Morgunblaðið - 11.09.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 19
ERLEIMT
Reuter
Dýrar veigar
PAUL Bowker, forstöðumað-
ur breska uppboðsfyrirtækis-
ins Christies sýnir hér rauð-
vínsflösku af jeroboam-stærð,
Mouton Rothschild 1945, en
hún er úr vínkjallara í einka-
eigu en hann verður boðinn
upp í næstu viku. Jeroboam-
flaskan svarar til sex venju-
Iegra flaskna og tekur 4,5
lítra. Er hún dýrasta flaskan
í safninu og þykir líklegt, að
hún fari á allt að 4,5 milljónir
íslenskra króna. Aðeins er vit-
að um tvær jeroboam-flöskur
af þessum árgangi í heiminum.
Skotar greiða atkvæði um
stofnun þjóðþings
Sigur fylgj-
enda þykir vís
Edinburgh, Brighton. Reuter, The Daily Telegraph.
SKOTAR greiða í dag atkvæði um
hvort stofna eigi skoskt þing, og
niðurstöður skoðanakannana, sem
kynntar voru í gær, benda til að
svarið verði eindregið já. Þing hef-
ur ekki setið í Skotlandi í 300 ár.
Einnig verða greidd atkvæði um
hvort þingið, verði það stofnað,
skuli hafa takmarkað vald til skatt-
lagningar.
Andstæðingar stofnunar þings í
Skotlandi telja að með því að Skot-
ar fái aukið sjálfdæmi í eigin málum
séu tekin fyrstu skrefin í átttil sjálf-
stæðis frá Bretlandi. Skoðanakönn-
un á vegum blaðsins Glasgow Her-
ald leiðir í ljós, að 61% aðspurðra
er hlynnt stöfnun þingsins, sem á
yrðu 129 sæti og aðsetur þess yrði
í Edinburgh. Tuttugu af hundraði
eru andvíg þingsstofnuninni og 19%
óákveðin.
Línurnar eru ekki eins skýrar er
varðar spurninguna um vald tii
skattlagningar. Fjörutíu og fimm
af hundraði hyggjast segja já, 32%
nei og 24% hafa ekki gert upp hug
sinn.
Verkamannaflokkurinn stendur
við bakið á þeim sem hlynntir eru
stofnun þingsins, og stóð ásamt
Fijálslynda demókrataflokknum og
Skoska þjóðarflokknum, að sam-
komu í Edinburgh í gær, og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
hitti kjósendur í Glasgow og Edin-
burgh. Sérstök þjóðþing í Skotlandi
og Wales eru kjarninn í áætlunum
Blairs um stjórnarskrárumbætur.
Almenn atkvæðagreiðsla fer fram
í Wales 18. september.
William Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins, hvatti Skota til að hafna
stofnun þingsins. Flokkurinn tap-
aði í öllum kjördæmum í Skotlandi
í kosningum til breska þingsins í
maí sl. Sagði Hague að þeir, sem
andvígir væru stofnun þingsins,
væru hinar sönnu sjálfstæðishetjur
Skotlands, og að framtíð Bret-
lands - Englands, Skotlands, Wal-
es og Norður-írlands - væri í húfi.
Hague nefndi einnig að hætt væri
við því, að skattar myndu hækka
í Skotlandi ef þingið yrði scofnað.
Skotland var sameinað Bretlandi
1707, en hefur haldið mörgum ein-
kennum þjóðríkis, og eru réttar- og
menntakerfi þar önnur en eru í
Bretlandi. Stuðningur við Ihalds-
flokkinn hefur ætíð verið lítill í
Skotlandi, og jókst fylgi við aukið
sjálfdæmi í 18 ára stjórnartíð
íhaldsflokksins í Bretlandi. Efnt var
til atkvæðagreiðslu um stofnun
þings 1979, og voru þá 33% fylgj-
andi því en 31% andvígt. Ekki náð-
ist því það 40% lágmarksfylgi sem
stjórnvöld höfðu ákveðið að þyrfti.
Blair sagði á þriðjudag að ótti
við hækkun skatta væri ástæðu-
laus. Hét hann því að tekjuskattar
yrðu ekki hækkaðir í Skotlandi
næstu fimm árin, jafnvel þótt sam-
þykkt yrði í atkvæðagreiðslu stofn-
un þings sem hefði takmörkuð völd
til skattlagningar.
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, hafði viðurkennt á
mánudag að skoska þingið myndi
hækka skatta innan tveggja ára frá
stofnun þess, ef til hennar kæmi.
Benti fjármálaráðherrann á, að
bann við skattahækkunum myndi
renna út um leið og fyrsta kjörtíma-
bili Verkamannaflokksins.
Nýtt krabbameins-
lyf úr baunum?
BAUNATEGUND, sem vex á Suð-
ur-Tævan, virðist geta hjálpað til
við baráttuna gegn krabbameini.
Tung Ta-cheng, heiðursprófessor
við Tævan-háskóla, greindi frá því
nýlega að rannsóknir hefðu sýnt
fram á að prótein, sem unnið er
úr baunategundinni Canavalia
ensiformis, geti minnkað eða jafn-
vel hindrað vöxt krabbameinsæxia
í tilraunamúsum. Frá þessu er
greint í The Free China Journal
Að sögn Tungs styður próteinið,
sem nefnt er Comcanavalin A, eitil-
frumur í blóðinu við framleiðslu svo-
kallaðra „drápsfruma“, sem ónæm-
iskerfi líkamans getur ekki verið án.
Kostur baunapróteinsins sem
krabbameinslyfs er því ekki sízt fal-
inn í því að það styrkir ónæmiskerf-
ið, sem vinnur á illkynja frumum
eingöngu en skemmir ekki heilbrigð-
ar frumur eins og mörg hefðbundin
krabbameinslyf gera.
Játning
í póst-
ránsmáli
STARFSMAÐUR svissnesku
póstþjónustunnar hefur játað
að hafa verið viðriðinn stærsta
peningarán í sögu Sviss, sem
framið var 1. september sl. í
miðju bankahverfi Zúrich. 53
milljónum svissneskra franka,
hátt í 2,6 milljörðum króna,
sem voru í eigu svissneska
póstsins, var stolið þegar til
stóð að flytja féð i banka. Nú
hefur 24 ára gamall ítali, sem
vann hjá póstinum í tvö ár,
játað að hafa aðstoðað ræn-
ingjana, sem voru fimm talsins
og vopnaðir. Lögregla handtók
13 manns vegna málsins um
síðustu helgi, en þetta var
fyrsta játningin. Meginhluti
ránsfjárins, 33 milljónir
franka, eru enn ófundnar.
Hreinsanir í
Mongólíu
KOMMÚNISTAR, sem voru
við völd í Mongólíu á tímum
Jósefs Stalíns, myrtu að
minnsta kosti 20.000 manns í
landinu á fýrstu 18 mánuðun-
um sem pólitískar „hreinsanir"
voru stundaðar þar, sem hóf-
ust er slíkar hreinsanir stóðu
sem hæst í Rússlandi 1937 en
var haldið áfram um 20 ára
skeið.
42° vetrarhiti
ÍBÚAR Rio de Janeiro þurftu
í fyrradag að þola heitasta
vetrardag sem komið hefur
þar um slóðir í heilan manns-
aldur. Brasilískir veðurfræð-
ingar greindu frá því í gær
að hitinn hefði mælzt 42 gráð-
ur á Celsíus, sem er hærra
hitastig en mælzt hefur að
vetri til í 75 ár. „Þriðjudagur-
inn var heitasti vetrardagurinn
frá 1922 og heitasti dagurinn
yfirleittfrá 1984,“ sagði Marc-
os Massari, veðurfræðingur.
Sagði hann orsaka þessa
óvenjulega veðurs vera að
rekja til „E1 Nino“-sjávar-
straumsins í Kyrrahafi.
Leiðandi merki í þurrkurum
LL " r 4
ára reynsla á Islandi
Líttu á verðið!
Creda Reversair.
Tekur 5 kg„ snýst í báöar áttír, tvö hitastig. knjmpuvöm,
Tímastillir altt að 120 mín, barki (2 m. fylgir)
Cneda Sensair
Cíð erum i r>æsta hUS' '"ð "<£4
. !./
Tekur 5 kg., snýst í báðar áttir, tvö hitastig, krumpuvöm,
rakaskynjarí, barki (2 m. fylgir)
Creda Condensair.
Tekur 6 kg., snýst í báðar áttir, tvö hrtastig, krumpuvöm,
Tímastillir alít að 120 mín, barkalaus, þéttir gufuna.
Greiðslukjör við allra hæfi
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
á íslandi
Stœrsta heimilis-OQ rattækjaverslunarkeöja I Evrópu
Söluaðilar:
Reykjanes
• Rafbúð Skúla Þórs,
Hafnarfirði
• Stapafell, Keflavík
• Rafborg, Grindavík
• Raft.Sig. Ingvars., Garði
Vesturland
• Rafþjðnusta Sigurdórs,
Akranesi
• Blómsturveilir, Hellissandi
• Guðni E. Hallgrímsson,
Grundarf.
Vestfirðir
• Ástubúð, Patrekslirði
® Laufið, Bolungarvík
• Húsgagnaloftið, ísalirði
Norðurland
• KVH, Hvammstanga
• KH, Blönduósi
® Rafsjá, Sauöárkróki
« Rafbær, Siglufirði
• Ljósgjafaverslunin,
Akureyri
• KÞ, Húsavik
Austurland
• Rafey, Egilsstöðum
• Rafaldan, Neskaupsstað
• Rafás, Höfn
Suðurland
• Rafmagnsverkst. KR.
Hvolsvelli
• Geisli, Vestmannaeyjum
• Rás, Þorlákshöfn
R(irMk](ll)[RZLUN iSLflNDSir
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776