Morgunblaðið - 11.09.1997, Side 4

Morgunblaðið - 11.09.1997, Side 4
MORGÚNBLAÐlÐ 4 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 FRÉTTIR Jón Baldvin Hannibalsson skipaður sendiherra í Washington Segist vera hættur stíómmálaafskiptum JÓN Baldvin Hannibalsson, al- þingismaður og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, hefur verið skipaður sendiherra íslands í Was- hington frá og með næstu áramótum. Jón Baldvin segist nú hættur afskipt- um af stjórnmálum, en hann hlakki til að fylgjast með gangi mála í „höfuð- borg heimsstjómmála". Utanríkisráðuneytið skýrði frá skipun Jóns Baldvins í embættið í gær- morgun. Síðdegis gekk hann á fund Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Jón Baldvin segist hafa viljað ráðgast við þingforseta um starfslok sín á þingi. „Eftir að hafa hlustað á röksemdir hans varð niðurstaðan sú að ég mun gegna starfi þingmanns áfram þar til ég tek við nýju starfí,“ segir Jón Bald- vin. „Þetta gat verið álitamál, en sjónarmið forseta er að þingmenn séu kosnir til að gegna þingmanns- starfi og gegni því þar til annað er ákveðið. Eg ber hins vegar einn ábyrgð á þeirri ákvörðun að sitja á þingi til áramóta.“ Jón Baldvin segist hættur af- skiptum af stjórnmálum frá og með áramótum. „Það fer ekki saman að gegna sendiherraembætti og vera í stjórnmálum," segir hann. Aðspurður hvort hann geri ráð fýrir að helga mörg næstu árin utanríkisþjónustunni, segir Jón Baldvin: „Ég geng í þetta starf samkvæmt sömu lögum og reglum og aðrir. Meginreglan er sú að menn sitji helzt ekki mikið lengur en fjög- ur ár á hveijum pósti, það er regla, sem ég setti sjálfur á sínum tíma, og ekki lengur en átta ár samfellt erlendis. Þessar reglur gilda um mig eins og aðra og annað veit ég ekki um framtíðina." Bandaríkin höfuðborg heimsstj órnmála Jón Baldvin segist ekki kviða því að vinna með fyrrverandi undirmönn- um sínum í utanríkisþjónustunni. „Það er rétt að segja frá því að þeg- ar þetta kom til tals var það að minni ósk að Washington varð fýrir valinu. Það vefst ekki fýrir mér að fram- fýlgja ríkjandi stefnu stjómvalda í samskiptum við Bandaríkin, sem íjallar fýrst og fremst um vamarmál og viðskiptamálefni. Þar fýlgir núver- andi ríkisstjóm sömu stefriu og fylgt var í tíð fýrri stjóma og ég átti þátt í að móta og fylgja fram.“ Jón Baldvin segist hlakka til að takast á við nýtt starf. „Bandaríkin eru ótvírætt höfuðborg heimsstjórn- mála. Öll ríki heims eiga mikið undir því að hafa samskiptin við Bandaríkin í lagi, ekki sízt hinar smærri þjóðir. Þótt það sé kannski svolítið eigingjarnt, hlýtur það um leið að vera lærdómsríkt að fylgjast með gangi mála þar sem helztu ákvarðanir, sem varða heimsbyggð- ina, em teknar,“ segir hann. Aðspurður hvenær það hafi fyrst komið til tals að hann yrði sendi- herra, segir Jón Baldvin „alllangt" síðan. Jón Baldvin Hannibalsson Allar barnabætur verða tekjutengdar á næsta ári Aíiiám tekjutengingar kostar 4,3 milljarða Afnám tekjutengíngar bamabóta myndi hafa í för með sér um 4,3 milljarða króna útgjaldaauka ríkissjóðs ef tekjutengingin yrði afnumin að fullu, og er þá miðað við að bamabætur hinna tekjulægstu héldust óbreyttar. Kæmi hins vegar skattlagning bamabóta á móti útgjaldaaukanum myndu bætumar til þeirra tekjulægstu lækka vemlega frá því sem nú er. MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir á miðstjómarfundi flokksins um síðustu helgi að hún teldi að afnema ætti tekjutengingu barna- bóta og það væri ranglátt að bama- fólk byggi við verri kjör en bam- laust fólk sem er í sömu tekjuhóp- um. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, var þessi leið sú fyrsta sem skoðuð var í jaðar- skattanefnd, en hún leiddi ætíð til hækkunar hjá þeim tekjuhærri en óbreyttra bóta eða lægri hjá þeim tekjuminni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að með því að fella allar bamabætur undir eitt tekjutengt kerfí væri dregið úr þeirri tekjuskerðingu sem væri í núgildandi kerfi. „Það má segja að sú leið hafi verið valin að láta þá tekjuhærri borga minni tekjuskerðingu hjá hin- um tekjulægri," sagði Bolli. Jaðarskattanefnd skoðaði þrjár msimunandi leiðir til þess að draga úr tekjutengingu barnabóta. í fyrsta lagi að afnema tekjutenging- una að fullu, að afnema tekjuteng- ingu og skattleggja jafnframt bæt- urnar og loks þá leið sem endanlega var lögfest, þ.e. að tekjutengja allar bamabætur en lækka skerðingar- hlutföllin. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að ef barnabætur yrðu almennt ótekjutengdar með svipuðu sniði og í nágrannalöndunum kæmi fastur framfærslustyrkur með hveiju bami í staðinn fyrir tekju- jafnandi bamabætur. Munur á hæstu og lægstu bótum 200 þúsund krónur Á árinu 1996 námu heildar- greiðslur barnabóta tæplega fímm milljörðum króna og þar af vom tekjutengdar barnabætur nálægt 2,2 milljörðum króna, en munur á hæstu og lægstu bótum með einu barni getur numið nær 200 þúsund. krónum á ári eftir aðstæðum. í skýrslunni er bent á að verði tekju- og eignatenging bamabótaaukans afnumin og þeim fjármunum sem nú fara til greiðslu barnabóta, sam- tals tæplega fímm milljörðum krónaýdeilt jafnt niður á hvert barn, þó að teknu tilliti til hjúskaparstétt- ar, myndi það leiða til verulegrar tilfærslu frá þeim tekjulægri til hinna tekjuhærri. þannig myndu t.d. barnabætur hjóna með tvö börn sem hafa 100 þúsund kr. í mánaðar- laun lækka um tíu þúsund krónur, eða 10%, en barnabætur hjóna með 400 þúsund krónur í mánaðartekjur hækka um sex þúsund krónur. Verði hins vegar farin s'ú leið að tryggja þeim tekjulægstu sömu barnabætur og greiddar eru í dag með því að viðhalda hámarksbótum myndi það kosta ríkissjóð 4,3 millj- arða króna á ári. Þannig yrðu tekju- jöfnunaráhrifin af þessari leið svip- uð og af hinni fyrri, þ.e. þeir tekju- hærri njóta fyrst og fremst góðs af slíkri breytingu. Miðað við sama dæmi myndu hjón með tvö börn og H O N D A 5 - D Y R A með 115 hestafla VTEC vél og tveimur \ loftpúðum • 1.480.000,- t r^rrö / 9<)S , HONDA Morgunblaðið/Þorkell Sálumessa fyrir móður Teresu SÉRA Jakob Roland, prestur kaþólska safnaðarins, sagði við sálumessu fyrir móður Teresu í Kristskirkju, Landakoti, í gær, að móðir Teresa hefði haft í hyggju að heimsækja ísland næsta sumar. í máli hans kom jafnframt fram að það hafi ver- ið móðir Teresa sem ákvað fyrr á þessu ári að fjórar nunnur úr reglu hennar kæmu hingað til lands, en þá hafi yfir 170 kaþ- ólskir biskupar víðs vegar um heiminn verið búnir að setja fram þá ósk að regla móður Teresu sendi nunnur til starfa í þeim löndum þar sem þeir störfuðu. Breytingarnar á barnabótakerfinu 100 þúsund króna mánaðartekjur fá sömu barnabætur og áður, eða tæplega 19 þúsund krónur mánað- arlega, en barnabætur hjóna með 400 þúsund krónur í mánaðarlaun myndu sexfaldast, þ.e. úr þijú þús- und krónum á mánuði í 19 þúsund krónur. Einnig ræddi jaðarskattanefnd þá hugmynd að skattleggja bama- bætur til að vega á móti þeim kostn- aði sem af afnámi tekjuskerðingar- innar hlytist. Með því að skatt- leggja barnabæturnar með 42% myndu þannig fást 3,5 milljarðar króna sem myndu fjármagna tölu- verðan hluta af hækkun barnabót- anna. Miðað við að bótafjárhæðum yrði haldið óbreyttum myndi þessi aðferð hins vegar helst bitna á þeim sem em með tekjur undir meðallagi. Tekjutenging og lækkað skerðingarhlutfall Sú leið sem jaðarskattanefnd taldi vænlegasta var lögfest á Al- þingi síðastliðið vor og tekur hún gildi á næsta ári. Hún felur í sér að allar bamabætur verða tekju- tengdar en hins vegar lækka skerð- ingarhlutföllin. Þannig lækkar skerðingarhlutfallið með einu barni úr 6% í 5%, með tveimur bömum úr 11% í 9% og með þremur börnum og fleiri úr 15% í 11%. Almennu barnabæturnar sem ekki em tekju- tengdar í dag falla samkvæmt þess- ari leið inn í tekjutengdu bæturnar um leið og dregið verður úr tekju- skerðingunni. Þessi breyting veldur því að barnabætur til hinna tekju- hærri lækka og falla jafnvel alveg niður, en barnabætur annarra hækka vegna minni tekjuskerðing- ar eða standa í stað. Þannig er tal- ið að bamabætur hjóna með meðal- tekjur og þijú börn geti hækkað um allt að sex þúsund krónur á mánuði við breytinguna, eða sem svarar til 2,5% af tekjum. Kostnað- ur við þetta fyrirkomulag verður sá sami og við gildandi kerfí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.