halldórsdóttir, Ingibjörg L. Halldórsdóttir, Hörður Valsson, Þóra Björg Jónasdóttir, Ólafur G. Sveinbjörnsson, Yngvi Halldórsson, Linda Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, Sunna Björg Gunnarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN JÓNSSON, Sólheimum 38, Reykjavfk, lést í Seljahlíð mánudaginn 1. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elfnborg Ólafsdóttir, Haukur Sveinbjarnarson, Margrét Guðjónsdóttir, Sigrfður Sveinbjarnardóttir, Erna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Friðriksson, María Tómasdóttir, Tómas Bjarnason. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, ELÍSABET LILJA LINNET, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 8. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. september kl. 10.30. Gunnar Dal, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Kristján Jóhann Svavarsson Hlíf Svavarsdóttir, Edda Sigurðardóttir. + Elskuleg móðir mín MARGRÉT EINARSDÓTTIR, hjúkrunarkona, Furugerði 1, andaöist á heimili sínu þann 8. september sl. Fyrir hönd systkina, barnabarna og lang- ömmubarna, Halldóra Jónasdóttir. + Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR KARLSSON frá Karlsskála, Grindavík, er látinn. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. september kl. 10.30. Eyrún Hafsteinsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurður M. Jónsson, Herdfs Þorláksdóttir, Árni Þór Jónsson, og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.