Morgunblaðið - 11.09.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristján
HNÚFUBAKAR hafa verið á ferð í Eyjafirði í sumar og vakið
óskipta athygli meðal farþega í hvalaskoðunarferðum.
Hvalaskoðun nýtur
vaxandi vinsælda
Skóverslun
M.H. Lyng-
dal í nýtt
húsnæði
SKÓVERSLUN M.H. Lyngdal,
næstelsta skóverslun landsins hefur
flutt starfsemi sína úr húsnæði við
Hafnarstræti 103 í Amaro-húsið við
Hafnarstræti 99.
Magnús Haraldsson Lyngdal
stofnaði verslunina í maí árið 1910
og rak til æviloka árið 1934. Ari
síðar keyptu Gunnar H. Kristjánsson
og Karl L. Benediktsson verslunina
af Elínu Lyngdal ekkju Magnúsar
og ráku þeir félagar verslunina til
ársins 1944. Frá þeim tíma hafa
ýmsir komið að rekstri verslunarinn-
ar, Guðjón Bernharðsson, Gunnar
Arason og Brynjólfur Sveinsson.
Árið 1970 keypti Bergur Lárusson
verslunina og rak ásamt eiginkonu
sinni Ástu Tryggvadóttur og syni
þeirra Gísla, en hann hefur átt versi-
unina síðasta áratug.
Frá árinu 1982-1992 var rekið
útibú frá versluninni í verslunarmið-
stöðinni Sunnuhlíð.
Nýja húsnæðið er á jarðhæð í
Amarohúsinu, rúmgott og bjart og
er allur lager við hendina sem gerir
alla afgreiðslu fljótvirkari. Meiri
áhersla verður lögð á ýmsar við-
haldsvörur varðandi skó eftir flutn-
inginn.
Morgunblaðið/Kristján
GÍSLI Bergsson, eigandi skó-
verslunarinnar M.H. Lyngdal.
-----» ♦ ♦----
Barnakór
Akureyrarkirkju
Vetrarstarfið
að hefjast
BARNAKÓR Akureyrarkirkju er að
hefja vetrarstarfið, en æfingar verða
í kapeilu kirkjunnar á fimmtudögum
frá kl. 15.30 til 16.30.
Kórinn kemur fram við helgihald
kirkjunnar u.þ.b. einu sinni í mán-
uði. Fyrsta verkefni vetrarins er
söngur á aðventukvöldi í Akureyrar-
kirkju 7. desember og er stefnt að
ferðalagi næsta vor.
Stjórnandi kórsins er Jón Halldór
Finnsson og raddþjálfari Sigríður
Elliðadóttir. Fyrsta æfingin er næst-
komandi fimmtudag, 11. september,
og eru nýir félagar, 9 ára og eldri,
velkomnir.
HVALASKOÐUN nýtur vax-
andi vinsælda hér á landi og
fer farþegum í slíkar ferðir
fjölgandi ár frá ári. í Eyjafirði
bjóða tvö fyrirtæki upp á slík-
ar ferðir, Sjóferðir ehf. á Dal-
vík og Níels Jónsson sf. á
Hauganesi og hefur farþegum
fjölgað mikið hjá báðum fyrir-
tækjunum.
Níels Jónsson býður upp á
bæði hvalaskoðunar- og sjó-
stangaveiðiferðir og gerir út
samnefndan 30 tonna eikar-
bát. Árni Halldórsson, skip-
stjóri segir að farþegar á veg-
um fyrirtækisins hafi verið um
1.000 í sumar og hafi fjölgað
um 60-80% á milli ára.
Hann segir mestu aukning-
una í hvalaskoðunarferðunum
og eru það nær eingöngu út-
lendingar sem sækja í þær
ferðir en landinn fari meira á
sjóstangaveiðar. Árni er bjart-
sýnn á framhaldið og hann er
þess fullviss að farþegum eigi
eftir að fjölga enn frekar á
næstu árum.
