Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 27 Ráðherra viður- kennir lögbrot Síðbúin viðbrögð ASÍ og VSÍ ÞANN 21. ágúst s.l. birti Morgunblaðið opið bréf mitt til mennta- málaráðherra, ASÍ og VSÍ um tilnefningar og skipun í Rannsóknaráð íslands. Bréf mitt var skrifað í framhaldi af fyrirspurn minni á síð- asta þingi um skipan nefnda og stöðuveit- ingar á vegum ráðu- neytanna, þar sem fram kom að langur vegur er frá því að 12. grein jafnréttislaganna sé virt. 12. grein jafn- réttislaganna hljóðar svo: í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skai ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi stjórnir, nefndir og ráð. Til þess að fá það á hreint hvers vegna aðeins tvær konur voru skipaðar _ nýlega í 11 manna Rannsóknaráð íslands spurði ég menntamálaráðherra þriggja spurninga: 1. Hvort minnt hafi verið á ofan- nefnda lagagrein þegar beðið var um tilnefningar eins og lögbundið er. 2. Hvers vegna ráðherra hafði ofannefnd sjónarmið ekki í huga þegar hann skipaði tvo karla án til- nefningar annarra? 3. Hvort tilvísun ráðherra til hæfni einstaklinga við val í Rann- sóknarráð, samanber viðtal hans við Morgunblaðið 15/8, beri að skilja sem svo að ráðherra telji að ekki hafi verið hægt að finna konu sem sé jafnhæf og þeir sem tilnefndir voru. Að auki beindi ég þeirri spurningu til ASÍ og VSÍ hvers vegna þessi samtök tilnefndu enga konu í ráðið og spurt var hvort samtökin hafi ekki verið minnt á ofannefnda grein jafnréttislaganna í bréfi ráðherra um tilnefningabeiðnir. Svar menntamálaráðherra Menntamálaráðherra svaraði bréfi mínu í Mbl. 23. ágúst. Svör hans voru eftirfarandi: Ráðherrann viðurkennir berum orðum að hafa ekki farið að lögum þegar hann bað um tilnefningar í Rannsóknarráð: “Hins vegar var ekki vitnað í ákvæði 12. greinar jafn- réttislaganna í bréfum, þrátt fyrir lagafyrirmæli um það“. Ráðherrann segist einnig hafa rætt þessa tilnefn- ingu á fundi og orðrétt segir í svar- inu: “Þegar málið var rætt við til- nefningaraðila var minnt á ákvæði um jafnrétti kynjanna". Eins og fram kemur í eftirfarandi svörum ASÍ og VSÍ kannast þau samtök ekki við að slíkur fundur hafi verið haldinn, né að yfirhöfuð hafi verið minnt á lagagreinina í tengslum við tilnefninguna í Rannsóknaráð að þessu sinni. Meginmálið er þó það að ráðherrann minnti ekki á laga- greinina í tilnefningabréfinu og hef- ur því brotið jafnréttislögin. Val sitt á tveimur körlum í ráðið skýrir ráðherrann með því að hann hafi annars vegar viljað fá háskóla- mann, sem hefði náin kynni af rann- sóknastarfi á vettvangi atvinnulífs- ins, og hins vegar athafnamann sem hefði komið að rannsóknastörfum. Þetta er ófullnægjandi skýring því það fyrirfinnast að sjálfsögðu slíkir háskóla- og athafnamenn sem eru konur. Tilvísan ráðherrans til þess að meðalfjöldi kvenna í nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins sé með skásta móti, eru ekki heldur gild rök, því enn vantar töluvert á að viðunandi jafnræði sé með kynj- unum í nefndum ráðuneytisins. Ráðherrann kemur sér hjá því að svara hvort með tilvísun hans til hæfni einstaklinga hafi hann átt við að ekki hafi fundist neinar konur sem væru jafnhæfar og þeir karl- ar sem hann skipaði. Ráðherrann segir að hann hafi verið að vísa til þess hver almennur hlutur kvenna er í nefndum og ráðum á vegum menntamála- ráðuneytisins í viðtali sínu við Morgunblaðið (15/8) en ekki hins að ekki væru til hæfar konur sem ættu erindi í Rannsóknarráð. Þetta er afar sérkennilegt í Guðný _ _ Ijósi