Morgunblaðið - 11.09.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 11.09.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 29 - STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSNINGASKIPAN ENDURSKOÐUÐ "p'ORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson hefur skipað nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að gera tillögur um breytingar á kjördæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþingis. Nefndinni hefur verið settur tímarammi fyrir tillögugerð sína og er ætlunin að hún verði lögð fram á þinginu 1998- 1999, eða fyrir lok kjörtímabilsins. Það er fagnaðar- efni, að komin er hreyfing á málið, jafn mikilvægur sem kosningaréttur einstaklingsins er og kjördæma- skipanin. Vafalaust eru margir kjósendur orðnir óþreyjufull- ir eftir umbótum á núverandi fyrirkomulagi, enda er ójafnt vægi atkvæða eftir kjördæmum orðið all- sendis óviðunandi. Stjórnmálaflokkarnir þurfa því að hafa forgöngu um, að ekki verði tjaldað til einn- ar nætur í breytingum á atkvæðisrétti og landsmenn geti gengið til nýrrar aldar sáttir við umbæturnar. Kosningarétturinn er einn af hornsteinum lýðræð- isskipulagsins og telst til helgustu réttinda einstakl- ingsins. Hér á landi er jafn atkvæðisréttur í forseta- kosningum og sveitarstjórnarkosningum, en þegar kemur að stjórn landsins hefur hann verði mjög misjafn eftir kjördæmum. Breytingar til þessa hafa aðeins miðað að því að daga úr ójafnræðinu. Höfuð- áherzla stjórnmálamanna hefur verið á jafnræði milli stjórnmálaflokka við úthlutum þingsæta. Óhjákvæmilegt er, að skipan Alþingis endurspegli búsetu í landinu. Grundvallarspurningin er sú, hvort kosningaréttur eigi að vera jafn til þings eða ekki. Sú ákvörðun mótar síðan hvaða leið eigi að velja í kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi. MYNDFUNDIR í ÞÁGU ALÞJÓÐASAMSTARFS T^ILRAUN fulltrúa Alþingis á þingi Evrópuráðsins með að nota myndfundatækni til að taka þátt í störfum nefnda þingsins er jákvæð og athyglis- verð. Takist vel til gæti það orðið til þess að efla þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi. Vegna fjarlægðar íslands frá meginlandi Evrópu og tímamismunar verður þátttaka í stuttum fundum í t.d. norrænu samstarfi og Evrópusamstarfi ofttíma- frekari og kostnaðarsamari fyrir íslenzku fulltrúana en aðra. Islendingar eiga þess sjaldan kost að fljúga á fundarstað að morgni og komast aftur heim að kvöldi. Afleiðingin af þessu er annars vegar mikill kostnaður og hins vegar að ekki eru allir fundir sóttir og hagsmuna íslands því e.t.v. ekki gætt sem skyldi. Myndfundir munu aldrei koma í staðinn fyrir þau persónulegu samskipti, sem nauðsynleg eru í alþjóð- legu samstarfi eins og annars staðar. Þeir geta hins vegar orðið mikilvæg viðbót. Tómas Ingi Olrich al- þingismaður, sem átti frumkvæði að tilrauninni á vegum Evrópuráðsins, segir í Morgunblaðinu í gær að ekki sé ætlunin að myndfundir komi í stað hefð- bundinna nefndafunda, heldur sé um undantekning- arúrræði að ræða. Til þessa hafi íslenzkir þingmenn ekki getað setið alla fundi nefnda þings Evrópuráðs- ins og hafi því stundum ekki getað blandað sér í umræður um mál sem skipti miklu fyrir íslenzka hagsmuni. Það er því ekki víst að nýting myndfundatækni muni spara stórar fjárhæðir í ferðakostnaði þing- manna, ráðherra og embættismanna, þótt eflaust gæti sparnaður orðið einhver. Hún getur hins vegar