„Það hefur verið mikið af
hval í firðinum, hrefnan hefur
verið við bæjardyrnar hjá okk-
ur, auk þess sem hnúfubakur
hefur sést suður undir Sval-
barðseyri. „Á tímabili vorum
við búnir að sjá hval áður en
lagt var úr höfn og það var
mjög þægilegt. Og suma dag-
ana sáum við 4-5 hnúfubaka
í sömu ferð,“ sagði Árni.
Á fimmta þúsund farþegar
Sjóferðir á Dalvík tóku í
notkun nýjan og hraðskreiðan
farþegabát á síðasta ári sem
ber nafnið Hrólfur og hefur
hann verið notaður í
hvalaskoðunarferðir og ýmsar
aðrar skemmtiferðir, m.a. út
í Fjörður, til Grímseyjar,
Flateyjar og í Naustavík innst
í Skjálfandaflóa. Símon
Ellertsson hjá Sjóferðum
segir að búið sé að flytja á
fimmta þúsund farþega í
sumar en Hrólfur hefur
einnig verið notaður til að
leysa af Hríseyjarferjuna
Sævar.
„Farþegum hefur fjölgað
um og yfir 100% milli ára og
i hvalaskoðunarferðum okkar
er fjölgunin 30-40%. Við sáum
hval í hverri ferð í júlí og
ágúst og nú undir það síðasta
höfum við séð allt að 15 hvali
í ferð. Ferðamenn hafa mjög
gaman af þessum ferðum til
staða hér í nágrenninu, enda
báturinn fljótur í förum og
einnig er sjóstangaveiðin
vinsæl,“ segir Símon.
Sameining þriggja sveitarfélaga í Eyjafirði
Atkvæðagreiðslu frest-
að um tvær vikur
NEFND um sameiningu Árskógs-
hrepps, Dalvíkurbæjar og Svarfað-
ardalshrepps hefur ákveðið að fresta
um tvær vikur atkvæðagreiðslu um
sameiningu þessara sveitarfélaga.
Áður hafði verið tilkynnt um að
kjördagur yrði 4. október en nú
hefur verið samþykkt að kjósendur
í sveitarfélögunum þremur við ut-
anverðan Eyjaförð gangi að kjör-
borðinu laugardaginn 18. október
næstkomandi. Atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar hófst síðastliðinn
mánudag og stendur fram að kjör-
degi.
Ákvörðun um að fresta at-
kvæðagreiðslunni var tekin að
vandlega íhuguðu máli, vegna
ábendinga um að vafasamt væri
að kjörskrár gætu legið frammi í
tilskilinn tíma fyrir kjördag. Til-
laga sameiningarnefndar um frest-
un hefur verið samþykkt í sveitar-
stjórnunum þremur.
Tillaga um sameiningu Árskógs-
hrepps, Dalvíkurbæjar, Hríseyjar-
hrepps og Svarfaðardalshrepps var
borin undir atkvæði 7. júní síðast-
liðinn. Hún var felld í Hríseyjar-
hreppi en samþykkt annars staðar.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna
þar sem tillagan var samþykkt
ákváðu að efna til atkvæðagreiðslu
á nýjan leik og hefur nú endanlega
verið ákveðið að hún fari fram 18.
október næstkomandi.
Háskólamenn hafa
áhyggjur af
búseturöskun
ÞORSTEINN Gunnarsson rektor
Háskólans á Akureyri sagði í
ávarpi sínu á 10 ára afmæli skól-
ans að háskólamenn á Akureyri
hefðu miklar áhyggjur af þeirri
miklu búseturöskun sem nú ætti
sér stað í landinu. Hlutverk Há-
skólans á Akureyri væri að styrkja
undirstöður atvinnulífsins í land-
inu, einkum á landsbyggðinni.
„Almennt séð eru þessir einhliða
fólksflutningar ónauðsynlegir og
munu hafa mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir framtíðarbúsetu í þessu
landi ef stjórnvöld grípa ekki til
aðgerða til úrbóta,“ sagði Þor-
steinn.
Setjast að á landsbyggðinni
Hann sagði háskólamenntun
gegna mikilvægu hlutverki hvað
það varðar að snúa þróuninni við.
