Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 37

Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 37 • > ) ? > > t > I I > I I I > I I I I I I I I < ÍDAG SKÁK llmsjón Margcir Pctursson Staðan ko_m upp í úrslita- einvíginu á íslandsmótinu í blindskák_ á sunnudaginn. Helgi Áss Grétarsson (2.475) var með hvítt og átti leik, en Hannes Hlífar Stefánsson (2.545) hafði svart og lék síðast 30. — Dc7—c6? sem gaf færi á laglegum vinningsleik. Helgi Áss missti hér af gullnu tækifæri til að tryggja sér öruggan sigur í einvíginu. Lokin urðu: 31. Hff2?? - d3 32. Hel - Bxf2 33. Dxf2 - Hxe6 34. Hxe6 — Dxe6 35. Dxa7 — Dc6 36. Db8+ - Re8 37. Rf3 - Kg8 38. Dd8 - h6 HVÍTUR leikur og vinnur. mát) 31. — Hxe2 32. Bxc6 — Bxc6 33. Dc8+ Rg8 34. Dxc6 og vinnur auð- veldlega. Hannes jafnaði met- in með þess- um sigri og var kominn með unna stöðu í bráðabana- skák, en lék þá riddara beint í dauð- 39. Kgl — De6 og hvítur gafst upp. Rétti leikurinn var 31. Bd7! (Nú tapar svartur drottningunni eða verður ann _ og Helgi Áss var fyrsti íslands- meistarinn í blindskák. Það er erfitt að tefla án þess að sjá skákborðið fyrir framan sig! Ljósmyndastofa Sigriðar Bac- hmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Seltjarnar- neskirkju af sr. Áma Bergi Sigurbjörnssyni Sunna Gunnlaugsdóttir og McLemore. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík O pf ÁRA afmæli. í dag, OtJmiðvikudaginn 10. september, er áttatíu og fimm ára Hildur E. Páls- son, húsmóðir, Stigahlíð 4, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Skagfirðinga- búð, Stakkahlíð 17, milli kl. 17.30 og 20 í dag, afmælis- daginn. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. apríl í Þorláks- kirkju af sr. Svavari Stef- ánssyni Þorbjörg Magnús- dóttir og Valdimar Bjarnason. Heimili þeirra er á Egilsbraut 24, Þorláks- höfn. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 12. júlí í Laugarnes- kirkju af sr. Páima Matthí- assyni Hrund Rúdólfsdótt- ir og Kristján Óskarsson. Þau eru búsett í Danmörku. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Hraun- gerðiskirkju af sr. Kristni Agústi Friðfinnssyni Ásdís Finnsdóttir og Bergur Ingi Ólafsson. Heimili þeirra er í Hjálmholti, Hraungerðishreppi. Árnað heilla Ást er... ...keðja sem tengir tvö hjörtu. TM Reg. U.S. Pat. 0«. - all rights resetved (c) 1997 Los Angoles Trnes Syndicate HÖGNIHREKKVÍSI ,/ /Ytércr mtíniitcc t/f&þcÁ b eqar siHvusn'nn er c! bzervurvC: " STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú hefur stjórnunarhæfi- leika og ættir að sérhæfa þig á því sviði. Hrútur (21. mars- 19. april) Þér verður mest úr verki fyrri part dags. Þú ættir að ræða fjármálin við félaga )inn í kvöld og leggja öll spilin á borðið. Naut (20. apríl - 20. maí) Heimboðin streyma til þín úr öllum áttum svo þú hefur nóg að gera á næstunni. Njóttu þess og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Gættu þess að eyða ekki um efni fram. Hlustaðu á félaga þinn, sem hefur ákveðnar hugmyndir um sparnað og ávöxtun. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) HÍg Þú hefur ákveðnar hug- myndir um hvernig best sé að ávaxta sitt pund, en ekki er víst að ástvinur þinn sé þér sammála. Vertu umburð- arlyndur. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þótt þú sért vinsæll í góðra vina hópi, skaltu muna að ekki eru allir viðhlæjendur vinir, séu viðskipti annars vegar. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Þú þarft að hafa meiri trú á sjálfum þér. Treystu orðum vina þinna, um að þú sért sérstakur og eigir það skilið, sem þú færð. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu það ekki slá þig út af laginu, þó eitthvað fari öðru- vísi en þú ætlaðir. Njóttu þess að eiga notalega stund með ástvini í kvöld. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú getur það sem þú ætlar þér, svo þú ættir að bretta upp ermarnar. Öll fram- ganga þín er þér til fram- dráttar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú mátt ekki slaka á fyrr en þú hefur gengið frá öllu sem þú lofaðir að yrði gert í dag. Lofaðu ekki meiru en þú getur staðið við. Steingeit (22. des. - 19.janúar) í stað þess að láta sig dreyma, skaltu framkvæma. Bjóddu heim gestum í kvöld, eða skelltu þér í heimsókn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér verður mest úr verki ef þú bytjar daginn snemma. Þú þarft að ræða við félaga þinn um sameiginlegt hags- munamál. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú átt ekki í erfiðleikum með að skipuleggja hlutina í sam- ráði við félaga þinn. Líklega þarftu að skipuleggja stutta ferð á næstunni. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Matargerð - mál fjölskyldunnar Matur o g matargerð eru sívinsælt umræðu- efni, enda mikilvægt þar sem fjölbreytt, næringarrík fæða er nauðsynleg fyrir vöxt og þroska bama og vellíðan einstaklinga á öllum aldri. Margrét Þorvaldsdóttir hefur kynnt sér nýjar leiðir til að örva áhuga allrar fjölskyldunnar á matargerð. ORÐTAKIÐ - þú ert það sem )ú borðar - þýðir að heilbrigði fólks og heilla þjóða getur ráðist af því hvað það leggur sér til munns. Þessi sannindi voru Frakk- landskonungi ljós um miðja síðustu öld er hann fékk þekktan franskan næringarfræðing til að finna að- ferð til að vinna til neyslu feiti sem gat komið í staðs smjörs. Óttast var að skortur á mikilvægum orku- efnum, sem var viðvarandi í Frakklandi á þessum tíma, gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar á þrek og úthald Frakka ef til stríðs kæmi við hina öflugu ná- granna þeirra. „Margarínið" sá dagsins ljós og var nefnt smjör fátæka manns- ins. Nú, hundrað og tuttugu árum síðar, líða Vest- urlandabúar ekki vegna skorts á feitmeti heldur ofneyslu. Offita sem áður var að- allega tengd eldra fólki er í vaxandi mæli að verða vandamál yngra fólks og jafnvel barna. Öregla á matmáls- tímum og neysla á fitandi skyndibit- um eiga þar án efa mikla sök. Fræðsla og áróður fyrir matargerð virðist þurfa að vera stöðugt í gangi til að vekja áhuga fólks á mikil- vægi reglubundinna næringarríkra máltíða. Nú á haustdögum stendur „Klúbbur matreiðslumeistara" og „Matreiðsluskólinn okkar“ fyrir merku framtaki. Þeir vinna að gerð sjónvarpsþátta í samvinnu við Rík- issjónvarpið, um matreiðslu fyrir börn. Gissur Guðmundsson hjá „Matreiðsluskólanum okkar“ sagði aðspurður að gerð þessara þátta ætti sér eins árs aðdraganda. Hilm- ar B. Jónsson hafi vakið athygli á sjálfboðaliðsstarfi matreiðslumanna í Bandaríkjunum, sem gefa vinnu sína einn dag í mánuði í þágu heim- ilislausra. í kjölfarið kom fram hug- mynd