þess að ekkert slíkt Guðbjörnsdóttir. kemur fram í viðtalinu við ráðherrann; en þar segir hann eftirfarandi: “Eg hafði ekki þessi sjónarmið sem jafnréttisráð hefur þegar ég skipaði I Rannsóknarráð. Ég mat þetta út frá hæfni einstakl- inga“. Svör ASÍ og VSÍ Þar sem ekkert bólaði á svörum samtaka vinnumarkaðarins í Mbl. hafði ég samband við þau og fékk Lokamarkmið mitt er að öll ráðuneytin og opinberar stofnanir sem biðja um tilnefningar í ráð og nefndir, segir Guðný Guðbjörnsdótt- ir, hafi það fyrir sið að minna bréflega á 12. grein jafnréttislaganna. svörin sem hér er greint frá. Tals- menn ASÍ staðfesta að ekki hafi verið minnt á ofannefnda lagagrein í tilnefningabréfinu og kannast ekki við að minnt hafi verið á greinina á sérstökum fundi eins og ráðherrann heldur fram. ASÍ tilnefndi aðeins einn fulltrúa til þess að samtökin réðu fulltrúanum í raun en ekki ráð- herrann. Ekki virðist hafa komið til tals að sá fulltrúi yrði kona, þar sem til stóð að tilnefna á ný þann aðila sem sat áður í ráðinu fyrir ASÍ. Talsmaður VSÍ í jafnréttismálum segir að samtökin “fari almennt eft- ir hæfni en ekki kynferði þegar þau tilnefni í nefndir og ráð“, þrátt fyrir gildandi jafnréttislög. Um tilnefn- inguna í Rannsóknaráð upplýsti framkvæmdastjórinn að VSI hefði tilnefnt nokkra fulltrúa en enginn þeirra hefði verið kona, vegna þess að aðildarfélög VSÍ hafi ekki tilnefnt konu. Þó sagði hann að talað hefði verið við eina konu, en hún hafi ekki tekið tilnefningu. Þetta fékkst ekki staðfest þar sem nafn viðkom- andi konu fékkst ekki upp gefið. Talsmenn VSÍ staðfestu að ekki hafi verið minnt á nefnda lagagrein þegar beðið var um tilnefningar og könnuðust ekki við sérstakan fund um tilnefningarnar. Málinu er ekki lokið Það var ekki ætlun mín að elta ólar við menntamálaráðherra út af atriðum í svari hans sem koma ekki meginmálinu við, eins og hvort Kvennalistinn samræmist jafnrétt- islögum. Örfá orð verða að duga. Fyrst skal bent á 3. grein jafnrétti- slaganna, þar sem segir að sérstakar tímabundnar aðgerðir, sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna, gangi ekki gegn jafnréttis- lögunum. Þá er Kvennalistinn opinn bæði konum og körlum, þó að bæði kynin hafi ekki hlotið jafnan fram- gang þar, eðli málsins samkvæmt. Með svari sínu afhjúpar ráðherrann vanþekkingu sína á jafnréttislögun- um. Heldur hann virkilega að Kvennalistinn hafí komist upp með að brjóta lög? Það að ASÍ og VSÍ eigi fulltrúa í Jafnréttisráði tryggir ekki að þau samtök virði jafnréttislögin enda löngu Ijóst að núverandi Jafnréttis- ráð er máttlítið tæki þar sem hags- munaaðilar ráða of miklu. Ef jafn- réttislögin eiga að hafa tilætluð áhrif þarf pólitískan vilja, fjármagn, eftir- lit og eftirfylgni, samanber til dæm- is umboðsmann jafnréttismála á Norðurlöndum og Samkeppnisráð hér á landi. Þetta skortir allt og því eru jafnréttislögin brotin. En hvað er svona merkilegt við það að ráðherra hafi brotið lög? Hvaða viðurlög eru við slíku? Þetta atriði er nú til gaumgæfilegrar at- hugunar og málinu verður haldið áfram á Alþingi þegar það kemur saman. Hve lengi hafa lagabrot af þessu tagi tíðkast og hve margir ráðherrar og stjórnendur ríkisstofn- ana, sveitarfélaga og félagasamtaka hafa gerst brotlegir við 12. grein jafnréttislaganna? Markmið mitt með þessum skrif- um er að fara gaumgæfilega ofan í eitt skipunarmál í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvers vegna það geng- ur svo seint að koma 12. grein jafn- réttislaganna í framkvæmd. Hvers