Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 35 , I I i : l J ! í I I I BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Rimaskóli tekur forystuna Frá Vali Óskarssyni: Á SÍÐASTA vetri skrifaði ég grein í Morgunblaðið varðandi það að nú þyrfti að gera átak í stærðfræði og það sem allra fyrst. Nokkru seinna var svo birt niðurstaða könn- unar sem sýndi hversu aftarlega við erum á merinni miðað við aðrar þjóðir. Eg vissi tæpast hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar fjölmiðlafólk fór að tala við ýmsa spekinga um þessi mál því margir þeirra töldu bráðnauðsynlegt að stofna nú nefndir og ráð til að fjalla um vand- ann. Var það furða þótt mér ofbyði því í grein minni benti ég á að enn í dag er verið að kenna stærðfræði- hefti númer 1 í 7 ára bekkjum. Hvers vegna skyldu þau vera núm- er eitt? Jú, þau voru samin fyrir 7 ára krakka meðan þeir voru fýrsti bekkur, þ.e.a.s. á meðan 6 ára krakkar voru ekki skólaskyldir. Þetta hefti inniheldur bytjenda- námsefni og því er í raun fáránlegt að kenna það ekki srax í núverandi 1. bekk, enda er tímafjöldi 6 ára krakkanna orðinn slíkur að það er ekkert vit að nýta hann ekki betur. í grein minni benti ég jafnframt á að menntamálaráðuneytið þyrfti að gefa út tilmæli um að þetta yrði gert í öllum grunnskólum landsins svo ekki kæmu upp vandamál þeg- ar nemendur eru að flytja milli skóla. Að sjálfsögðu hefur ekki heyrst bofs frá ráðuneytinu, enda átti ég raunar ekki von á því. Nýver- ið las ég í Morgunblaðinu grein um það að í skóla úti á landi væru menn að samþætta myndmennt og stærðfræði. Skyldi virkilega vinnast betur með því að hræra stærðfræð- inni saman við aðrar greinar? Við í Rimaskóla í Reykjavík nenntum ekki að bíða lengur eftir tilskipunum heldur ætlum nú að reyna að brúa það mikla bil sem nú er milli bóka sem kenndar eru í 12 ára bekkjum og þeirra sem kenndar eru á fyrsta ári unglinga- stigs. Við höfum gert áætlun sem miðar að því að eftir tvö ár höfum við náð þeim áfanga að 11 ára krakkarnir klári það námsefni sem nú er kennt í 12 ára bekkjum og sérstakt námsefni verði tilbúið fyr- ir 12 ára krakkana. Með þessu móti ættu nemendur okkar að vera mun betur undirbúnir þegar kemur að stærðfræðiprófi i 10. bekk. Aðeins eitt að lokum: Þið hjá Heimili og skóla og Samfok. í guðanna bænum standið nú með okkur í þessu máli. Allt of mikil orka hefur hingað til farið í það hjá fólki í landinu að hamra á því að við kennarar séum alltaf í fríi. Auðvitað þarf ekki að ræða það því allir kunna þetta ágæta stærð- fræðidæmi.: Kennari er í fríi næstum 3 mánuði á sumrin = 84 daga Kennari er í fríi laugardaga og sunnudaga =104 daga Kennari er í jólafríi u.þ.b. hálfan mánuð =14 daga Kennari er í páskafríi =10 daga Kennari í einsetnum skóla kennir ekki nema ca 5 klukkutíma á dag og þessir 19 tímar sem afgangs eru í sólarhringnum gera = 289 daga Samtals dagar í fríi á hverju ári 501 dagur í rauninni má kennari aldrei hætta sér á skemmtistað eða í heimboð því áður en hann veit af þá er einhver farinn að ræða hyskni kennara. Það er þó því miður ekki hægt að mótmæla því að dæmið hér fyrir ofan sannar öllum sem vit hafa á stærðfræði að kennarar vinna greinilega miklu minna en ekki neitt. VALUR ÓSKARSSON, Leiðhömrum 15, Reykjavík. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Frá Rannveigu Tryggvadóttur: í FRÉTT í Morgunblaðinu 3. sept. segir að stjórn Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík muni í næstu viku ákveða hvort hún leggur fram tillögu fyrir fulltrúar- áðsfund um að haldið verði próf- kjör fyrir borgarstjórnarkosning- arnar að vori. Baldur Guðlaugsson, formaður ráðsins, segir að verði prófkjör haldið séu mestar líkur á að það verði í október. Vitræn ákvörðun kjósenda um það hveija velja skuli á lista í próf- kjöri er undir því komin að glögg mynd af valmöguleikum komi fram í greinaskrifum frambjóðenda fyrir prófkjörsdag. Því finnst mér frá- leitt að gefa fólki ekki lengri tíma en t.d. sex vikur til að gera upp hug sinn um það hveija velja skuli. Frambjóðendur til prófkjörs geta ekki gert glögga grein fyrir sjálfum sér í greinaskrifum á svo stuttum tíma. Róleg yfirvegun kjósenda skilar Sjálfstæðisflokkn- um betri mönnum og betri árangri í kosningum til borgarstjórnar að vori. Því vona ég að prófkjör verði ekki haldið fyrr en í nóvember. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR Bjannalandi 7, Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Koykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBKÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 669 1181, Iþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Dýraglens Grettir Ljóska Smáfólk Hafið þið félagar Við fundum ekki eyði- Við fengum vinnu sem sleða- verið að ráfa um mörkina... Við enduðum hundar... Vissuð þið að í þrjá mánuði?! norður í Alaska ... „Rósa-knappur“ var sleði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.