um að gefa vinnu í þágu ein- hverra sem ekki hafa allt til alls, og urðu börnin fyrir valinu. Við gerð þáttanna gefur Klúbbur mat- reiðslumeistara alla vinnu sína og Ríkissjónvarpið fær ótakmarkaðan sýningarrétt á þeim. Fyrsta útsend- ingin verður 5. október og verða þættirnir sýndir í Ríkissjónvarpinu á sunnudögum fram til jóla. Hvað verður börnum kennt að matbúa í þessum þáttum? „Við setjum þá upp eins og þriggja rétta máltíð og verðum með salat, kjöt, fisk, pastarétti, skúffu: köku og ískrap," sagði Gissur „í síðustu útsendingu í desember útbúum við ostabakka fyrir foreldr- ana sem ætti að henta vel þegar allir er eru önnum kafnir við jó- laundirbúninginn. Þessir matreiðsluþættir ættu að koma öllum að gagni, foreldrar í dag hafa takmarkaðan tíma til að vera með börnum sínum þar sem þau vinna mikið sjálf.“ Hann sagð- ist vilja hvetja foreldra til að vera meira með börnum sínum og leyfa þeim að vera þátttakendur í matar- gerðinni í eldhúsinu. Að gefnu til- efni var Gissur spurður hvort börn- unum yrði ekki kenndir borðsiðir í þessum þáttum. Hann sagði að þau mál hefðu verið mikið til umræðu við upptöku þess- ara þátta, og vel gæti komið til greina að slíkur þáttur, þar sem fólki væri kennt að leggja á borð og helstu borðs- iði, kæmi eftir áramót. Samhliða þess- um sjónvarps- þáttum verður „Matreiðsluskól- inn okkar“ með matreiðslunám- skeið fyrir börn annan hvern sunnudag fram í miðjan nóvember og verða þeir kallaðir „Pabba- dagar“. „Við erum tveir mat- reiðslumeistarar sem sjáum um kennsluna og tökum okkar eig- in böm með á námskeiðin," sagði Gissur. „Við aðstoðum börnin við að elda og kennum þeim umgengni í eldhúsi, borðum síðan saman, þvoum upp og göngum frá.“ Gissur sagði að þeir gæfu vinnu sína, en nemendur greiddu hráefniskostnaðinn, sem er 1.000 krónur fyrir hvert námskeið sem er 4 klukkustundir. í okkar nútíma jafnréttissamfé- lagi þar sem hjón þurfa bæði að vinna utan heimilis að sjá fjölskyldu farborða, er mikilvægt að karlinn geti einnig séð um daglega matar- gerð til jafns við aðra á heimilinu. Matreiðsluskólinn okkar hefur lausnina - kennslu í matreiðslu fyr- ir karla. Auglýsing frá skólanum í Morgunblaðinu um slíka kennslu vakti athygli og var raunar kveikjan að þessari grein. Því hefur verið haldið fram, að fullkomnunarárátta kvenna hafi hrakið margan karlinn frá eldhúsbekknum. Þeir þoli illa ef konan á heimiiinu líti yfir öxl þeirra og segir þeim til eða gerir athuga- semdir. Þessvegna hafí margir talið góða lausn að leika hinn hjálpar- lausa. Okkur lék því forvitni á að vita hvort þessi námskeið væru snið- in fyrir hina hjálparlausu, þá sem hefðu einhveija reynslu í elda- mennsku eða einlæga áhugamenn um matargerð. Gissur segir að þessi námskeið virðist höfða til karla á öllum aldri og hafí verið mjög vin- sæl. Hópamir væm mjög skemmti- legir, stemmning væri mikil, menn elduðu og fengju uppskriftir. Eld- húsumræður héldu síðan áfram við borðhaldið eftir hveija kennslustund, þá spyrðu menn gjaman spuminga sem þeir telja sig ekki geta spurt annars staðar. Höfundur er blaðamaður. Morgunblaðið/Jim Smart MATREIÐSLUMENNIRNIR Gissur Guðmundsson og Ei- ríkur Friðriksson hafa um- sjón með „Pabbadögum" hjá Matreiðsluskólanum okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.