Morgunblaðið - 11.09.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 33
ÁS FRÁ Syðri-Brekkum og Sigrún Erlingsdóttir tókst EFTIR jafna keppni sigruðu Prins frá Hörgshóli og ENN eru þeir Farsæll frá Arnarhóli og Ásgeir Svan
að velgja Farsæli og Ásgeiri Svan undir uggum. Sigurður Sigurðarson í A-flokki gæðinga. ósigraðir þótt tæpt hafi það staðið nú.
Metin stóðust
metamótið
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
FÖNGULEGIR B-flokksgæðingar að loknum úrslitum. Frá vinstri talið Erling á Rökkva, Sigríður á
Rómi, Fríða á Djákna, Hugrún á Blæ, Alexander á Kveik, Sigurbjörn á Oddi, Sigrún á Ás og Ásgeir
á Farsæli.
HESTAR
K j óavc11 i r
METAMÓT
MEÐ DYGGRI aðstoð veðurguðanna
stóðust íslandsmetin Metamótið sem
haldið var nú í þriðja sinn á Kjóavöll-
um í Garðabæ. Hafi einhverntíma
verið góð von á meti á þessum mót-
um var það nú. Bæði Snarfari frá
Kjalarlandi og Lúta frá Ytra-Dals-
gerði hafa nýlega höggvið nærri
metinu í 150 metra skeiði en bæði
rokið og rigningin sáu til þess að
ekki yrði í fyrsta skipti sett met á
metamótinu.
Met í þátttöku
En þrátt fyrir þetta andóf nátt-
úruaflanna verður ekkki annað sagt
en mótið hafi tekist vel miðað við
aðstæður. Keppt var í A- og B-
flokki gæðinga á beinni braut og var
þar samankomið mikið gæðingaval.
Einkunnir voru í samræmi við það
og þátttakan í báðum flokkum hreint
ótrúlega mikil. Sextíu hestar voru
skráðir í A-flokk og fjörutíu og fímm
í B-flokk. Eina met metamótsins var
því þátttökumet sett áður en sjálft
mótið hófst. Þetta mót sýnir svo
ekki verði um villst að gróskan í
hestamennskunni er mikil og ein-
dreginn hugur manna að lengja
keppnistímabilið.
Að lokinni forkeppni voru efstir
og jafnir Váli frá Nýjabæ sem Elías
Þórhallsson sýndi og Prins frá Hörgs-
hóli og Sigurður Sigurðarson með
8,64. Jafnir í þriðja og fjórða sæti
voru Sveinn Ragnarsson með Reyk
frá Hoftúni og Sigurbjörn Bárðarson
með nýjan hest, Hyl frá Efri Múla,
báðir með 8,58. Af þessu má sjá að
spennan var mikil og enginn öruggur
með sigur. í úrslitum brást skeiðið
hjá Vála, vantaði kraftinn þegar á
reyndi, en Sigurði gekk allt í haginn
með Prins og sigurinn var þeirra og
farmiði til framandi landa.
Tæpt þjá Farsæli
í B-flokki gerðust þau tíðindi að
yfirburðahesturinn Farsæll sem Ás-
geir Svan Herbertsson sýndi að
venju var í öðru sæti eftir forkeppni
á eftir Ási frá Syðri Brekkum og
Sigrúnu Erlingsdóttur. Ás vakti
mikla athygli á reiðhallarsýningu
síðastliðinn vetur en lítið hefur borið
á honum síðan og kemur nú sterkur
til leiks. Sigurbjöm var skammt
undan með Odd frá Blönduósi. í
úrslitum hafði Farsæll og Ásgeir
betur og hlutu farmiða og fyrsta
sætið. Það var fyrst og fremst brokk-
ið sem færði Farsæli og Ásgeiri sig-
urinn að þessu sinni en yfirferðar-
töltið var nú sem fyrr frábært hjá
Ási.
í töltkeppninni var allt samkvæmt
bókinni. Sigurbjörn í fyrsta sæti á
Oddi og Fríða kona hans skammt
undan á Hirti frá Hjarðarhaga.
Hugrún Jóhannsdóttir er að gera
það gott með nýja hestinn sinn Blæ
frá Sigluvík og hafnaði í þriðja sæti.
