Morgunblaðið - 11.09.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 25
JUKKA Suvilehto, 1990.
Augnablik...
MYNPLIST
List og hönnun
Norræna húsiö
a n d d y r i
LJÓSMYNDIR FRÁ SAMA-
BYGGÐUM FINNLANDS
Jukka Suvilehto. Opið alla daga á
timum Norræna hússins. Til 14. sept-
ember. Aðgangur ókeypis.
.. .AUGNABLIK í tímans
straumi, nefnist sýning Norður-
Finnans með fjarræna nafnið Jukka
Suvilehto. Hann nam við Lahtis
Design Skole á árunum 1981-84,
en sneri aftur til heimaslóðanna og
býr í Rovaniemi. Hefur starfað við
Héraðssafnið í Lapplandi frá 1985,
sem naut þess mikla heiðurs að
hljóta verðlaun Evrópuráðsins, Safn
ársins í Evrópu, 1993.
Framkvæmdin er afrakstur gagn-
gerðrar heimildasöfnunar um lífs-
hætti _Sama í nútíma samfélagi og
veitti íslenzk-finnski menningarsjóð-
urinn styrk til sýningarinnar.
Það sem Suvilehto gengur til, að
eigin sögn, er að festa nútímann á
filmu, mynda daglegt líf almennings
fyrir komandi kynslóðir. Fer mörgum
sinnum á þá staði, sem hann hyggst
afla heimilda um og segir að síðasta
myndin sé ávallt sú besta, fólkið venj-
ist ljósmyndavélinni smám saman.
Um er að ræða framúrskarandi
vel teknar og unnar ljósmyndir, þar
sem áhersla er lögð á fegurð hins
sjónræna í umhverfinu, þannig að
gerandinn gengur mun lengra en
að taka einungis heimildarmyndir. í
honum býr auðsjáanlega ríkur metn-
aður til að ná fram sem myndræn-
ustum árangri og það tekst honum
með miklum ágætum í nokkrum
myndanna. Einkum á þetta við um
hin sértæku sjónarhorn og nefni sem
dæmi myndirnar „Sodankyl" (2),
„Eystri landamærin" (3), „Enotekiö"
(13), Hús fiskimannsins" (15) og
„Hreindýrahirðir 11“ (17).
í fyrra skiptið sem rýnirinn skoð-
aði sýninguna var margt um mann-
inn í anddyrinu, en í seinna skiptið
var hann aleinn. Tók vel eftir að
myndirnar nutu sín betur í marg-
menni líkt og þær þörfnuðust félags-
skapar, mannlegrar nándar, og þær
lyftu sömuleiðis upp stemmningunni
kringum fólkið. Þetta stafar af því
að anddyrið er takmarkað og naum-
ast vel fallið til sýninga sem þurfa
hnitmiðaða innsetningu í sveigjan-
legt rými.
En veigurinn er þó, að hér er afar
vönduð ljósmyndasýning á ferðinni,
sem rýnirinn hafði mikinn ávinning
af að nálgast, og telur ástæðu til
að vekja sérstaka athygli á.
Bragi Asgeirsson
Nýjar bækur
• AF tvennu illu er eftir dr.
Kristján Kristjánsson heimspeking,
dósent við Háskólann á Akureyri.
Hún er safn rit-
gerða um fjöl-
breytt efni: sið-
ferði, stjórnmál,
heilbrigðismál,
menntun og listir.
í kynningu segir:
„Kristján er skel-
eggur og skorin-
orður og skrifar
til þess að hreyfa
við lesendum sín-
um, leikum ekki
síður en lærðum, þoka skoðunum
þeirra um set eða stía þeim í önd-
verða stefnu. Verk hans eru byggð
á traustum fræðilegum grunni en
efni og efnistök eru slík að þau
höfða til breiðs lesendahóps.“
Ritgerðasafn Kristjáns, Þroska-
kostir, var tilnefnt til íslensku bók-
menntaverðlaunanna árið 1992, og
fyrir skömmu hlaut hann Hvatning-
arverðlaun Rannsóknarráðs íslands
fyrir framúrskarandi árangur og
afköst á svið heimspekirannsókna.
Útgefandi er Heimskringla, Há-
skólaforlag Máls og menningar.
Bókin er 328 bls., prentuð íSvíþjóð
og kápu gerði Erlingur Páll Ing-
varsson. Verð bókarinnar er 3.880
kr.
Nýjar hljómplötur
• ÚT er komin hljómplatan Þrír
heimarí einum, með frumsaminni
raftónlist eftir Kjartan Ólafsson. Á
plötunni er að finna þrjú tónverk,
Samantekt, Tvíhljóð II og Skamm-
degi, sem voru samin á síðustu
árum í Finnlandi og á íslandi. Flytj-
endureru auk Kjartans, Pétur Jóns-
son, klassískurgítarleikari, Hilmar
Jensson, jassgítarleikari, og Matthí-
as Hemstock, trommu- og slag-
verksleikari.
í kynningu segir að tónlistin sé
unnin með ólíkum aðferðum, allt
frá tölvureiknuðu efni að frjálsum
spuna og kennir þar áhrifa frá nú-
tímatónlist, jass, rokki og klassískri
tónlist.
Útgefandi er ErkiTónlist sf. og
sérJapis um dreifinguna. Verð kr.
1.999.
Kristján
Kristjánsson
þannig séð næst endurminning-
unni um gróðurmögn heimalands-
ins.
Ragna Ingimundardóttir, sem
sýnir í kjallararýminu hefur haldið
nokkrar einkasýningar og jafn-
aðarlega hefur hún verið með
stóra og fyrirferðamikla hluti.
Hún bregður ekki út af vananum
að þessu sinni, og er mætt til
pataldurs með heil 26 stór ker og
8 borð, sem hún hefur skreytt leir-
flísum og eru þau nýjung frá
hennar hendi. Kerin eru yfirleitt
þakin skreyti og hér ferst Rögnu
misvel að tengja það lögun kerj-
anna. því einfaldara og hreinna
sem skreytið er þeim samræmdari
verður heildarárangurinn. Það er
um leið sláandi, að þar sem kerin
eru formhreinust í sinni sígildu
útfærslu er skreytið einfaldast og
hrifmest. Nefni helst nr. 19, 30
og 33, sem öll eru einföld og form-
sterk og hér hygg ég að sé vett-
vangur hennar. Vísa til og minni
á, að fegurð leirkera byggist
sjaldnast á skreyti ytra byrðis
heldur tærleika formsins, hvort
heldur það er létt hárnákvæmt og
leikandi líkt og hjá Alev Siesbye
eða þungt og kröftugt eins og hjá
Thorvald Bindesböll, en Ragna
getur mikið sótt í smiðju þeirra
beggja. Borðin eru afar almenns
eðlis og hér bætir Ragna engu við
list sína að rnínu viti, rétt að vísa
til þess að handverk er eitt, listiðn-
aður og skapandi hönnun annað,
þótt hvorutveggja geti trauðla án
hins verið. „ . ;
Bragi Asgeirsson
L.
F Y R I R
* *
«inoi
'j
A L L A
Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga
og fullorðna. Byrjendur og framhald.
Samkvæmiidanfar
Rokk
Kántrý
Gömlu dantarnir
Hópæfinvar með dantkennara
ffifinvaaðftaða
Íkemmtilevt fólk
Félavfftarf
Ath. opið hús á laugardagskvöldum
Innritun og upplýsingar
ísíma 564 -1111
Fa^nernsia ífyrirrmi
Dfln«KÓLI
Sigurðar Hákonarsonar
Dansfélagið Hvönn
Auðbrekku 17 - Kópavogi
Krakkabrawðið hcfur bragð
og útlit ftna brauðsins cn
hollustu |>css grófu.
Nœringurcfnum sem tattast
oið fínmölun korns cr bu:U
aftur út í brattðið og l-ví cr
|,uð ríkt uf trcfjwm,
steincfnwm og B-vítamíni.
Æg
Skól )!<«• ikk.u- biuf i \ fullii oíku siiini ið tt.il.l i ril
ið kl.fi.i l.uig.i skóliiligi. Ki.ikkr- bv.iuðið ov
ÍVollt O't b otiofoiiikt o’oví tilvilioo kostiti í
skól toostið Ss.iiiU iiijólkiooi oði Jv.ixtis.if.iilóro.
________ ...................v.
-vir íÖ3jca.r-vM»í-j
Nú tuðvolt fytii ill i
ki tkk t tð oigmst
skoiorotilogt fcox fyiii
sk.Sl toostið. BilH ÍOIO ÍMif
\6 goí \ oí \ð loyr \ i lðgúimm l\ói \ð of írt, fyll \ og klipp
út ioið\oo Íióí .\«5 itoðoo og soit'l \ Stii|fí}luí?ik\íti fí iirtt
3 K< \kk \biouðiiiiotkjniit sont 'pú klippii \f itirtbúðrtitmrt
Allif 'pUtt\koit‘l'ti fí itostii'.’ox H -soitt iioint fytii 1. itóv,
og oiit ítoppiit íjólskyM \ vioit>ic 500.000 kf. úttokt tð
•-':t''t v-’li í IKiiA. .rfrrríN
Svar:
Nafn:
Heimilisfang:
Póstnúmer: _
Sveitarfélag:
—
Svarið gátunni, setjið svarscðitinn í uinslng ásumt 1 Krakkabrauósmcrljum scm fið ktippió at'
umbúðunum og sendið til: Samsölubakari, Lynghálsi 7, 130 Reykjavík fyrir 15. október.