Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1997Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 M0RGUN3LAÐIÐ EITT verkanna á sýningu Naglagallerísins. Handmálað postulín SÝNING á handmáluðu postulíni eft- ir u.þ.b. 20 einstaklinga, sem notið hafa tilsagnar Kolfinnu Ketilsdðttur postulínsmálara, verður haldin í Nag- lagalleríinu, Skólavörðustíg 38, laug- ardag og sunnudag frá kl. 13-18. ---------»■-»--»-.-.-. Aðalheiður Skarphéðins- dóttir sýnir í Galleríi Sævars AÐALHEIÐUR Skarphéðinsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, föstudaginn 12. september nk. Aðalheiður sýnir tréristur og myndir unnar með blandaðri tækni. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Þetta er áttunda einkasýning Aðal- heiðar, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga um allan heim, s.s. Kína, Japan, Skandinavíu og víðar um Evrópu. Sýningin stendur til 3. október. Ferðalag andans ÞAÐ ER engin hreyfing í verk- um írska ljósmyndarans Clare Langan, frekar en öðrum ljós- myndum. Samt er engu líkara en allt sé á iði, slík eru áhrifin af hinu sérstæða og persónu- lega myndmáli hennar. Við- fangsefnið er ferðalag gegnum landslag en í „verkunum virðist manneskja sjást á ferð af einum stað á annan,“ svo sem segir í sýningarskrá, „en þar sem tengsl staðanna eru óljós verða áhrifin af sýningunni afstrakt frekar en hlutlæg og vekja fremur hugsanir um hverful- leika og örlög manneskjunnar en um einstaka staði eða ákveð- ið landslag." Þetta má til sanns vegar færa og líkast til á lista- konan sjálf kollgátuna þegar hún segir að verk hennar fjalli frekar um ferðalag andans en líkamans. Þessa dagana stendur yfir sýning á þrjátíu stórum ljós- myndaverkum í lit eftir Clare Langan í Hafnarborg undir yf- irskriftinni Track. Verkin eru leiftur frá þremur ólíkum heim- um, New York, írlandi og ís- landi, þannig að sitthvað á sýn- ingunni á ugglaust eftir að koma íslendingum kunnuglega fyrir sjónir. Sýningin kemur héðan frá Dyflinni með við- komu í Salamanca á Spáni. „Ástæðan fyrir því að ég tók myndir á írlandi liggur í augum uppi og New York valdi ég af því ég þekki vel til þar um slóð- ir,“ segir Langan sem nam á sínum tíma kvikmyndagerð í heimsborginni. „Til íslands kom égaftur á móti á allt öðr- um forsendum en ég hef lengi heillast af íslensku landslagi og drukkið í mig allt sem ég hef komist yfir um landið. I nóvem- ber á síðasta ári lét ég síðan drauminn rætast, kom til Is- lands og myndaði - og mynd- Gegnsætt samsæri KVIKMYNDIR Stjörn ubíó LÍFSHÁSKI („LIVING IN PERIL") ★>/2 Leikstjóri Joakim Ersgard. Handrits- höfundar Jesper, Joakim og Patrik Ersgard. Kvikmyndatökusljóri Ross Perryman. Tónlist Randy Miller. Aðalleikendur Rob Lowe, Dean Stockwell, James Belushi, Dana Wheeler-Nicholson, Patrick Ersgard, Alex Meneses. 