stuðlað að því að rödd íslands heyrist oftar og að íslenzkra hagsmuna sé betur gætt en áður. Leikskólakennarar hafa boðað verkfall 22. september Yfir 14 þúsund börn myndu missa gæslu ÞETTA er í fyrsta skipti sem Félag íslenskra leikskóla- kennara boðar verkfall frá því félagið var stofnað, en leikskólakennarar tóku þátt í verkfalli BSRB 1984. Ljóst er að ef til verk- falls kemur verða áhrifin af því víð- tæk. Yfir 14 þúsund böm eru á leik- skólum sveitarfélaganna og þau verða öll send heim komi til verkfalls. í þess- ari tölu em öll böm talin hvort sem þau eru í hálfri eða fullri pössun. Í verkfalli BSRB 1984 brugðust sumir foreldrar við með því að taka börn sín með í vinnuna og voru dæmi um að barnagæsla væri skipu- lögð á vinnustaðnum. Margir leituðu til venslafólks með aðstoð við gæslu barna og allmargir sáu ekki annan kost en að taka sér frí í vinnu til að annast börn sín. Leikskólaþjón- usta sveitarfélaganna hefur aukist umtalsvert frá árinu 1984 og því má leiða líkum að því að áhrif verk- falls leikskólakennara verði meiri en þá. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að foreldrar og vinnuveitendur yrðu að reyna að leysa þau vandamál sem sköpuðust við gæslu útivinnandi foreldra ef til verkfalls leikskólakennara kæmi. „Niðurfelling á þessari þjónustu getur orðið mjög erfið og getur gert það að verkum að fólk komist ekki til vinnu. Fólk fær auðvitað ekki frí á launum til að gæta barna sinna, en við lítum svo á að það séu lögmæt forföll frá vinnu ef fólk á ekki ann- arra kosta völ en að taka sér frí til þess að gæta barna,“ sagði Þórarinn. Þess ber að geta að verkfallið hef- ur engin áhrif á þjónustu dagmæðra. Einkareknir leikskólar, sem eru u.þ.b. 20 á landinu öllu, starfa sömuleiðis með óbreyttum hætti þó að til verk- falls komi. Krafa um að teygt verði á launaskalanum Leikskólakennarar hafa verið með lausa samninga frá síðustu áramót- um. Félagið setti fram kröfugerð vegna komandi samninga í maí í fyrra. Viðræður hafa gengið hægt allt þetta ár, en í vor ákváðu leik- skólakennarar að leggja tillögu um verkfall 22. september undir félags- menn og var hún samþykkt. Skipta má meginkröfum leikskóla- kennara í tvennt. Annars vegar krefj- ast þeir að byijunarlaun hækki úr 81.613 kr. á mánuði í 110.000 kr. í lok samningstímans. Hins vegar vilja þeir endurskoða launaflokkaröðun þannig að fleiri launaflokkar verði á milli starfsheita. Þeir vilja sömuleiðis íjölga starfsheitum og m.a. taka upp stöður aðstoðarleikskóla- -------- stjóra 1-5. Þessi seinni krafa hefur i för með sér að teygt verði á launaska- lanum. Að mati leikskóla- kennara er launaskalinn of þröngur. Leikskólakennarar hafi Iitla möguleika á að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og ekki heldur þó að þeir taki að sér meiri ábyrgð í starfi. Leikskólakennurum boðin 20% hækkun Launanefnd sveitarfélaganna hef- ur reiknað út að kröfur leikskóla- kennara feli í sér að þeir sem lægst laun hafi hækki um 34,8%, en að laun þeirra hæstlaunuðu hækki um 70%. Að mati nefndarinnar kosta kröfur leikskólakennara sveitarfélög- in um 300 milljónir króna á ári. Ef leikskólakennarar féllust á tilboð um 16-17,5% hækkun, sem er sú meðal- talshækkun sem almennt hefur verið samið um á almennum markaði, Komi til verkfalls leikskólakennara, sem boðað hefur veríð 22. september nk., mun það hafa víðtæk áhrif í þjóðfélaginu. Leikskólakennarar