vegna enn er svo langt í land að konur séu 50% nefndarmanna í nefndum og ráðum ríkisins eins og svar við fyrirspurn minni á síðasta þingi bendir til (337. mál). Skipunin í Rannsóknarráð íslands varð fyrir valinu þar sem um mikilvægt ráð er að ræða. Það eru ekki aðeins hagsmunir kvenna sem eru í húfi heldur þjóðarheildarinnar. Það hlýt- ur að varða þjóðarhag að rannsókn- ir og rannsóknarstefna séu mótuð eftir þörfum og sýn beggja kynja. Lokamarkmiðið er ekki að kæra menntamálaráðherra samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð (nr. 4/1963, 2. gr.), sem vissulega kæmi til greina, þó ekki sé hefð fyrir að nota þau lög. Lokamarkmið mitt er að öll ráðuneytin og opinberar stofn- anir sem biðja um tilnefningar í ráð og nefndir hafi það fyrir sið að minna bréflega á 12. grein jafnréttislag- anna eins og lögbundið er, og að aðilar virði þá áminningu. Lokavald- ið til skipunar byggir á pólitískum vilja stjórnvalda til að skipa konur jafnt sem karla í nefndir og ráð ríkis- ins, en viljinn er ekki nægur ef kon- ur eru ekki tilnefndar. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Hvar er lagastoð fyrir þessum ákvæðum? FYRIR framan mig á borðinu er bréf. Þar seg- ir: Samkvæmt bókum okkar átt þú að greiða þá upphæð sem færð er á meðfylgjandi gíróseð- il. Þetta þarft þú að greiða í síðasta lagi föstudaginn 22. ágúst. Að öðrum kosti verður umsækjandi af biðlista tekinn inn í skólann í þinn stað og þú færð innritunargjaldið endur- greitt." Þetta er úr bréfi sem nemandi fékk þar sem hann er minntur á að borga fallskatt í framhaldsskóla. Þar er nemandanum sagt að hann fái ekki skólavist áfram nema hann borgi fallskattinn fyrst. Hvaða laga- heimild er fyrir þessari refsingu? Ég spyr menntamálaráðuneytið með þessari grein hver lagaheimildin er; ég get ekki fundið hana. Hvar er hún? Ef ekki er um að ræða ótví- ræða lagaheimild fyrir þessari refs- ingu þá er hún lögbrot. Er verið að bijóta lög á þessum nemendum? í reglugerðinni um fallskatt sem Björn Bjarnason kom ekki frá sér fyrr en eftir að þingi lauk og eftir að skólum lauk í vor eru mörg ákvæði sem orka tvímælis frá tæknilegu sjón- armiði séð. Fallskatturinn sem slíkur er vitaskuld hreint hneyksli og hann á að afnema. En í reglugerðinni er ekki opnuð heimild fyrir það refsi- ákvæði sem skólameistarinn sveiflar yfir höfði nemanda síns og vitnað var til hér á undan. Þannig sækir skóla- meistarinn ekki heimild í reglugerð- ina. En í reglugerðinni eru auk þess önnur ákvæði sem vekja athygli: 1. Nemandi verður að geiða fall- skatt fyrir alla þá áfanga sem hann lýkur ekki prófi í. Nemandi getur þó fengið fimm daga umhugsunar- frest eftir að hann innritast sem þýðir að hafi nemandi fyrir mistök eða í fljótfærni skráð sig í áfanga sem ekki hentar og hafi nemandinn síðan vanrækt að skrá sig úr áfang- anum í nokkra daga, segjum til 15. september, þá ber honum samt að borga fallskattinn. Nemandinn verð- ur að skrá sig úr áfanganum innan fimm daga frá því að stundatafla er afhent! Hvaðan fær ráðuneytið lagastoð fyr- ir þessu refisákvæði? 2. Ef nemandi flyst milli framhaldsskóla þá dregur hann fallskatt- inn með sér samkvæmt reglugerðinni. Hvemig má það vera þegar í sömu reglugerð er gert ráð fyrir því að skólinn sem fær fallskattinn skuli þá líta á hann sem sínar sértekjur? Þannig myndi skóli hafa beinan hag af því að taka til sín nemendur sem hefðu fallið annars staðar og þar með að gera þá að sinni féþúfu?! 3.