93 mín. Bandarísk. Emerald Entertainment 1997. NÝÚTSKRIFAÐUR arkitekt, Walt- er Woods (Rob Lowe), fær fljúg- andi start þegar honum býðst sann- kallað draumaverkefni; að teikna glæsivillu í Beverly Hills fyrir auð- manninn Harrison (James Belushi). Pakkar saman í snatri, kveður þungaða kerlu sína í Seattle og heldur í suður til borgar englanna. Tekur íbúð á leigu sem er í umsjá dularfulls húsvarðar (Dean Stock- well) og hefur störf hjá Harrison. Hann er ekki síður undarlegur, hef- ur allt á hornum sér, ekki bætir úr skák að allt fer úrskeiðis hjá arkítektinum unga. Hann er plag- aður af rottum, sem gjarnan míga yfir teikningar hans, biluðum ná- grönnum, óþolandi húsverði, snar- bijáluðum vörubílstjóra og ofan á allt þetta bætist svo að einhver vill hann feigan, a.m.k. koma á hann morði á lausgirtri konu í næstu íbúð. Enginn trúir Woods, hvorki lögreglan, atvinnuveitandinn, hús- vörðurinn, né eiginkonan í Seattle en Woods grunar að bílstjórinn standi að baki samsærinu. Lífsháski er þunn í roðinu og fer sjálfsagt stystu leið á myndbanda- markaðinn, þar sem hún á best heima. Stærsti gallinn er sá að hún er óvenju gegnsæ, jafnvel af B- mynd að vera. Flestir þeir sem geta lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra sjá hvert ómennið er fljót- lega eftir hann birtist á tjaldinu. Persónusköpunin er máttlaus, aðal- persónan hjákátleg, standandi upp í hárinu á þeim sem síst skyldi, þ.e. lögreglunni í Los Angeles en lætur húsvarðarfíflið kveða sig í kútinn. Ekki verður það til þess að áhorfandinn fái samúð með aðalper- sónunni né treysti hann í stykkinu. Lowe, sem er í eðli sínu ekki alvond- ur leikari, er ósköp óburðugur í hlutverki arkítektsins, Stockwell leikur Stockwell og Belushi öskrar og hrín. Makalaust leikaraval. Myndin er hugarfóstur þriggja, sænskra bræðra. Út á hvað þeir hafa fengið farseðil vestur á Kyrra- hafsströnd er þeim sem séð hafa þessa uppskeru, hreinasta ráðgáta. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Kristinn ÍRSKI ljósmyndarinn Clare Langan verður með uppákomu í tengslum við sýningu sína Track fyrir utan Hafnarborg í kvöld kl. 22.30. aði... Á sýningunni í Hafnar- borg getur að líta afrakstur- inn.“ Yfirþyrmandi og víðáttumikið Langan segir að Island hafi svo sannarlega staðið undir væntingum. „írskt landslag get- ur verið afskaplega fallegt en ekkert í líkingu við það sem þekkist hér á landi. Islenskt landslag er svo yfirþyrmandi og víðáttumikið - nákvæmlega það sem ég var að leita að.“ Ljósmyndatæknin sem Lang- an hefur tamið sér er sérstæð en hún tekur gjarnan myndir í gegnum „filter“, sem hún hefur hannað sjálf, og fyrir vikið sverja verk hennar sig oft og tíðum meira í ætt við afstrakt- málverk en ljósmyndir. „Tæknina hef ég þróað sjálf í gegnum tíðina. í fyrstu leit ég einungis á þetta sem tilraun en eftir að ég náði valdi á henni hefur hún orðið að sérstökum stíl - mínum stíl. Hér áður fyrr vann ég töluvert í tölvu en nú get ég ekki hugsað mér það lengur - einfaldleikinn er best- ur, jafnvel þótt vinnsluferli verkanna sé mun lengra." f tengslum við sýninguna mun Langan efna til uppákomu í kvöld kl. 22.30, þar sem hún mun varpa litskyggnum upp á vegg í Hafnarborg, utan dyra. Verður þar einkum lögð áhersla á myndir frá Islandi en undir mun hljóma hljóðverk sem Langan hefur unnið í sam- vinnu við Paul Brennan úr írsku þjóðlagarokksveitinni Clannad. „Með þessari sýningu er ég að þróa vinnu mína en þetta er beint framhald á því sem ég hef verið að fást við. Þá er bara eftir að stíga skrefið til fulls, gera kvikmynd - og hvaða staður er betur til þess fallinn en ísland?