hafa hafnað tilboði launanefndar sveitarfélag- anna um 20% launahækkun á samningstíman- um. Egill Ólafsson skoðaði stöðuna í kjaradeilunni. Morgunblaðið/Þorkell TIU dagar eru í boðað verkfall leikskólakennara og áhyggjur foreldra af því fara vaxandi. Laun eru 75% af útgjöldum leikskólanna myndi launakostnaður sveitarfélag- anna hækka um 60 milljónir. Launanefnd sveitarfélaganna hef- ur mætt þessum tveimur kröfum kennara með því að bjóðast til að hækka lægsta taxta leikskólakenn- ara upp í 100.145 kr. á mánuði í lok samningstímans. Hún hefur einnig boðist til að taka upp starfsheitin aðstoðarleikskólastjóri 1-3, leikskóla- stjóri 5 og leikskólasérkennari. Þetta felur í sér u.þ.b. 20% launahækkun á þremur árum. Samninganefnd leikskólakennara hafnaði þessu tilboði vegna þess að hún taldi að ekki væri teygt nægi- lega mikið á launaskalanum. Aðeins væru 0,3% munur milli launaflokka. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, sagði að leikskólakennarar sættu sig ekki við þetta tilboð þó að komið hefði verið til móts við kröfuna um hækkun lægstu launa. Sú launatafla sem launanefndin hefði lagt fram væri óviðunandi því hún fæli í sér að stór hluti félagsmanna fengi óverulega hækkun. Þessar tvær kröfur, um hækkun byrjunarlauna og breytta launaflokkaröðun, væru jafnmikilvægar í huga samninganefndar leikskólakennara og yrðu báðar að nást fram. Leikskólakennarar hafa auk þess sett fram ýmsar fleiri kröfur. Þeir krefjast þess að vinnuskylda leik- skólastjóra og aðstoðarleikskóla- stjóra verði minnkuð, en því hefur launanefnd sveitarfélaganna hafnað. Launanefndin hefur sömuleiðis hafn- að kröfu leikskólakennara um að leikskólakennarar fái 25-45 tíma í fasta yfirvinnu á mánuði. Sama á við um kröfu um styttri viðveru leik- skólakennara á vinnustað sem hafa náð 50-55 ára aldri, en slíkt ákvæði er í kjarasamningum grunn- og fram- haldsskólakennara. Leikskólakenn- arar hafa sett fram kröfu um að framhaldsmenntun verði metin til launaflokkahækkana og að stofnaður verði sérstakur vísindasjóður sem sveitarfélögin greiði í með 1,5% fram- lagi af föstum grunnlaunum leik- skólakennara. Sveitarfélögin hafa boðist til að koma til móts við þessar tvær kröfur, en kröfunni um vísinda- sjóð er þó hafnað. Við gerð síðustu samninga við leik- skólakennara var gerður einn samn- ingur við nær alla leikskólakennara utan Reykjavíkur, en kjör þeirra höfðu áður verið nokkuð mismun- andi. Reykjavíkurborg samdi sér- staklega við ieikskólakennara sem vinna hjá borginni og er sá samning- ur heldur lakari en hinn samningur- inn. Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðist til að gera einn sam- ræmdan samning við Félag íslenskra leikskólakennara, en það þýðir að kjör leikskólakennarar í Reykjavík batna aðeins umfram starfssystkin þeirra á landsbyggðinni. Áfram er þó gert ráð fyrir mun á kafla samn- inganna um réttindi og skyldur og um greiðslur í orlofssjóð. Verða leikskólagjöld hækkuð? Leikskólinn er fjármagnaður af gjöldum sem foreldrar greiða og með fjárframlagi úr sveitar- ---------- sjóðum. í Reykjavík greiða foreldrar að meðaltali um 35% af útgjöldum leikskól- anna. Námsmenn og ein- stæðir foreldrar greiða minna, en sambúðarfólk greiðir ná- lægt 40%. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, sagði að um 75% af kostnaði við rekstur leikskól- anna væri launakostnaður. Hækkun launa hefði því afgerandi áhrif á rekstrarkostnaðinn. Hann sagði að það væri pólitísk ákvörðun hvort hækkun launa starfsfólks yrði mætt með einhverri hækkun á leikskóla- gjöldum. Dagvist barna bæri að meta kostnað af rekstri leikskólans og gera tillögu til borgarráðs fyrir 1. júlí ár hvert um breytingar á gjald- skrá. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskránni 1. júlí sl. Um 400 leikskólakennarar starfa hjá Dagvist barna og aðrir starfs- menn eru um 900, sem flestir eru í Sókn. Reykjavíkurborg hefur þegar gert samning við Sókn, en í honum var farið út á þá braut að miða launa- flokkshækkanir við lífaldur en ekki starfsaldur eins og verið hafði. Berg- ur sagði að Dagvist barna væri ekki búin að meta endanleg kostnaðar- áhrif af samningnum, en þau væru ekki undir 18-19% á samningstíman- um. „Ef leikskólakennarar fá ekki minna en Sókn er verið að tala um 20% hækkun á samningstímanum og það þýðir 20% hækkun á 75-80% af okkar rekstrargjöldum. Þetta eru umtalsverðar hækkanir sem verður að mæta með einhveijum hætti,“ sagði Bergur. Karl Björnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaganna, sagði að sveitarfélögin hefðu gengið út frá því í kjaraviðræðum við leikskóla- kennara að þau þyrftu ekki að hækka skatta eða hækka leikskólagjöld. Það væri mat foreldra að tæplega yrði gengið mikið lengra í hækkun leik- skólagjalda og því mætti búast við harðri andstöðu við hana. Áhrif á aðra launahópa Karl sagði í lok launamálaráð- stefnu sveitarfélaganna í fyrradag að hann teldi að umræður á fundinum endurspegluðu að sveitarstjórnar- menn teldu að launanefndin hefði þegar spilað nokkuð miklu út i við- ræðum við leikskólakennara og það væri tæplega hægt að ganga miklu lengra. Karl sagði að sveitarfélögin yrðu að hafa í huga að þau hefðu gert samninga við önnur stéttarfélög sem fælu í sér allt aðrar og minni hækk- anir en leikskólakennarar væru að fara fram á. Sveitarfélögin yrðu einn- ig að horfa til þess sem almennir launþegar hefðu fengið út úr sínum samningum. „Ef launanefndin samþykkir um- talsverðar launahækkanir til þeirra stétta sem ósamið er við umfram þær sem hinar stéttirnar hafa fengið væri nefndin alls ekki sjálfri sér sam- kvæm og í raun mætti telja slíkt svik af hennar hálfu við þá launþega sem gengið hafa frá samningum við nefndina,“ sagði Karl. Framkvæmdastjóri VSÍ tók undir þetta og sagði: „Eg held að það sé ekki nokkur spurning að ef að á að fylgja fram þessum kröfum hljóti að koma til verkfalls. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að vinnu- markaðurinn mundi ekki þola það ef ein stétt færi fram og næði að knýja fram 30-50% launahækkun. Það yrði allt vitlaust. Það kæmi fram víðtæk ólga sem á endanum sprytti fram í átökum og kröfum um hliðstæðar breytingar." Á launamálaráðstefn- unni kom fram í máli ________ margra að sveitarfélögin yrðu að leggja höfuð- áherslu á að leysa deiluna við leik skólakennara. Jafnframt kom fram í máli margra að þetta væri mjög erfíð deila og að sumu leyti erfiðari en deilan við grunnskólakennara. Það væri ekki hægt að togast á um marga hluti því kjarasamningur leikskóla kennara væri mjög einfaldur samn- ingur. Sveitarfélögin gætu því ekki sett fram neinar kröfur um hagræð- ingu í leikskólunum eins og í grunn- skólunum. Telja má víst að takist sveitarfé- lögunum að semja við leikskólakenn ara án þess að komi til verkfalls aukist líkur á að hægt verði að