Keppt var í þremur skeiðgreinum
að þessu sinni. Auk 150 og 250
metranna var boðið upp á hið bráð-
skemmtilega flugskeið þar sem ein-
ungis er mældur skeiðhraði. Hest-
arnir koma á fullri ferð á skeiði þar
sem tímataka hefst og eiga að liggja
100 metra vegalengd. Athyglisvert
er hversu sjaldan hefur verið boðið
upp á þessa grein í sumar því hún
er skemmtileg á að horfa, engar
tafír við ræsingu og ekkert hnoð á
rásmarki. Þórður Þorgeirsson og
Lúta voru með besta tímann, 7,78,
en Viðar Halldórsson og Prins frá
Hvítárbakka komu næstir á 7,97,
Sigurbjörn og Ósk frá Litladal á 8,0
og Logi Laxdal á Hraða frá Sauðár-
króki á 8,20.
Ósk frá Litladal sigraði í 250
metrunum á 23,10 sekúndum en þar
setti veðrið strik í reikninginn því
Ósk er nokkuð örugg að öllu jöfnu
undir 23 sekúndunum. Glaður frá
Sigríðarstöðum sem Hafsteinn Jóns-
son sat er að sækja sig, varð annar
og Auðunn Kristjánsson með Elvar
Sig í þriðja sæti. Tímamir í skeiðinu
voru mun lakari en efni stóðu til
vegna veðursins.
Launalausir dómarar
Eins og áður sagði gekk fram-
kvæmd mótsins ágætlega fyrir sig,
tímasetningar stóðust prýðilega að
því undanskildu að fresta varð hluta
af skeiðkeppninni vegna veðurs þár
til í mótslok. Athygli vakti hversu
vel var mætt á mótið. Á það bæði
við um áhorfendur og einnig hversu
vel skráðir keppendur létu sig hafa
það að fara út á völlin þegar veðrið
var sem verst. Oft vill það brenna
við þegar illa viðrar að keppendur
skili sér illa í keppnina. Mót þetta
er fyrst og fremst byggt upp á fram-
taki nokkurra einstaklinga. Hesta-
mannafélagið Andvari leggur til að-
stöðuna og vissulega mæða móts-
störfin mest á félögum úr Andvara
eins og gefur að skilja. Verðlaun eru
vegleg, gefin af ýmsum fyrirtækjum
sem eru tilbúin að leggja hesta-
mennskunni lið. Athygli vekur að á
þessu móti gefa dómarar vinnu sína
öfugt við það sem tíðkast hefur á
mótum undanfarin ár. Sagði Ágúst
Hafsteinsson, einn af framkvæmda-
raðilum mótsins, að með því væri
tryggt að ekki yrði halli á mótinu.
Viðburður á Víðivöllum
Um aðra helgi halda Fáksmenn,
í samvinnu við Stöð tvö, Sýn og
Skeiðmannafélagið, mót á Víðivöll-
um og verður það væntanlega loka-
punkturinn á lengsta keppnistíma-
bili hestamanna til þessa. Stendur
til að sjónvarpa beint frá mótinu og
verður fróðlegt að fylgjast með
hvernig til muni takast. Það er gam-
all draumur hestamanna að komast
í beina útsendingu en slíkt hefur
verið gert einu sinni áður. Vonandi
er að veðurguðirnir verði búnir með
þetta geðillskukast sem þeir hafa
verið í undanfarna daga því mikil-
vægt er að vel takist til í þessari
spennandi tilraun.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
A-flokkur gæðinga:
1. Prins frá Hörgshóli, eig. Þorkell
Traustason, kn. Sigurður Sigurðarson,
8,64
2. Váli frá Nýjabæ, eig. og kn. Elías
Þórhallsson, 8,64
3. Reykur frá Hoftúni, eig. og kn. Sveinn
Ragnarsson, 8,58
4. Hylur frá Efri-Múla, eig. og kn. Sigur-
björn Bárðarson, 8,58
5. Demantur frá Bóistað, eig. og kn.
Elsa Magnúsdóttir, 8,45
6. Kjarkur frá Ásmúla, eig. Ragnar Gunn-
arsson, kn. Þórður Þorgeirsson, 8,51
7. Ás frá Háholti, eig. Már Haraldsson,
kn. Magnús Benediktsson, 8,45
8. Prins frá Hvítárbakka, eig. og kn.
Viðar Halldórsson, 8,43
B-flokkur gæðinga
1. Farsæll frá Amarhóli, eig. og kn.
Ásgeir Svan Herbertsson, 8,60
2. Ás frá Syðri-Brekku, eig. Bjami Fri-
mannsson, kn. Sigrún Erlingsdóttir, 8,65
3. Oddur frá Blönduósi, eig. og kn. Sigur-
bjöm Bárðarson, 8,59
4. Kveikur frá Ártúni, eig. Óiöf Guð-
mundsdóttir, kn. Alexander Hrafnkels-
son, 8,49
5. Blær frá Sigluvík, eig. og kn. Hugrún
Jóhannsdóttir, 8,44
6. Djákni frá Litla-Dunhaga, eig. og kn.
Fríða H. Steinarsdóttir, 8,46
7. Rómur frá Bakka, eig. og kn. Sigríður
Pjetursdóttir, 8,45
8. Rökkvi frá Fíflholti, eig. Sigurður
Ragnarsson, kn. Erling Sigurðsson, 8,43
Tölt
1. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá
Biönduósi, 97,60
2. Fríða H. Steinarsdóttir á Hirti frá 'í '
Hjarðarhaga, 90,40
3. Hugrún Jónasdóttir á Blæ frá Siglu-
vik, 89,80
4. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömlu-
hoiti, 89,20
5. Erling Sigurðsson á Rökkva frá Fífl-
holti, 87,00
6. Vignir Siggeirsson á Hvönn frá Torfu-
nesi, 77,20
150 metra skeið
1. Lúta frá Ytra-Dalsgerði, eig. Hugi
Kristinsson, kn. Þórður Þorgeirsson,
14,04 sek.
2. Bendill, eig. Helgi Sigurðsson, kn.
Ragnar Hinriksson, 14,77 sek. 4k
3. Áki frá Laugarvatni, eig. Þorkell
Bjamason, kn. Þórður Þorgeirsson, 14,81
sek.
4. Hraði frá Sauðárkróki, eig. Sigurbjöm
Bárðarson, kn. Logi Laxdal, 14,93 sek.
5. Tangó, eig. og knapi Axel Geirsson,
15,13 sek.
250 metra skeið
1. Ósk frá Litladal, eig. og kn. Sigur-
björn Bárðarson 23,01 sek.
2. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig. og kn.
Hafsteinn Jónsson, 23,40 sek.
3. Elvar Sig. frá Búlandi, eig. og kn.
Auðunn Kristjánsson, 23,87 sek.
4. Hjörtur frá Ketilsstöðum, eig. Hjörtur
Bergstað og Ragnar Hinriksson, kn.
Ragnar Hinriksson, 24,04 sek.
5. Eldur frá Ketilsstöðum, eig. og kn.
Einar Ö. Magnússon, 24,20 sek.
Flugskeið lOOm
1. Lúta frá Ytra-Dalsgerði, kn. Þórður
Þorgeirsson, 7,78
2. Prins frá Hvítárbakka, kn. Viðar Hall-
dórsson, 7,97
3. Ósk frá Litladal, kn. Sigurbjöm Bárð-
arson, 8,0
4. Hraði frá Sauðárkróki, kn. Logi Lax-
dal, 8,20
5. Glaður frá Sigríðarstöðum, kn. Jón
K. Hafsteinsson, 8,30
Valdimar Kristinsson
Erling og Hinrik áskrif-
endur að sigri í tölti
HESTAR
Ilrísholt
GÆÐINGAMÓT
LOGAMENN í Biskupstungum
héldu sitt árlega hestamót um versl-
unarmannahelgina í Hrísholti en þar
er verið að byggja upp góða félags-
aðstöðu. Risið er myndarlegt hest-
hús sem eftir er að ganga frá að
innanverðu og utan einnig. Fyrir er
á svæðinu veitingaskúr og er í ráði
að nýta svæðið í framtíðinni sem
áningarstað fyrir hestamenn. Einnig
er hugmyndin að nota hesthúsið
þegar haldin eru reiðnámskeið á
vetrum og vori og sömuleiðis vetrar-
mót.
Rigning setti nokkum svip á mót-
ið í Hrísholti eins og oft áður sem
er bæði kostur og galli þegar haldin
eru mót upp til sveita á heyskapar-
tíma. Hestakostur mótsins var svona
allþokkalegur en tímabært er fyrir
Logamenn að fara að huga að hring-
vellinum svo gæðingarnir njóti sín
sem best í sýningum. Um árabil
hefur verið boðið upp á opna tölt-
keppni í Hrísholti og svo var einnig
nú. Erling Sigurðsson hafði þar sig-
ur nú eins og undanfarin ár og hafði
þulur á orði að líklega væri hann
kominn með sigurlaunin í áskrift
eins og reyndar Hinrik Þór Sigurðs-
son sem sigraði í flokki unglinga og
hefur gert undanfarin ár.
Úrslit urðu sem hér segir:
A-flokkur gæðinga
1. Sokkadís frá Bergsstöðum, eig. Hauk-
ur Daðason, kn. María Þórarinsdóttir,
7,77.
2. Blesi frá Hólum, eig. og kn. Jóhann
B. Guðmundsson, 7,90.
3. Blíða frá Kjamholtum, eig. Gísli Ein-
arsson, kn. María Þórarinsdóttir, 7,64.
4. Hekla frá Gunnarsholti, eig. og kn.
Kristinn Antonsson, 7,74.
5. Adam frá Skarði, eig. Sigurlína Krist-
insdóttir, kn. Kristinn Antonsson, 7,70.
B-flokkur gæðinga
1. Eva frá Skarði, eig. og kn. María Þór-
arinsdóttir, 8,27.
2. Hergill frá Kjamholtum I, eig. Magnús
Einarsson og Einar R. Magnússon, kn.
Guðný Höskuldsdóttir, 8,12.
3. Mósi frá Einiholti, eig. Hrefna og Har-
aldur, Einiholti, kn. Vilhjálmur Þor-
grímsson, 8,20.
4. Starri frá Fellskoti, eig. og kn. María
Þórarinsdóttir, 8,26.
5. Ögn frá Torfastöðum, eig. Drífa Krist-
jánsdóttir, kn. Eldur Ólafsson, 8,10.
Opin töitkeppni
(eink. úr forkeppni)
1. Erling Sigurðsson á Kópi frá Krossi, 6,9.
2. Sævar Öm Sigurvinsson á Flaumi, 6,3.
3. Valdimar Kristinsson á Létti frá
Krossamýri, 6,6.
4. Theodór Ómarsson á Rúbin frá Ög-
mundarstöðum, 6,1.
5. Jens Einarsson á Skmggu frá Hala, 5,7.
6. Magnús Benediktsson á Garpi frá Búð-
arhóli, 5,7.
Ungmenni
1. Fannar Ólafsson og Eldjárn frá Hólum.
Unglingar
1. Björt Ólafsdóttir á ísari frá Torfastöðum.
Barnaflokkur
1. Eldur Ólafsson á Framari frá Árgerði.
2. Tinna Dögg Tryggvadóttir á Stormi
frá Kjarnholtum I.
3. Fríða Helgadóttir á Vini frá Hrosshaga.
4. Ragnhildur Kjartansdóttir á Litla-Glóa
frá Torfastöðum.
Tölt - Unglingar 16 ára og yngri -
Opið
1. Hinrik Þór Sigurðsson á Hug frá Skarði.
2. Rakel Róbertsdóttir á Hersi frá Þverá.
3. Anna Þórdís Rafnsdóttir á Pílu frá
Hvammi.
4. Ragnar Gyifason á Létti frá Laugar-
vatni.
5. Bryndís K. Sigurðardóttir á Þokka frá
Hrólfsstöðum.
Skeið, 150 m
1. Áki frá Laugarvatni, kn. Gylfi Þorkels-
son, 15,7.
2. Ölver frá Stokkseyri, kn. Jón K. Haf-
steinsson, 18,0.
3. Skári frá Laugarvatni, kn. Gylfí Þor-
kelsson, 18,2.
Skeið, 250 m
1. Glaður frá Sigríðarstöðum, kn. Jón
K. Hafsteinsson, 25,8. C
2. Geisli, 26,8.
3. Asía frá Gmnd, kn. Magnús Benedikts-
son, 27,8.
Brokk, 300 m
1. Nari á 39,4.
2. Dropi frá Fjalli, kn. Björg M. Þórsdótt-
ir, 47,3.
3. Spök á 56,5.
Unghrossahlaup
1. Glói frá Reykjarhóli, kn. Stígur Sæ-
land, 21.
2. Þota frá Efstadal, kn. Valdimar Kjart-
ansson, 22,5.
3. Skömngur frá Efstadal, kn. Valdimar
Kjartansson, 28,8.
Stökk 300 m.
1. Vinur á 25,3.
2. Rösk á 25,8.
3. Randver, kn. Gyða H. Þorvaldsdóttir,
26,5.
Knapi mótsins var valin María Þórar-
insdóttir.
Ásetuverðlaun fékk Eldur Ólafsson.
Valdimar Kristinsson