„Frá byggðasjónarmiði hefur aðal-
hlutverk hefðbundinnar háskóla-
menntunar verið að útskrifa há-
skólafólk, að verulegum hluta opin-
bera embættismenn, sem starfa
og stjórna í höfuðborg landsins.
Háskólinn á Akureyri menntar hins
vegar háskólafólk sem hefur að
miklu leyti sest að á landsbyggð-
inni,“ sagði Þorsteinn og tók dæmi
af því jákvæða mótvægi sem há-
skólinn skapaði við hina einhliða
búseturöskun. Helmingur nem-
enda í sjávarútvegsdeild Háskólans
á Akureyri kemur frá suðvestur-
horni landsins en Þorsteinn kvað
80% útskrifaðra sjávarútvegsfræð-
inga hafa haslað sér völl í sjávarút-
vegsfyrirtækjum á landsbyggðinni.
Hlutfall brautskráðra úr öðrum
deildum háskólans sem setjast að
utan höfuðborgarsvæðisins kvað
hann einnig svipað.
„Með hiiðsjón af þessu og þeirri
staðreynd að stjórnvöld standa fyr-
ir gríðarlegum fjárfestingum á
suðvesturhorni landsins er ljóst að
frekari efling Háskólans á Akur-
eyri er ein af þeim fáu augljósu
aðgerðum sem stjórnvöld hafa yfir
að ráða til að styrkja búsetu í land-
inu öllu,“ sagði Þorsteinn.
Sýningin Ljós og láð
LJÓS og láð er yfirskrift á sýningu
Guðmundar Ármanns í Gallerí
Svartfugli í Grófargili. Hún verður
opnuð á laugardag, 13. september
kl. 16.
Á sýningunni eru 7 tréristur
sem allar eru unnar á þessu ári
og er meginstefið ísiensk náttúra.
Tréristurnar eru þrykktar í tveim-
ur til sex litum, eintakafjöldi er
frá því að vera aðeins eitt þrykk
eða flest þrjú. Viðfangsefnið í
þessum tréristum er hvorki nýtt
né frumlegt segir í frétt frá lista-
manninum, landslagið sem verið
hefur eitt algengasta þemað í
myndlist okkar.
„Landið er óþijótandi viðfangs-
efni í fjölbreytni sinni, allt frá sjón-
arrönd að fótmáli okkar. Birtan
er svo það sem gefur landinu lit
og mótar lögun formsins fyrir aug-
um okkar," segir listamaðurinn og
einnig að myndirnar séu ekki ljós-
myndaðar eftirmyndir heldur hug-
læg nálgun þar sem allt getur
gerst, eins og í náttúrunni sjálfri.
„Myndirnar sem ég sýni hér eru
ekki gerðar til að vekja hneykslun
eða aðdáun heldur eru þær tilraun
til að miðia upplifun.“
Sýningu Guðmundar Ármanns
lýkur 28. september næstkomandi
en hún er opin virka daga frá kl.
15 til 18 og um helgar frá 14 til
18.
Morgunblaðið/Kristján
Busar fá grill-
aðar pylsur
HITI á hitamæli á Ráðhústorgi
sýndi rétt um 4 gráður um
hádegisbilið í gær þegar
föngulegur hópur busa við
Verkmenntaskólann á Akur-
eyri var Ieiddur inn á torgið.
Þar dönsuðu þeir af miklum
móð og einhverri kunnáttu.
Eftir að hafa stigið dansspor á
Ráðhústorgi lá leiðin í Kjarna-
skóg þar sem eldri bekkingar
grilluðu pylsur ofan í nýnem-
ana. Með því hafa þeir eflaust
verið að bæta þeim upp síðustu
daga, en þeir nýttu sér starfs-
krafta hinna yngri á ýmsan
hátt. Athöfnin hefur á síðustu
árum tekið á sig nokkuð annan
blæ en var, slagsmálin sem eitt
sinn einkenndu busavígslur
framhaldsskólanna hafa vikið
fyrir öðru.