kom ast hjá verkfalli grunnskólakennara, en tillaga hefur verið lögð fram um að það hefjist 27. október hafí samn- ingar ekki tekist. Stefnt er að samræmdum samningi Siðfræði framtíðarinnar Ef gera á langtímaáætlanir fyrir framtíðina verður að hætta að fikta með nútíðina, segir Jéróme Bindé, formaður framtíðarnefndar UNESCO í grein sinni. Þess í stað verða menn að hugsa fram á við og gera sér grein fyrir að það er verk margra kynslóða að ná árangri. „HÆTTA er á að kynslóðir framtíðarinnar verði fangar í óviðr- áðanlegri þróun fólksfjölgunar, umhverfiseyðingar, aukins mis- vægis bæði á milli norðurs og suðurs og innan þjóðfélaga, hömlu- lauss félagslegs misréttis, ógnunar við lýðræði og stjórnar glæpa- flokka,“ segir m.a. í greininni. Myndirnar eru frá New York, Bangladesh og Sómalíu. FIMM árum eftir umhverfis- ráðstefnuna í Rio de Jan- eiro árið 1992 er stefnuyf- irlýsing hennar „Agenda 21“ enn lítið annað en orðin tóm. „Ríó plús fimm“ er óþægilega lík „Ríó mínus fímm“. En hversu lengi getum við leyft okkur munað aðgerðarleysisins? Federico Mayor, yfirmaður mennt- unar-, vísinda- og menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að við þeytumst inn í framtíðina bremsulaus í litlu sem engu skyggni og varað við því að þvi hraðar sem bíll fari þeim mun meiri þörf sé á sterkum framljósum. Verði málum ekki sinnt á viðun- andi hátt er hætta á því að kynslóð- ir framtíðarinnar verði fangar í óviðr- áðanlegri þróun fólksfjölgunar, um- hverfiseyðingar, aukins misvægis bæði á milli norðurs og suðurs og innan þjóðfélaga, hömlulauss félags- legs misréttis, ógnunar við lýðræði og stjórnar glæpaflokka. Ófarsælt samband Samband nútíma þjóðfélaga við tímann er ófarsælt enda eiga þau þar við grundvallarmótsagnir að etja. Til að vaxa og dafna verða samfélög að halda inn í framtíðina. Á sama tíma verða þau í auknum mæli að takast á við nútímann og finna skammtímalausnir vegna breytinga í alþjóðasamskiptum og tækniþróun. Engrar undankomu virðist auðið frá harðstjórn tímabundinna neyðarað- gerða. Fjármálamarkaðir, íjölmiðlar, stjórnmál (sérstaklega fyrir kosning- ar) og þróunarhjálp fylgja hér sömu lögmálum. Rétt eins og teiknimynda- persónan Dilbert var týnd í agnar- smáum heimi sínum, hefur sjóndeild- arhringur nútíma þjóðfélaga hlaupið saman í tíma og rúmi. Rökvísi timabundinna neyðarað- gerða er að festast í sessi sem varan- legur hluti þjóðfélaga okkar og stjórn- mála. Á sama tíma hafa mótsagnir í mannúðarhjálp og baráttan gegn at- vinnuleysi í Evrópu sýnt fram á að skammtíma neyðaraðgerðir hafa lítil áhrif á langtímavandamál. Þróunar- mál 21. aldarinnar munu krefjast framtíðarsýnar og langtíma íjárfest- ingar í menntun og almennri heil- brigðisþjónustu, stjórnskipulagi, tækni og vísindum - sérstaklega í nýrri upplýsinga- og samskiptatækni. Til þess að gera megi langtíma áætlanir fyrir framtíðina verða þeir sem hafa áhrif og taka ákvarðanir að hætta að fíkta með nútíðina og byrja að hugsa fram á við. Það er þó langt frá því að þeir standi frammi fyrir auðveldu verkefni. Ein, jafnvel fleiri kynslóðir munu lifa og deyja áður en árangur erfíðisins verður sýnilegur. Federico Mayor segir: „Siðfræði framtíðarinnar er siðfræði bóndans sem byggir á því að miðla arfi frá kynslóð til kynslóðar.