“ Ljósmyndasýningin í Hafnar- borg stendur til 22. september. Jón Júlíus Sigurðsson sýnir í Skotinu Á FYRSTU sýningu vetrarins í Skotinu, félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31, eru verk eftir Jón Júlíus Sigurðsson. Á sýningunni, sem opnuð var 29. ágúst, eru málverk og útskomir hlutir í tré og em sumir þeirra málaðir. Flat- ey, fæðingarstaður Jóns, er hon- um einkar hugstæð og er hún efni- viður málverkanna. Meðal ann- arra verka er taflborð ásamt tafl- mönnum sem sett er upp í einskon- ar lágmynd með umgjörð sem í eru hillur fyrir taflmennina. Sýningin stendur til 19. sept- ember og er opin á sama tíma og félagsmiðstöðin, frá mánudegi til föstudags kl. 9-16.30. Farandsýn- ing fyrir yngstu veg- farendurna BARNALEIKSÝNINGIN „Litli Bjöminn og litla Tígrisdýrið í umferð- inni“ verður frumsýnt á fimmtudag kl. 14 í Kramhúsinu við Bergstaða- stræti. Sýningin er farandsýning sem sýnd verður á leikskólum og annars staðar þar sem ungir vegfarendur koma saman. Sýningin er unnin upp úr sögu eft- ir pólska rithöfundinn Janosh. Öll böm sem sjá sýninguna fá gef- ins nýja íslenska lita- bók og er útgáfa hennar styrkt af Umferðarráði. Lita- bókin auðveldar bömunum að festa sér í minni efni sýn- ingarinnar og rilja þannig upp um- ferðarreglurnar að sýningu lokinni. Myndimar í litabók- inni eru eftir Snorra Ásmundsson. Leikaramir, Guð- mundur Haraldsson og Sigurþór Albert Heimisson fara með hlutverk Bjamarins og Tígrisdýrsins auk annarra persóna sem fram koma í sýning- unni. Leikstjóri er Sigurður Líndal. Morgunblaðið/Einar Falur Douwe Jan Bakker Douwe Jan Bakker 1943-1997 DOUWE Jan Bakker, mynd- listamaðurinn sem var mörg- um íslendingum kunnur, lést í Haarlem í Hollandi sunnu- daginn 7. september sl. Útför hans fer fram í dag, fimmtu- dag. Douwe Jan Bakker fæddist í Heemstede, skammt frá Amsterdam, 1943 og stund- aði myndlistarnám í Eindhov- en og Hertogenbosch á árun- um 1961-1964. Öll helstu nútímalistasöfn í Hollandi eiga verk eftir Douwe Jan Bakker og hafa haldið á þeim sýningar. Nú síðast í janúar á þessu ári hélt listasafnið Haags Gemeentemuseum stóra yfirlitssýningu á verk- um hans. Douwe hélt fjölda sýninga á íslandi, þá fyrstu í Gallerí SÚM 1971 og var virkur þátttakandi í íslensku listalífi upp frá því. Mörg stærstu verka hans fjalla um íslenskt landslag, húsagerðarlist og íslenska tungu. Má þar nefna verkin „A Vocabulary Sculpt- ure in the Icelandic Landscape" og „Um sérstakt framlag íslands og íslensks samfélags til sögu bygging- arlistarinnar". Auk þess gerði hann mörg smærri verk sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum veruleika. Douwe kom oft til íslands. í síðustu ferð sinni hingað, í ágúst á þessu ári, safnaði hann ljósmyndum af vatns- uppsprettum í íslenskri nátt- úru, en á þeim ætlaði hann að byggja röð teikninga. Douwe Jan Bakker var mikils metinn sem einn fremsti myndlistarmaður sinnar kynslóðar í Hollandi. Verk hans, áhrif og vináttu- tengsl á íslandi gerðu framlag hans á vissan hátt hluta af íslenskri listasögu. FARANDSÝNING fyrír yngstu vegfarend- urna verður m.a. sýnd í leikskólum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 205. tölublað (11.09.1997)
https://timarit.is/issue/129838

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

205. tölublað (11.09.1997)

Iliuutsit: