Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 22
LISTIR
22 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
M0RGUN3LAÐIÐ
EITT verkanna á sýningu
Naglagallerísins.
Handmálað
postulín
SÝNING á handmáluðu postulíni eft-
ir u.þ.b. 20 einstaklinga, sem notið
hafa tilsagnar Kolfinnu Ketilsdðttur
postulínsmálara, verður haldin í Nag-
lagalleríinu, Skólavörðustíg 38, laug-
ardag og sunnudag frá kl. 13-18.
---------»■-»--»-.-.-.
Aðalheiður
Skarphéðins-
dóttir sýnir í
Galleríi Sævars
AÐALHEIÐUR Skarphéðinsdóttir
opnar sýningu í Galleríi Sævars
Karls, Bankastræti 9, föstudaginn
12. september nk.
Aðalheiður sýnir tréristur og
myndir unnar með blandaðri tækni.
Öll verkin eru unnin á þessu ári.
Þetta er áttunda einkasýning Aðal-
heiðar, en auk þess hefur hún tekið
þátt í fjölda samsýninga um allan
heim, s.s. Kína, Japan, Skandinavíu
og víðar um Evrópu.
Sýningin stendur til 3. október.
Ferðalag
andans
ÞAÐ ER engin hreyfing í verk-
um írska ljósmyndarans Clare
Langan, frekar en öðrum ljós-
myndum. Samt er engu líkara
en allt sé á iði, slík eru áhrifin
af hinu sérstæða og persónu-
lega myndmáli hennar. Við-
fangsefnið er ferðalag gegnum
landslag en í „verkunum virðist
manneskja sjást á ferð af einum
stað á annan,“ svo sem segir í
sýningarskrá, „en þar sem
tengsl staðanna eru óljós verða
áhrifin af sýningunni afstrakt
frekar en hlutlæg og vekja
fremur hugsanir um hverful-
leika og örlög manneskjunnar
en um einstaka staði eða ákveð-
ið landslag." Þetta má til sanns
vegar færa og líkast til á lista-
konan sjálf kollgátuna þegar
hún segir að verk hennar fjalli
frekar um ferðalag andans en
líkamans.
Þessa dagana stendur yfir
sýning á þrjátíu stórum ljós-
myndaverkum í lit eftir Clare
Langan í Hafnarborg undir yf-
irskriftinni Track. Verkin eru
leiftur frá þremur ólíkum heim-
um, New York, írlandi og ís-
landi, þannig að sitthvað á sýn-
ingunni á ugglaust eftir að
koma íslendingum kunnuglega
fyrir sjónir. Sýningin kemur
héðan frá Dyflinni með við-
komu í Salamanca á Spáni.
„Ástæðan fyrir því að ég tók
myndir á írlandi liggur í augum
uppi og New York valdi ég af
því ég þekki vel til þar um slóð-
ir,“ segir Langan sem nam á
sínum tíma kvikmyndagerð í
heimsborginni. „Til íslands
kom égaftur á móti á allt öðr-
um forsendum en ég hef lengi
heillast af íslensku landslagi og
drukkið í mig allt sem ég hef
komist yfir um landið. I nóvem-
ber á síðasta ári lét ég síðan
drauminn rætast, kom til Is-
lands og myndaði - og mynd-
Gegnsætt
samsæri
KVIKMYNDIR
Stjörn ubíó
LÍFSHÁSKI („LIVING IN
PERIL") ★>/2
Leikstjóri Joakim Ersgard. Handrits-
höfundar Jesper, Joakim og Patrik
Ersgard. Kvikmyndatökusljóri Ross
Perryman. Tónlist Randy Miller.
Aðalleikendur Rob Lowe, Dean
Stockwell, James Belushi, Dana
Wheeler-Nicholson, Patrick Ersgard,
Alex Meneses. 93 mín. Bandarísk.
Emerald Entertainment 1997.
NÝÚTSKRIFAÐUR arkitekt, Walt-
er Woods (Rob Lowe), fær fljúg-
andi start þegar honum býðst sann-
kallað draumaverkefni; að teikna
glæsivillu í Beverly Hills fyrir auð-
manninn Harrison (James Belushi).
Pakkar saman í snatri, kveður
þungaða kerlu sína í Seattle og
heldur í suður til borgar englanna.
Tekur íbúð á leigu sem er í umsjá
dularfulls húsvarðar (Dean Stock-
well) og hefur störf hjá Harrison.
Hann er ekki síður undarlegur, hef-
ur allt á hornum sér, ekki bætir
úr skák að allt fer úrskeiðis hjá
arkítektinum unga. Hann er plag-
aður af rottum, sem gjarnan míga
yfir teikningar hans, biluðum ná-
grönnum, óþolandi húsverði, snar-
bijáluðum vörubílstjóra og ofan á
allt þetta bætist svo að einhver vill
hann feigan, a.m.k. koma á hann
morði á lausgirtri konu í næstu
íbúð. Enginn trúir Woods, hvorki
lögreglan, atvinnuveitandinn, hús-
vörðurinn, né eiginkonan í Seattle
en Woods grunar að bílstjórinn
standi að baki samsærinu.
Lífsháski er þunn í roðinu og fer
sjálfsagt stystu leið á myndbanda-
markaðinn, þar sem hún á best
heima. Stærsti gallinn er sá að hún
er óvenju gegnsæ, jafnvel af B-
mynd að vera. Flestir þeir sem geta
lagt saman tvo og tvo og fengið
út fjóra sjá hvert ómennið er fljót-
lega eftir hann birtist á tjaldinu.
Persónusköpunin er máttlaus, aðal-
persónan hjákátleg, standandi upp
í hárinu á þeim sem síst skyldi,
þ.e. lögreglunni í Los Angeles en
lætur húsvarðarfíflið kveða sig í
kútinn. Ekki verður það til þess að
áhorfandinn fái samúð með aðalper-
sónunni né treysti hann í stykkinu.
Lowe, sem er í eðli sínu ekki alvond-
ur leikari, er ósköp óburðugur í
hlutverki arkítektsins, Stockwell
leikur Stockwell og Belushi öskrar
og hrín. Makalaust leikaraval.
Myndin er hugarfóstur þriggja,
sænskra bræðra. Út á hvað þeir
hafa fengið farseðil vestur á Kyrra-
hafsströnd er þeim sem séð hafa
þessa uppskeru, hreinasta ráðgáta.
Sæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið/Kristinn
ÍRSKI ljósmyndarinn Clare Langan verður með uppákomu í
tengslum við sýningu sína Track fyrir utan Hafnarborg í
kvöld kl. 22.30.
aði... Á sýningunni í Hafnar-
borg getur að líta afrakstur-
inn.“
Yfirþyrmandi og víðáttumikið
Langan segir að Island hafi
svo sannarlega staðið undir
væntingum. „írskt landslag get-
ur verið afskaplega fallegt en
ekkert í líkingu við það sem
þekkist hér á landi. Islenskt
landslag er svo yfirþyrmandi
og víðáttumikið - nákvæmlega
það sem ég var að leita að.“
Ljósmyndatæknin sem Lang-
an hefur tamið sér er sérstæð
en hún tekur gjarnan myndir í
gegnum „filter“, sem hún hefur
hannað sjálf, og fyrir vikið
sverja verk hennar sig oft og
tíðum meira í ætt við afstrakt-
málverk en ljósmyndir.
„Tæknina hef ég þróað sjálf
í gegnum tíðina. í fyrstu leit
ég einungis á þetta sem tilraun
en eftir að ég náði valdi á henni
hefur hún orðið að sérstökum
stíl - mínum stíl. Hér áður fyrr
vann ég töluvert í tölvu en nú
get ég ekki hugsað mér það
lengur - einfaldleikinn er best-
ur, jafnvel þótt vinnsluferli
verkanna sé mun lengra."
f tengslum við sýninguna
mun Langan efna til uppákomu
í kvöld kl. 22.30, þar sem hún
mun varpa litskyggnum upp á
vegg í Hafnarborg, utan dyra.
Verður þar einkum lögð
áhersla á myndir frá Islandi en
undir mun hljóma hljóðverk
sem Langan hefur unnið í sam-
vinnu við Paul Brennan úr írsku
þjóðlagarokksveitinni Clannad.
„Með þessari sýningu er ég
að þróa vinnu mína en þetta
er beint framhald á því sem ég
hef verið að fást við. Þá er
bara eftir að stíga skrefið til
fulls, gera kvikmynd - og
hvaða staður er betur til þess
fallinn en ísland?“
Ljósmyndasýningin í Hafnar-
borg stendur til 22. september.
Jón Júlíus
Sigurðsson sýnir
í Skotinu
Á FYRSTU sýningu vetrarins í
Skotinu, félagsmiðstöð aldraðra í
Hæðargarði 31, eru verk eftir Jón
Júlíus Sigurðsson. Á sýningunni,
sem opnuð var 29. ágúst, eru
málverk og útskomir hlutir í tré
og em sumir þeirra málaðir. Flat-
ey, fæðingarstaður Jóns, er hon-
um einkar hugstæð og er hún efni-
viður málverkanna. Meðal ann-
arra verka er taflborð ásamt tafl-
mönnum sem sett er upp í einskon-
ar lágmynd með umgjörð sem í
eru hillur fyrir taflmennina.
Sýningin stendur til 19. sept-
ember og er opin á sama tíma og
félagsmiðstöðin, frá mánudegi til
föstudags kl. 9-16.30.
Farandsýn-
ing fyrir
yngstu veg-
farendurna
BARNALEIKSÝNINGIN „Litli
Bjöminn og litla Tígrisdýrið í umferð-
inni“ verður frumsýnt á fimmtudag
kl. 14 í Kramhúsinu við Bergstaða-
stræti. Sýningin er farandsýning sem
sýnd verður á leikskólum og annars
staðar þar sem ungir vegfarendur
koma saman.
Sýningin er unnin upp úr sögu eft-
ir pólska rithöfundinn
Janosh. Öll böm sem
sjá sýninguna fá gef-
ins nýja íslenska lita-
bók og er útgáfa
hennar styrkt af
Umferðarráði. Lita-
bókin auðveldar
bömunum að festa
sér í minni efni sýn-
ingarinnar og rilja
þannig upp um-
ferðarreglurnar að
sýningu lokinni.
Myndimar í litabók-
inni eru eftir Snorra
Ásmundsson.
Leikaramir, Guð-
mundur Haraldsson
og Sigurþór Albert
Heimisson fara með
hlutverk Bjamarins
og Tígrisdýrsins auk
annarra persóna sem
fram koma í sýning-
unni. Leikstjóri er
Sigurður Líndal.
Morgunblaðið/Einar Falur
Douwe Jan Bakker
Douwe Jan
Bakker
1943-1997
DOUWE Jan Bakker, mynd-
listamaðurinn sem var mörg-
um íslendingum kunnur, lést
í Haarlem í Hollandi sunnu-
daginn 7. september sl. Útför
hans fer fram í dag, fimmtu-
dag.
Douwe Jan Bakker fæddist
í Heemstede, skammt frá
Amsterdam, 1943 og stund-
aði myndlistarnám í Eindhov-
en og Hertogenbosch á árun-
um 1961-1964. Öll helstu
nútímalistasöfn í Hollandi
eiga verk eftir Douwe Jan
Bakker og hafa haldið á þeim
sýningar. Nú síðast í janúar
á þessu ári hélt listasafnið
Haags Gemeentemuseum
stóra yfirlitssýningu á verk-
um hans.
Douwe hélt fjölda sýninga
á íslandi, þá fyrstu í Gallerí
SÚM 1971 og var virkur
þátttakandi í íslensku listalífi
upp frá því. Mörg stærstu
verka hans fjalla um íslenskt
landslag, húsagerðarlist og
íslenska tungu. Má þar nefna
verkin „A Vocabulary Sculpt-
ure in the Icelandic
Landscape" og „Um sérstakt
framlag íslands og íslensks
samfélags til sögu bygging-
arlistarinnar". Auk þess
gerði hann mörg smærri verk
sem á einn eða annan hátt
tengjast íslenskum veruleika.
Douwe kom oft til íslands. í
síðustu ferð sinni hingað, í
ágúst á þessu ári, safnaði
hann ljósmyndum af vatns-
uppsprettum í íslenskri nátt-
úru, en á þeim ætlaði hann
að byggja röð teikninga.
Douwe Jan Bakker var
mikils metinn sem einn
fremsti myndlistarmaður
sinnar kynslóðar í Hollandi.
Verk hans, áhrif og vináttu-
tengsl á íslandi gerðu framlag
hans á vissan hátt hluta af
íslenskri listasögu.
FARANDSÝNING fyrír yngstu vegfarend-
urna verður m.a. sýnd í leikskólum.