“ Fram- tíðarspár og forvarnir ættu því að vera forgangsverkefni fyrir ríkis- stjórnir, alþjóða- og vísindasamtök og aðra þá sem eru áhrifamiklir eða áberandi í samfélaginu. UNESCO, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur á undanförnum árum verið að byggja upp deild sem fer með framtíðarspár og skilgreiningar, í samvinnu við brasilíska félagsfræð- inginn Candido Mendes. Umrædd deild hélt m.a. ráðstefnu í Rio de Janeiro í júlí á þessu ári um siðfræði framtíðarinnar. Einnig hefur Kofí Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, nýlega sett upp deild innan skrifstofu sinnar um áætlana- gerð. Hlutverk deildarinnar er að skilgreina ný alþjóðleg ferTi og árið 2000 er henni ætlað að birta tillögur um það hvernig best sé að halda inn í 21. öldina. Siðfræði framtíðarinnar krefst ekki einungis langtíma sýnar heldur einnig þess að við sýnum ábyrgð gagnvart framtíðinni. Náttúran og fyrri kynslóðir hafa fengið okkur í hendur líf, jörð og jafnvel borgir sem í grundvallaratriðum eru brothætt og forgengileg. Við verðum því að víkka sjóndeildarhring okkar þannig að hann nái til þegna framtíðarinn- ar. Það er grundvallarskilyrði fyrir afkomu þeirra að við göngumst við skyldum okkar gagnvart þeim, förum að sýna varkárni í aðgerðum okkar og tökum hugsanlegar afleiðingar aðgerða okkar með i reikninginn. Þetta jafngildir því að við lærum að umgangast áhættuþætti. Mikilvægari en steinsteypa Við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því að arfleifð, sem nær yfir hið óáþreifanlega, táknræna, sið- fræðilega, vistfræðilega og erfða- fræðilega, er mikilvægari en stein- steypa. Alþjóðleg nefnd Sameinuðu þjóðanna, um siðferði líf- og læknis- fræði, hefur birt uppkast að yfírlýs- ingu í þessum anda um erfðagen mannsins. Belgíski heimspekingur- inn Francois Ost segir að arfleifð verði að vera grundvöllurinn að ábyrgð mannkynsins gagnvart kom- andi kynslóðum því án tengiliðar á milli fortíðar og framtíðar virðast allar tilvísanir í hefðir vera hug- myndafræðilegt svindl eða aftur- haldssamt trúarofstæki. Umhyggja fyrir framtíðinni hefur mikla stjórnmálalega þýðingu. M.a. hefur Max Weber sagt að fyrir stjórn- málamann ættu framtíðin og skyldur hans gagnvart henni að vera eðlileg þungamiðja. Með þeirri tækni sem við höfum yfir að ráða verðum við að velja þá leið sem flytur okkur nær sjóndeildarhring framtíðarinnar. Sið- fræði framtíðarinnar er einfaldlega siðfræði tímans og á ekki aðeins við um framtíðina heldur einnig nútíð og þátíð. Samkennd með kynslóðum nútíð- arinnar og samkennd með kynslóðum framtíðarinnar er samofin. Enda eru þeir sem vilja líta framhjá byrðum hinna fátæku og undirokuðu venju- lega þeir sömu og vilja fá okkur til"* að líta framhjá hverfandi tungumál- um og gatinu á ósonlaginu. Siðfræði framtíðarinnar er þó einskis virði nái hún ekki inn í mennt- un, vísindi, tækni, viðskipti og stjórn- mál og leggi þar grunninn að mann- úðlegu umhverfí. Ef vel tekst til get- ur hún hins vegar fært loforð um framtíðina nær milljónum manna. Hinn fjórtán ára Craig Kielburger, stofnandi samtakanna „Frelsum börnin“, sagði: „Það þarf líka börn til að byggja þorp,“ og merkur lög- fræðingur hefur sagt að það að fresta. - framtíðinni jafnist á við að hafna henni. Höfundur er formaður framtíðarnefndar UNESCO (AFU). Verkefni nefndarinnar er að spá fyrir um framtíðarþróun í heiminum og vera ráðgjafi fyrir framkvæmdastjóra stofnunarinnar í málum er varða framtíðarþróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.