Í reglugerðinni er gert ráð fyrir því að fallskatturinn fylgi nemanda Ég dreg stórlega í efa að nefnd ákvæði reglu- gerðarinnar standist, segir Svavar Gestsson, og skorar á mennta- málaráðuneytið að draga reglugerðina til baka. í allt að fjögur ár þó að hann hafi gert hlé á námi. Stenst þettta? Ég dreg stórlega í efa að nefnd ákvæði reglugerðarinnar standist. Ég skora því á menntamálaráðuneytið að draga reglugerðina til baka. Reglu- gerðin mun koma til umræðu þegar þingið kemur saman. En auk þess væri ómaksins vert að láta reyna á ákvæði hennar fyrir dómi. Op það er að minnsta kosti lágmark að ráðu- neytið svari þeim spurningum sem hér er varpað fram: Hvar er lagastoð fyrir þeim ákvæðum reglugerðarinn- ar og bréfi skólameistarans sem hér var vitnað til? Höfundur er formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra. Svavar Gestsson. N ýtingar réttur sterkari en eignaréttur AUÐLIND fiskimið- anna er eign þjóðarinn- ar. Þessi eign er nánast heilög. Eigendurnir mega hvorki selja hana, nýta né leigja og taka gjald fyrir. Aftur á móti úthluta stjórnvöld til valinna aðila nýt- ingarrétti á auðlindinni. Þá má sá sem fengið hefur þann rétt nýta hann innan þeirra tak- marka sem sett eru og meira en það, hann má selja sinn nýtingarrétt og hann má leigja hann gegn gjaldi. Þetta eiga margir erfitt með að skilja og er það ekki óeðlilegt. Eða er það hagkvæmara fyrir útgerðar- aðila að kaupa leigurétt af kvóta- hafa fyrir 100 kr. heldur en að borga hinum löglega eiganda 100 kallinn? Að búa að sínu Nú er nýting auðlindarinnar fólg- in í fleiru en að veiða fiskinn. Það þarf að vinna hann og gera sem verðmestan í sölu. Þá er ekki óeðli- legt að eigendurnir fengju örugga atvinnu í því sambandi. Fiskvinnslu- fyrirtækin hringinn í kringum landið hefðu nóg að gera við að auka verð- mæti aflans og koma honum á markað. Einn- ig væri öflug þjónustu- starfsemi þar sem fólk hefði atvinnu við að byggja skip og gera við og breyta, og annast hvers konar aðra þjón- ustu við útgerðina. Þannig byggi þjóðin að sínu og allir hjálpuðust að við að efla hag og velferð þjóðfélagsins. Nýting auðlindarinnar kæmi öllutn til góða. Hvert stefnir? En þetta virðist ekki vera sjálfgefið. Leigu- réttindin á auðlindinni ganga kaup- um og sölum. Fjársterkir aðilar eign- ast stöðugt meiri kvóta. Stórfyrir- tækin eru farin að sameinast og eru að myndast, að því að sagt er, mjög öflug fyrirtæki í sjávarútvegi. Rétt- indi eigenda auðlindarinnar verða minni og minni. Stórfyrirtækin eru orðnir sterkir einokunaraðilar. Miklu verri en efnaði maðurinn sem átti þorpið áður. Hann hélt oft uppi at- vinnunni en nú er hún flutt í burtu og ýmis byggðarlög lenda í atvinnu- leysi og eymd. Hentistefna kvótaeig- endanna ræður. Þjóðin öll getur þurft a,ð sameinast í nýrri sjálfstæðisbaráttu, segir Páll V. Daníelsson, til að fá rétt til að nýta eign sína og veiða sér fisk í soðið. E.t.v. má kalla það svartsýni en ég sé fyrir mér að stefnan í fiskveiði- málunum leiði til þess að færri og færri nái tökum á auðlindinni og svo gæti það komið upp að íslensku fyr- irtækin telji hagkvæmt að sameinast erlendum fyrirtækjum og þannig geti stjórn auðlindarinnar smátt og smátt komist í hendur útlendinga. Og það verða þá ekki aðeins hinar dreifðu byggðir okkar lands, heldur landið allt sem verður jaðarbyggð og fólkið mun búa við fátækt og erfiðleika og á næstu öld þarf þjóðin að sameinast um að hefja nýja sjálf- stæðisbaráttu til að fá rétt til að nýta eign sína og veiða sér fisk í soðið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.